Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 43
og mér fannst húsið hennar bera svolítinn ævintýraljóma. Stóð hátt uppi á Bókhlöðustíg með útsýni yfir allan bæinn, höfnina og Breiða- fjörðinn. Þá eins og ævinlega var heimili hennar snyrtilegt og rólegt. Þar sem ég kynntist ekki föður mínum, syni hennar sem dó langt fyrir aldur fram, sagði hún mér frá honum. Sagði mér hvað hann hefði haft fyrir stafni og hverjir vinir hans hefðu verið. Hún sýndi mér hluti sem hann hafði átt og ljós- myndir frá æskuárum hans. Þessi samtöl hafa alltaf fylgt mér og fyllt upp í það tómarúm sem myndast við föðurmissi. Hún hjálpaði mér að kynnast föður mínum og fyrir það verð ég henni ævinlega þakklátur. Seinna meir varð það að venju á hverju sumri að heimsækja Klöru ömmu í Hólminn. Í hvert sinn sem rennt var í hlað tók hún fagnandi á móti og oftar en ekki sat einhver hjá henni við eldhúsborðið. Ekki brást það að reiddar voru fram veitingar sem eins og fyrir tilviljun voru ný- bakaðar. Mjólk, og síðar meir kaffi, með nýbakaðri köku við eldhús- borðið varð að ánægjulegum stund- um sem ég geymi glaður í hjarta. Ég er einnig glaður með að synir mínir hafi einnig fengið að kynnast þessum stundum á Bókhlöðustígn- um. Það skipti engu máli hvort það var stutt á milli heimsókna til henn- ar eða lengri tími leið, alltaf var tek- ið á móti manni með sama rólega viðmótinu og alltaf fékk maður hjartnæmar móttökur. Nú hefur Klara amma hlotið eilífa ró og eftir standa minningar um fal- lega konu og því er það með mikilli hryggð sem ég kem einu sinni enn í Hólminn til þess að kveðja hana í hinsta sinn. Jóhann Hansen. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 43 MINNINGAR Bridsfélag Reykjavíkur Nú er lokið tveimur kvöldum af fjórum í Swiss sveitakeppni félags- ins. Staða efstu sveita er þannig: 1. Ljósbrá Baldursdóttir 48 2. Bernódus Kristinsson 45 3. Eykt 43 Karl Sigurhjartarson er efstur í butlerútreikningi með 2,05 impa skoraða að meðaltali í spili í 28 spil- um. Sævar Þorbjörnsson er í öðru sæti með 1,55 impa í 5 spilum en þeir félagar eru báðir í sveit Ljós- brár. Næstur í röðinni er Páll Þórs- son með 1,44 impa úr sveit Kjartans Ásmundssonar en síðan koma fé- lagarnir úr Eyktarsveitinni, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson með 1,38 impa í 56 spilum. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 8. oktober var spilað á níu borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi. N/S Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 257 Friðrik Hermanns - Sigurður Hallgrss. 247 Jón Gunnarss. - Sigurður Jóhannss. 241 A/V Stefán Ólafsson - Kristján Þorlákss. 254 Sófus Berthelsen - Haukur Guðmunds 241 Árni Guðmundss - Hera Guðjónsd. 230 Þriðjudaginn 12. október var spil- að á 12 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi. N/S Knútur Björnss. - Sæmundur Björnss. 266 Sævar Magnúss. - Bjarnar Ingimarss. 252 Árni Bjarnason - Þorvarður S. Guðmss. 247 A/V Helgi Einarss - Ingimundur Jónsson 246 Sófus Berthelsen - Haukur Guðmundss. 242 Nanna Eiríksd. - Helga Haraldsd. 242 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 11. október var spil- aður einskvöldstvímenningur á 9 borðum. Formaður kvartar enn yfir dræmri mætingu því vitað er um allnokkra af „fasta fylginu“ sem enn ráfa stefnulausir á mánudagskvöld- um. Vonandi verður fljótt breyting á því. Af spilamennskunni er það að frétta að menn eru misryðgaðir eftir sumarið sem gefur tækifæri til að skotskórnir séu nýttir óspart. Það má sjá á risaskori Sveinbjörns og Lárusar en þeir voru með rúm 72% skor í sætum A-V. Úrslit í N/S urðu annars sem hér segir: Elín Þórisdóttir – Guðm. Jónsson 63,2% Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 53,9 Þórhallur Bjarnas. – Brynjólfur Guðms. 