Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 15
ERLENT
HÓPUR íraskra kvenna bíður fyrir
framan inngang Abdul-Qadir-
moskunnar í Bagdad í gærkvöldi
viðbúinn því að rjúfa föstu sína þeg-
ar fyrsti dagur ramadan, föstumán-
aðar múslíma, var að kveldi kom-
inn. Í föstumánuðinum neyta
sanntrúaðir múslímar ekki matar
eða drykkjar en þegar sólin er sest
geta þeir byrjað að borða á ný.
Múslímar í Írak halda ramadan í
ár í skugga mikillar vargaldar og
ástandið var reyndar ekki miklu
betra fyrir ári, þá dóu næstum 50
manns í árásum í Bagdad á fyrsta
degi ramadan. Bandaríkjamenn
hafa staðið fyrir hernaðaraðgerð-
um í borginni Fallujah undanfarna
tvo daga og féllu a.m.k. 8 Írakar í
fyrrakvöld. Fallujah er helsta vígi
uppreisnarmanna í Írak. Reuters
Fastan
rofin
í Bagdad
ALEXANDER Lúkashenko hefur fram til
þessa látið gagnrýni sem vind um eyru þjóta.
Og engar líkur eru á að breyting verði þar á í
kosningum á morgun, sunnudag, þegar íbúum
Hvíta-Rússlands verður gefinn kostur á að
breyta stjórnarskrá landsins til að tryggja að
forsetinn geti þjónað þegnum sínum þriðja
kjörtímabilið í röð.
Raunar má telja fullvíst að vilji Lúkashenko
nái fram að ganga í þjóðaratkvæðagreiðslunni
á morgun. Hann er vanur að fá sitt fram og
síðan sakar ekki að stjórnarandstaðan er
ýmist í felum, í útlegð eða í fangelsi.
Hvar sem komið er blasir við ásjóna forset-
ans. Ástandið minnir mjög á Sovétríkin sálugu.
„Kjósið í þágu Hvíta-Rússlands“ sagði á for-
síðu ríkisdagblaðsins Sovyetskaja Belorusia.
Með fréttinni fylgdi mynd af Lúkashenko,
skælbrosandi að sjálfsögðu þar sem hann hélt
á lítilli telpu en hún bar rauðan trefil sem
minnti mjög á ungliðahreyfingu sovéska
kommúnistaflokksins.
Vísunin til Sovétríkjanna var vel við eigandi
því Hvít-Rússar hafa löngum átt erfitt með að
skilgreina sig sem þjóð og sakna þess greini-
lega að tilheyra ekki lengur stóru sambands-
ríki. Rússar og fleiri Evrópuþjóðir hafa lengst-
um ráðið landinu en djúp tilvistarkreppa hefur
einkennt samfélag Hvíta-Rússa frá því að Sov-
étríkin liðu undir lok. Þær tíu milljónir manna
sem í Hvíta-Rússlandi búa hafa mátt þola ein-
angrun á alþjóðavettvangi jafnt í pólitískum
sem viðskiptalegum efnum.
Taumlaus persónudýrkun
Lúkashenko, sem stýrði samyrkjubúi á
sovéttímanum, hefur leitast við að fylla þetta
tómarúm. Persónudýrkun hefur reynst áhrifa-
mikið tæki í því efni. Stuðningsmenn hans
nefna hann „batka“ eða „pabba“ og fer ekki á
milli mála að skipun hefur verið gefin í þá veru.
Nú er svo komið að Lúkashenko og nánustu
undirsátum hans hefur verið bannað að ferðast
til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusam-
bandsins. Þeir eru sakaðir um ólöglega vopna-
sölu og kúgun bæði gagnvart stjórnarandstöð-
unni og frjálsri fjölmiðlun í landinu.
Engu að síður er búist við ágætri þátttöku í
kosningunum á morgun en um sjö milljónir
manna eru á kjörskránni. Síðara kjörtímabili
Lúkashenko lýkur árið 2006 og þar með ætti
að hann að leggja niður völd samkvæmt
stjórnarskrá Hvíta-Rússlands. Nú geta lands-
menn hins vegar samþykkt tillögu um breyt-
ingu á stjórnarskránni þess efnis að Lúk-
ashenko leyfist að bjóða sig fram þriðja sinni.
Verði tillagan samþykkt mun hann því ríkja til
2010, hið minnsta, endist honum líf og heilsa.
