Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. Netverð pr. mann Sértilboð á gistingu í einstaklingsherbergi á Senator hótelinu 5.900 kr. Verð pr. nótt. Skelltu þér um áramótin til Zürich frá kr. 19.990 Heimsferðir bjóða einstakt tækifæri til að njóta áramótaveislu í Sviss á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Zürich kl. 8.30 að morgni 29. des. og til baka 1. jan. kl. 19.30. Í Zürich er heillandi stemmning um jól og ára- mót, hin stórkostlega flugeldasýning um hver áramót er stærsta partý í Sviss. Þangað koma þúsundir til að upplifa stemmninguna og njóta matar og drykkjar á hverju götuhorni fram eftir nóttu. inn, þ.e. ákveðið margir tímar á hvern leikskóla- kennara, en við vorum með hug- myndir um að breyta því þannig að tíminn væri miðaður bæði við barnafjölda á deild og fjölda menntaðra starfsmanna á deildinni. Eins og fyrirkomulagið er í dag þá er mikið misvægi milli deilda, eftir því hversu margir kennarar eru með [leikskólakennara]menntun. Því snerust hugmyndir okkar um það að breyta skipulaginu.“ Faglærðir deildarstjórar fá leiðréttingu launa sinna Við starfsmat Reykjavíkurborgar sem tók gildi í byrjun vetrar, fengu ófaglærðir deildarstjórar hærri laun en deildarstjórar í FL. Björg segir að með nýja samn- ingnum hafi náðst leiðrétting á BJÖRG Bjarnadóttir, formaður Fé- lags leikskólakennara (FL), telur nýgerðan kjarasamning við sveitar- félögin mikilvægan áfanga en minn- ir á að mikil vinna sé nú fyrir hönd- um varðandi könnun á vinnu- fyrirkomulagi deildarstjóra og undirbúningstíma þeirra. Í nýja samningnum, sem verður borinn undir atkvæði félagsmanna í janúar, er kveðið á um eins tíma aukningu á undirbúningstíma fyrir sérkennara sem starfa í leikskólum. Þeir fá því nú fimm klukkustundir á viku í und- irbúning fyrir starf sitt sem er sami stundafjöldi og deildarstjórar fá. Engin breyting var gerð á undir- búningstíma deildarstjóra í samn- ingnum. Sú vinna er eftir og mun samstarfsnefnd sveitarfélaga og FL ráðast í að skipuleggja könnun á starfsfyrirkomulagi strax á nýju ári. Vegna þeirrar vinnu, sem ekki vannst tími til að fara í í þessari samningalotu, gildir nýi kjarasamn- ingurinn aðeins til tveggja ára eða til 30. september árið 2006. Meiri undirbúnings- tíma var krafist „Við vorum með kröfu um aukinn undirbúningstíma í leikskólum og það er sú vinna sem við þurfum að fara í strax í upphafi árs,“ segir Björg. „Þetta var of mikið og stórt verkefni til að leysa við kjarasamn- ingaborðið nú.“ Björg segir að samninganefnd FL hafi í samningaviðræðunum sett fram hugmyndir um breytt skipulag varðandi undirbúningstíma deildar- stjóra. „Þetta hefur hingað til ein- göngu verið bundið við einstakling- þessu. „Þessi munur er leiðréttur,“ segir Björg. „Við unnum út frá nið- urstöðum starfsmatsins, svo það hallar ekki lengur á leikskólakenn- ara í þeim samanburði.“ Samkvæmt samningnum eru meðallaunahækkanir deildarstjóra um 20% við lok samningstímans, en meirihluti félagsmanna FL er deild- arstjórar á leikskólum. Deildar- stjórar, ásamt yngsta hópi leik- skólakennara fá mestar launa- hækkanir af félagsmönnum FL með nýja samningnum. Sé tekið dæmi um 30 ára almennan leikskólakenn- ara verður hann með í lok samn- ingstíma 184.329 kr. í mánaðarlaun en var með 159.071 kr. áður. Þrítug- ur deildarstjóri fær samkvæmt samningnum tæp 211 þúsund í mán- aðarlaun við lok samningstímans en var með 179.192 kr. Dæmin miðast við að þessir einstaklingar séu með tvo launaflokka fyrir símenntun, að sögn Bjargar. Launakostnaður sveitarfélaga hækkar um rétt rúman milljarð á tímabilinu við samninginn. Þar af falla um 465 milljónir til á árinu 2005 og um 490 milljónir á árinu 2006. Launakostnaðurinn eykst því um rúm 13% á tímabilinu. Kjarasamningur gerður án átaka Samningurinn hefur nú verið sendur trúnaðarmönnum félagsins til skoðunar. Verður hann kynntur fyrir leikskólakennurum um land allt í byrjun janúar. Í kjölfarið fer fram atkvæðagreiðsla og á niður- staða hennar að liggja fyrir í lok janúar. Samningurinn nær til tæp- lega 1.500 leikskólakennara sem starfa hjá sveitarfélögunum í land- inu. „Ég vona vissulega að samning- urinn verði samþykktur,“ segir Björg. „Ég tel þetta mikilvægan áfanga á þeirri leið að ná mark- miðum okkar. Ekki síst að ná því að gera kjarasamning án átaka og með gildistíma frá 1. desember.