Morgunblaðið - 13.04.2003, Side 21

Morgunblaðið - 13.04.2003, Side 21
www.noatun.isOpið alla daga til 21 Verði þér að góðu! f a s t la n d - 8 8 1 0 Pinot Gris frá Elsass Það koma engin Chardonnay-vín frá Elsass en hvítvínin þaðan eru engu að síður einhver þau bestu í heimi. Þarna eru það þrúgurnar Riesling, Pinot Blanc, Gewurzt- raminer og síðast en ekki síst Pin- ot Gris sem ráða ríkjum. Það er ekki síst Pinot Gris sem vakið hef- ur athygli upp á síðkastið. Þetta er eitt af þeim betri. Framleiðandinn Pierre Sparr sendir ekkert frá sér sem ekki er skothelt og þetta vín er engin undantekning. Fersk angan af blómum og kryddum, þykkt og seiðandi með þykku allt að því feitu bragði en jafnframt ferskri sýru er gefur víninu kraft og líf. Sauvignon Blanc frá Nýja-Sjálandi Cloudy Bay er tvímælalaust þekktasta vín Nýja-Sjálands og raunar það vín sem kom Nýja- Sjálandi og þá ekki síst Sauv- ignon Blanc-vínum landsins á kortið. Það hefur verið fáanlegt á veitingahúsum hér á landi um árabil og er nú loksins fáan- legt á sérlista. Þetta er vín sem klikkar aldrei, er alltaf jafn un- aðslega gott. Nú er Cloudy Bay 2002 á markaðnum. Ávöxturinn í nefi, ferskur en samt djúpur og þroskaður, skarpur, en samt þykkur. Sætur greip, perur en líka nýslegið gras og blóm. Í munni langt og mikið. Ynd- islegt eitt og sér en jafnframt gott með sjávarréttum, ekki síst þegar einhver asísk áhrif eru fyrir hendi. Kostar 1.990 krónur. Austurrískur Riesling Austurrísk hvítvín eru einhver þau bestu sem framleidd eru í heiminum. Þau er hins vegar jafnframt best geymda leynd- armál vínheimsins. Tvö stór- kostleg austurrísk Riesling-vín eru fáanleg hér á landi. Langenloiser Stein- massel Riesling 2001 Þurrt, þykkt og feitt yfirbragð, smjörkennt í bland við ávöxt- inn. Í nefi má greina nýbakaða, ljósa kransaköku, sykur, möndlur og djúpan ávöxt. Vínið er langt og mikið í munni, sýr- an mikil en mild og í fullkomnu jafnvægi við aðra þætti. Kostar 1.910 krónur. Zöbinger Heiligenstein Riesling Lyra 2001 Lyra-vínið frá Bründlmayer er talið eitt af allra bestu vínum Austurríkis og ekki að ófyr- irsynju. Það er stórkostlegt. Ávöxturinn í nefi er sætur, mað- ur finnur fyrir þroska þrúgn- anna og einkenni vínsins áþekk þeim er maður finnur í eðalsætum vínum þar sem botrytis er kominn til sög- unnar. Vínið hins vegar þurrt og sætan einungis í hinum mikla ávexti. Hvítvín gerast ekki mikið betri. Kostar 2.990 krónur. HVÍTVÍN eins góðum tökum á þessari þrúgu og Nýsjálend- ingar. Bestu Sauvignon Blanc-vín andfætlinganna standast bestu vínum Evrópu úr þessari þrúgu fylli- lega snúning og stundum vel það. Helsti galli Sauvignon Blanc er að þrúgan er farin að njóta það mikilla vinsælda að margir víngerð- armenn eru farnir að misnota hana, láta vínin liggja of lengi í eikartunnum þannig að þau verða nánast eins og ... Chardonnay. Karaktereinkenni þrúgunnar njóta sín best þegar hún fær að standa ein og óstudd án snertingar við eik. Pinot Gris er sömuleiðis þrúga sem nýtur vaxandi vinsælda hér sem annars staðar. Það er athyglisvert að sjá á sölutölum að Pinot Gris-vín frá Elsass eru nú orðin vinsælli en Riesling-vínin frá sama héraði. Þau virðast eiga mjög vel við íslenskan smekk, ljúf ein og sér og einstaklega fjölhæf með mat, allt frá sígildum frönskum réttum yfir í rétti þar sem matargerðin er undir austurlenskum áhrifum. Ítölsku vínin úr sömu þrúgu, sem raunar er nefnd Pinot Grigio á Ítalíu, fara sömuleiðis sigurför um heiminn. Í Bandaríkj- unum eru þau nú orðin söluhæstu hvítvínin og Ís- lendingar eru einnig farnir að kveikja á þeim. Til dæmis má mæla með vínum frá framleiðendunum Tommasi og Vie di Romans. Og loks má ekki gleyma Gewurztraminer- vínunum, þessum þykku og krydduðu bragð- sprengjum Elsass-héraðsins. Eða þá Viognier- þrúgunni sem er uppistaða hinna dýru Condrieu- vína í Rón en er nú einnig fáanleg í ódýrari útgáfum frá Suður-Frakklandi eða Argentínu þar sem aprí- kósueinkenni hennar njóta sín engu að síður. Eða hina argentínsku Torrontes, fersk og ávaxtamikil vín, sem falla vel að íslenskum sjávarréttum. Svona mætti lengi áfram telja. Chardonnay-vínin eru góð og vissulega jafnast fátt á við til dæmis gott vín frá Chablis. Einhæfni er hins vegar leiðinleg til lengdar og þeir sem festast í Chardonnay-gildrunni fara á mis við mörg af bestu hvítvínum heims.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.