Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ármannía Þór-laug Kristjáns- dóttir fæddist í Framnesi í Grýtu- bakkahreppi 27. júlí 1915. Hún lést í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 8. október síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Jónasdóttur, f. 20.10. 1884, d. 1.10. 1924, og Kristjáns Krist- jánssonar, f. 24.9. 1887, d. 23.9. 1965. Frá níu ára aldri átti Ármannía heimili hjá Sigurlínu Þórðardóttur, afasystur sinni, og manni hennar Vilhjálmi Jónasi Jónssyni. Systkini hennar eru: Höskuldur Sigurjón, f. 5.7. 1912, Guðný Þóra f. 21. 4. 1918, d. 25.2. 1965, og Steinunn Bjarný, f. 8.1. 1922. Hinn 8. nóvember 1940 giftist Ármannía Sigurbirni Björnssyni, f. í Ólafsfirði 8.11. 1915, d. 14.11. 1992. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Ólafsfirði. Foreldrar hans voru Þorbjörg Björnsdóttir, f. 30.4. 1892, d. 10.4 1968, og Björn Pálmi Sigurðsson, f. 12.6. 1890, d. 9.7. 1955. Börn Ármanníu og Sig- urbjörns eru: 1) Kristín Björg, f. 30.9. 1940, maki Bjarni Jónsson f. 16.5. 1934, d. 22.1. 1995. Börn þeirra eru Jón, Helga og Sigur- björn. 2) Óskar Þór, f. 17.6. 1945, maki Soffía Margrét Egg- ertsdóttir f. 28.9. 1951. Synir þeirra eru Ólafur Ármann, Eggert Þór, Sigur- björn Reginn og Kristján Uni. 3) Ásta, f. 30.9. 1946. 4) Gunnar f. 9.1. 1949, maki 1: Guðrún Sig- urbjörnsdóttir, f. 23.5. 1948. Þeirra börn eru Björn Ey- þór, Viðar, Jóhanna og Inga Þóra. Maki 2: Ingrid Waldow. 5) Sigur- lína, f. 18.5. 1955, sambýlismaður Hermann Guðmundsson, f. 10.6. 1942. Þeirra börn eru Ásta og Hermann. Afkomendur Ármanníu eru nú 28. Ármannía stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri í þrjú ár og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1936. Þau ár var hún í kaupa- vinnu á sumrin. Eitt ár starfaði hún á Fæðingarheimili Reykjavík- ur og var einnig í síld á Siglufirði. Eftir að hún giftist var hún hús- móðir og starfaði við fiskvinnslu og síldarsöltun. Útför Ármanníu fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku hjartans amma mín. Ég veit varla hvar ég á að byrja. Það er af svo óendanlega mörgu að taka. Yndislegar minningar alveg frá því ég man eftir mér pínulítið pons, t.d. þegar ég var búin að brjóta fallegu rjúpustyttuna þína (alveg óvart). Mamma bað mig um að fara til þín og biðja þig fyr- irgefningar. Jú, jú, ég hvarf um stund og kom svo aftur og sagði: „Ég er búin að fyrirgefa ömmu.“ Ég hafði farið til ömmu og sagt við hana: „Amma, ég ætla einhvern tíma að gefa þér fugl úr stáli sem getur ekki brotnað.“ Þetta var mín leið til að segja henni að ég hefði brotið rjúpustyttuna. En amma skildi mig og vissi betur enda var hún skilningsrík og greind kona. Oft var minnst á söguna um stál- fuglinn og löngu seinna gaf ég henni fugl úr málmi og skemmtum við okkur oft yfir þessu atviki. Sem barn dvaldi ég meira eða minna hjá ömmu og afa á sumrin og eru það dýrmætar minningar sem ég á frá þeim tíma, og alla tíð vorum við amma miklar vinkonur. Amma var greind kona og vel lesin, íslenskt mál var henni kært. Hún var snillingur í að leysa krossgátur, vísna- og myndagátur og fékk oftsinnis verðlaun fyrir þær. Amma hafði mikið dálæti á kveðskap Davíðs Stefánssonar og eitt kvæði hans héldum við báðar sérstaklega upp á, enda báðar fæddar í ljónsmerkinu. Í dýragarði mínum er gylta grá og feit og glettin apadóttir, sem hrósar ættum sínum, og þar er eiturslanga, og