Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 9 FRÉTTIR Gleðileg jól Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið frá kl. 10-12 í dag Lokað mánudag Mjódd, sími 557 5900 Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð       Gleðileg jól! Síðumúla 3, sími 553 7355 Opið í dag, aðfangadag, frá kl. 10-13. Lokað mánudaginn 27. desember.  undirfataverslun Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 www.belladonna.is Vertu þú sjálf! Vertu bella donna Sendum viðskiptavinum okkar um land allt Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Starfsfólk Foldar. Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Laugavegi 170, 2. hæð • Sími 552 1400 • Fax 552 1405 www.fold.is • fold@fold.is FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra lagði fram á ríkisstjórnarfundi samning sem Vegagerðin hefur gert við Samskip um að fjölga ferðum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs milli lands og eyja um tvær á viku í desember, janúar og febrúar. Út- vegsmannafélag Vestmannaeyja hef- ur skorað á forsætisráðherra að beita sér fyrir að ferðum verði fjölgað enn frekar en Sturla segir að niðurstaðan sé sú að ekki sé talin ástæða til þess. Samkvæmt samningnum fjölgar ferðum skipsins um tvær á viku og verða þær því tíu á viku þessa þrjá mánuði. Ferðunum fjölgar síðan í ell- efu í vor og í þrettán yfir sumarmán- uðina eins og verið hefur. Ákveðið var að fjölga ferðum Herj- ólfs yfir vetrarmánuðina til að mæta því að Eimskip hætti strandsigling- um 1. desember. Sturla sagði að það hefði verið mat aðila að ekki væri ástæða til að fjölga ferðunum frekar. Samkvæmt upplýsingum frá skipa- félögunum verða siglingar vikulega til Evrópuhafna frá Eyjum svo sem verið hefur og varðandi Ameríkusigl- ingar verði skip send til Vestmanna- eyja er þörf krefur. Ferðum Herjólfs hefur fjölgað úr 419 í 595 á ári eða um 42% frá því siglingar ferjunnar voru boðnar út árið 1999. Farþegum hefur einnig fjölgað verulega á þessu tímabili. Þeir voru 6.543 árið 1999 að jafnaði á viku árið 1999, 9.525 á viku árið 2003 og það sem af er þessu ári hafa þeir verið 11.357 en þá eru vetrarmánuð- irnir ekki taldir með. Útvegsbændafélagið ekki sátt Magnús Kristinsson, formaður Út- vegsbændafélags Vestmannaeyja, er ekki sáttur við þessa niðurstöðu. „Það eru mér mikil vonbrigði að Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra skuli hafa komist að þeirri nið- urstöðu að ekki sé ástæða til að fjölga ferðum Herjólfs milli lands og Eyja umfram það sem þegar hafði verið ákveðið,“ segir í yfirlýsingu frá Magnúsi. „Því verður vart trúað að ríkis- stjórnin og þingmenn kjördæmisins láti þar við sitja. Útvegsbændafélag Vestmanna- eyja hefur fært gild rök fyrir því að Herjólfur sigli tvisvar alla virka daga á milli lands og Eyja, alls þrettán sinnum í viku. Tvær ferðir alla virka daga eru í raun lífsspursmál fyrir út- gerð, fiskvinnslu og annan atvinnu- rekstur í Vestmannaeyjum. Þetta er jafnframt augljóst réttlætismál fyrir Eyjamenn alla. Hér sitjum við Eyjamenn ekki við sama borð og flestir aðrir lands- menn. Þess vegna getur ekki ríkt friður um niðurstöðu samgönguráð- herrans þrátt fyrir að nú fari í hönd sjálf hátíð ljóss og friðar.“ Ferðum Herjólfs ekki fjölgað meira en orðið er FYRIR hendi er markaður og eftir- spurn eftir góðum óáfengum drykkjum sem henta við ýmis tæki- færi að sögn Halldórs Árnasonar, formanns Bindindisfélags öku- manna (BFÖ). Félagið hefur hleypt af stokkunum verkefni til þess að vekja athygli á óáfengum drykkjum, en verkefnið er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, Sam- tökum ferðaþjónustunnar og styrkt sérstaklega af forvarnasjóði. Að sögn Halldórs hafa kannanir sýnt fram að á bilinu 20-25% Íslend- inga 20 ára og eldri neyta aldrei áfengis og þeim til viðbótar kjósa margir að neyta ekki áfengis við til- teknar aðstæður. „Á þetta fólk ekki sinn rétt á að láta taka tillit til sinna óska og þarfa?“ spyr Halldór sem telur svo vera. Hann segir að meiri fjölbreytni í óáfengum drykkjum megi vera á boðstólum t.d. á veitingastöðum annað en gos og vatn. Nauðsynlegt sé að sinna þess- um hópi neytenda sem vill geta valið líkt og neytendur áfengra drykkja um fleiri en eina tegund. Þar sem hátíðahöld með tilheyr- andi veislum og samkomuhaldi þykir BFÖ tímasetningin á verkefninu því vera við hæfi. Félagið leggur þó áherslu á að vandað sé til fram- reiðslu á óáfengum drykkjum, þann- ig að þeir verði ekki annars flokks. Að auki leggur BFÖ að drykkirnir séu einfaldir í framreiðslu þannig að það sé lítið mál fyrir fólk að blanda sér góðan óáfengan drykk. Halldór segir BFÖ hafa sett sig í samband við ÁTVR fyrr á þessu ári og hafi fyrirtækið brugðist mjög vel við og aukið úrvalið af óáfengum drykkjum til sölu í verslunum sínum. „Fólk getur farið inn í vínbúðir og fengið gæðavín þó óáfeng séu,“ segir Halldór. BFÖ kynnti á blaðamannafundi óáfenga drykkinn Fiesta 2005, en uppistaðan í honum er nokkrar teg- undir af ávaxtasöfum og ísmolar. Höfundur drykkjarins er Bárður Guðlaugsson kennari og fagstjóri í framreiðslu við Hótel- og matvæla- skólann í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Bárður varð Íslandsmeistari faglærðra barþjóna 1993 og heims- meistari sama ár. Nemendur Bárðar hafa búið til sínar eigin uppskriftir að óáfengum drykkjum og er hægt að sjá uppskriftirnar á www.braut- in.is. Vilja aukið framboð á óáfengum drykkjum Morgunblaðið/RAX Árni Einarsson, framkvæmdastjóri fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum, Hall- dór Árnason, formaður BFÖ, Bárður Guðlaugsson, höfundur Fiesta 2005, Guðmundur Karl Einarsson, formaður ungmennadeildar BFÖ, og Guðni Björnsson, í samstarfsráði um forvarnir, fengu sér óáfengan drykk. YFIR 2.100 Íslendingar hafa skráð sig sem heimsforeldra, en UNICEF Ísland hefur síðan í maí á þessu ári staðið fyrir sérstöku átaki á þessu sviði. Þeir sem gerast heimsfor- eldrar styrkja verkefni UNICEF með mánaðarlegu framlagi. Í fréttatilkynningu frá UNICEF seg- ir að þessi styrkur færi börnum um allan heim nýja von. Morgunblaðið er stuðningsaðili UNICEF Ísland og hefur veitt bæði faglegan og fjárhagslegan stuðning við kynningu átaksins. Hægt er að gerast heimsforeldri með því að hringja í síma 575 1520 eða senda póst á heimsforeldri@unicef.is. Harry Belafonte er góðgerðar- sendiherra UNICEF. 2.100 hafa gerst heims- foreldrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.