Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FISKISKIPAFLOTINN verður að mestu í landi yfir hátíðarnar. Þó munu einhver skip vera að veiðum yfir jólin og milli jóla og nýárs má ætla að einhver skip rói, a.m.k. ís- fisktogarar sem veiða fyrir stærstu fiskvinnslurnar. Stígandi VE er eitt þeirra skipa sem verða við veiðar yfir jólin en skipið er nú við karfaveiðar á Síðu- grunnskantinum. Alls eru 15 skip- verjar um borð og sagði Guðmann Magnússon, skipstjóri, ágæta jóla- stemningu ríkja um borð. Margir skipverjanna séu vanir því að vera á sjónum yfir jólin. „Hér verður góður matur og svo fara menn inn í klefa sína og taka upp pakkana frá sínum nánustu,“ segir Guðmann en á matseðlinum í dag er m.a. ham- borgarhryggur, ananasfrómas og Bailey’s-frómas. Guðmann segist treysta því að mannskapurinn á Stíganda verði vel haldinn yfir jól- in, enda sé Jónína Magnúsdóttir, sem sér um matseldina þar, mikill veislukokkur. Guðmann segir að unnið sé um borð yfir alla hátíðisdagana. Menn reyni þó að hafa sem rólegast yfir jólatímann. Stígandi heldur svo til hafnar í kringum 10. janúar á ný- árinu. Vinnslu lauk í landvinnslu Brims hf. á Akureyri fyrir hádegi í gær, á Þorláksmessu, og liggur vinnslan niðri til 3. janúar nk. Þrír ísfisktog- arar; Sólbakur EA, Harðbakur EA og Árbakur EA, fara á miðin milli jóla og nýárs og afla hráefnis fyrir landvinnsluna strax eftir áramótin. Það hefur verið unnið stíft í land- vinnslunni síðustu daga og starfs- fólk hefur lagt mikið á sig til þess að ljúka vinnslunni tímanlega í dag, en í upphafi vikunnar voru um tvö hundruð tonn sem biðu vinnslu. Tvo daga í þessari viku hófst vinnsla kl. 05 og afköstin hafa verið mikil. Til marks um það fóru rösk- lega 62 tonn í gegnum húsið sl. þriðjudag og hátt í sextíu tonn á miðvikudag. Öll skip Síldarvinnsl- unnar hf. eru komin til hafnar og liggja jólaljósum prýdd í höfninni. Veiðar gengu vel í síðustu veiðiferð ársins hjá þeim. Barði NK kom með 55 tonn af ísuðum fiski til vinnslu og útflutnings og um 4,5 milljónir af frosnum afurðum. Beit- ir NK lauk síldarvertíðinni með glæsibrag og veiddi 12.001 tonn frá 1. nóvember til 20. desember. Börkur NK fór síðustu veiðiferðina á árinu til loðnuveiða og landaði tæpum 1.500 tonnum og þar af voru fryst um 380 tonn á Rúss- landsmarkað. Mannskapurinn vel haldinn yfir jólin Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Sólbakur EA liggur nú ljósum prýddur í höfn en fer til veiða strax eftir jól. JÓLASTRESSIÐ hrjáir marga en rannsóknir sýna að Omega-3 fitusýrur hjálpa til við að komast yfir depurð og kvíða í skammdeginu. Á vef norska út- flutningsráðsins segir að 150 þúsund Norðmenn þjáist skammdegisþung- lyndi, auk þess sem um 450 þúsund til viðbótar glími við minni háttar depurð. Í skammdeginu framleiðir heilinn minna af serotonin eða „hamingjuhorm- óninu“ svokallaða. Serotonin róar og stýrir viðbrögðum líkamans við kvíða og spennu. Fitusýrur í fiski og lýsi hjálpa til við stjórna serotonin-flæði frá heilanum. Lágt serotonin-gildi í heila er tengt skorti á Omega-3 fitusýrum og getur valdið