Jafnframt fara fram þingkosningar en 110
fulltrúar sitja á þingi Hvíta-Rússlands.
Vestræn ríki hafa fordæmt þjóðaratkvæða-
greiðsluna og hefur sú gagnrýni fallið í grýttan
svörð. Lúkashenko hefur lýst yfir því að stuðn-
ingsmenn hans muni vinna öll sætin á þingi.
Ekki að það breyti miklu, þing landsins gerir
fátt annað en staðfesta ákvarðanir forsetans.
Stjórnarandstaðan hefur nú aðeins fjóra
fulltrúa á þingi. Sjá þeir iðulega ekki ástæðu til
að mæta til þingfunda. Og stjórnarandstaðan
telur tilefni til bjartsýni vandfundin nú um
stundir. „Ríkisstjórnin er þegar búin að
ákveða niðurstöðu kosninganna og þær eru
hreint formsatriði. Lúkashenko er hafinn yfir
lögin og stjórnarskrána,“ segir Anatolíj Leb-
edko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann á
yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að hafa
„rægt“ forsetann á opinberum vettvangi.
Stórfelld kosningasvik
Þótt atkvæðagreiðslan fari formlega fram á
morgun hófst hún í raun á þriðjudag þegar
kjósendur voru hvattir til að hraða sér á kjör-
fund. Persónuskilríkja er ekki krafist þegar
menn greiða atkvæði og búist er við að um
helmingur kjósenda hafi greitt atkvæði sitt
fyrr í vikunni. Stjórnvöld segja að þessi háttur
hafi verið hafður á til að tryggja að kjósendur í
dreifbýli geti tekið þátt en samgöngukerfi
Hvíta-Rússlands er víða frumstætt.
Stjórnarandstaðan segir hins vegar að Lúk-
ashenko og menn hans hafi iðulega beitt þess-
ari aðferð í kosningum í landinu. Með þessu
móti megi breyta úrslitum kosninga.
Andstaðan er mest á meðal ungs fólks og
hafa Lúkashenko og menn hans reynt að biðla
til þess m.a. með ókeypis rokktónleikum. Talið
er að um helmingur yngri kjósenda kunni að
hafna forsetanum þrátt fyrir að hafa sætt
margvíslegum þrýstingi.
Lúkashenko boðaði til þjóðaratkvæða-
greiðslu árið 1996 en þá var kjörtímabil hans
lengt úr fimm árum í sjö. Þessi gjörningur var
fordæmdur víða um heim og mótmæli bloss-
uðu upp í Hvíta-Rússlandi. Liðsmenn öryggis-
lögreglunnar börðu þau niður.
Lúkashenko hét landsmönnum því á forsíðu
Sovyetskaya Belorusia á fimmtudag að hann
myndi virða vilja fólksins. „Þjóðarviljinn,
ákvörðun þjóðarinnar, er mér heilagur,“ sagði
hann. „Ég er viss um að þið munið láta heil-
brigða skynsemi og mannvit ráða ákvörðun
ykkar og að þið munið kjósa rétt,“ sagði hann.
Ræður „pabbi“
eina ferðina enn?
Alexander Lúkashenko hyggst enn lengja valdaskeið sitt með því að knýja fram breytingu á stjórnarskrá Hvíta-Rúss-
lands í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer á morgun. Hann lætur alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta.
AP
FÉLAGAR í rússneska Yabloko-flokknum halda á lofti mynd af Alexander Lúkashenko með
áletruninni: „Setjum hann á sakamannabekkinn.“ Myndin var tekin á fimmtudag er fram fóru
mótmæli gegn einræðisstjórn Lúkashenkos við sendiráð Hvíta-Rússlands í Moskvu. Á þaki
byggingarinnar blaktir fáni H-Rússlands en Lúkashenko ákvað á sínum tíma að fáninn sem
notaður var þegar landið var eitt lýðvelda Sovétríkjanna skyldi á ný verða þjóðfáni H-Rússa.
Minsk. AFP.
Mótmæli í Moskvu
ÆÐSTI dómstóll Ítalíu hefur stað-
fest dóm áfrýjunardómstóls, sem í
fyrra sýknaði Giulio Andreotti, fyrr-
um forsætisráðherra, af ákæru um
samstarf við ítölsku mafíuna. Þetta
er þriðji dómurinn sem kveðinn er
upp í máli sem ítalskir fjölmiðlar
hafa kallað „réttarhöld aldarinnar“,
og er þetta endanlegur úrskurður.
