Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 11
Í UNDIRBÚNINGI er að stofna félagshóp fyrir ungt fólk á
aldrinum16 til 26 ára sem glímir við þunglyndi og kvíðaröskun
og reiknað með að hann taki til starfa eftir áramótin.
Að sögn Dagnýjar Þórmundsdóttur og Valgeirs Matthíasar
Pálssonar, sem standa að stofnun hópsins, er markmiðið að
unga fólkið hittist og geri eitthvað skemmtilegt saman, fari í
bíó, leikhús, kaffihús, keilu o.s.frv. Engin skilyrði eru fyrir
þátttöku önnur en þau að áfengi og vímuefni eru á bannlista
hjá hópnum. Markmiðið er að hópurinn hittist að minnsta kosti
einu sinni í viku og oftar ef eitthvað skemmtilegt sé í boði.
Þau segja að þótt bæði Geðhjálp og klúbburinn Geysir séu
með góða starfsemi sé fátt af ungu fólki sem fari þangað og því
sé greinileg þörf fyrir hóp af þessu tagi fyrir ungt fólk þar sem
áherslan er ekki að ræða um sjúkdóminn heldur vera saman og
skemmta sér á heilbrigðan og eðlilegan hátt. „Það vantar eitt-
hvað sem er bara fyrir ungt fólk,“ segja Dagný og Valgeir.
Þau segja stefnt að því að vera líka með síma sem ungt fólk
geti hringt í, þar sem ungt fólk tali við ungt fólk, ekki ósvipað
og jafningjafræðslan er. Þá ætli þau að kynna sjúkdóminn í
skólum enda sé hann algengur í aldurshópnum 16 til 26 ára,
fólk sé oft að uppgötva sjúkdóminn á þeim aldri.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dagný Þórmundsdóttir og Valgeir Matthías Páls-
son hafa haft forystu um stofnun hópsins.
Vilja stofna félagshóp
ungs fólks með þunglyndi
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 11
FRÉTTIR
„ÉG VISSI ekki hvert ég ætlaði,“
segir Elín Magnúsdóttir þegar nafn
hennar var dregið í jólaleik Kringl-
unnar og útvarpsstöðvarinnar
Bylgjunnar. Elín vann Fiat-bíl til af-
nota í eitt ár auk þess sem allur
rekstrarkostnaður af bílnum á
árinu verður greiddur fyrir hana.
Ennfremur fékk Elín 100 þúsund
króna gjafabréf frá bensínstöðinni
ÓB. Elín segir vinninginn hafa kom-
ið sér einstaklega vel. Hún hafi lent
í umferðaróhappi fyrir rúmri viku
þar sem hún klessti sinn bíl illa.
„Þetta er jólagjöfin í ár,“ segir
Elín sem er 75% öryrki og þykir
vinningurinn draumi líkastur. „Nú
getum við farið í heimsókn til ætt-
ingja sem við höfum ekki getað séð
í lengri tíma,“ segir Elín varðandi
hvað sé framundan hjá sér og syni
sínum. Aðspurð segist hún núna
vera svo sannarlega tilbúin fyrir
jólin.
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Þetta er jólagjöfin í ár“
STEFNT er að því að matvælarann-
sóknir fari að mestu fram hjá einni
sjálfstæðri stofnun í framtíðinni og
hefur Vísinda- og tækniráð óskað
eftir því við forsætisráðherra að
hann skipi starfshóp sem undirbúi
sameiningu matvælarannsókna í
eina stofnun. Þetta er meðal þess
sem fram kemur í nýrri ályktun
ráðsins.
Starfshópur sem forsætisráðherra
hafði áður skipað um matvælarann-
sóknir lagði til að þær færu fram hjá
einni öflugri stofnun, Matvælarann-
sóknastofnun Íslands, og að hún
hefði aðsetur í Reykjavík. Öflugt
rannsóknasetur yrði byggt í
tengslum við hana á Akureyri og ná-
in tengsl höfð við ýmsa háskóla.