þar er hind og geit, en – þú ert eina ljónynjan í dýragarði mínum. Þú reikar um sem drottning, svo djörf og stolt og glæst, að dýrin hin í garðinum lúta þér og víkja. Nú finn ég, að minn djarfasti draumur hefur ræst. – Í dýragarði mínum skal ljónsins vilji ríkja. Þú betlar ei né skríður; þú skelfist ekki neitt, því skapið – það er voldugt og hvassar þínar tennur. Þú lýtur þínum herra, sem líf þitt hefur seitt, og ljónshjartað þitt mikla af ástargleði brennur. Þú lýtur þínum herra og lifir fyrir hann. Með lyftu höfði gengur þú djörf á móti honum. Á meðan rýtir gyltan, en geitin eltir þann, sem gefur henni að éta ... þú berð af öllum konum. (Davíð Stef.) Elsku amma mín, þú umvafðir mig ást og kærleika. Allar ynd- islegu minningarnar sem ég á um þig verða mér veganesti í lífinu. Innilegar kveðjur eru frá Bjarna Víði, Esther og litla langalang- ömmubarninu þínu henni Helgu Lilju í Danmörku. Ég kveð þig með ást, virðingu og þakklæti. Þín elskandi dótturdóttir, Helga. „Þetta er langamma, Ármannía. Hún er dáin núna. Hún var góð,“ sagði tveggja ára sonur minn núna eitt kvöldið og benti á myndina af sjálfum sér með langömmu. Segja má að þar hafi sá stutti sannarlega náð að lýsa henni ömmu því góð var hún. Veðrið í Ólafsfirði tók meira að segja undir það daginn sem hún dó því sólin skein og fán- arnir sem dregnir höfðu verið í hálfa stöng bærðust ekki allan daginn. Þegar maður kveður ömmu sína sem hefur fylgt manni alla tíð streyma minningarnar hreinlega fram og þær eru ófáar æskuminn- ingarnar sem tengjast ömmu og góðum stundum í ömmu- og afa- húsi á Garðstíg 1. Oft var nú setið í eldhúsinu, drukkið kakó og ristað franskbrauð með smjöri borðað með, meðan fjögurfréttirnar hljómuðu í útvarpinu og svo veðrið og skipafréttirnar. Þá kepptumst við bræður nú oft um að sitja á kistunni. Amma stóð þá gjarnan við eldhúsbekkinn og hnoðaði deig eða stakk plötu í ofninn. Þá var nú aldeilis staðið undir nafni sem „amma í brauðhúsum“ en það heiti fylgdi henni allt til loka. Alltaf er nú minnisstæðast hafrakexið sem bragðaðist sérlega vel með smjöri og osti. Margt var líka brallað þegar amma sá ekki til og gamlir vinir mínir rifja stundum upp þegar boðið var til veislu í kökuboxunum í kjallara ömmu. Allslags krossgátur og mynda- gátur voru helsta dægradvöl ömmu og mörg orðin verðlaunin sem hún fékk fyrir innsendar lausnir. Í þessu tók maður virkan þátt og þóttist nú heldur betur lið- tækur við þessi miklu heilabrot. Ljóð las hún líka og Davíð frá Fagraskógi var hennar maður. Stundum hélt maður líka að hún hlyti að muna allt þegar hún var að snara fram vísum sem hún hafði kannski heyrt þegar hún var í Menntaskólanum. Það er ómetanlegt að hafa feng- ið að vera hérna í nágrenni við ömmu núna síðustu tvö árin og að litlu börnin okkar Sigrúnar fengu að kynnast langömmu. Þau eiga eftir að minnast þess síðar þegar þau voru að læðast í jarðarberin nú í sumar, nú eða finna íspinna í frystinum, ein kynslóðin enn sem nýtur góðmennsku ömmu. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Ólafur Ármann. Okkur bræðurna langar til þess að minnast Ármanníu ömmu okkar með nokkrum orðum. Frá því að við munum fyrst eftir okkur hafa heimsóknir til Ármanníu ömmu og Bjössa afa verið fastur punktur í lífinu. Þessu höfum við áttað okkur betur og betur á eftir því sem við höfum dvalið lengur og lengra að heiman. Það að setjast niður yfir kaffi og kökum hjá ömmu og gefa sér góðan tíma í spjall hefur lengi verið eitt af því sem fékk mann til þess að líða eins og maður væri kominn heim, þó svo að maður væri í raun sestur að annars stað- ar. Minningarnar um heimsóknir í eldhúsið á Aðalgötunni eru margar og þær eru hlaðnar kleinum, kanil- snúðum, kökusneiðum og brjóst- sykursmolum og vættar í mörgum lítrum af mjólk og gosi, og kaffi í seinni tíð. Því eins og allir sem hana þekktu vita tók amma aldrei í mál að neinn færi heim án þess að hafa fengið einhverja hressingu. Því síður var henni um það gefið að fólk færi af stað án þess að vera fylgt almennilega til dyra og færi þannig með vitið úr húsinu eins og hún kallaði það sjálf. Stundum reyndu ömmubörnin að hlaupast út „með vitið“ en var ævinlega fylgt af ömmu sem oftar en ekki hló að látunum í okkur og hefur senni- lega ekki séð eftir smá vitglóru í kollinn á þeim sem komust undan. Amma var sterkur karakter og hana einkenndu viljastyrkur og sjálfstæði, bæði í hugsun og hegð- un. Hún setti ekki fyrir sig að ferðast lengri eða skemmri leiðir til þess að heimsækja sína nánustu og gerði það fram í lengstu lög. Það er með söknuði sem við kveðjum Ármanníu ömmu en um leið þökkum við fyrir allar þær stundir sem við áttum með henni og minningarnar um þær stundir sem eru orðnar órjúfanlegur hluti af okkur sjálfum. Sigurbjörn Reginn Óskarsson, Kristján Uni Óskarsson. ÁRMANNÍA ÞÓRLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma, SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR, Huldugili 56, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 13. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. október kl. 11.00. Snæborg Stefánsdóttir, Bragi Stefánsson, Jónas Stefánsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Valur Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær unnusti minn, sonur og bróðir, JÓHANN OTTÓ GUÐBJÖRNSSON, Skessugili 14, Akureyri, sem lést sunnudaginn 10. október verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heima- hlynninguna á Akureyri. Kristjana Árnadóttir, Guðbjörn Þorsteinsson, Elín Anna Kröyer, Margrét Kröyer, Þorsteinn Guðbjörnsson. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur stuðning, samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför HALLDÓRU INGU INGÓLFSDÓTTUR, Lyngbrekku 1, Kópavogi. Sigurður Kr. Ragnarsson, Ásta Salný Sigurðardóttir, Viðar Snær Sigurðsson, Sonja Erna Sigurðardóttir, Tómas Guðmundsson, barnabörn og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI MAGNÚSSON, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni fimmtudagsins 14. október. Útförin auglýst síðar Sigrún Helga Sigurhjartardóttir, Guðrún Vala Árnadóttir, Magnús Jón Árnason, Líney Björk Árnadóttir. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og einlæga vin- áttu vegna fráfalls og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, fóstur- föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR S. ÞORMAR verkfræðings, Hvassaleiti 71. Ólöf Ásgeirsdóttir Þormar, Sigríður Björk Þormar, Björn Einarsson, Valdimar Helgason, Helena M. Jóhannsdóttir, Ásgeir R. Helgason og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR, Hamrabergi 12, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 14. október. Kristinn Karlsson, Elfa Kristinsdóttir, Viðar Ófeigsson, Karl Kristinsson, Linda María Ólafsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.