Andreotti, sem er 85 ára, var sjö
sinnum forsætisráðherra Ítalíu og
situr nú í öldungadeild ítalska
þingsins. Hann hefur ávallt sagt, að
hann sé fórnarlamb samsæris
mafíunnar, sem hafi logið á hann
sökum í hefndarskyni. „Ég er glaður
yfir því að þessum málarekstri fyrir
dómstólum er
lokið og að ég er
enn á lífi til að
verða vitni að
þessum lyktum,“
sagði Andreotti í
gær en hann má
með réttu kalla
einn af allra
áhrifamestu
stjórnmálamönn-
um samtímans á Ítalíu.
Málareksturinn hófst fyrst fyrir
dómstólum í Palermo á Sikiley árið
1993. Árið 1999 var Andreotti sýkn-
aður af öllum ákærum. Áfrýjunar-
dómstóll sýknaði hann einnig í fyrra
en þar var þó gerður greinarmunur á
milli þess sem gerðist fyrir 1980 og
eftir það ár. Var Andreotti sýknaður
af ákæru fyrir að hafa veitt mafíunni
vernd á meðan hann var við völd eft-
ir 1980. Dómurinn sem féll í gær
staðfestir þessa niðurstöðu, segir
hugsanlegar sakir fyrir árið 1980
fyrndar og að engar sannanir séu
fyrir því að Andreotti, sem seinast
var forsætisráðherra 1992, hafi hald-
ið uppi tengslum við mafíuna eftir
1980.
Ellefu ára málarekstri lokið
Dómstóllinn varð því ekki við
kröfu lögmanna Andreottis að
hreinsa nafn hans að fullu og öllu
leyti og fréttaskýrendur segja því
enn nokkurn skugga falla á feril
Andreottis. Verjendur hans lýstu
engu að síður ánægju með niðurstöð-
una í gær. „Þetta gekk vel, fyrir okk-
ur skiptir mestu að þessum ellefu
ára langa málarekstri lauk hér,“
sagði verjandinn Giulia Bongiorno.
Á síðasta ári sýknaði hæstiréttur
Ítalíu Andreotti einnig af ákæru fyr-
ir að hafa skipað mafíunni að myrða
blaðamanninn Mino Pecorelli árið
1979. Undirréttur hafði í nóvember
2002 lýst Andreotti sekan af þessari
ákæru og olli sá dómur miklum titr-
ingi í ítölsku þjóðlífi.
Andreotti sýknaður af hæstarétti
Róm. AP.
Giulio Andreotti
MORGAN Tsvangirai, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe,
sagðist í gær vona að sýknudómur,
sem kveðinn var upp yfir honum fyrr
um daginn, gæti orðið grundvöllur
þjóðarsáttar og
lausnar á deilum í
landinu. Tsvang-
irai var sýknaður
af ákæru um
landráð en sak-
sóknarar sökuðu
hann um að hafa
lagt á ráðin árið
2001 að myrða
Robert Mugabe,
forseta landsins.
Eftir að dómurinn var kveðinn
upp braust út mikill fögnuður meðal
stuðningsmanna Tsvangirais sem
höfðu safnast saman utan við dóm-
húsið í Harare, höfuðborg Zimb-
abwe. Lögregla brást hart við og
beitti táragasi og kylfum gegn fólk-
inu sem leitaði skjóls í nærliggjandi
verslunum og húsagörðum.
Átti yfir höfði sér dauðadóm
Dómarinn sem sýknaði Tsvang-
irai, Paddington Garwe, sagði
ákæruvaldinu ekki hafa tekist að
færa óyggjandi sönnur á að Tsvang-
irai hefði gerst sekur um landráð.
Hefði Tsvangirai verið fundinn sek-
ur þá hefði hann hugsanlega átt yfir
höfði sér dauðadóm.
Tsvangirai átti að hafa lagt á ráðin
um morðið á hinum umdeilda Robert
Mugabe, forseta Zimbabwe, fyrir
forsetakosningarnar 2002. Mugabe
sigraði í þeim kosningum en Lýð-
ræðishreyfingin og erlendir kosn-
ingaeftirlitsmenn sögðu gríðarlegt
kosningasvindl hafa einkennt kosn-
inguna.
Vonast
eftir þjóð-
arsátt
Harare. AFP.
Morgan Tsvangirai