Notkun erlendra
gagnasafna margfaldast
Fram kemur í ályktun ráðsins að
það styður sameiningu Iðntækni-
stofnunar og Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins sem starfshóp-
ur skipaður af iðnaðarráðherra hef-
ur lagt til. Beinir ráðið því til ráð-
herra að vinna áfram að sam-
einingunni á grundvelli greinar-
gerðar starfshópsins.
Á fjölmörgu öðru er tæpt í ályktun
ráðsins. Hefur menntamálaráðherra
falið vísindanefnd ráðsins að gera til-
lögu í samstarfi við hagsmunaaðila
um hvernig grunnfjárveitingum til
rannsókna á háskólastigi verði best
háttað í framtíðinni. Þá beinir ráðið
því til menntamálaráðherra að hann
skipi starfshóp sem geri tillögur um
hvernig staðið verði að rekstri og
kostnaði af landsaðgangi að erlend-
um vísindatímaritum sem tekinn var
upp árið 2001. Hefur notkun er-
lendra gagnasafna margfaldast á
fáum árum. Áskriftarkostnaður
vegna landsaðgangs er nú alls um 54
milljónir króna á ári en að auki greið-
ir samlag á vegum Landspítala – há-
skólasjúkrahúss sérstaklega 12 m.
kr. fyrir aðgang að ritum á heilbrigð-
issviði.
Yfir 20 milljarða ársvelta
Í ályktun Vísindaráðs kemur fram
að menntamálaráðherra hefur skip-
að starfshóp sem hefur það hlutverk
að gera tillögur að leiðum sem glætt
geta áhuga nemenda í grunn- og
framhaldsskólum á námi og starfi í
raunvísinda- og tæknigreinum. Mun
hópurinn skila af sér starfs- og
kostnaðaráætlun fyrir 1. febrúar á
næsta ári.
Fram kemur að nálægt 3.000
manns vinna að verkefnum og rann-
sóknum við fjölmargar stofnanir á
vegum Vísinda- og tækniráðsins í
dag og er veltan yfir 20 milljarðar á
ári.
Matvælarannsóknir undir einn hatt
Matvælarann-
sóknastofnun Ís-
lands verði stofnuð
LÖG um skógrækt frá árinu 1955
gefa ekki góða mynd af því hvernig
unnið er að skógrækt á vegum hins
opinbera þar sem áherslur hafa
breyst í skógrækt með tilkomu
landshlutabundinna skógræktar-
verkefna. Er því tímabært að huga
að setningu nýrra skógræktarlaga.
Þá hefur umfang landshlutabund-
inna skógræktarverkefna orðið mun
minna en upphaflega stóð til þar sem
minna fé hefur verið veitt til þeirra.
Ósennilegt er talið að það markmið
verkefnanna að klæða 5% láglendis
skógi á 40 árum náist og að nauðsyn-
legt sé að uppfæra úreltar áætlanir í
samræmi við veruleikann.
Þetta er meðal niðurstaðna athug-
unar Ríkisendurskoðunar á lagaum-
hverfi Skógræktar ríkisins og lands-
hlutabundinna skógræktarverkefna.
Tilgangur endurskoðunarinnar
var að kanna hvernig stjórnvöld
framfylgja lögum um skógrækt og
landshlutabundin skógræktarverk-
efni og meta hvernig til hefur tekist.
Einnig var metið hvort opinber
stefna í skógræktarmálum samrým-
ist löggjöfinni og hvort ástæða kunni
að vera til að endurskoða lagareglur.
Þrenn lög um landshlutabundin
skógræktarverkefni
Í niðurstöðum segir m.a. að á síð-
ustu 15 árum hafi skógrækt á vegum
hins opinbera aukist mjög með til-
komu laga um landshlutabundin
skógræktarverkefni. Aukin framlög
til skógræktar marki þáttaskil í
skógrækt. Árið 1998 var rúmum 200
milljónum króna veitt til skógræktar
á uppfærðu verðlagi, árið 2002 var
það 233 milljónir og 242 milljónir í
ár.
Þrenn lög taka til landshluta-
bundnu skógræktarverkefnanna og
er talið æskilegt að löggjöfin verði
samræmd og að sömu reglur gildi
um það öll. Fram kemur í niðurstöð-
um Ríkisendurskoðunar að fyrir
nokkrum árum hafi landbúnaðar-
ráðuneytið stefnt að því að einfalda
umgjörð skógræktar og landshluta-
bundinna skógræktarverkefna en
ekki sé unnið að því sem stendur.
