Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 29
séu kynni trúboðanna af öðru landi og menningu ekki síður mik- ilvæg. „Með trúboðinu gefst okkur kostur á að sjá heiminn með aug- um annarra. Mér fannst þannig af- ar lærdómsríkt að koma hingað sem nítján ára amerískur ungling- ur í miðju kalda stríðinu og fá að sjá umheiminn með augum Íslend- inga,“ segir Steve og bætir við: „Raunar er ég sannfærður um að vera mín hér á Íslandi eigi stóran þátt í því að mér hefur gengið jafnvel í fyrirtækjarekstri og raun ber vitni. Meðan ég dvaldi hér vann ég frá morgni til kvölds, þannig vöknuðum við klukkan sex á morgnana og fórum út til að ganga á milli húsa í hvaða veðrum sem var og vorum ekki komin í háttinn fyrr en hálftíu á kvöldin. Þetta gerðum við alla daga vik- unnar, nema sunnudaga, í tvö ár og það skal alveg viðurkennast að það var oft ansi erfitt að vakna á morgnana og fara út t.d. í veður á borð við þetta,“ segir Steve og bendir út um gluggann þar sem rokið og rigningin lemja rúðurnar. „En við aðstæður á borð við þess- ar reynir enn meira á viljastyrk manns og sá sjálfsagi sem ég til- einkaði mér hér á Íslandi er nokk- uð sem ég hef búið að t.d. í fyrir- tækjarekstri mínum,“ segir Steve. Ætla að koma upp vef um íslensku trúboðana Spurðir um tildrög heimsókn- arinnar nú segja þeir Steve og Darron ýmsar ástæður liggja þar að baki. Fyrst nefna þeir að þá hafi einfaldlega langað til að end- urnýja kynni sín af landi og þjóð, auk þess sem þá langi til að leggja meira af mörkum í kirkjustarfinu og trúboðinu hérlendis, en eitt af því sem þeir ætla að vinna að er að koma upp vef þar sem hægt verði að finna upplýsingar um alla þá sem starfað hafa sem trúboðar hérlendis. „Þeir hátt í 150 manns sem starfað hafa hér á síðustu þremur áratugum eru í dag dreifð- ir víðs vegar um Bandaríkin og hafa sökum þessa lítil sem engin samskipti. Okkur langar til að stuðla að auknum samskiptum þeirra í millum, því ég veit að þeim þykir eins og okkur afar vænt um Ísland og Íslendinga eft- ir veru sína hér, enda ekki hægt að eyða tveimur árum ævi sinnar á einhverjum stað án þess að tengj- ast honum sterkum tilfinn- ingaböndum,“ segir Steve. „Auk þess finnum við fyrir því að Íslendinga, sem skírðir hafa verið inn í kirkjuna, langar til að vita hvar fyrrum trúboðar eru nið- ur komnir og hvað þeir eru að gera í dag. Margir þakka trúboðum fyrir þátt þeirra í lífi sínu Marga langar einnig til að geta þakkað trúboðum fyrir þau miklu áhrif sem viðkomandi hafði á líf þeirra, sem er afar eðlilegt,“ segir Darron og Steve bætir við: „Ég held einnig að það sé afar mik- ilvægt að trúboðarnir geri sér grein fyrir því hversu mikil áhrif þeir hafa raunverulega haft á líf fjölda fólks.“ Á næstu vikum munu þeir félagar því reyna að hafa upp á fyrrum trúboðum og setja upp- lýsingar um þá ásamt myndum inn á vefinn, en stefnt er að því að vefurinn verði kominn í gagnið strax í næsta mánuði. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 29 FRÉTTIR Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, draumráðningar og huglækning- ar. Er við frá 13-1. Hanna s. 908 6040. Í spásímanum 908 6116 er spá- konan Sirrý. Ástir, fjármál, heilsa. Tímapantanir fyrir einkatíma í símum 908 6116 og 823 6393. SOLID GOLD Just A Wee Bit, náttúrulegt smáhundafóður, eng- in aukefni. DÝRABÆR, Hlíðasmára 9, Kóp., sími 553 3062. Opið kl. 13-18 mán.-fös., kl. 11-15 lau. Nú aðeins 8.000 kr. allir leðurjakk- ar og frakkar. Vesti á 1.500 kr. Drengjajakkar 4.500 kr. Opið 14-18. Markaðsþjónn, Rangárseli 4, neðri hæð, 109 R., s. 534 2288. Fjölskyldudagar í Quiznos! Næstu daga fá börn sem borða hjá okkur að gjöf kökukrukkur sem gefa frá sér hljóð dýra þegar stolist er í köku. Glóðaðar sam- lokur Quiznos, Slbr 32, 577 5775. Perurnar skipta máli. Við notum eingöngu Philips hágæðaperur. Smart sólbaðstofa. Njóttu þess að léttast! kata.grennri.is. Breyttur lífsstíll og frábær líðan! Ég missti 5 kg! Ása 7 kg! Anna 10 kg! Magga 2 5kg! Hvað viltu missa mörg kg? Fríar Prufur. Frí Prótínmæling Louise s: 661 8921. Herbergi til leigu fyrir nuddara, næringarráðgjafa eða annan meðferðaraðila. Erum í Ár- múla 17. Upplýsingar