Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 25 DAGLEGT LÍF iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Kringlukast 20% afsláttur af völdum yfirhöfnum. Sloggi tilboð Sloggi maxi Þrjár í pakka á aðeins 1.699 kr. Útsölustaðir: Hagkaup Smáralind Hagkaup Skeifunni Hagkaup Kringlunni Hagkaup Spönginni Hagkaup Garðabæ Hagkaup Eiðistorgi Hagkaup Akureyri Nettó, Akureyri Nettó, Mjódd Nóatún Selfossi Nóatún Kirkjubæjarkl. Fjarðarkaup Hafnarfirði Samkaup Keflavík Samkaup Hafnarfirði Samkaup Egilsstöðum Úrval Hrísalundi Akureyri Úrval Húsavík Perla Akranesi KB Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga KH Blönduósi Skagfirðingabúð Sauðárkróki Lækurinn Neskaupstað Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi Efnalaug Dóru, Höfn Heimahornið, Stykkishólmi Verslunin 66, Vestmannaeyjum Apótek Siglufjarðar Paloma Grindavík Fatabúðin Ísafirði Verslunin Rangá, Skipasundi 56 H-Sel, Laugarvatni Þín verslun, Seljabraut Rvík Plús markaðurinn, Hátúni 10b INFLÚENSA kemur árlega hér á landi eins og í öðrum löndum. Hún er veirusýking og þekkt að því að valda mannskæðum far- öldrum á nokkurra áratuga fresti en þekktastur þeirra er Spán- arveikin (spænska veikin) sem geisaði 1918-1919. Talið er að í þessum faraldri hafi um 20 millj- ónir manns látist í heiminum og fleiri hundruð á Íslandi. Það sem einkennir inflúensu umfram aðr- ar veirusýkingar er að veiran breytir sér reglulega þannig að mótefni sem myndast hjá ein- staklingum sem sýkjast duga ekki til fullrar verndar þegar veiran kemur aftur að ári. Oftast er sýkingin í gangi hér á landi á veturna og getur hafist í október (eins og 2003) fram í apr- íl/ maí. Venjulega tekur 2–3 mán- uði fyrir sýkinguna að ganga yfir og hennar verður síðan ekki vart fyrr en að ári liðnu. Í hvert skipti sem inflúensa geisar sýkist stór hluti þjóð- arinnar, einkum börn og ungling- ar. Helstu einkenni sýkingarinnar eru:  hár hiti sem byrjar skyndilega  höfuðverkur og beinverkir  hósti, hæsi, nefrennsli og háls- særindi  kviðverkir og uppköst sem einkum eru áberandi hjá börnum. Venjulega gengur hitinn yfir á 3–5 dögum en slappleiki og hósti geta staðið mun lengur. Yfirleitt ná sjúklingar sér að fullu en gamalt fólk og einstaklingar með langvinna sjúkdóma geta veikst alvarlega og jafnvel dáið. Besta ráðið til að forðast inflú- ensu er bólusetning á hverju hausti (sjá vef Landlæknisemb- ættisins http://www.landlaekn- ir.is) og er virkni bólusetning- arinnar um 60-90%. Sóttvarnalæknir mælir með ár- legri bólusetningu í september/ október hjá eftirtöldum hópum:  Öllum eldri en 60 ára  Börnum (eldri en 6 mánaða) og fullorðnum með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma (þ.á m. astma) og með veiklað ónæmiskerfi og með langvinna efnaskiptasjúkdóma (þ.á m. syk- ursýki) og börnum og unglingum sem taka aspirin að staðaldri (vegna hættu á Reye-heilkenni)  Einstaklingum sem sýkt geta aðra sem hætt er við að fá alvar- lega inflúensusýkingu eins og starfsfólki á sjúkrahúsum sem annast sjúklinga, starfsfólki á elli- og hjúkrunarheimilum og heimilisfólki þar sem áhættuhóp- ar dvelja Á markaði eru lyf gegn veir- unni sem eru árangursrík einkum ef þau eru notuð á fyrstu tveimur dögum veikindanna. Sjúklingum með inflúensu er ráðlagt að halda kyrru fyrir heima, hvíla sig vel og drekka vöka ríkulega. Hita- lækkandi lyf eru árangursrík til að lækka hitann og lina óþægindi en forðast ætti að neyta aspirin- lyfja vegna hættu á svokölluðu Reye-heilkenni. Reye-heilkenni er sjaldgæfur en alvarlegur sjúk- dómur í lifur og miðtaugakerfi sem einkum hefur verið lýst hjá einstaklingum með inflúensu og hlaupabólu sem neyta aspirin- lyfja.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Inflúensa er veirusýking Sjúklingum með inflúensu er ráðlagt að halda kyrru fyrir heima, hvíla sig vel og drekka vökva. Þórólfur Guðnason yfirlæknir. IKEA biður viðskiptavini að skila inn Färgglad-barnastól (vörunúm- er 400.548.40) aftur til verslunar- innar. Plasttapparnir á stólfót- unum geta losnað af og haft í för með sér köfnunarhættu fyrir börn. Ekkert atvik eða slys hefur ver- ið tilkynnt, segir í fréttatilkynn- ingu. IKEA inn- kallar Färgglad- barnastól  NEYTENDUR Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.