Segir að ráðuneytið telji æskilegt að
breyta nokkuð löggjöf um lands-
hlutabundnu verkefnin og telur Rík-
isendurskoðun rétt að ráðuneytið
skilgreini nánar helstu galla á skóg-
ræktarlöggjöfinni í heild og að hugað
verði að nauðsynlegum lagabreyt-
ingum.
Ríkisendurskoðun segir áherslur hafa breyst í skógrækt
Tímabært að endurskoða
löggjöf um skógrækt
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi:
„Vegna fréttar í Mbl. 22. des-
ember síðastliðinn, varðandi af-
greiðslu dómsmálaráðherra á
umsókn Þjóðarhreyfingarinnar
um leyfi til fjársöfnunar á götum
og í húsum, vill Þjóðarhreyfingin
taka eftirfarandi fram: Fjársöfn-
un Þjóðarhreyfingarinnar til að
andmæla þætti íslenskra ráða-
manna í hernaðarinnrásinni í
Írak er enn í fullum gangi. Sem
fyrr er söfnunarsíminn níu-núll-
tuttuguþúsund og fólk getur
einnig lagt málefninu lið með því
að leggja inn á söfnunarreikning
833 í SPRON.“
Þjóðarhreyfingin – með lýð-
ræði.
Söfnunin enn
í fullum gangi
FORSÆTISNEFND Reykjavíkur-
borgar samþykkti nýverið reglur um
kjör og starfsaðstöðu kjörinna full-
trúa. Þetta er gert í tengslum við
stjórnkerfisbreytingarnar sem taka
gildi um áramót. Árni Þór Sigurðs-
son forseti borgarstjórnar segir að
aukinn kostnaður borgarinnar vegna
þessa verði hugsanlega nokkur
hundruð þúsund krónur á mánuði.
Breytingarnar taka til borgarfull-
trúa og þeirra sem sitja í nefndum á
vegum borgarinnar. Í samþykktinni
eru dregnar saman ýmsar reglur
sem hafa gilt um kjör þessara aðila
en slík samþykkt hefur ekki áður
verið gerð.
Árni Þór Sigurðsson segir að með
stjórnkerfisbreytingum verði nefnd-
um fækkað en þær fái einnig fleiri
hlutverk og aukna ábyrgð. Breyting-
unum sé ætlað að koma til móts við
þetta. Meðal helstu breytinganna frá
gildandi reglum eru þær að borgar-
fulltrúi þarf nú að sitja í tveimur
fastanefndum til að fá óskert laun í
stað þriggja fastanefnda áður. Þá
eykst skerðingarhlutfall grunnlauna
ef þessu er ekki náð, ef borgar-
fulltrúar sitja í einni nefnd skerðast
laun um 25% en ef þeir sitja ekki í
nefnd þá skerðast laun þeirra um
50%. Menn fá ekki aukalega greitt
fyrir setu í fleiri nefndum. Laun
borgarfulltrúa eru 80% af þingfar-
arkaupi. Þegar breytingarnar taka
gildi verður aðeins greitt álag fyrir
formennsku í fagráðum og borgar-
ráði en ekki fyrir formennsku í öðr-
um fastanefndum. Þá fá borgar-
fulltrúar 40.000 króna greiðslu
vegna kostnaðar s.s. síma, netteng-
ingar á heimili, áskriftar dagblaða,
ferða innan höfuðborgarsvæðisins
o.þ.h. Árni segir að kostnaðar-
greiðslur muni ekki hækka vegna
þessa.
Í nefndum á vegum borgarinnar
sitja margir sem ekki eru borgar-
fulltrúar. Þóknun fyrir setur í nefnd-
um hækkar úr 14% af þingfarar-
kaupi í 16%, nema þóknun vegna
setu í skipulags- og byggingarnefnd
lækkar úr 18% í 16%.
Ný samþykkt forsætisnefndar
Reykjavíkurborgar
Kjörum breytt
vegna stjórn-
kerfisbreytinga