Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Komdu í næsta útibú,
kanna›u máli› á kbbanki.is
e›a hringdu í síma 444 7000.
KYNNTU fiÉR HVERNIG
fiÚ GETUR LÆKKA‹
GREI‹SLUBYR‹I fiÍNA
ME‹ KB ÍBÚ‹ALÁNI
– kraftur til flín!
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur
keypt 30,9% hlut í breska leiguflug-
félaginu Excel Airways og á nú
71,4% hlutafjár í félaginu. Flugfélög-
in Atlanta og Íslandsflug verða sam-
einuð um næstu áramót en á sama
tíma tekur formlega til starfa nýtt
eignarhaldsfélag, Avion Group, sem
mun annast rekstur Excel Airways,
Air Atlanta Europe, sameinaðs fé-
lags Íslandsflugs og Air Atlanta Ice-
landic, og annarra félaga í eigu
þeirra. Stefnt er að skráningu hluta-
bréfa Avion-samstæðunnar í Kaup-
höll Íslands þegar fram í sækir.
Hið nýja félag verður með höfuð-
stöðvar á Íslandi og meginstarfsemi
þess er rekstur alþjóðlegra flug-
félaga og tengdrar starfsemi. Sam-
anlögð velta fyrirtækjanna sem
mynda Avion Group á árinu 2004 er,
að sögn Magnúsar Þorsteinssonar
stjórnarformanns og aðaleiganda
samstæðunnar, yfir 1 milljarður
Bandaríkjadala, eða 72 milljarðar ís-
lenskra króna.
Til samanburðar má geta þess að
Flugleiðir veltu tæpum 38 milljörð-
um króna á síðasta ári og veltumesta
félag landsins á árinu 2003, SH, velti
þá 59 milljörðum.
„Það er okkur Íslendingum í blóð
borið að vera leiðandi í flugrekstri.
Við eigum langa sögu í þessum iðn-
aði, ekki eingöngu á Íslandi heldur
um allan heim,“ segir Magnús og
upplýsir að stefnt verði að skráningu
hlutabréfa í Avion Group á íslenskan
hlutabréfamarkað. „Þetta er íslenskt
félag og þess vegna liggur það ljóst
fyrir að skrá það hér. Markaðurinn
hefur verið ágætur, hann hefur verið
að vaxa og mér finnst það styrkur
fyrir markaðinn að fá til viðbótar
þetta stórt alþjóðlegt félag. Flug-
rekstur hefur engin landamæri og
skiptir ekki öllu máli hvar félagið er
staðsett.“
Yfirtökutilboð í Excel
Með kaupum á 30,9% viðbótarhlut
í Excel-flugfélaginu hefur Atlanta
eignast 71,4% í félaginu og myndast
því skylda til þess að gera eigendum
minnihlutans yfirtökutilboð. Segir
Magnús að slíkt tilboð verði gert í
Bretlandi á næstu dögum. Hann vill
ekki upplýsa um kaupverð hlutarins
í Excel eða yfirtökuverð en staðfest-
ir að þriðjungshluturinn hafi verið
keyptur af kýpverska ferðaþjónustu-
fyrirtækinu Libra Holidays sem átti
39% hlut fyrir. Segir hann að Libra
muni halda eftir nokkrum hlut í fé-
laginu.
Til að gefa nokkra hugmynd um
hugsanlegt kaupverð þá keypti Atl-
anta 40,5% hlut í Excel í febrúar sl. á
3,8 milljarða króna. Sá hlutur var
einnig keyptur af Libra.
Öflugasta félag heims
Flugfélögin Air Atlanta Icelandic
og Íslandsflug verða sameinuð um
næstu áramót og segir Magnús að
hið sameinaða félag verði lang-
stærsta og öflugasta félag heims í
leigu flugvéla með áhöfn, viðhaldi og
tryggingum. Velta þess fyrirtækis
verður 34 milljarðar króna, eða tæp-
lega helmingur af heildarveltu sam-
stæðunnar og félagið mun reka um
50 flugvélar af rúmlega 60 vélum
samstæðunnar.
Forstjóri hins sameinaða félags
verður Ómar Benediktsson, forstjóri
Íslandsflugs. Ómar segir tilganginn
með samruna félaganna vera hag-
ræðingu. „Félögin hafa bæði verið
mjög vaxandi á þessu sviði. Með
þessu er verið að setja kraftinn sam-
an í einn farveg, setja tvær ár saman
í eitt risafljót,“ segir Ómar.
Starfsemi í öllum
heimsálfum
Meginstoðir samstæðunnar munu
verða tvær, að sögn Magnúsar, það
eru sameinað félag Atlanta og Ís-
landsflugs annars vegar og Excel-
flugfélagið hins vegar. Þess utan
heyra undir samstæðuna viðhalds-
fyrirtæki á Írlandi, viðgerðarverk-
stæði á Bretlandi, afgreiðsla flugvéla
í Keflavík og fleiri félög sem tengjast
rekstrinum.
