Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 17 UMRÆÐAN www.toyota.is Hilux. Ódrepandi harðjaxl. Hilux hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt á íslenskum vegum og vegleysum. Gríðarlegur styrkur, frábær ending og afburða aksturseiginleikar einkenna þennan ódrepandi harðjaxl sem á sér margra ára frægðarsögu hér á landi. Komdu og reynsluaktu. www.toyota.is Nú er tækifæri til að eignast HILUX á hörkutilboði! Notadrjúgur aukahlutapakki: 31" breyting,kantar, álfelgur og hús. Allt þetta færð þú fyrir aðeins 2.990.000 kr. Toyota Kópavogi Sími 570 5070 Bílatangi hf. Ísafjörður Sími 456 4580 Toyotasalurinn Selfoss Sími 480 8000 Toyota Akureyri Akureyri Sími 460 4300 Bifreiðaverkstæði Borgþórs Egilsstaðir Sími 471 1436 Toyotasalurinn Reykjanesbæ Sími 421 4888 Bílaleiga Húsavíkur Húsavík Sími 464 1888 Hraun sf. Höfn Sími 580 7915 Kristján Ólafsson Vestmannaeyjar Sími 481 2323 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 25 84 0 09 /2 00 4 Hörkutilboð! Í STEFNUSKRÁ F-listans fyr- ir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar var sérstök áhersla lögð á breytta forgangsröðun í þágu umferðarör- yggis. Í stefnuskránni stóð m.a.: „Brýnt er að fjölga mislægum gatnamótum í borg- inni með sérstakri áherslu á gatnamót Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar.“ Þess vegna flutti F-listinn tillögu með sjálfstæð- ismönnum í borg- arstjórn hinn 21. sept- ember sl. um að strax yrði hafist handa við undirbúning mislægra gatnamóta á þessum stað. F-listinn hefur alltaf lagt áherslu á mislæg gatnamót á þessu mesta slysahorni borgarinnar – og raunar mesta slysahorni landsins alls – vegna þess að legið hefur ljóst fyrir að sú framkvæmd yrði fljót að borga sig upp með fækkun slysa og stórbættum samgöngum. Á liðnum árum hafa verið sett upp mislæg gatnamót í borginni og reynslan sýnir að veruleg fækkun slysa hefur orðið á þeim stöðum. Sem dæmi má nefna gatnamót Miklubrautar og Skeiðarvogs þar sem tjónum fækkaði um rúm 92%. Bregðast þarf við vandanum Gatnakerfi borgarinnar er sprung- ið, það annar ekki umferðarþung- anum. Borgaryfirvöldum ber skylda til að bregðast við þeim vanda sem við blasir í stað þess að stinga höfðinu í sandinn. Stefna R-listans virðist vera að hamla notkun einkabíla í stað þess að bregðast við aukinni bílaeign og margföldum umferðarþunga. Langstærsti umferðarvandinn í borginni er þetta aft- urhaldssama viðhorf R-listans til einka- bílsins. Það er óhætt að fullyrða að meirihlut- inn hafi heldur betur dregið lappirnar varðandi mislæg gatnamót Miklu- brautar og Kringlu- mýrarbrautar því hann tók þessa nauð- synlegu framkvæmd út úr aðalskipulagi árið 1996 og þá var gefin sú skýring að það væri vegna þess að R-listinn vildi „ekki auka umferðarrýmd vestan Elliðaáa“! Það er vandséð hvernig umferð- aröngþveiti og fjöldi slysa á gatna- mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar á að hverfa með því að setja Sundabraut í forgang. Bílar úr Breiðholti, Árbæ, Graf- arholti og einnig úr Kópavogi og Hafnarfirði munu ekki nýta sér Sundabraut eingöngu og fyrirséð er að álag á gatnamótunum muni enn aukast frá því sem nú er. Óraunsæjar hugmyndir Í stað þess að flýta gerð mislægra gatnamóta upp á u.þ.b. þrjá millj- arða hefur R-listinn hins vegar leitað annarra lausna og ber þar kannski hæst hugmyndina um svo- kallaðar léttlestir. Áætlað var að léttlest gæti kostað um einn millj- arð á hvern kílómetra og fyrir réttu ári, sunnudaginn 14. sept- ember 2003, var haft eftir Árna Þór Sigurðssyni, formanni sam- göngunefndar, í Morgunblaðinu í því sambandi, að land væri auðlind og ekki skynsamlegt að nýta sífellt meira rými undir umferðarmann- virki hvort sem það væru mislæg gatnamót eða bílastæðahús. Þau ummæli eru sérstaklega athygl- isverð í ljósi framkvæmdanna við færslu Hringbrautar þar sem ekki virðist skeytt um að borgarlandið er auðlind. Þar hefur borgarstjórn þegar eyðilagt u.