Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 1
Kertaljós og krúttlegheit Olga á Hótel Freyju ætlar að dekra við gestina | Daglegt líf Lesbók | „Alþjóðleg“ á okkar heimóttarlega hátt  Jámenn segja nei Börn | Hresstu upp á sköpunargáfuna! Íþróttir | Hauk- ar töpuðu í París Groningen með tilboð í Kristján Örn STOFNAÐ 1913 282. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lesbók, Börn og Íþróttir ÍSRAELSHER flutti í gær hermenn og skriðdreka frá þremur byggðum Palestínumanna á norðurhluta Gaza-svæðisins og hætti mannskæðasta hernaðin- um þar frá því að uppreisn Palestínumanna hófst fyrir fjórum árum. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskip- aði brottflutning hersveita frá Jebaliya-flótta- mannabúðunum og íbúðahverfum tveggja bæja, Beit Hanoun og Beit Lahiya. Hann ákvað þetta að beiðni yfirmanna hersins, sem sögðu að meginmark- mið hernaðarins hefði náðst. Bandaríkjastjórn hafði einnig hvatt Ísraela til að hætta aðgerðunum. Minnst 128 Palestínumenn féllu Ísraelar hófu hernaðinn 29. september eftir að flugskeytaárás var gerð á ísraelska landamærabæ- inn Sderot. Að minnsta kosti 128 Palestínumenn biðu bana í árásum Ísraela og tugir þeirra voru óbreyttir borgarar, þeirra á meðal 18 börn og ung- lingar, auk þess sem hundruð særðust. Fimm Ísr- aelar lágu í valnum, þeirra á meðal tvö börn sem létu lífið í árásinni á Sderot. Ísraelskir skriðdrekar voru enn í grennd við byggðir gyðinga á norðurhluta Gaza í gærkvöldi. Heimildamenn í Ísraelsher staðfestu að hernaðinum hefði verið hætt, meðal annars til að bæta aðstæður íbúanna í föstumánuði múslíma, ramadan, sem hófst í gær. Þeir lögðu þó áherslu á að hersveitirnar yrðu áfram á svæðinu og ættu að hefja hernaðinn að nýju ef fleiri flugskeytaárásir yrðu gerðar á ísraelska bæi. Skriðdrekar og jarðýtur Ísraelshers ollu mikilli eyðileggingu í palestínsku byggðunum, lögðu hús í rúst, tættu í sundur vatnsleiðslur og brutu raf- magnsstaura. Reuters Hermenn í ísraelskri herstöð eftir að þeir fóru frá palestínskum byggðum á Gaza-svæðinu í gær. Ísraelar hætta mannskæðum hernaði á Gaza Jebaliya-flóttamannabúðunum. AP, AFP. VÍSINDAMENN segja að tilraunir hafi leitt í ljós í fyrsta skipti að bóluefni gegn malaríu geti fækkað dauðsföllum af völdum sjúkdómsins verulega. Vísindamennirnir segja tilraunirnar vekja vonir um að mikill árangur náist í baráttunni gegn mal- aríu. Á ári hverju deyr rúm milljón manna af völd- um sjúkdómsins, þar af um 700.000 börn, langflest þeirra í Afríku sunnan Sahara. Bóluefni, sem lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline Bio hefur þróað í 20 ár, var reynt á um 2.000 börn- um á aldrinum eins til fjögurra ára í Mósambík. Niðurstaðan var að bóluefnið minnkaði hættuna á því að börnin veiktust af malaríu um 30% og hættan á alvarlegri malaríu minnkaði um 58%. Bóluefnið hafði mest áhrif á börn undir tveggja ára aldri, sem eru viðkvæmust fyrir sjúkdómnum, því að það minnkaði hættuna á alvarlegri malaríu meðal þeirra um 77%. Vonast er til að hægt verði að taka bóluefnið í notkun fyrir lok áratugarins. Bóluefni gegn malaríu lofar góðu London. AFP, AP. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Avion Group, sem samanstendur af flugfélögunum Atlanta, Íslandsflugi og breska leiguflugfélaginu Excel Airways, tekur formlega til starfa um áramót- in. Frá þessu var skýrt í gær. Félagið verður eitt veltumesta félag landsins, með 72 millj- arða króna ársveltu. Starfsmenn verða tæp- lega 3.200. Til samanburðar má geta þess að Flugleiðir veltu 38 milljörðum króna á síðasta ári. Veltumesta félag landsins, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, velti 59 milljörðum króna í fyrra og velta KB banka nam ríflega 51 millj- arði króna. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi og starf- andi stjórnarformaður Avion Group, segir fé- lagið stefna á skráningu á íslenskan hluta- bréfamarkað og að höfuðstöðvar þess verði hér á landi. „Það er okkur Íslendingum í blóð borið að vera leiðandi í flugrekstri,“ segir Magnús. „Við eigum langa sögu í þessum iðn- aði, ekki eingöngu á Íslandi heldur um allan heim.“ Meginstoðir samstæðunnar munu verða tvær, að sögn Magnúsar, það eru sam- einað félag Atlanta og Íslandsflugs annars vegar og Excel-flugfélagið hins vegar. Þess utan heyra undir samstæðuna viðhaldsfyrir- tæki á Írlandi, viðgerðarverkstæði á Bret- landi, afgreiðsla flugvéla í Keflavík og fleiri félög sem tengjast rekstrinum. Flugfélögin Air Atlanta Icelandic og Ís- landsflug verða sameinuð um næstu áramót og segir Magnús að hið sameinaða félag verði langstærsta og öflugasta félag heims í leigu flugvéla með áhöfn, viðhaldi og tryggingum. Félagið mun reka um 50 flugvélar. Velta Avion 72 milljarðar Þrjú flugfélög sameinuð í eitt  Þrjú flugfélög/14 ÁKVEÐIÐ var á fundi fram- kvæmdastjórnar Sjómannasam- bands Íslands í gær að kalla samninganefnd sambandsins saman eins fljótt og unnt er til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræð- unum við LÍÚ og fá heimild til að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfall til að knýja á um lausn deilunnar. Ákveði sjómenn að hefja und- irbúning að atkvæðagreiðslu um verkfall munu útvegsmenn afla sér heimildar til boðunar verk- banns, að sögn Friðriks J. Arn- grímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Næsti samningafundur í deil- unni er boðaður á mánudaginn. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjómanna- sambandsins, verður fljótlega í framhaldi af þeim fundi ákveðin dagsetning fundarins með samninganefndinni ef ekkert þokast í samkomulagsátt. Undirbúningur verkfallsboð- unar tekur langan tíma. Reikna má með að a.m.k. einn mánuður færi í atkvæðagreiðslu um heimild til boðunar verkfalls og verði hún samþykkt færu þrjár vikur í boðun sjálfs verkfallsins. Ekkert hefur þokast í kjara- deilu sjómanna og útvegs- manna að undanförnu. „Við höf- um verið í samningaviðræðum í tíu mánuði og stöndum nánast í sömu sporum og þegar við byrj- uðum. Við erum að missa þol- inmæðina,“ segir Hólmgeir. „Við höldum bara áfram að vinna að því að leysa málið,“ segir Friðrik. Að sögn hans hef- ur ekkert nýtt komið upp í kjaraviðræðunum við sjómenn. „Þetta snýst um það að ef fækk- ar í áhöfn, þá viljum við skipta því sem sparast við það á milli okkar. Það er sanngjarnt boð,“ segir hann Sjómenn undirbúa verkfallsaðgerðir Viðbrögð útvegs- manna yrðu að sækja heimild til boðunar verkbanns ♦♦♦ EDITH Piaf, þ.e.a.s. Brynhildur Guðjónsdóttir, lét ekki slá sig út af laginu heldur hélt skemmtuninni áfram á tröppum Þjóðleikhússins eftir að húsið var rýmt í gærkvöldi í kjölfar þess að eldur kviknaði í feitipotti í Þjóðleikhúskjallaranum. Um 600 manns voru í húsinu þegar brunavarnarkerfi þess fór í gang og urðu sumir gestirnir nokkuð skelkaðir við það. Allt fór þó vel og tjón lítið í húsinu. Mikil stemning var á tröppunum þegar leikarar og hljóðfæraleikarar héldu uppi fjörinu þangað til sýningar hófust að nýju. Morgunblaðið/Sverrir Stuð á tröppunum eftir að leikhúsið var rýmt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.