streitu og depurð. Heilinn er nánast eingöngu fita. Mikilvægasta fitutegundin er Omega-3 fitusýran DHA og má ætla að í svartasta skamm- deginu þurfi heilinn á aukaskammti af fjölómettuðum fitusýrum að halda. Líkaminn framleiðir ekki fitusýruna DHA, heldur vinnur hana úr fæðu. Hún finnst í miklum mæli í feitum fiski, s.s. laxi, silungi, makríl, síld og lúðu. Japanskar rannsóknir hafa sýnt að nemendur með lágt Omega-3 fitusýru- innihald í blóðinu voru uppstökkari undir álagi. Bandarísk rannsókn leiddi í ljós að neysla á fjölómettuðum fitusýrum dregur úr hvatvísi og ofbeldis- hneigð. Bresk rannsókna gaf til kynna að lýsi gæti dregið úr depurð. Lýsi gegn jólastressi an milljarð evra fyrir misnotkun einokunarað- stöðu á einkatölvumarkaði. Auk þess var fyrirtækinu gert að skilja á milli Windows-stýri- kerfisins og Media Player-forritsins fyrir hljóð- og myndskrár. Microsoft áfrýjaði úrskurði samkeppnisyfir- valda ESB til Evrópudómstólsins í Lúxemborg í júnímánuði og fór í framhaldinu fram á að fram- kvæmd úrskurðarins yrði frestað á meðan mál þess er til meðferðar fyrir dómi. Úrskurður dómstólsins þýðir að Microsoft verður að veita upplýsinga um ýmsa viðskipta- hætti sína og framleiða útgáfu af Windows-stýri- kerfinu án þess að netspilarinn Media Player fylgi með. BANDARÍSKA hugbúnaðarrisanum Microsoft varð ekki að ósk sinni er næstæðsti dómstóll Evr- ópusambandsins, sem situr í Lúxemborg, kvað nýlega upp úrskurð gegn fyrirtækinu. Um er að ræða mál sem framkvæmdastjórn ESB höfðaði gegn Microsoft vegna meintra brota á samkeppnisreglum ESB. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að fresta refsiaðgerðum, sem framkvæmdastjórnin beitti Microsoft, en fyrirtækið hafði farið fram á það á meðan áfrýjun úrskurðarins er til meðferðar. Segir í frétt á vefmiðli Financial Times að áfrýj- unin geti tekið allt að tvö til þrjú ár. Það var í marsmánuði á þessu ári sem sam- keppnisyfirvöld ESB sektuðu Microsoft um hálf- Úrskurður ESB-dómstóls óhagstæður fyrir Microsoft Á netspilara Úrskurður ESB-dómstólsins þýðir að Microsoft verður að framleiða útgáfu af Windows-stýrikerfinu án MediaPlayer. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● LANDSBANKINN Eignarhaldsfélag ehf. hefur keypt 800 milljónir hluta, eða 14,39% hlutafjár, í Burðarás hf. af Landsbanka Íslands hf. Við- skiptagengið var 12 krónur þannig að kaupandi greiddi 9,6 milljarða króna fyrir hlutinn. Samkvæmt upp- lýsingum frá Landsbanka Íslands er verið að endurskilgreina eignastöðu bankans. Viðskipti í Kauphöll Íslands í gær voru með litlu móti og námu þessi viðskipti Landsbankans með Burðar- ás 83% af heildarviðskiptum dags- ins. Mest hækkun varð á bréfum Og fjarskipta (3,1%) og mest lækkun varð á bréfum Tryggingamiðstöðv- arinnar (-2,3%). Úrvalsvísitala lækk- aði um 0,19% og er 3.358 stig. Landsbankinn selur í Burðarási ÚR VERINU ● CARNITECH, dótturfélag Marels hf., hefur undirritað samning um kaup á hluta af rekstri þýska fé- lagsins Röscherwerke GmbH. Í lok nóvember var tilkynnt að Carnitech hefði undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hluta