Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 18

Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í gær, að rússneska ríkið væri aðeins að gæta sinna lögmætu hagsmuna með því að ná aftur til sín megineignum olíurisans Yukos. Í raun er um að ræða fyrstu endur- þjóðnýtinguna eftir að Sovétríkin lið- uðust í sundur. „Ríkið er að verja hagsmuni sína með lögmætum hætti og með þeim aðferðum, sem tíðkast á frjálsum markaði. Það er ekkert athugavert við það,“ sagði Pútín en í fyrradag var skýrt frá því, að ríkisolíufélagið Rosneft hefði keypt allt hlutafé í fjár- mögnunarfyrirtækinu Baikal Fin- ance Group. Þar með er burðarásinn í Yukos, dótturfyrirtæki Yugansk- neftegas, komið í ríkiseigu en Baikal keypti það fyrir nokkrum dögum. Þá hefur einnig verið tilkynnt, að Rosneft og ríkisgasfyrirtækið Gazprom verði sameinuð. Hálft annað ár er síðan rússneska ríkið sakaði Yukos og helsta eiganda þess, milljarðamæring- inn Míkhaíl Khodorkovskí, um stór- kostleg skattsvik og annað misferli en Khodorkovskí er nú í fangelsi. „Kúrekakapítalismi“ Pútín gagnrýndi einnig harðlega einkavæðinguna á síðasta áratug, sem hann kallaði „kúrekakapítal- isma“, en þá komst nokkur hópur manna með góð sambönd, þar á meðal Khodorkovskí, yfir mörg mik- ilvægustu ríkisfyrirtækin. „Allir vita hvernig háttað var með einkavæðinguna á síðasta áratug og hvaða brögðum þá var beitt, aðferð- um, sem voru jafnvel ólöglegar á þeim tíma,“ sagði Pútín. Talsmaður Rosneft, sem er síð- asta stóra olíufélagið í eigu ríkisins og var það sjönda stærsta í Rússlandi, sagði, að með sameiningunni við Gazprom væri stefnt að því, að nýja fyrirtækið yrði „alhliða orkufyrirtæki í eigu ríkisins“. Gazprom er nú stærsta gasvinnslu- fyrirtæki í heimi. Pútín lagði áherslu á, að stefnt væri að stóraukinni olíuleit en Yukos hefur verið sakað um að ganga of hart fram með offram- leiðslu. Hóta lögsóknum Lögfræðingar Yukos brugðust við fréttunum með því að hóta að höfða mál á hendur Rosneft, jafnt í Rússlandi sem í öðrum löndum. Búist hafði verið við, að Gazprom byði í Yug- anskneftegas á uppboðinu um síðustu helgi en lög- fræðingar Yukos fengu sett bann við því hjá dóm- ara í Houston í Texas. Valerí Nesterov, sér- fræðingur hjá miðlarafyrirtækinu Troika Dialog, segir, að aðferðin, sem rússnesk stjórnvöld hefðu notað til að komast yfir Yuganskneftegas, hefði einmitt verið hugsuð til að komast hjá útistöðum við bandarískt réttarkerfi. „Hjá Gazprom áttuðu menn sig á því á síðustu stundu, að ríkisstjórnir eru fullvalda en fyrirtæki á alþjóðlegum markaði verða að taka tillit til laga- umhverfis erlendis,“ sagði Nesterov. Lögfræðingar Yukos segjast munu fara fram á 20 milljarða dollara, 1.250 milljarða ísl. kr., skaða- bætur fyrir söluna á Yuganskneftegas. Pútín segir ríkið vera að verja hagsmuni sína Yuganskneftegas komið í ríkiseigu og hefur þar með verið endurþjóðnýtt Pútín á blaðamanna- fundinum í Kreml í gær. Moskvu. AFP. ÍRÖSK fjölskylda snýr aftur til Fallujah í gær en áætl- að var að um það bil tvö þúsund Írakar sem flúðu hern- aðaraðgerðir Bandaríkjamanna í borginni í síðasta mánuði fengju að snúa aftur til síns heima yfir daginn. Færri virtust þó ætla að nýta sér tækifærið en gert hafði verið ráð fyrir. Bardagar standa enn yfir í Fall- ujah milli Bandaríkjahers og uppreisnarmanna en eru mun umfangsminni en áður. Flestir íbúar borgarinnar, um 300 þúsund, flýðu heimili sín er sókn Bandaríkja- manna hófst í nóvember og vita ekki til hvers þeir snúa nú, mörg hús eru mjög illa farin og hvorki hreint vatn né rafmagn að fá. Reuters Snúa aftur til Fallujah SÉRFRÆÐINGAR í hernaðarmál- um segja hreint ótrúlegt að íröskum uppreisnarmanni skuli hafa tekist að komast inn í herstöð Bandaríkja- manna í Mosul vafinn sprengiefni en tuttugu og tveir biðu bana í árás þar