“ Leikskólakennarar og sveitarfélögin sömdu til tveggja ára en samningurinn kostar um milljarð Björg Bjarnadóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungir leikskólakennarar og deildarstjórar hækka mest í launum við samn- ing Félags leikskólakennara. Flestir félagsmenn FL eru deildarstjórar. Launamunur vegna starfsmats Reykjavíkur- borgar leiðréttur Deildarstjóri fær 211 þús. við lok samningstímans „MÉR finnst ég aldrei hafa fundið jafnmikið fyrir því hvað það er víða mikil óánægja og hvað það er víða mik- ið um erfiðleika,“ segir Kári Eyþórsson, sem er sjálf- stætt starfandi fjölskylduráðgjafi, varðandi samskipti fólks og ekki síst samskipti fjölskyldna nú í jólaösinni. Kári segir vandamálin kannski ekki vera frábrugðin nú og undanfarin jól en hann kveðst aldrei hafa fundið jafnsterkt fyrir þessum vandamálum fólks og nú. Kári segir óvenjumikið vera um væringar og deilur í hjónaböndum um þessar mundir, þar sem hraðinn og kröfur samfélagsins eru orðnar svo gríðarlegar. Ekki sé samræmi milli væntinga og þess sem fólk ræður við og getur. „Það er ofsalega þung undiralda, finnst mér. Það er mikil pressa á fólki,“ segir Kári og bætir við að fólki finnist pressa vera á því að hafa nægan tíma, pen- inga og í raun að hafa nóg af öllu. Hann segir þetta enda í mikilli óánægju og vonbrigðum sem breytist gjarnar í deilur og slíkt nái oftar en ekki hápunkti um jólin. Hann segist fá til sín mikið af fólki sem glímir við vandkvæði sem fylgja erfiðum fjölskyldutengslum, erf- iðu álagi og erfiðum aðstæðum fyrir jólin. „Fólk vill oft fara í uppgjör á mörgu þegar fer að líða að jólum. Það liggur við að það eigi að taka til í fjölskyldunum alveg eins og eigi kannski að þrífa skápana um jólin,“ segir Kári og líkir þessu við óánægjuský sem hangi yfir fólki. Hann segir mikið álag í október og nóvember sem end- ar oft í mikilli streitu, taugaspennu og uppgjöri milli fólks þegar jólahátíðin kemur. „Það er óvenjumikið um það að fólk skilji í þessu annríki sem er,“ segir Kári og bendir á að þetta eigi jafnt við allar þjóðfélagshópa landsins. Aðspurður segist hann fá einstaklinga, hjón og jafn- vel heilu fjölskyldurnar í ráðgjöf til sín. Kári segir rót vandans oftar en ekki hafa verið uppsafnaða þreytu. Sú þreyta leiði oft til þess að fólk gefi sér ekki tíma til þess að ræða um hlutina og upphefst misskilningur vegna þess. „Það er allt of algengt að tjáskipti séu í algjöru lamasessi, ekki bara milli hjóna heldur í fjölskyldum. Það er bara ekki talað saman öðruvísi en í skipunum og oft í hávaða og látum,“ segir Kári og bætir því við að fólk sé farið að líta á ást sem sjálfsagðan hlut sem eigi bara að vera í lagi án fyrirhafnar. „Fólk vill oft fara í uppgjör þegar fer að líða að jólum“ FYRSTU mínúturnar líða hægt á meðan maður er að venjast lyktinni en síðan kemst á jafnvægi. Maður hættir að blaka nasa- vængjunum og fer að haga sér eðlilega við matborðið. Það er skatan, þorláksmessuskat- an, sem hefur þessi áhrif. Sumir segja að meira púður hafi verið í skötuveislum hér áð- ur fyrr, þá hafi einn munnbiti af skötu jafn- gilt kjaftshöggi. Aðrir tala alltaf um hversu góð skatan sé fyrir hreinsun ennisholanna. Enn aðrir vilja hvorki sjá né borða skötuna. „Sumt af yngra fólkinu lætur ekki sjá sig hérna,“ segir Hlöðver Ólafsson, mat- reiðslumaður í Borgartúni 7, þar sem starfs- menn ýmissa opinberra stofnana borða. Þetta er fimmta árið sem Hlöðver eldar ofan í mannskapinn og hann fær ágætiseinkunn hjá fólkinu úti í sal. „Þetta er frábær kokk- ur,“ segir starfsmaður Vegagerðarinnar og heldur áfram að borða skötuna. Skatan kemur frá Fiskbúð Hafliða og með henni er borinn fram hnoðmör og hamsar ásamt smjöri. „Það er viss kjarni sem finnst skatan góð,“ segir Hlöðver. Á Naustinu er margt um manninn og þar er skötulyktin enn sterkari en í Borgar- túninu. Það kann að vera ástæðan fyrir því að eldhússtarfskonan Mignon Davenpoart náði sér í forláta grímu til að verjast lykt- inni. Ekki skal þó fullyrt um hversu mikil vörn gríman veitti. Mignon lét sig svo sem ekki muna um að taka hana niður til að rabba við mann og annan. Hádegisverð- argestir streyma inn og sumir hafa komið í þorláksmessuskötuna á Naustið í áratugum saman. Þingmenn og viðskiptamenn eru þarna meðal gesta og háma í sig gráleita skötubitana. Og þjónn sést hella íslensku brennivíni í staup. Eiríkur Finnsson, mat- reiðslumeistari á Naustinu, gætir þess að nóg sé á boðstólum og er á þönum inn og út úr eldhúsinu. Kristinn Guðmundsson, yfirmatreiðslu- maður á Hótel Borg, vill hafa skötuna sína léttkæsta og segir vel kæsta skötu bara fyrir hörðu karlmennina. Sjálfur telst hann til mýkri manna. Kann hann einhver ráð til að losna við lyktina? „Nei, engin ráð, hún verð- ur bara að fá að vera enda er hún partur af stemningunni,“ segir hann. Skötulyktin stæk og góð Eiríkur Finnsson og Mignon Davenpoart á Naustinu umlukin skötulyktinni. Hákon Svavarsson, Hlöðver Tómasson, Elmar Svavarsson og Svavar Óskarsson á Naustinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.