Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 49 DAGBÓK Kringlukast Undirfatnaður og náttfatnaður með 20% afslætti á Kringlukasti Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is Afmælisþakkir Þakklæti til vina. Mér er efst í huga núna þakklæti til allra minna góðu vina sem heiðruðu mig í tilefni áttræðis afmælis míns þann 3. október sl. Það er gott að finna vináttu ykkar. Bestu kveðjur, Páll Gíslason, læknir. Ídag kl. 14 verður haldinn fræðslufundur ávegum MS-félags Íslands, þar sem SverrirBergmann taugalæknir mun segja fráhelstu nýjungum í meðferðarúrræðum og rannsóknum á MS-sjúkdómnum. Rúmlega þrjú hundruð Íslendingar þjást af MS-sjúkdómnum, sem er ólæknandi taugasjúkdómur í miðtaugakerf- inu. MS kemur í köstum sem varað geta frá nokkr- um klukkustundum upp í nokkra mánuði og getur valdið allt frá vægum sjóntruflunum og doða upp í lömun í verstu tilfellum. Á hverju ári greinast tólf einstaklingar með MS, oftast á aldrinum tuttugu til fjörutíu ára. Engin lækning er enn fundin við MS-sjúkdómn- um, en á síðustu árum hafa komið fram ýmis lyf, sem halda honum í skefjum, draga úr tíðni kasta og fresta þannig eða koma í veg fyrir fötlun. Nýlega hefur hafist hér á Íslandi krabbameinsmeðferð hjá MS-sjúklingum sem eru lengra komnir í sjúkdómn- um. Þessi meðferð hefur verið notuð í Englandi, Bandaríkjunum og Rússlandi í fimm til sex ár og eru góðar vonir bundnar við hana og mjög lítið um aukaverkanir. „Þessi sjúkdómur er meðal algengustu sjúkdóma sem ungt fólk fatlast af. Hann kemur fram hjá fólki á unga aldri, þegar það er í námi og e.t.v. að stofna fjölskyldu, þannig að veruleg röskun verður á hög- um fólks fyrir utan það áfall að fá þessa sjúkdóms- greiningu,“ segir Sigurbjörg Ármannsdóttir, for- maður MS-félagsins, sem hefur haft MS-sjúk- dóminn í þrjátíu og átta ár, frá því hún var sextán ára. Sigurbjörg segir að á síðustu árum hafi bata- horfur og meðferðarúrræði MS-sjúklinga gjör- breyst til hins betra. „Það unga fólk sem er að greinast í dag á góða möguleika á að sjúkdómurinn valdi því ekki alvarlegri fötlun og hafi ekki mjög mikil áhrif á þeirra daglega líf,“ segir Sigurbjörg, sem sjálf er í hjólastól en getur þó gengið nokkuð. Sigurbjörg fékk brjóstakrabbamein fyrir sjö árum og lauk meðferð ári seinna. Í kjölfar meðferðar- innar hafa MS-einkenni hennar minnkað verulega og færni aukist. Hver eru fyrstu skref nýgreindra MS-sjúklinga? „Það er afskaplega persónubundið. Nýgreindum MS-sjúklingum er flestum bent á félagið, en það er síðan undir einstaklingnum sjálfum komið hvort hann kýs að hafa samband við félagið strax eða hvort hann bíður. Það er mikið áfall að fá svona greiningu og fólk þarf tíma til að sætta sig við þetta og átta sig á þessari nýju stöðu. Á vegum MS- félagsins eru haldin námskeið þar sem félags- ráðgjafar, læknir, hjúkrunarfræðingur og iðjuþjálfi leiðbeina nýgreindum og hjálpa fyrsta spölinn. Einnig er boðið upp á makanámskeið og hjóna- námskeið.“ Miðtaugasjúkdómar | Fræðslufundur MS-félagsins um meðferðarúrræði og rannsóknir Batahorfur nýgreindra mun betri  Sigurbjörg Ármanns- dóttir er fædd á Nes- kaupstað árið 1949. Hún hóf kennaranám í Kennaraskólanum en MS-sjúkdómurinn breytti þeim áformum. Sigurbjörg hefur starf- að við verslun, en und- anfarna tvo áratugi hefur hún sinnt mál- efnum MS-félagsins og fatlaðra. Sigurbjörg hefur setið í stjórn MS- félagsins frá árunum 1981 til 1994 sem ritari. Í október í fyrra var hún kjörin formaður MS- félagsins. Þá er hún gjaldkeri Mannverndar. Sigurbjörg er gift Gylfa Sigurðssyni verkfræð- ingi og eiga þau einn son. Góð þjónusta hjá ríkinu ÞAÐ er alltaf verið að kvarta undan slæmri þjónustu hjá ríkinu. En ég er með góða reynslu af því. Þannig var að ég þurfti að hafa samband við rík- isskattstjóra vegna bifreiðaskatts. Ég hringdi og var svarað að allir lín- ur væru uppteknar og ég beðinn um símanúmer og svo hringt yrði í mig. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en eftir 5 mínútur var hringt í mig og ég gat rætt þetta mál. Svo var aftur hringt eftir 10 mínútum til að leið- beina mér betur í málinu. Þetta kalla ég frábæra þjónustu. Síðan þurfti ég að hafa samband við Tryggingastofnun. Talaði ég þar við Ólöfu Sif Bjarkar. Þetta var erf- itt mál sem hún lagði sig fram við að leysa og hringdi hún þó nokkrum sinnum í mig og leysti málið. Svona framkomu teljum við til fyrirmyndar. Kristján og María. Þakkir fyrir Íslandsdvöl ÞETTA var í fyrsta skipti sem ég kom til Íslands eftir langa bið, og það var frábært. Ég vil senda öllum þakkir sem gerðu dvöl mína eftir- minnilega. Þakkir til alls þess skemmtilega fólks sem ég hitti á Ís- landi, ekki síst starfsfólks Íshesta sem komu mér í kynni við íslenska náttúru og einnig starfsfólks Ís- landsbanka sem aðstoðaði mig. Ég mun segja öllum sem ég þekki frá þessari ferð. Anna Radivoj, Svíþjóð. Tvíhöfði yfir strikið MIG langar að koma á framfæri gagnrýni til Tvíhöfða, en þeir eru með fréttatíma í Íslandi í dag á Stöð 2. Í síðasta þætti fjölluðu þeir um kennaraverkfallið og erfiðleika for- eldra vegna barna í verkfalli. Þeir bentu á að kannski væri leið fyrir foreldra að fara í Tryggingastofnun ríkisins til að fá börnin sín úrskurð- uð þroskaheft til að börnin kæmust á undanþágu í Öskjuhlíðarskóla. Fannst mér mjög grimmilegt af þeim því það hefur enginn tryggingu fyrir því þegar barn fæðist að það fæðist heilbrigt. Það hafa líklega mörg börn horft á þennan þátt sem eru í Öskjuhlíðarskóla og spyrja sig hvort þau séu verri en önnur börn í grunnskólum. Það eru ekki allir sáttir við undanþágur og best væri að þessu lyki sem fyrst. Fannst mér þessi þáttur vera þeim félögum til vansa. Móðir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Be7 5. Bg5 h6 6. Bh4 O-O 7. e3 b6 8. Hb1 c6 9. b4 Bb7 10. c5 Rbd7 11. Bd3 e5 12. dxe5 Re8 13. Bg3 bxc5 14. bxc5 Rxc5 15. O-O Rc7 16. Rd4 R7e6 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Cesme í Tyrklandi. Mikhail Krasenkov (2676) hafði hvítt gegn sænska alþjóð- lega meistaranum Bjorn Ahlander (2411). 17. Hxb7! Rxb7 18. Rxc6 De8 19. Rxd5 hvítur stendur nú til vinnings enda vinna menn hans einstaklega vel saman. 19...Bg5 20. Bb5 Kh8 21. Rxa7 Dd8 22. Rc6 Dd7 23. h4 Rbd8 24. hxg5 Rxc6 25. gxh6 Hxa2 26. Bxc6 Dxc6 27. Rb4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. ÍSLENSKU menningarkynningunni í París sem hófst þann 27. september lauk sl. sunnudagskvöld með glæsilegum og vel heppnuðum tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur undir stjórn Bernharðs Wilkinson í Mogador- tónleikahöllinni. Á efnisskrá tónleikanna voru eingöngu íslensk verk eftir tónskáldin Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Jón Leifs, Leif Þórarinsson, Pál Pampichler Pálsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Einsöngvarar voru Gunnar Guðbjörnsson, Bergþór Pálsson, Rannveig Fríða Bragadóttir og píanóleikari var Anna Guðný Guðmundsdóttir. Tónleikana sóttu á sjöunda hundrað manna og voru viðtökur sérlega góðar að sögn Rutar Ingólfsdóttur konsertmeistara Kammersveitarinnar. Morgunblaðið/Einar Falur Kammersveit Reykjavíkur og tónskáldin Þorkell Sigurbjörnsson og Páll P. Pálsson á sviði Mogador-tónleikahallarinnar í París, í lok tónleikanna. Vel sóttir tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur í París BÓKAFORLAGIÐ Bjartur hefur gefið út ljóðabókina Svona er að eiga fjall að vini eftir Vé- stein Lúðvíksson. Í bókinni eru 122 knöpp ljóð, sem fjalla um stöðu mannsins and- spænis innri og ytri náttúru. Ljóð BÓK spurninganna eftir Pablo Neruda er komin út í þýð- ingu Þóris Jóns- sonar Hraundal. Bjartur gefur út. Í bókinni eru 316 spurningar sem Ner- uda ritaði í minnis- bækur á síðustu mánuðum ævi sinnar og komu út að honum látnum. Spurningarnar krefjast ekki svara en eru frekar hugleiðingar um líf og forgengileika, tækni og nátt- úru, grimmd og miskunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.