Morgunblaðið - 16.10.2004, Side 53
Morgunblaðið/Kristinn
Sigfús Eymundsson: Brúará um 1880.
NÚ ÞEGAR fagnaðarlætin vegna
enduropnunar Þjóðminjasafnsin eru
að mestu hljóðnuð, er rík ástæða til
að vekja athygli á opnunarsýning-
unni í sal myndadeildar safnsins á
fyrstu hæð þess, en henni lýkur nú
um helgina. Í fyrsta sinn gefst
myndadeildinni tækifæri til að sýna
reglulega og á eigin forsendum, þær
gersemar sem hingað til hafa aðeins
verið geymdar í dimmum öskjum –
og því að mestu haldið fjarri sjónum
almennings.
Bjartur salurinn hentar prýðisvel
fyrir sýningu á ljósmyndum og ekki
síst þessum gömlu merku frum-
prentum, sem iðulega eru afar smá
og svo fínleg að gestir þurfa að rýna í
þau. En sú rýni er svo sannarlega
ómaksins virði.
Á sýningunni eru verk um tuttugu
ljósmyndara; portrett, landslag,
myndir af byggðum og bæjum, sam-
komum og hlutum. Þetta eru ljós-
myndir sem skrásetja þróun sam-
félagsins frá torfbæjum til
vélvæðingar; þær sýna konur í
peysufötum; fólk í skemmtiferðum;
menn við kjötverkun; börn á ösku-
dagsskemmtum – fjölbreytileikinn er
mikill. Eins og heiti sýningarinnar
ber með sér, Mótum íslenskrar ljós-
myndunar 1846–1926, þá kynnast
gestir verkum frumherjanna sem
beita stórum klunnalegum tækjum,
og síðan þróuninni yfir í minni
myndavélar og handhægari og skoða
útkomuna hjá þeim ljósmyndurum.
Það er alltaf jafn sláandi að sjá
frumprent Sigfúsar Eymundssonar
(1837–1911) en þau opna sýninguna.
Hann var svo sannarlega ljósmynd-
ari á heimsmælikvarða. Og það er
full ástæða til að endurskoða ríkjandi
hugmyndir um að fyrsta kynslóð ís-
lensku málaranna, Þórarinn B. Þor-
láksson og félagar, hafi verið fyrstir
íslenskra myndlistarmanna til að
meta landið og náttúru þess út frá
sjónarmiði fegurðarinnar. Ljós-
myndir Sigfúsar eins og úr Al-
mannagjá og af Brúará, báðar frá um
1880, og úr Hvalfirði og úr Marardal,
frá um 1890, eru óviðjafnanlegar. Og
ekki eru síðri ljósmyndir hans frá
Reykjavík, eins og þar sem horft er
frá Skólavörðunni 1877 eða frá höfn-
inni um 1875. Í þessum myndum birt-
ist afar sérstök og tær formskynjun.
Flestir ljósmyndaranna eiga
nokkrar myndir á sýningunni, og
virðist reynt að gera grein fyrir höf-
undareinkennum hvers og eins með
valinu. Þetta eru vissulega mis-
áhugaverðar myndir, og misgóðar
frá listfræðilegu sjónarmiði, en heild-
in er afar sterk og inn á milli eru
sannkallaðar perlur. Þar má nefna
ljósmyndir Nicoline Weywadt (1848–
1921) frá Djúpavogi, að vetri og
sumri; ljósmynd Árna Thorsteins-
sonar (1870–1962) af báti á Tjörninni
í Reykjavík um 1900; makalausa
mynd Gunnhildar Thorsteinsson
(1887–1948) af konum við fiskþvott á
Vestfjörðum um 1905 og ljósmynd
Magnúsar Gíslasonar (1881–1969) af
uppboði á Eyrarbakka um 1904, þar
sem fjöldi fólks fyllir út í forgrunn-
inn.