Magnús Þorsteinsson verður
stærsti hluthafinn í Avion, en hann á
um 70% hlut í Air Atlanta. Aðrir
stærstu eigendur verða Arngrímur
Jóhannsson, stjórnendur hjá Excel,
Ómar Benediktsson og Gunnar
Björgvinsson. Magnús verður starf-
andi stjórnarformaður félagsins og
Hafþór Hafsteinsson, núverandi for-
stjóri Atlanta, verður framkvæmda-
stjóri félagsins.
Starfsmenn Avion-samstæðunnar
verða tæplega 3.200 talsins, starfs-
stöðvarnar yfir 20, og flugvélaflotinn
telur 63 flugvélar.
Þrjú flugfélög í eitt
Avion Group annast
rekstur alþjóðlegra
flugfélaga – Er með
veltumestu fyrirtækjum
landsins og stefnir á
skráningu í Kauphöll
Morgunblaðið/RAX
Flugrisi „Það er okkur Íslendingum í blóð borið að vera leiðandi í flug-
rekstri,“ sagði Magnús Þorsteinsson á blaðamannafundi í gær.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● NORSKI bankinn KredittBanken,
sem Íslandsbanki hafði eignast um
98% hlutafjár í um síðustu mán-
aðamót, skilaði hagnaði á þriðja
fjórðungi þessa árs eftir að hafa ver-
ið rekinn með tapi í langan tíma. Frá
þessu er greint í frétt á vefmiðli
norska útvarpsins, NRK.
Segir í fréttinni að hagnaður Kred-
ittBanken á þriðja ársfjórðungi hafi
numið 7,7 milljónum norskra króna,
sem jafngildir liðlega 80 milljónum
íslenskra króna. Tilboðstímabil Ís-
landsbanka í öll hlutabréf í Kreditt-
Banken rann út í gær.
Hagnaður hjá
KredittBanken eftir
langvarandi tap
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands hækkaði um 0,15% í gær og var
lokagildi hennar 3.854,84 stig. Þetta
var fysti dagur þessarar viku sem vísi-
talan lækkaði ekki. Viðskipti í Kaup-
höllinni námu 14,6 milljörðum króna
og þar af voru viðskipti með hlutabréf
fyrir 7,1 milljarð, mest með bréf í Opn-
um kerfum, fyrir 3,5 milljarða. Vísitöl-
ur hækkuðu í New York en í Evrópu
voru bæði hækkanir og lækkanir.
Úrvalsvísitalan
hætti að lækka
● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR tilkynnti í
gær að fram hefði farið aukaút-
dráttur á húsbréfum. Heimild til þess
er í samræmi við heimild skuldara
hjá sjóðnum til aukaafborga eða
uppgreiðslu skuldar fyrir gjalddaga.
Sigurður Geirsson, forstöðumaður
hjá Íbúðalánasjóði, segir aukaút-
dráttinn ekkert hafa að gera með
uppgreiðslur á lánum hjá sjóðnum
að undanförnu. „Þetta er liður í þeirri
áhættustýringu sem við tókum upp á
miðju þessu ári. Verið er að jafna út
eignir á móti skuldum til að koma
jafnvægi á í rekstrinum.“
Aukaútdráttur liður
í áhættustýringu
● SAMEIGINLEGUR hagnaður spari-
sjóðanna í landinu fyrir skatta nam
3,2 milljörðum króna á árinu 2003.
Eiginfjárhlutfall (CAD) var 15,5%, að
því er segir í
fréttatilkynn-
ingu frá Sam-
bandi íslenskra
sparisjóða, en
aðalfundur
sambandsins
var í gær.
Í tilkynning-
unni segir að markaðshlutdeild
sparisjóðanna miðað við innlán sé
23%, sem sé næsthæsta markaðs-
hlutdeild bankastofnunar á Íslandi.
Þá hafi innlánsaukning á fyrstu átta
mánuðum þessa árs verið yfir 10%.
Sparisjóðirnir í landinu eru nú 24.
Guðjón Guðmundsson hefur verið
ráðinn nýr framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra sparisjóða. Hann
tekur við af Sigurði Hafstein hinn 1.
nóvember næstkomandi. Sigurður
hefur verið framkvæmdastjóri sam-
bandsins frá árinu 1980.
Guðjón lauk háskólaprófi í við-
skiptafræði frá HÍ árið 1977 og Cand
Merc prófi frá Verslunarháskólanum í
Kaupmannahöfn árið 1984 með sér-
hæfingu í hagnýtri upplýsingatækni,
ráðgjöf og stefnumótun fyrirtækja.
Guðjón var kjörinn formaður KR í
fyrra. Eiginkona hans er Heiða Elín
Jóhannsdóttir og eiga þau tvö börn.
Hagnaður sparisjóð-
anna 3,2 milljarðar
! " # $
#
+, -&.
* -&.
*!#
/#$ $ +&
* -
)
0*
1 )
2
2, /
3 $ .
3. $
4'
4 /#$
5
%
"&'
/ ! )
/
!
. !
6! *7!
!$8 96'$
:!&
0
0
1 $; 6!
