Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 7 FRÉTTIR VIÐAMIKIL íslensk menning- arkynning hefst formlega í París í kvöld og verður ísjakanum úr Jök- ulsárlóni komið fyrir nú í morguns- árið fyrir utan Palais de la Découv- erte, Höll uppfinninganna, þar sem kynningin hefst. Lögðu Frakkana örugglega Segja má að íslenskir skákmenn hafi þjófstartað dagskránni því um helgina tóku þeir þátt í árlegu skák- móti frönsku öldungadeildarinnar, Senatsins. Íslensku stórmeistararnir fjórir, Helgi Ólafsson, Margeir Pét- ursson, Jóhann Hjartarson og Hann- es Hlífar Stefánsson, sigruðu Frakka í landskeppni á laugardag 3-1 og Helgi Ólafsson gerði sér svo lítið fyrir og sigraði í einstaklings- keppninni í gær. Helgi sigraði franska stórmeistarann Fressinet í tveimur úrslitaskákum. Að því loknu tóku íslensku og frönsku stórmeist- ararnir, allir átta, þátt í 100 manna fjöltefli við almenning í góða veðr- inu í Lúxemborgargarðinum fyrir utan Senatið. Það var öldungadeild- arþingmaður frá París, Cherioux að nafni, sem afhenti Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, bikar fyrir sigur Ís- lendinga í landskeppninni og Ís- landsvinurinn og heimsmeistarinn fyrrverandi, Boris Spassky, afhenti Helga Ólafssyni bikar fyrir sigur í einstaklingskeppninni. Spassky, sem lengi hefur verið búsettur í París, var sérstakur gestur mótsins. Spassky vildi ekki ræða mál Bobb- ys Fischers, fyrrverandi heims- meistara í skák, þegar hann rabbaði við íslenska blaðamenn í París. „Við Bobby erum vinir og ég vil því ekk- ert tjá mig um hans mál. Alls ekki,“ sagði Spassky, en Bobby – sem náði einmitt heimsmeistaratigninni af Spassky í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 – hefur undanfarið verið í fangelsi í Japan og verður jafnvel framseldur til Bandaríkj- anna vegna brots á samskiptabanni við Júgóslavíu fyrir nokkrum árum, þegar hann tefldi einvígi við Spassky í Belgrad. Karpov forseti FIDE? Spassky sagði frá því að honum hefði borist til eyrna að ónefndir menn frá Suður-Ameríku hefðu áhuga á því að hann yrði forseti Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE, en hann liti á það sem hvert annað grín. „Ég veit hins vegar að Anatólí Karp- ov ætlar sér að verða forseti FIDE og er þegar byrjaður undirbúning þess. Þetta er ekki orðið opinbert en ég veit það; ég hitti Karpov reyndar um daginn en þorði þá ekki að spyrja hann um þetta!“ Spassky tók nýverið við ritstjórn skákblaðs sem kemur út hálfsmán- aðarlega í Moskvu, en verður þó áfram búsettur í París enda lítið mál að sinna slíku starfi með nútíma- tækni, segir hann. Spassky segir ástandið í Rússlandi ekki gott um þessar mundir; orðar það reyndar svo að Rússland sé ekki sjálfstætt ríki lengur, heldur nýlenda „Banda- ríkjamanna eða Ísraela, það er að minnsta kosti öruggt mál að þetta er ekki lengur sjálfstætt land.“ Hann segir marga líða skort í landinu. „Margir hafa það mun verra nú en áður. Hvaða tilgangi þjónar lýðræði ef fólk á ekki mat?“ sagði Boris Spassky. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Að mótinu loknu tefldu íslensku og frönsku stórmeistararnir fjöltefli við um 100 manns í Lúxemborgargarðinum, fyrir utan Senatið. Fjöltefli að loknum sigri París. Morgunblaðið. KVIKMYNDASKOÐUN Íslands hefur a.m.k. eina kvörtun fengið við kvikmyndinni The Girl Next Door, sem sýnd er í bíó- um og leyfð fyrir alla aldurshópa. A.m.k. tvisvar sinnum á þessu ári hefur í fjöl- miðlum komið fram gagnrýni frá áhorfendum sem þykja myndin ekki hæfa börn- um. Kvikmyndaskoðun Íslands skoðaði myndina og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að setja aldurstakmark, þótt slíkt muni hafa verið gert í Bandaríkjunum. Sigurður Snæberg Jónsson, for- stöðumaður Kvikmyndaskoðunar, segir að grófasta atriðið sýni tvær konur að kyssast og nægi það ekki til að banna myndina. Það sem Kvik- myndaskoðun miði við þegar aldurs- takmark er sett á kvikmyndir er of- beldi, fíkniefnaneysla og afleiðingar hennar. Þá er einnig tekið hart á nei- kvæðum boðskap sem kvikmyndir fela í sér. Hér á landi hafi hins vegar verið tekið létt á nekt og erótík. Ívari Halldórssyni bíógesti og for- eldri ofbýður hins vegar myndin og segir klámfengna kossasenu tveggja kvenna ekki við hæfi barna. „Ég held að við séum orðin kærulausari gagn- vart svona myndum og það kann að vera að foreldrar telji sér trú um að það sé allt í lagi að fara á hvaða myndir sem er svo lengi sem þær eru ekki bannaðar börnum. Því miður finnst mér meðvitund um gott sið- ferði hafa hrakað hér en það er okk- ar foreldranna að spyrna við fótum.“ Létt tekið á erótík og nekt Kvikmyndaskoðun bannar ekki The Girl Next Door

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.