Á miðju gólfi er síðan skápur með
sjaldséðum gersemum. Þar eru í
fyrsta sinn sýndar margar daguerró-
týpur úr safni Þjóðminjasafnsins, en
þær eru fyrsta birtingarform ljós-
myndunar; litlir og viðkvæmir gripir,
silfurhúðaðar koparplötur með
ágreyptri myndinni. Hér eru tólf
daguerrótýpur, þar á meðal stór-
merkar myndir af Sveinbirni Egils-
syni og Benedikt Gröndal. Þá eru í
skápnum ellefu svokallaðar tintýpur
og fimm ambrótýpur, þar á meðal ein
með vangamynd Sigurðar Guð-
mundssonar málara.
Loks má geta þess að á einum
vegg salarins eru litlar portrett-
myndir frá 19. öld og upphafi þeirrar
20., eftir marga ólíka ljósmyndara, og
suma óþekkta. Þær myndir er einnig
gaman að grúfa sig yfir og rýna aftur
í tímann, í ásjónur fólks sem er löngu
horfið.
Þessi opnunarsýning ljós-
myndasalar Þjóðminjasafnsins er að-
standendum til mikils sóma, og full
ástæða til að hvetja fólk til að skoða
sjaldséðar gersemar frumherja ís-
lenskrar ljósmyndunar áður en þær
hverfa aftur í dimmar geymslur
safnsins.
Gersemar
MYNDLIST
Þjóðminjasafnið
Opið alla daga nema mánudaga 11–17.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. októ-
ber.
MÓTUN ÍSLENSKRAR LJÓSMYNDUNAR
1846–1926
Einar Falur Ingólfsson
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 53
MENNING
Það er svolítið sérstakt aðþegar ég hengi verkin uppþá sé ég þau í allt öðruljósi. Það er næstum hægt
að lesa þau eins og egypskt mynd-
letur – og það var eitthvað sem ég
hafði ekkert pælt í.“ Það er Guðjón
Ketilsson myndlistarmaður sem
segir frá, meðan hann mælir út
plássið á veggjum Listasafns ASÍ,
Ásmundarsal, en klukkan þrjú í dag
opnar hann þar sýningu á verk-
unum, sem öll eru verkfæri – og
Verkfæri, er einmitt heiti sýning-
arinnar. Og hvað eru verkfæri?
Hlutir sem við búum til, til að auð-
velda okkur dagleg störf – eða hug-
myndir sem kannski geta gagnast
okkur við eitthvað sem við vitum
ekki ennþá hvað er. Guðjón spyr um
hlutverk, spyr um form, spyr um
sögu, spyr um handtak. „Til hvers
skyldi þetta nú vera?“ spyr kona á
safni og er engu nær þegar henni er
sagt að þetta sé dixill. Fyrir henni er
verkfærið formið eitt – erindi þess
er henni ókunnugt. „Verkfæri okkar
eru ekki eins og aðrir hlutir. Þau
standa okkur nær en aðrir hlutir,
jafnvel nær en náttúran sjálf,“ segir
Jón Proppé í sýningarskrá Guðjóns,
sem útskýrir, að verkfærin séu eins
konar framhald af okkur sjálfum –
framlenging á getu okkar – hæfileiki
okkar til að brjótast í gegnum tak-
markanir eigin líkama.
