Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Góð gisting í Kaupmannahöfn
Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr.
fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu.
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20.
www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgreiðslugjöld á flugvöllum.)
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna
og minibus, 9 manna og rútur með/
án bílstjóra
Julefrokost
Hótelgisting og julefrokost við allra
hæfi í nóv. og des.
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk gsm símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
Bílaleigubílar
Sumarhús í
DANMÖRKU
www.fylkir.is sími 456-3745
Það er kveikt á kertum íborðsalnum, falleg skreyt-ing í haustlitunum prýðirmorgunverðarskápinn og
bútasaumsdúkar í litatónum árstíð-
arinnar eru á öllum borðum.
Ég er komin á Hótel Freyju í
Minni-Mástungu sem formlega
verður opnað á næstu dögum.
Þegar ég kom fyrst í Minni-Más-
tungu fyrir þremur árum var Olga
Andreasen búin að reisa tvo sum-
arbústaði á jörðinni sem þau leigðu
út. Hún er kona sem fer gjarnan
ótroðnar slóðir og þegar hún fór að
leigja út húsin þá skipti hún árinu
upp í tímabil, bauð gestum upp á
rómantíska daga, uppskerutímann,
aðventuævintýri, sumarsælu og svo
framvegis. Það gerði hún með stæl,
skipti þá algjörlega út öllu í bústöð-
unum og skreytti þá með tilliti til
hvers þema. Rómantísku dagarnir
slógu strax í gegn, enda er hún þá
búin að setja satín á rúm fyrir gesti,
falleg kerti í alla stjaka, hjörtu hér
og þar og láta renna í heita pottinn
fyrir pörin áður en þau renna í hlað.
Dekrað við gesti
Á sínum tíma trúði hún mér fyrir
því að sig langaði að byggja hótel
svo hún gæti tekið á móti sauma-
klúbbum og haldið fyrir þá nám-
skeið, t.d. í bútasaumi, og verið með
ýmsar uppákomur og dekrað við
þær á alla lund. Hún sá fyrir sér
hvernig hún ætlaði að nostra við
vinahópana sem kæmu og hún var
með ótal plön fyrir fjölskyldur sem
vildu koma til að njóta sveitalífsins.
Og nú er draumurinn þeirra Olgu
og eiginmannsins Finnboga Jó-
hannssonar orðinn að veruleika,
þau hafa reist á jörðinni sinni fal-
legt hótel með tólf tveggja manna
herbergjum. Sama hugmynd býr nú
að baki hótelinu, Olga ætlar að
skipta árinu upp og hún er ekki að
mikla það fyrir sér að skipta um út-
lit og andrúmsloft á nokkurra mán-
aða fresti.
En hvernig ætlar hún að taka á
móti gestum hótelsins?
„Við viljum að fólk komi til okkar
í dekur. Það á að hafa
það notalegt. Sumir
kjósa að vera útaf fyrir
sig og það virðum við
auðvitað. Hinsvegar
munum við dekra við
alla á okkar hátt, bjóða
upp á heimatilbúinn
morgunverð, vera með
kaffi og te á öllum her-
bergjum, stór sjónvörp og notaleg
rúm.
Við ætlum svo að byrja með
Amish daga í nóvember. Þá klæðist
starfsfólkið fatnaði að hætti
Amish-fólksins, boðið verður upp á
Amish-matseðil og gestir geta svo
notið kyrrðar og friðar.“
Skreytt á hrekkjavöku
„Við verðum svo með hrekkjar-
vöku í lok október og þá verður
mikið húllumhæ hjá okkur og allt
skreytt hátt og lágt í anda hennar. Í
nóvember ætlum við að halda upp á
þakkargjörðarhátíðina með kalkúni
og tilheyrandi og vera með ýmsar
tegundir af bökum.
Aðventuævintýrið er í desember
og þá tökum við fram jólaskrautið
og komum öllum gestum okkar í
jólaskap.
Strax í janúar verður svo boðið
upp á rómantískar nætur og satt
best að segja hafa öll pör
gott af því að komast að-
eins í burtu og njóta tíma
saman, bara tvö ein.
Gestirnir okkar bæði á
hótelinu og í bústöðunum
ganga að uppábúnu rúmi
í stórum og björtum her-
bergjum.