af Röscherwerke. Áreiðanleikakönnun vegna kaup- anna er nú lokið og hefur samn- ingur verið undirritaður. Velta þess rekstrar Röscher- werke sem Carnitech kaupir er áætlaður um 3 milljónir evra á árinu 2004. Kaupverðið er trún- aðarmál. Velta Marel-samstæðunnar á árinu 2003 var 108 milljónir evra. Dótturfélag Marels kaupir þýskt fyrirtæki HALLUR Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, hefur sent Morg- unblaðinu eftirfarandi athugasemd vegna skrifa Innherja í Viðskipta- blaðinu í gær: „Ágæti Innherji, Í pistli þínum í Morgunblaðinu í gær er fjallað um Íbúðalánasjóð. Þú vitnar til orða Jóhanns G. Jó- hannssonar sem birtust í Morgun- blaðinu þann 22. desember sl. þar sem hann segir að Íbúðalánasjóði sé ekki skylt að gefa út áætlanir um skulda- bréfaútgáfu sína í Kauphöll - og tekur það sem dæmi um rangt viðhorf til upplýsingagjafar. Eftirfarandi setning var í uppkasti að viðtalinu en féll niður við vinnslu þess vegna misskilnings blaðamanns og viðmælanda: „Jóhann tekur fram að það sé stefna Íbúðalánasjóðs að vinna faglega með markaðsaðilum. Það sem hefur tafið birtingu útgáfuáætlana eru breytingar í umhverfi sjóðsins er tengjast aðal- lega ný samþykktum lögum um sjóð- inn sem samþykkt voru á Alþingi 2. desember sl.“ Íbúðasjóður gefur út allar þær upp- lýsingar sem markaðurinn þarf til eðli- legrar verðmyndunar skuldabréfa sjóðsins í vandaðri mánaðarskýrslu. Sjóðurinn hefur ítrekað lýst því yfir að við kerfisbreytinguna sem átti sér stað í júní sl. hefur eðli upplýsingagjaf- arinnar breyst. Til að mynda ráða ekki sömu þættir útgáfu í gamla húsbréfa- kerfinu og hinu nýja íbúðabréfakerfi. Gagnrýni greiningardeilda virðist því oft á tíðum byggð á misskilningi. Útgáfuáætlanir hafa aldrei verið birtar fyrr en eftir afgreiðslu fjárlaga. Fjárlögin voru samþykkt fyrri hluta desember mánaðar og er nú unnið að útgáfuætlun fyrir 2005. Verður hún birt fyrir lok þessa árs.“ Íbúðalánasjóður gef- ur nægar upplýsingar                          !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " ! ./0! ./  !  "#)$ 1       / ' ("& (#(!   %/ " %() $ 2")$ % 3  $ 45 0 " 6)"  *#" +7 8" 5 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .(/   0 3  0$ <"#  <3## "#/   " = "" (  " 4/5 // >.8)!#   !  "#  )  !(& ?3  +"& 7/ ' ("& <8 8 .7    $!    >    > >    > > >   >  > >   >   > > > > > !3 "#  3   $! > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > @ >AB @ AB @ > AB @ AB > > @ >AB @  AB > > @ AB > > @ >AB @ AB > > > > > > @  AB > > > > > > @ > AB > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .(  $  $ $ $ $ > $  $ $ >  $  > $ $ > $  > > $  $ > $ > >  >    > > > > >        >          >               >         >   =    7 D2 $ $ <%$ E 0#"(  (&       >  > >   > >  >  > > >  >   > > > > > <%$> F  /  /0(&"& ( 0(  <%$> .3(&  (  (!## / 3  () 0!   "  <%$> 3 0# /"   G!  ;(# *D "# 2")" 0 $ #  " "# <%$> .5" ;(# " 0!  /D3 /"   % "& 0 $ # (!  ;(# "&  " " % "& 0 $ 9 &H .IJ    A A <.? K L     A A M M  -,L   A A *L 9 !     A A NM?L KO 6"!    A A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.