„Reyndar hafði ég pælt mikið í
uppsetningunni á verkunum, vegna
þess að þau gefa svo mikla mögu-
leika í uppsetningu. Á vinnustofunni
var ég búinn að þekja alla veggi,
þannig að hún leit út eins og veggur
á byggðasafni. Reyndar eru gömul
byggðasöfn svolítill hvati að því að
ég fór að smíða þessi verkfæri fyrir
þremur árum, ekki síst verkfærin
sem ég vissi ekki tilganginn með, en
gat skoðað á fagurfræðilegan hátt,
þótt vitneskjan væri auðvitað fyrir
hendi um að þau væru ekki bara
skúlptúrar, heldur hlutir með til-
gang. En verkfærin eru líka fram-
hald af mínum fyrri verkum, þótt
það virki kannski ekki svo við fyrstu
sýn. Þetta eru dauðir hlutir í sam-
hengi við líkamann, en ég hef áður
unnið bæði með klæði og skó og ým-
islegt fleira, þar sem hluturinn er
staðgengill líkamans. Verkfræin eru
framlenging á líkamanum og hug-
anum þar með.“
Það á eftir að finna verkfærum
Guðjóns tilgang, og hann segir mér
að fyrir nýjar hugmyndir, þurfi auð-
vitað ný verkfæri – því ættu verk-
færi hans að geta orðið hvati að því
að eitthvað nýtt verði til. Flest verk-
færin eru komin upp á vegg, og búið
að raða restinni á gólfið, við þá staði
þar sem þau skulu hanga í dag.
„Mér finnst magnið skipta máli í
þessu tilfelli,“ segir Guðjón. „Verk-
færasafn höfðar til mín – ég skal al-
veg viðurkenna það. Hlutirnir eru
misjafnir í öllum skilningi, og ein-
stakir, þótt mér finnist grúppa af
svona hlutum spennandi.“
En hvað um áhorfandann? Á hann
að leita tilgangsins, lesa í tólin eins
og myndletur, eða bara skjóta þrí-
víddarsýninni á þá eins og hverja
aðra skúlptúra? „Ég get svo sem
ekki haft nein áhrif á það, en mark-
miðið er auðvitað að velta upp
spurningum um eðli verkfæra og
samhengi þeirra við myndlist. Þetta
eru allt spurningar sem ég á ekkert
endilega svör við. Ég hef til dæmis
velt því fyrir mér hvort hægt sé að
kalla hlut verkfæri, þegar ekki er
búið að finna honum hlutverk. Hvað
um einfaldan hlut eins og skóhorn?
Kannski hefur einhver rekið augun í
svona hlut og hugsað mér sér að
hann myndi henta til þessa verks.
Það getur vel verið að í mörgum til-
fellum hafi hluturinn komið á undan
tilganginum. Kannski er það tím-
anna tákn – þó ekki í neikvæðri
merkingu – að hlutir verði hvati að
athöfnum. Mér finnst líka atriði að
hluturinn kenni þér á sig; að þú sjáir
hvar á að halda og að það sé á þann
hátt ákveðin samræða milli hans og
áhorfandans. Það hefur verið mjög
spennandi að fá gesti á vinnustof-
una, þegar þeir hafa farið á flug, að
fabúlera um það hvað hægt væri að
gera við þessa hluti. Þá hefur oft
skapast skemmtilegt samtal.“
Myndlist | Guðjón Ketilsson sýnir Verkfæri í Listasafni ASÍ – Ásmundarsal
Verkfæri leita nýrra verka
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Ketilsson: „Er hægt að kalla hlut verkfæri, þegar ekki er búið að finna honum hlutverk?“
Fréttasíminn
904 1100
SÆNSKI kvikmyndaleikstjórinn
Ingmar Bergman upplýsir í nýrri
bók, að meðhöfundur hans, Maria
von Rosen, sé í
raun og veru
dóttir hans. Í
bókinni, sem
heitir Tre dag-
böcker, er m.a.
fjallað um sam-
band Bergmans
og Ingrid von
Rosen, móður
Mariu.
Að sögn
sænska blaðsins Aftonbladet segir
Bergman, sem er 86 ára, frá því í
bókinni, að þau Ingrid hafi kynnst
árið 1957 en voru þá bæði gift öðr-
um.
Bergman og Ingrid hófu sambúð
1970 og bjuggu saman þar til Ing-
rid lést fyrir 9 árum.
Laundóttir
Bergmans
Ingmar Bergman