Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 20

Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Huga að gerð nýs golfvallar | Golfklúbb- urinn Hvammur á Blönduósi efndi á dög- unum til kynningarfundar með Herði Þor- steinssyni framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands og Edwin Rögnvaldssyni golf- vallahönnuði er þar var kynnt hugmynd að gerð golfvallar í landi Kirkjuhvamms, með legu norðan og ofan kirkju, upp með Ytri- Hvammsá. Margir aðrir valkostir hafa verið skoðaðir í héraðinu, segir í frétt á vefnum huni.is þar sem greint er frá fundinum, en að ráði var að þetta svæði yrði valið, m.a. vegna nálægðar við aðal þéttbýli héraðsins og einn- ig við þjónustusvæði ferðamanna í Kirkju- hvammi. Leitað hefur verið álits nágranna, s.s. Hestamannafélagsins, landeigenda og Skógræktarfélags V-Hún., en gert er ráð fyrir að vallarsvæðið komi að hluta til inn í skógræktarsvæðið. Gert er ráð fyrir 9 holu velli og er áætlað að framkvæmdir kosti um 20 milljónir króna og taki um 5 ár. Almennt var gerður góður rómur að hug- myndum fundarboðenda segir á vefnum og þess vænst að hugmyndir klúbbfélaga komist á framkvæmdastig hið fyrsta.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fjölmenn skötuveisla | Mikið fjölmenni var í skötuveislu Björgunarfélags Ísafjarð- ar sem haldin var í Guðmundarbúð á Ísa- firði í hádeginu í gær. Jóhann Ólafsson hjá Björgunarfélaginu segir á vef Bæjarins besta að þegar fjölmennast var hafi verið biðröð í skötuna. „Við buðum skötu fyrir byrjendur og einnig fyrir lengra komna. Það féll fólki mjög vel í geð. Menn hafa mis- jafnan smekk sem betur fer og því er gott að gera sem flestum til hæfis. Það er ánægjulegt hversu margir þáðu þetta boð okkar því með því vildum við þakka fólki fyrir stuðninginn við okkur á árinu. Héðan fóru allir vel mettir frá borði og einnig voru hláturtaugarnar þandar því Gísli Hjart- arson las úr þjóðsögusafni sínu,“ segir Jó- hann. Hann segir einnig ánægjulegt hversu margir fyrirtækjahópar hafi nú þegið boðið og þeim hópum fari mjög fjölgandi.    Mest fækkun á Blönduósi | Íbúum Húnaþings hefur fækkað um 58 á árinu 2004 samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofu Íslands. Blönduósingum fækkar mest eða um 37 og Skagstrendingum um 20. Íbú- um Húnaþings vestra og Áshrepps fækkar um 3 og í Svínavatnshreppi fækkar um 2 íbúa. Íbúum Skagahrepps fjölgar um 4, Sveinsstaðahrepps um 2 en íbúatalan stendur í stað í Bólstaðarhlíðarhreppi og Torfalækjarhreppi. Orkuveita Reykja-víkur hefur keyptAusturveitu í Ölf- usi og tekur við rekstri hennar 1. janúar næst- komandi.Austurveita er svokölluð bændaveita með borholu við Gljúf- urárholt og liggur að býl- um undir Ingólfsfjalli, m.a. að Efri Saurbæ og Sogni. Fram kemur í til- kynningu frá OR að Aust- urveita muni falla undir jaðarveitur Orkuveitu Reykjavíkur. Unnið sé að skipulagi rekstrarins og frekari uppbyggingu. OR hefur í samvinnu við Hitaveitu Þorláks- byggt upp hitaveitu í Grímsness- og Grafnings- hreppi. Kaupa Austurveitu Samkaup veittu ný-lega KvenfélagiHrunamanna styrk að fjárhæð 250 þúsund krónur. Skúli Skúlason starfsmannastjóri fyr- irtækisins sagði þegar hann afhenti styrkinn að Samkaupum hefði verið vel tekið þegar verslunin Grund á Flúðum var keypt og gerðar á henni allmiklar breytingar. Með honum á myndinni eru Agnes Böðv- arsdóttir verslunarstjóri og Margrét Óskarsdóttir, Íris Georgsdóttir og Marta Hjaltadóttir úr stjórn Kvenfélagsins. Margréti sagði að ákveð- ið hefði verið að stofna sér- stakan sjóð og væri þetta fyrsta framlagið í hann. Ætlunin væri að úthluta úr honum einu sinni á ári, til einhvers eða einhverra sem hjálpar væru þurfi í sveitarfélaginu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Samkaup styrkja kvenfélagið Alltaf er notalegt aðfá Fréttabréf