52,7 A-V Lárus Péturss. – Sveinbjörn Eyjólfss.72,0% Anna Einarsdóttir – Jón Einarsson 59,2% Flemming Jessen – Guðm. Þorsteinss. 53,9% Næsta mánudagskvöld verður enn spilaður einskvöldstvímenning- ur og eru allir spilarar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Spilað er í Logalandi í Reykholtsdal og hefst spilamennska kl. 20:00 stundvíslega. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 11. október lauk þriggja kvölda hausttvímenningi með fádæma öruggum sigri Jörund- ar Þórðarsonar og Hrafnhildar Skúladóttur (Páls Þórs Bergsson- ar). Parið gerði sér lítið fyrir og fékk hæsta skorið á öllum þremur spilakvöldunum. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu í NS á þriðja spila- kvöldinu: Páll Þór Bergsson – Jörundur Þórðarson 265 Eðvarð Hallgrímss. – Magnús Sverriss. 239 Páll Jónsson – Ari Már Arason 228 Og hæsta skorið í AV kom í hlut eftirtalinna para: Helgi Bogason – Gyðjón Sigurjónsson 256 Heimir Tryggvason – Gísli Tryggvason 252 Árni M. Björnss. – Leifur Kristjánss. 220 Lokastaða efstu para í keppninni varð þannig: Hrafnhildur –Jörundur (Páll Þ.B.) 825 Heimir Tryggvason – Gísli Tryggvason 743 Eðvarð Hallgrímss. – Magnús Sverriss. 703 Árni M. Björnss. – Leifur Kristjánss. 694 Snorri Sturluson – Ingólfur Hlynsson 676 Næsta keppni félagsins sem hefst 18. október er þriggja kvölda Butler-tvímenningur. Spila- mennsku háttað eins og verið sé að spila sveitakeppni. Reiknað út í impum. Barðstrendingar og konur eru hvött til að mæta í þessa skemmtilegu keppni. Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 1. október var spilað á 10 borðum. Miðlungur var 216. Úrslit urðu þessi: N/S Jóhann Benediktsson - Pétur Antonsson 255 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 246 Einar Einarsson - Ólafur Lárusson 240 A/V Guðjón Kristjánsson - Magnús Oddsson 296 Ingibjörg Halldórsd.- Sigríður Pálsd. 252 Auðunn Guðmss. - Bragi Björnsson 226 Þriðjudaginn 5. október var spil- að á 7 borðum. Miðlungur var 268. N/S Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 236 Björn E. Björnss. - Hannes Ingibergss. 195 Guðm.Magnússon - Magnús Guðmss. 190 A/V Ólafur Lárusson - Þorleifur Þórarinsson 189 Magnús Halldórsson - Magnús Oddsson 185 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 175 Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Hefðbundið vetrarstarf félagsins hefst nk. miðvikudag með þriggja kvölda tvímenningi. Suðurnesja- menn eru hvattir til að taka fram gjafahanskana og setja sig í keppn- isskap. Spilað er í félagsheimili bridsspil- ara á Mánagrund og er mæting kl. 19.30 og er að venju heitt á könn- unni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson HEIMSMEISTARAEINVÍGI Vladimir Kramniks og Peter Leko fer senn að ljúka í Brissago í Sviss. Tveim skákum er ólokið og leiðir áskorandinn einvígið með sex og hálfum vinningi gegn fimm og hálf- um vinningi heimsmeistarans. Næst síðasta skák einvígisins fer fram í dag laugardaginn 16. októ- ber en sú síðasta mánudaginn 18. október. Rússneski heimsmeistar- inn hafði frumkvæði í einvíginu til að byrja með en eftir sigurs Leko í fimmtu skákinni hefur sigið á ógæfuhliðina fyrir Kramnik. Tafl- mennska Leko hefur verið betri og hann sýnt hvað eftir annað mikla seiglu á erfiðum augnablikum. Sig- urmöguleikar hans verða því að teljast betri á lokasprettinum en að sjálfsögðu getur allt gerst. Það er merkilegt við þetta einvígi að báðir keppendur virðast betur undirbún- ir með svörtu en hvítu. Af þeim skákum sem ekki hefur lokið með jafntefli hefur svartur tvívegis bor- ið sigur úr býtum en hvítur einu sinni. Leko átti ekkert svar gegn rússneskri vörn Kramniks þegar hann hóf taflið með kóngspeði sínu. Flestum að óvörum hefur Kramnik alltaf leikið kóngspeðinu fram í fyrsta leik þegar hann hefur haft hvítt en það hefur litlu skilað. Vendipunktur einvígisins fram að þessu var í áttundu skák einvíg- isins þegar Marshall afbrigði spænska leiksins var upp á ten- ingnum. Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: Peter Leko 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. c3 Fram að þessu hafði heims- meistarinn aldrei gefið kost á Marshall árásinni en hún þykir standa traust í fræðunum og leiða yfirleitt til jafnteflis. Í annarri, fjórðu og sjöttu skákinni lék hann 8. h3 en komst lítt áleiðis gegn vandaðri taflmennsku Ungverjans. 8...d5 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6 13. He1 Dh4 14. g3 Dh3 15. He4 g5 Allt er þetta þekkt í fræðunum og hefur reynslan sýnt að svartur hefur nægt mótspil fyrir peðið sem hann hefur fórnað. Næsti leikur hvíts er sjaldgæfur en venjulega er leikið 16. Df3. 16. Df1!? Dh5 16... Dxf1+ hefði verið lakara þar eð eftir 17. Kxf1 f5 18. He1 f4 19. Rd2 stendur hvítur betur að vígi. Þegar hér er komið sögu hafði Leko eytt mun meiri tíma en Kramnik. 17. Rd2 Bf5 18. f3 Þetta er raun og veru nýjung en hugmyndin er þekkt þar sem að taki svartur skiptamuninn fær hvítur of mikið spil fyrir hann: 18...Bxe4 19. fxe4 Re3 20. Df3 og hvítur stendur betur. 18...Rf6 19. He1 Hae8 20. Hxe8 Hxe8 21. a4 Nú virðist sem hvítur standi bet- ur og að sókn svarts sé strand en áskorandinn finnur snjalla leið til að verða sér úti um mótspil. 21... Dg6! 22. axb5? Þetta er tapleikurinn en hvítur hefði haldið jafnvæginu eftir 22. Re4 Rxe4 23. fxe4 Bxe4 24. Bxg5! bxa4 (24... Bd3?! 25. Bxf7+ Dxf7 26. Dxd3 og hvítur stendur betur) 25. Bc4 Bd5 með jöfnu tafli. 22... Bd3 23. Df2 He2 24. Dxe2 Bxe2 25. bxa6 Nú virðist sem hvítur hafi mynd- að sér öflugt mótspil í formi frels- ingjans á a-línunni en svartur á krók á móti bragði. 25... Dd3! 26. Kf2 26. a7 hefði ekki gengið upp vegna mátnets sem svartur hefði þá spunnið með 26...De3+ 27. Kg2 Bxf3+! 28. Rxf3 De2+ 29. Kg1 Rg4 30. a8=D+ Kg7 og hvítur get- ur lítið varist máthótunum svarts. Í framhaldinu teflir sókn svarts sig sjálf. 26... Bxf3! 27. Rxf3 Re4+ 28. Ke1 Rxc3! 29. bxc3 Dxc3+ 30. Kf2 Dxa1 31. a7 h6 32. h4 g4 og hvítur gafst upp. Björn Þorfinnsson nær sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli Ferð Hellismanna á Evrópu- keppni taflfélaga lauk farsællega þegar liðið lagði sveitina E. Dudel- ange frá Lúxemborg og einn sveit- armeðlima, Björn Þorfinnsson, náði sínum öðrum áfanga að alþjóð- legum meistaratitli með sigri á al- þjóðlega meistaranum Fred Ber- end. Sigurður Daði Sigfússon var grátlega nærri sínum fyrsta áfanga að titlinum en hann getur engu að síður vel við unað enda fékk hann flesta vinninga sveitarmeðlima eða 5 vinninga af sjö mögulegum. Stef- án Kristjánsson tefldi við stór- meistara í hverri umferð nema í þeirri síðustu og án efa verður það mikilvæg reynsla fyrir hann þegar átök Ólympíuskákmótsins á Mall- orca standa sem hæst. Hann tapaði fyrstu þrem skákunum sínum en fékk svo 2½ vinning í síðustu fjór- um. Liðið endaði rétt fyrir neðan miðju eða í 22.