í síma 698 8480 og 861 1278 Viltu eignast lúxusvillu afborgun- arlaust? Tökum íbúð heima eða erlendis upp í 440 fm lúxusvillu í Rvík. Þú getur búið í 170 fm að- alíbúð og fengið leigutekjur af 3 aukaíbúðum. www.netkall.com - Sími 865 5285. Til leigu 115 fermetra verslunar- húsnæði í Ingólfstræti með 26 fermetra geymslurými. Nánari upplýsingar í símum 553 5124 eða 561 4467. Leirkrúsin - Leirkrúsin. Helgar- námskeið fyrir byrjendur í leir- mótun að hefjast. Opið verkstæði mán., þrið. og mið. í handmótun og rennslu. Upplýsingar og skráning í síma 661 2179 og á www.leir.is. Heimanám - Fjarnám. Raunhæf- ur möguleiki til menntunar. Bók- haldsnámskeið. Tölvunámsk. Vefsíðugerð. Tölvuviðg. o.m.fl. Tölvufræðslan, sími 562 6212. www.heimanam.is - Við kennum allt árið! Fræðslunámskeið fyrir verðandi mæður/feður. Upplýsingar í síma 551 2136/552 3141/692 0501. Hulda Jensdóttir ljósmóðir/slökunarfræðingur 6 vikna trommunámskeið með trommumeistara frá Guinea hefst í sept. Lærið Djembe, Doundun, Sangbang, Kinkini & miklu meira. Nánari upplýsingar veitir Orville í síma 897 1887 eða afrodance92@hotmail.com Stelpur! Stelpur! Sláturgerð Bjarkarholti Nú er komið að því að bjóða í ár- legt sláturfjör á Barðaströnd. Eina sem þið þurfið að koma með er góða skapið, annað sjáum við um. Upplýsingar og skráning í síma 456 2025. Til sölu handskornir vandaðir tré- munir frá Slóvakíu. Slovak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4333. Matador vörubíladekk Ný send- ing væntanleg af 315/80 R 22.5, 295/80 R 22.5, 12 R 22.5 DR 1 vetrardekkjum. Frábær ný dekk á góðu verði. Kaldasel ehf, Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur s. 544 4333. Kristalsljósakrónur. Mikið úrval. Slovak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslimælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Harðviðargluggaefni fræst skv. ísl. staðli kr. 1.245 lm. Harðviðar- vatnsklæðning, slétt, nótuð og kúpt kr. 4.285 fm. Harðviður er góð fjárfesting til framtíðar. Sif ehf., Síðumúla 21, s. 660 0230, vidur.is. Septembertilboð Stafræn framköllun 10x15 kr. 40. Miðað við að allar myndir á diski eða korti séu valdar. Lágmark 30 stk. Septembertilboð Filma fylgir framköllun í septem- ber - óbreytt verð. Yfirlitsmynd fylgir. Tilboðið gildir aðeins á staðnum. Smiðjuvegi 11, gul gata, Kópavogi, sími 544 4131, heimsmyndir@heimsmyndir.is, www.heimsmyndir.is Herbalife. Velkomin á síðuna mína www.slim.is. Netverslun með Herbalife, heilsu- og megr- unarvörum. Sími 699 7383. Gæsaveiði. 90 mín. frá Rvík. Mikið af fugli. Frábær aðstaða, kornakrar, gisting, morgunmatur, leiðsögn, gervigæsir. Uppl. www.armot.is og s. 897 5005. Honda Accord árg. '87 til sölu. Skipting biluð en vél góð, ek. 280 þ. ca, önnur skipting getur fylgt ásamt ýmsu. V. 25.000 kr. Uppl. í s. 897 8555 eftir kl. 17.00. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Jeppapartasala Þórðar Tangarhöfða 2, s. 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Terrano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94 o.fl. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Til sölu Chevrolet Blazer S10 árg. '91, 4 dyra, ekinn 140 þús. Skoðaður '05. Upplýsingar í síma 896 1108. Íbúð til leigu strax!!!! 2. herb. 60 fm íbúð í Ballerup. Laus 1. okt - 1. nóv. Leigist m/húsgögnum. VERð: 3900.- dkr. Innif. hiti, rafm og þvottur. S: 0045 28 46 79 83. HALLDÓR Einarsson, eigandi Hen- son sports hf., hefur fært Félagi CP á Íslandi að gjöf buxur sem sérhann- aður eru til nota fyrir börn með fætur í gifsi. Buxurnar eru í öllum barna- stærðum, tvennar í hverri stærð. CP, sem stundum er nefnt heila- lömun, er algengasta tegund hreyfi- hömlunar meðal barna. Mörg þeirra barna sem eru með CP þurfa að fara í sinalengingaraðgerðir á fótum vegna fötlunar sinnar, sum mörgum sinnum, og eru þau þá með fætur í gifsi allt upp í sex vikur í senn. Buxurnar munu því koma að góðum notum en þær verða lánaðar félagsmönnum eft- ir þörfum, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni eru Halldór Einarsson og Ingibjörg Óskarsdóttir, formaður Félags CP á Íslandi. Gaf sérhannaðar buxur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.