þ.b. 100 þúsund fermetra land með vegastæði Hringbrautar auk þess sem lóð og landnýtingu Landspítalans hefur verið spillt. Þær lóðir sem þarna hefðu fengist mætti meta á all- nokkra milljarða þegar til fram- tíðar er litið. Það er raunar villandi þegar sí- fellt er talað um „færslu Hring- brautar“ því gamla Hringbrautin mun eftir sem áður rista í gegnum lóð Landspítalans svo nær væri að tala um fjölgun Hringbrauta. Niðurstöður könnunar dagblaðs um viðhorf borgarbúa til þess hvort ríkið skuli ráðast í mislæg gatnamót eða Sundabraut sýndu að mikill meirihluti kýs mislæg gatnamót. En R-listi íbúalýðræð- isins tekur ekki mið af því og kaus því miður að fresta þessum fram- kvæmdum eina ferðina enn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir borgarbúa. Mikil ábyrgð hvílir á borgarfulltrúum R-listans sem fara villir vegar í þessu máli. Villir vegar Margrét Sverrrisdóttir skrif- ar um mislæg gatnamót ’Gatnakerfi borgar-innar er sprungið, það annar ekki umferðar- þunganum.‘ Margrét Sverrisdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi F-listans. RAGNAR Aðalsteinsson lögmaður rit- ar grein í Morgunblaðið sl. laugardag. Tilefnið var leiðari Morgunblaðsins þar sem bent var á, að árið 1990 hafi Hæsti- réttur talið umsækjanda um embætti hæstarétt- ardómara, sem orðinn var 64 ára að aldri, of gamlan til að hljóta embættið. Í nýlegri umsögn réttarins væru hins vegar engar at- hugasemdir gerðar við aldur 65 ára gamals manns. Ragnar telur þessa ábendingu til marks um að Morg- unblaðið hafi misst af „mannréttinda- væðingunni“ sem hann kallar svo. Með lögleið- ingu Mannréttinda- sáttmála Evrópu árið 1994 og breytingum á stjórnarskránni 1995 hafi verið lögfest jafnræð- isregla sem banni mis- munun, m.a. eftir aldri. Ég fæ ekki skilið Ragnar öðruvísi en svo að hann telji nú með öllu óheimilt að líta til aldurs þegar skipað er eða ráðið í stöðu. Menn geti nú aldrei talist of fullorðnir til að hljóta embætti. Það hafi hins vegar mátt árið 1990. Það er út af fyrir sig sér- kennilegt þar sem jafnræðisregla ís- lensks réttar gilti fyrir árið 1994 þótt ólögfest væri. Allavega virðist Ragnar telja að aldur sé nú orðið ólögmætt tabú við embættisveitingar. Víða í lögum er miðað við aldur þegar réttindi til starfs eru annars vegar. Til dæmis er alkunna að embættismenn rík- isins þurfa að láta af störfum við 70 ára aldur. Það er væntanlega stjórnar- skrárbrot, samkvæmt kenningu Ragn- ars. Málið blasir hins vegar við þegar hæstaréttardómarar eiga í hlut vegna ákvæðis 61. gr. stjórnarskrárinnar, sem ekki var hróflað við árið 1995 þegar „mannréttinda- væðingin“ hófst. Sam- kvæmt ákvæðinu má, þrátt fyrir þá ríku vernd sem dómarar njóta í starfi, veita þeim dómara lausn sem orðinn er fullra 65 ára. Umsækjandinn sem um- ræðan snýst nú um, og er góðum hæfileikum gæddur á sviði lögfræðinnar, um það er ekkert deilt, verður 66 ára í næsta mánuði. Yrði hann skipaður dómari mætti veita honum lausn daginn eftir. Þess vegna samkvæmt beiðni hans sjálfs og nyti hann þá fullra launa til sjötugs en almennra eftirlauna hæstaréttardómara þaðan í frá! Hvað er Ragnar Að- alsteinsson að segja í grein sinni? Að 61. gr. stjórnarskrárinnar brjóti gegn 65. gr. sömu stjórnarskrár? Það væri fróðlegt að heyra lögfræðilega útlistun hans á þessu. Ef það er ólögmæt mismunun að telja mann of fullorðinn til að hljóta skipun í embætti, sem veita mætti honum lausn úr samdægurs aldurs vegna, þá sæki ég um ökuréttindi fyrir son minn, 9 ára. Hann er bráðger og skýr og gæti örugglega stjórnað litlum bíl. Missti Ragnar af stjórnarskránni? Heimir Örn Herbertsson svarar Ragnari Aðalsteinssyni Heimir Örn Herbertsson ’… virðist Ragn-ar telja að aldur sé nú orðið ólög- mætt tabú við embættisveit- ingar.‘ Höfundur er lögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.