Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 22
Lokahönd á verkið Jón Karl Ragnarsson trésmíðameistari var í vikunni að ljúka við frágang utanhúss. Eyrarbakki | Um helgina verður því fagnað að endurbyggingu Eggjaskúrsins á Eyrarbakka er lokið en skúrinn stend- ur við Húsið sem hýsir Byggðasafn Ár- nesinga. Lýður Pálsson safnstjóri segir að sumum hafi þótt skrýtinn þessi áhugi heima-manna á að byggja skúr sem bar svo einkennilegt nafn. Skúrinn ætti sér hins vegar merkilega sögu og hann sagði almenna ánægju með að tekist hefði að koma honum upp. Það mætti ekki síst þakka einstökum áhuga og vel- vilja Vestur-Íslendinga sem rektu ættir sínar til Eyrbekkinga. Lýður sagði að þegar ákveðið var að flytja Byggðasafn Árnesinga til Eyr- arbakka og koma því fyrir í Húsinu hefðu menn velt fyrir sér framtíðarupp- byggingu á safnsvæðinu. Í skýrslu frá 1993 hefði verið lagt til að Eggjaskúrinn yrði endurbyggður. Það að af fram- kvæmdum hefði orðið mætti ekki síst þakka áhuga Vestur-Íslend- inga á að minnast Eyrbekkinga sem fluttust vestur um haf. Arni Richter, sem gert hefur út ferjur í Wisconsin, en ein þeirra bar nafnið Eyrarbakki, sýndi málinu mikinn áhuga. Niðurstaðan hefði orðið sú að hann hefði ákveðið að leggja fram 10.000 dollara til byggingar Eggja- skúrsins. Byggður fyrir fé frá Vestur-Íslendingum Lýður sagðist upphaflega hafa reikn- að með að bygging skúrsins kostaði 2–3 milljónir króna en þegar í ljós kom að kostnaðurinn yrði 4–5 milljónir hefði orðið að fresta framkvæmdum. Tekist hefði að fjármagna byggingu með fram- lagi frá ríkinu, Byggðasafni Árnesinga og styrk frá Vestur-Íslendingunum Hannesi M. Andersen og Jeannie Roon- ings, sem hefðu lagt fram 10.000 dollara til viðbótar við framlag Arna. Fram- kvæmdir hefðu því hafist á seinasta ári. Lýður sagði að skúrinn yrði nýttur til sýningarhalds. Þar yrði komið fyrir fugla- og eggjasafni og gerð grein fyrir sögu og rannsóknum Peter Nielsen sem löngum dvaldi í Eggjaskúrnum. Þar yrði ennfremur skjöldur til minningar for- feður Vestur-Íslendinganna sem fluttu frá Eyrarbakka til Vesturheims. Einnig væri fyrirhugað að Fugla- verndarfélag Íslands fengi þar pláss til að kynna fuglafriðlandið í Flóa en gert hefði verið fram að þessu. Uppbyggingu Eggjaskúrsins á Eyrarbakka lokið Ýmsum fannst nafnið á skúrnum skrýtið Lýður Pálsson 22 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR „ÞEGAR við heimsóttum Lýð á sín- um tíma sagði hann okkur frá áformum um uppbyggingu Eggja- skúrsins. Við Arni sögðum við hann: „Farðu bara af stað með þetta. Við munum hjálpa þér að ljúka þessu,““ sagði Hannes M. Andersen sem er einn þeirra sem koma að fjármögnun Eggjaskúrs- ins, en hin eru Arni Richter og Jeannie Ronnings. Hannes sagðist hafa komið til Ís- lands fyrir nokkrum árum ásamt Arna Richter og heimsótt Húsið á Eyrarbakka. Lýður Pálsson hefði tekið afar vel á móti þeim og í framhaldinu hefði hafist samstarf um fjármögnun Eggjaskúrsins. Afi og amma Hannesar, Ólafur Hannesson og Guðrún Vigfús- dóttir, fóru frá Íslandi 1872 og 1873. Þau giftu sig og árið 1874 fæddist móðir Hannesar, Guðrún Soffía, en hún er fyrsta barn ís- lenskra foreldra sem fæddist eftir að Íslendingar hófu landnám í Vesturheimi. Hannes verður viðstaddur opnun Eggjaskúrsins um helgina og hann ætlar þá að færa Byggðasafni Ár- nesinga giftingarvottorð afa síns og ömmu. Auk þess mun hann af- henda safninu skjöld til minningar um forfeður gefendanna. „Við mun- um hjálpa þér að ljúka þessu“ EGGJASKÚRINN tengist nafni Peters Nielsens órjúf- anlegum böndum því heimildir segja skúrinn hafa verið afdrep hans, aðstöðu til rannsókna á fuglum og er nafn- gift skúrsins komin af eggjasafni Nielsens sem hefur verið einstakt á sínum tíma. Peter Nielsen var versl- unarstjóri við Lefolii-verslun á Eyrarbakka frá 1887 til 1910 og dvaldist á Eyrarbakka nær samfleytt frá 1872 til 1929. Lítið er í sjálfu sér vitað um sögu Eggjaskúrsins þó að mikið sé til af ritum, greinum og handritum sem rekja má til rannsókna í skúrnum. Byggingaár er óþekkt. Ljósmyndir Sigfúsar Ey- mundssonar, sem teknar voru 1884 eða 1886 sýna skúr á einni hæð, þakið er rislaust og skúrinn ekki eins veg- legur og sjá má á ljósmyndum teknum síðar. Enn stuðst við rannsóknir Nielsens Peter Nielsen var fæddur á Jótlandi árið 1844. Hann gekk í danska herinn og tók þátt í stríðinu við Þjóð- verja árið 1864. Þar særðist hann á höfði og hafði svart- an blett bak við eyrað sem hann fékk eftir þann áverka. Nielsen stundaði fuglaathuganir frá 1875 til 1920 og styðjast fuglafræðingar enn þann dag í dag við athug- anir hans. Hann safnaði fuglshömum og eggjum ís- lenskra fugla og varð safn hans stórt í sniðum. Fékk Nielsen bændur til að safna fyrir sig eggjum gegn greiðslu og rak umfangsmikla verslun með egg og fuglshami og seldi erlendum söfnum. Aðstöðu til rannsókna sinna hafði hann í Eggjaskúrn- um og má rekja nafn-giftina til mikils fjölda úrblásinna eggja og uppstoppaðra fugla sem hann safnaði. Fugla- verndunarsinni var Nielsen þótt hann verslaði með egg. Greinar Peters Nielsen um haförninn, geirfuglinn, ís- lenska fálkann, hrafninn, svaninn (álftina) og rjúpuna eru til vitnis um það en greinar um náttúruvísindi, einkum um fuglaathuganir birtust í blöðum hér og er- lendis, sérstaklega eftir að hann hætti verslunar- störfum. Skrif hans um haförninn fjölluðu um rök fyrir friðun hans og benti Nielsen á að haförninn væri að deyja út vegna refaeitrunar. Var Nielsen aðal- hvatamaður þess að sett voru lög á Alþingi í nóvember 1913 um friðun íslenska hafarnarins. Á sama hátt er talið að með greinaskrifum um ís- lenska fálkann hafi Nielsen tekist að koma í veg fyrir algjöra útrýmingu þessa tignarlega fugls. Hann hvatti rjúpnaveiðimenn til að beita sársaukalausum aðferðum við veiðar sínar og að veiða rjúpuna í hóflegu magni. Greinaskrif Nielsens um geirfuglinn voru mönnum víti til varnaðar. Nielsen benti á að hrafninn sæi um að eyða hræjum sjálfdauðra dýra. Hann skrifaði bændum um allt land og bað um upplýsingar um varpstaði og fuglategundir og birti síðan greinar um útbreiðslu ein- stakra fuglategunda. Nielsen sinnti auk þess brim- og veðurathugunum á Eyrarbakka frá 1881 til 1910 og skrifaði um þessar athuganir í blöð. Var frumkvöðull í rannsóknum á fuglum hér á landi ÁRBORGARSVÆÐIÐ                  !  "  "# #$ #%  &#  #  $#  ' () * #   +  ,#  &  #  # &     &  - -#   &# ##&   &# # $ ! #  .     '  /'  #/0   1023//2   +  ,#   11  '    %  &$#   &#       %  4 & %   &#  # - &$#     ' 5 $# -#  # &     #    &#  2       &6$#6 7 8  '       # #&  $    #   # * 9       #!   2  !  # & # : &   ; $!    2       "  # #  &+   #*<$ '  ##! $!        " $  !&     #  =#> ,#<   %& & $!  #!                   5) >  ##    ?'   @0/0AB/ @0/0  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.