<='
4)/
4
#$>
4!
4;.
4
! ! '!$8 '
?
?8 ! !
@
!
9& %4;
(
)
*+
+
/
A8$!
1 )
?; $;
@#8 $>
)
4 !
! !
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
*8 $#
$8 ! !
%
% %
%
%
% % %
%
% %
%
% %
% %
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
B CD
B %CD
B %CD
B CD
B %CD
%
%
B CD
B %CD
B % CD
%
B CD
B CD
%
B %CD
%
B CD
%
B %CD
%
B CD
B %CD
B CD
%
B CD
B CD
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
! .
?
&!
& (
0. 4
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
@ ! . E7
+? F +'
/
! .
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
%
KÖGUN hf. keypti í fyrradag tæp-
lega 33% hlut í Opnum kerfum
Group hf. og á nú samtals 68,7% hlut
í félaginu. Samkvæmt tilkynningu
frá Kögun verður öðrum hluthöfum í
Opnum kerfum Group (OKG) gert
yfirtökutilboð, í samræmi við ákvæði
laga um verðbréfaviðskipti. Í kjölfar
yfirtöku er síðan stefnt að því að af-
skrá OKG úr Kauphöll Íslands.
Viðskiptin í fyrradag fóru fram á
genginu 26,8, sem var 5% yfir loka-
verði hlutabréfa í OKG þann dag.
Kaupverð þess hlutar sem Kögun
keypti var tæplega 2,7 milljarðar.
Seljendur hlutabréfanna í OKG
voru Straumur Fjárfestingarbanki,
sem seldi alls 5,44% hlut, Íslands-
banki, sem seldi 19,55% og Frosti
Bergsson, stjórnarformaður OKG
og félag tengt honum, sem seldi sam-
tals 7,95%. Greitt var fyrir hlutina
með reiðufé að hálfu og með eigin
hlutum í Kögun að hálfu.
Í tilkynningu Kögunar segir að
stjórn félagsins muni boða til hlut-
hafafundar á næstunni og leggja
fram tillögu um hækkun hlutafjár til
að greiða hluta kaupverðsins á OKG.
Straumur Fjárfestingarbanki
verður stærsti einstaki hluthafinn í
sameinuðu félagi Kögunar og Op-
inna kerfa Group með um 16% hlut.
Styrkir útrás félagsins
Gunnlaugur M. Sigmundsson, for-
stjóri Kögunar, segist ánægður með
að náðst hafi sátt við stærstu hlut-
hafana í OKG. Kögun sjái tækifæri
með kaupunum, sem geri félaginu
kleift að verða það stórt og fjölbreytt
að hægt verði að sækja í ríkara mæli
út fyrir landsteinana. Nú þegar séu
kortlögð ýmis tækifæri í þeim efnum
sem þó sé hægt að segja frá nú.
„Við höfum lýst yfir áhuga á því að
samstæðan vaxi í þrjár stoðir,“ segir
Gunnlaugur. „Í fyrsta lagi er það
gamla kjarnastarfsemin, sem er
varnariðnaðurinn. Síðan er það við-
skiptahugbúnaður og Microsoft, sem
við höfum áhuga á. Í þriðja lagi þurfa
Opin kerfi Group að halda áfram að
vera til í núverandi mynd og vaxa á
eigin forsendum.“
Sameinað félag er spennandi
Frosti Bergsson segir að kaup
Kögunar í OKG séu mjög ásættanleg
fyrir hluthafa félagsins. Velta sam-
einaðs félags á þessu ári verði í
kringum 20 milljarðar og starfs-
menn séu yfir eitt þúsund talsins.
„Verðmæti Opinna kerfa Group er
miðað við þessi viðskipti um 8,1 millj-
arður króna. Ég tel að það sé mikil
viðurkenning fyrir starfsmenn fyr-
irtækisins að hafa skapað öll þessi
verðmæti því þau eru fyrst og fremst
hjá því hæfa fólki sem starfar hjá
Opnum kerfum Group,“ segir Frosi.
Á athugunarlista
Kauphallarinnar
Hlutabréf Opinna kerfa Group
voru færð á athugunarlista Kaup-
hallar Íslands í gær. Í tilkynningu
frá Kauphöllinni segir að þetta sé
vegna yfirtökuskyldu sem myndast
hafi í félaginu. Þá segir að yfirtöku-
tilboð þurfi að leggja fram til ann-
arra hluthafa félagsins innan fjög-
urra vikna eftir að yfirtakan átti sér
stað, samanber lög um verðbréfavið-
skipti.
Kögun eignast
meirihluta í OKG
Morgunblaðið/Kristinn
Afskráð Kögun stefnir að því að
afskrá Opin kerfi Group úr Kaup-
höll Íslands.
<G
4HI %#"%
%#%$
C
C
/?4A
J+K
#&
#"
C
C
L+L
32K
#&'
'%
)*
+*,
C
C
0/K
<
$
%#"$
+*&
+*,
C
C
MLAK J&N :&
#$,,
"#"
C
C
)*%
)*
+*%
+*,
)*,
)*,