-26. sæti af 36 keppnisliðum en franski klúbbur- inn NAO vann mótið örugglega. Það er lofsvert framtak hjá Tafl- félaginu Helli að senda lið á þetta mót á hverju ári enda ekki oft sem margir af sterkustu skákmönnum koma saman eins og í þessari keppni. Haustmót Taflfélags Reykja- víkur – Dagur eða Jón Viktor verða meistarar félagsins Fyrir lokaumferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur voru Dagur Arngrímsson og Jón Viktor Gunn- arsson jafnir og efstir með sex vinninga af átta mögulegum. Fast á hæla þeirra kom Kristján Eð- varðsson með fimm og hálfan vinn- ing. Það hefur verið ánægjulegt að Dagur velgdi Jóni undir uggum í keppninni um efsta sætið. Hugs- anlega hefur hann þar haft betur en keppni lauk í gær föstudaginn 15. október. Í b-flokki hafði Jóhann H. Ragnarsson vinningsforskot á Þorvarð Fannar Ólafsson fyrir lokaumferðina og á sama tíma leiddi Kristján Örn Elísson með hálfum vinningi umfram næstu menn í C-flokknum. Í opna flokkn- um leiðir Grímur Daníelsson flokk- inn með 6½ vinning en á humátt á eftir koma Svanberg Már Pálsson og Daði Ómarsson með 6 vinninga. Það væri til mikillar fyrirmyndar af mótshöldurum að þeir hefðu til- tækar allar skákir mótsins á Net- inu til að auðvelda umfjöllun um það. Krafa nútímans er að svo verði gert og væri strax orðið skárra ef hægt væri að nálgast skákirnar úr a-flokknum á Netinu. Ólympíuskákmótið á Mallorca Fyrir tilstyrk MP-fjárfestingar- banka sitja íslenskir skákmenn í opnum og kvennaflokki að tafli fyr- ir hönd þjóðarinnar á Ólympíu- skákmótinu sem er nýhafið í Calvia á Mallorca. Spennandi verður að fylgjast með gengi beggja liða en sjaldan eða aldrei hefur íslenska kvennaliðið verið jafn sterkt og nú. Hægt verður að fylgjast með gangi mála hér á síðum blaðsins en einnig á Netinu á www.skak.is. Leko með undirtökin í heimsmeistaraeinvíginu SKÁK Brissago, Cesme og Ísland BJÖRN ÞORFINNSSON NÆLIR SÉR Í ÁFANGA Október 2004 Helgu. Þar sem og heima hjá Helgu í Keflavík, var líf og fjör daginn inn og daginn út. Helga og Árni eign- uðust sinn eigin sumarbústað á Þórshöfn þar sem Helga og Árni heitinn eyddu sínum sumarstund- um. Húsið heitir Oddi og þar fékk ég minn síðasta kaffibolla og kleinu á Þórshöfn sumarið 2003. Þar sem og alstaðar sem Helga fór var hlát- ur, söngur og ánægja. Ég hef þessa sömu tengingu við Þórshöfn. Ég á svo yndislegar minningar frá Þórshöfn bæði sem barn og síðar sem fullorðinn maður. Ég, ásamt móður minni og fóstra, gistum ávallt í Bræðraborg, þar sem Nonni, Ingimar og Dísa bjuggu (síðustu árin einungis Nonni). Lífið í Bræðraborg er um- vafið ævintýraljóma hjá mér enn þann dag í dag og minnist ég oft þeirra daga þegar húsið var fullt af fólki, gestum og frændfólki alstaðar af landinu. Umræðan var alltaf skemmtileg og hress, sögur sagðar af gömlum tímum og mikið hlegið og mikið gaman, langt fram eftir morgni. Farið var í reglulegar ferð- ir út í Heiði og Dísa stjórnaði lummukaffinu sem og nestismálum, og þar var ekkert til sparað. Alstaðar sem þetta fólk kom saman var ánægja, hlátur, söngur og kærleikur. Ég vildi svo sann- arlega að mín börn hefðu notið þessa að vera með og að kynnast þessum systkinum, því erfitt er að lýsa þeim áhrifum sem þau hafa haft á mitt líf. Helga og móðir mín, Bára, voru oft eins og systur frekar en frænkur. Mjög mikill samgangur á milli þeirra, mikil vinátta og kær- leikur. Ég veit að móðir mín hefur misst góða og trausta vinkonu við frá fall Helgu, og vona ég að hún fá styrk frá þeim minningum sem hún hefur um góðar stundir þeirra á milli. Helga, ég þakka þér allar þær minningar, góðu stundir, hlátur, og kærleika sem þú gafst mér. Ég og Leslie munum aldrei gleyma þér og þeim góðu minningum sem þú veitt- ir okkur. Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu Helgu í sinni sorg og votta mína dýpstu samúð og vona að það sé einhver styrkur í því að nú er Helga komin heim og á fullt að nýju. Kveðja, Ingimar Örn Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.