Ið-unnar. Nú er þar hugvekja séra Sigurðar Jónssonar og háttalykill Helga Zimsen, með kveðju frá „Rannsókn- arnefnd rímnahátta“ í formi afhendingar: Háttatali Helga Zimsen hérna lýkur. Enginn þekkist annar slíkur. Einnig lausavísur ferskar úr Skáldu. Bjarg- ey Arnórsdóttir yrkir: Gustar úti, gránar svið, gott er að leita í skjólin, þó að enn sé fátt um frið fögnuð vekja jólin. Steindór Andersen yrk- ir hringhendu í tilefni af fimmtugsafmæli Lárus H. Grímssonar: Færast árin yfir hann, öldungs hárin grána, syrgir Lárus líkamann, lekur tár um brána. Frá Iðunni pebl@mbl.is Akureyri | Um 950 börn á aldr- inum 2ja til 12 ára hafa heimsótt Minjasafnið á Akureyri og Nonnahús nú á aðventunni þar sem þau hafa skoðað gömul heimagerð jólatré og heyrt um jólahald fyrr á tíð. Þau hafa komið færandi hendi með jóla- skraut sem þau hafa búið til og hengt á gamalt jólatré. Í Minja- safnskirkjunni sitja börnin við ljóstýru frá kertum og hlýða á sögur af kunnuglegum náung- um sem fara á stjá í desember, þau fá prófa stafinn hans Stekkjastaurs, skoða þvörur og aska og ýmsa aðra hluti sem tengjast jólasveinunum, en eru ekki til daglegs brúks nú á tím- um og börnunum því framandi. Þau fá líka að vita að jólasvein- arnir sjálfir voru allt öðru vísi í gamla, bæði að ytra útliti og innræti og hefur mikil breyting orðið á. Þetta er fimmta árið sem börnum er boðið á jólavöku í Minjasafnsafnið og Nonnahús. Börn af leikskólanum Pálmholti voru á ferðinni í vikunni og voru einmitt að hlusta á söguna um Nonna, Manna og ísbjörninn þegar myndin var tekin. Morgunblaðið/Kristján Sagan um Nonna, Manna og ísbjörninn Jólavaka STJÓRNIR tveggja lífeyrissjóða, Lífeyr- issjóðs Suðurlands og Lífeyrissjóðs Suð- urnesja hafa tekið ákvörðun um að stefnt skuli að því að sameina sjóðina. Eftir sam- eininguna munu eignir og skuldbindingar Lífeyrissjóðs Suðurlands renna til Lífeyr- issjóðs Suðurnesja en hinn nýi sjóður mun heita Lífeyrissjóður Suðurlands með heim- ilisfang í Reykjanesbæ að því er fram kem- ur í frétt á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðurinn mun áfram reka skrif- stofu á Selfossi. Stefnt er að því að sameiningin muni taka gildi 1. júlí 2005. Réttindi félaga í Líf- eyrissjóði Suðurlands munu verða þau sömu og réttindi félaga í Lífeyrissjóði Suð- urnesja eftir að hann hefur tekið við öllum eignum og skuldbindingu þess fyrrnefnda. Fram kemur í fréttinni að umhverfi líf- eyrissjóða á Íslandi hafi breyst mikið á undanförnum árum m.a. hafa nýjar reglu- gerðir, auknar arðsemiskröfur, samkeppni og hert eftirlit aukið verulega þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi lífeyrissjóða. Þá kemur ennfremur fram að stjórnir sjóð- anna tveggja hafi á haustmánuðum hafið viðræður í þeim tilgangi að kanna hvort hagsmunum sjóðfélaga gæti hugsanlega verið best borgið með formlegri samein- ingu þeirra og sú varð niðurstaðan. Nú er stefnt að því að byggja upp sterkan sjóð sem „staðið getur af sér áföll og verið sjóð- félögum sínum traustur bakhjarl.“ Stefnt að sameiningu næsta sumar Lífeyrissjóður Suðurlands og Lífeyrissjóður Suðurnesja Borgarnes | Samið hefur verið um að Hót- el Hamar sem verið er að byggja á golfvell- inum á Hamri við Borgarnes verði rekið undir vörumerki Icelandair-hótelanna. Eigendur Hótels Hamars, Hjörtur Árna- son og Unnur Halldórsdóttir, hafa gert um þetta samning við Flugleiðahótel hf. Hann felur í sér að Flugleiðahótel munu sjá um markaðssetningu þess,bókanir og gæðaeftirlit. Á Icelandair Hótel Hamri verða 30 tveggja manna herbergi, öll með baði, síma og sjónvarpi. Veitingastaður og bar verður á hótelinu og auk þess tveir fundarsalir. Lögð verður áhersla á að höfða til golfáhugafólks. Hótelið verður opnað næsta sumar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, og verður heilsárshótel. