Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 24

Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 24
24 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Da Vinci-lykillinn eftirBandaríkjamanninn DanBrown er líklega meðmest lesnu spennusögum síðustu ára. Milljónir bóka hafa selst í heimalandi Brown og viðtök- urnar hafa ekki verið síðri annars staðar, en hér á landi hefur hún m.a. trónað á toppi metsölulista um margra mánaða skeið. Da Vinci- lykilinn hefur líka verið með heit- ustu umræðuefnum jafnt í kaffi- samsætum og kokteilboðum, sem og á vinnustöðum. Og spurning- arnar um hvar sannleikanum sleppi og skáldskapurinn taki við skjóta víða upp kollinum. Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar hefur nú ákveðið að hjálpa fólki að leita svara við þessum spurningum og verður haldið þriggja kvölda námskeið í Grensáskirkju í nóv- ember. Námskeiðið nefnist Saga kirkjunnar og Da Vinci-lykillinn og er sr. Þórhallur Heimisson prestur við Hafnarfjarðarkirkju leiðbein- andi, en hann kennir jafnframt trúarbragðafræði við Kennarahá- skóla Íslands. Umdeild saga „Það hefur verið mjög mikil eft- irspurn eftir einhverri umfjöllun um Da Vinci-lykillinn,“ segir Þór- hallur og kveður margskonar vangaveltur koma upp við lest- urinn. „Prestum hefur borist fjöldi fyrirspurna frá fólki sem er að spá í hin og þessi atriði bókarinnar og margir hafa leitað til fræðsludeildar Biskupsstofu.“ Fjöldi bóka sem beint er gegn Da Vinci-lyklinum hefur komið á markað í Bandaríkjunum og trú- félög og kirkjur þar í landi margar hverjar keppst við að halda nám- skeið þar sem lagt er upp með að hrekja staðhæfingar Da Vinci- lykilsins á trúarlegum forsendum. Að sögn Þórhalls verður þó ekkert slíkt upp á teningnum í Grens- áskirkju. „Menn eru oft svo fljótir að fara í trúarvörn og í stað þess að ræða sögulegar staðhæfingar bókarinnar þá reiðast þeir bara og segjast ekki trúa hinu eða þessu. Da Vinci- lykillinn er verulega skemmtileg bók sem margir hafa lesið og halda áfram að ræða um og mér skilst, svo dæmi séu tekin, að mikil eft- irsókn sé nú á bókasöfnum eftir upplýsingum um tímabilin sem þar er fjallað um.“ Tekið á stóru spurningunum Þar sem um leynilögreglusögu er að ræða ákvað Þórhallur að byggja námskeiðið upp með svipuðum hætti. „Þetta verður eins konar leynilögreglunámskeið þar sem tek- ið verður á stóru spurningunum sem fram koma í bókinni gagnvart kirkjunni, kristinni trú og sögunni. Við munum því fara í nokkurs kon- ar leynilögregluferð aftur í tímann, leita að sönnurgögnum og heim- ildum í fortíðinni og skoða hvað fær staðist í Da Vinci-lyklinum og hvað ekki.“ Textar úr biblíunni verða þannig skoðaðir sem og hlutar apókrýfu bókanna og gnostísku ritanna, en til að ljóstra ekki upp of miklu segist Þórhallur ekki geta rætt niður- stöður námskeiðsins ítarlega. „Ég get þó sagt að við munum kanna hvenær Nýja testamenntið varð til, hverjir völdu textana og hvernig. Þá tökum við einnig á spurningum á borð við þær hvort Jesús geti hafa verið giftur, hvort hann hafi eignast börn og hvort það myndi breyta einhverju fyrir kristna trú ef svo væri. Staða kvenna innan frumkirkjunnar verð- ur líka skoðuð og þá sérstaklega hlutverk Maríu Magdalenu. Hug- myndina um að hún hafi verið gleðikona er til að mynda ekki að finna í biblíunni og því munum við velta fyrir okkur hvaðan hún komi.“ Leynilegar riddarareglur hafa ekki síður vakið forvitni lesenda. „Því munum við líka velta fyrir okkur hverjir voru Musteris- riddararnir, Jóhannesarriddararnir og Tevtónsku riddararnir, hug- myndum um gralinn, hvenær hreyf- ingarnar urðu til og hvort það geti verið rétt að þær hafi varðveitt leyndar upplýsingar sem kirkjan vildi halda frá almenningi,“ segir Þórhallur sem ætlar að fara í gegn- um þessa margskiptu bók, eitt lag af öðru og ljúka námskeiðinu með forvitnilegum hugmyndum um lyk- illinn að Da Vinci-lyklinum sem hann að sjálfsögðu lætur ekki uppi í viðtalinu.  NÁMSKEIÐ | Ráðið í Da Vinci-lykilinn hjá Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar Stóru spurningarnar teknar fyrir á leynilögreglunámskeiði Morgunblaðið/Þorkell Þórhallur Heimisson: Farið verður í eins konar leynilögregluferð aftur í fortíðina og spurningar gagnvart kirkjunni og kristinni trú teknar fyrir. Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci: Verkið kemur mikið við sögu í bókinni eins og sumir lesendur kannast eflaust við. Áhugasamir geta skráð sig hjá Biskupsstofu eða á netslóðinni www.kirkjan.is, en námskeiðið er öll- um opið óháð trú. annaei@mbl.is Zeus - hei ldvers lun Austurströnd 4 sími: 561 - 0100 BESTA VERÐIÐ? flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.