Hver veit nema við
bjóðum líka upp á hjónahelgar og
förum þá kannski í naflaskoðun,
fáum sérfræðinga til að halda hug-
leiðingar um hjónabandið og bjóð-
um jafnvel upp á stutt og uppbyggj-
andi námskeið fyrir pör.“
Litla búðin í sveitinni
Í litlu húsi á jörðinni er nú búið
að opna litla verslun sem heitir
Draumakot Olgu. Þetta er sann-
kallað Hans og Grétu hús. Búðin er
persónuleg því þar hefur Olga kom-
ið fyrir allskonar hlutum sem heill-
að hafa hana og henni finnst fal-
legir.
„Í búðinni minni er ég bara með
hluti sem mér finnst fallegir. Það er
ekkert annað þema eða skipulag í
búðinni. Ég sel bara fallega muni,
ilmkerti, kransa,
litla skrautmuni, bútasaumsefni
og teppi, lítil postulínsbollastell,
krúttlega bangsa og svo framvegis.
Þarna er líka gamaldags brjóstsyk-
ur og karamellur og svo má ekki
gleyma öllu fallega jólaskrautinu
sem ég ætla að vera með í búðinni
fyrir jólin. Þá verður skemmtilegt
að koma í búðina til mín.“
Olga er með hænur sem ganga
frjálsar meðan veður leyfir og einn-
ig stunda þau Olga og Finnbogi
fjárbúskap. Gestir munu því fá egg
úr hamingjusömum hænum með
morgunkaffinu, heimabakaða
brauðinu, sírópsvöfflunum og sult-
unni sem ég bý alltaf til,“ segir
Olga að lokum.
GISTING | Hótel Freyja í Minni-Mástungu verður formlega opnað á næstu dögum
Kertaljós, krambúð og krúttlegheit
Minni-Mástunga: Hótel Freyja og gula húsið hýsir Draumakot Olgu.
Morgunblaðið/GRG
Mæðgur: Olga Andreasen ásamt dóttur sinni, Guðbjörgu Finnbogadóttur.
Amishdagar, róm-
antískar nætur og
hrekkjavaka er meðal
þess sem gestum Hótels
Freyju stendur til boða.
Guðbjörg R. Guð-
mundsdóttir dáðist að
hugmyndafluginu, öllum
bútasaumnum, ilmkert-
um og sírópsvöfflum
á glænýju hóteli á Suð-
urlandi.
Draumakot: Olga selur bara allskonar muni sem henni finnast fallegir í búðinni sinni.
gudbjorg@mbl.is
Hver vill ekki
láta dekra við
sig, satín á rúm-
um, kertaljós í
hverjum kima
og búið að láta
renna í pottinn?
Skápurinn í borðstofu hótelsins.
Hótel Freyja
Minni-Mástunga
801 Selfoss
Sími: 4866074 eða 4866174
Tölvupóstfang: sirx@isl.is
Vefslóð væntanleg:
www.hotelfreyja.is
Kínaferð
Kínaklúbbur Unnar heldur í Kínaferð
13. maí á næsta ári sem er ár han-
ans. Ferðinni er m.a. heitið til Xian,
Sjanghæ og Peking og heimkoma er
áætluð 3. júní. Ferðin byrjar í Xian
þar sem Borgarmúrinn verður skoð-
aður en hann var reistur á Ming-
tímanum (1368-1644). Forn-
minjasafn Xian verður einnig heim-
sótt ásamt fleiri söfnum og stöðum.
Í Suður-Kína verður Guilin skoðað
en þar er gróðursæld mikil. Farið
verður í skemmtisiglingu á ánni LI
og síðan er förinni heitið til
Sjanghæ og borgarlífið og ýmis söfn
skoðuð. Í Suzhou eru höfuðstöðvar
silkiframleiðslu Kína og eftir að hafa
skoðað sig um þar verður farið til
Peking og borgin og nágrenni skoð-
að. Kínamúrinn verður meðal
áfangastaða. Í Kína verður gist á
fyrsta flokks hótelum og fullt fæði
er innifalið ásamt fararstjórn. Þetta
er tuttugasta hópferðin sem Unnur
Guðjónsdóttir skipuleggur um Kína.
Flogið verður í gegnum Stokkhólm
og á heimleiðinni er vel hægt að
gera nokkurra daga stopp í höf-
uðborg Svíþjóðar. www.simnet.is/
kinaklubbur