á þriðjudag, þar af fjórtán banda- rískir hermenn. Segja þeir atburð- inn til marks um að eftirlit með þeim Írökum, sem aðgang hafa að her- stöðinni, hafi verið verulega áfátt. Blóðbaðið heldur áfram í Írak, átta Írakar og einn bandarískur hermað- ur féllu í árásum síðasta sólarhring- inn víðs vegar um landið. „Ég er dolfallinn yfir því að örygg- is á herstöðinni [í Mosul] sé ekki bet- ur gætt en þetta,“ hafði Associated Press eftir Mitch Mitchell, fyrrver- andi yfirmanni í Bandaríkjaher, sem er hernum til ráðgjafar um hvernig skuli tryggja öryggi hermanna. Munu sumir hermenn í Írak þó lengi hafa óttast að uppreisnarmenn ættu eftir að geta smyglað sér inn í herstöðvar þeirra í landinu, einkum vegna þess að sýnt hefur þótt að þeir eiga tiltölulega létt með að fá inni í írösku öryggissveitunum sem starfa við hlið bandarískra hermanna. Árásin í Mosul á þriðjudag hefur enn aukið á vanda Donalds Rums- felds, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna. Segir fréttamaður BBC að á fundi í varnarmálaráðuneytinu í fyrrakvöld hafi mátt sjá að álagið er farið að setja mark sitt á Rumsfeld og Richard Myers, formann banda- ríska herráðsins. Myers gerði á fundinum grein fyr- ir því að líklega hefði uppreisnar- maður komist inn í herstöðina og inn í veitingatjald hennar, þar sem hann sprengdi sig í loft upp með fyrr- greindum afleiðingum. Varðist hann allri gagnrýni vegna þessa, sagði ekki við yfirmann herstöðvarinnar að sakast; hinn ábyrgi aðili í málinu væri tilræðismaðurinn sjálfur og að- eins hann. Rumsfeld tók í sama streng, sagði erfitt að tryggja öryggi hermanna allan tímann. „Árásarmanni þarf bara að heppnast ætlunarverk sitt endrum og eins,“ sagði hann. Rumsfeld hefur mjög legið undir ámæli undanfarið, m.a. eftir að í ljós kom að hann hefði ekki persónulega undirritað bréf til ættingja fallinna hermanna í Írak heldur látið vél gera það. Hafa heyrst raddir um að honum beri að segja af sér. Liggur andvaka af áhyggjum Rumsfeld sagðist leiður yfir því að einhverjir skuli telja að hann geri ekki allt sem í hans valdi stendur til að sjá til þess að hermenn í Írak njóti eins mikils öryggis og mögu- legt er. Sagðist hann stundum „liggja andvaka á nóttinni af áhyggj- um út af þeim sem væru í hættu“. „Þegar ég hitti særða, ættingja þeirra, eða fjölskyldur þeirra sem hafa fallið þá nístir sorg þeirra mig alveg inn að beini,“ sagði Rumsfeld einnig. Árásin í Mosul eykur þrýsting á Rumsfeld Ótrúlegt að mað- ur skyldi komast með sprengiefni inn í herstöð Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, á frétta- mannafundinum í fyrrakvöld. ’Árásarmanni þarfbara að heppnast ætlunarverk sitt endrum og eins.‘ LÖGREGLAN í London handtók í gær mann, sem gengið hafði ber- serksgang og stungið að minnsta kosti sex menn hnífi í norðurhluta borgarinnar. Lést einn þeirra af sár- um sínum. Á innan við tveimur tímum réðst maðurinn á fólk með hnífinn á loft á fimm stöðum í tveimur hverfum borgarinnar. Gerði hann sé engan mannamun, réðst jafnt á konur sem karla af ýmsum kynþáttum. Að sögn lögreglunnar hefur maðurinn lengi verið veill á geði og er ekki að sjá, að einhver sérstök ástæða önnur hafi verið fyrir æðinu, sem á hann hljóp. Skömmu eftir fyrstu árásina kom fjöldi lögreglumanna á vettvang og var maðurinn síðan handtekinn er til hans sást á bíl sínum í Tottenham. Fyrir viku tilkynnti breska stjórn- in, að eftirlit með hnífaburði yrði stórhert og til stendur að koma fyrir málmleitartækjum á veitingastöðum og krám. Bannað verður að selja fólki yngra en 18 ára hnífa og skóla- stjórnendum eiga að fá auknar heim- ildir til að leita á nemendum. Drap einn og særði fimm London. AP. Óskum aðildarfélögum okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Staðlaráð Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.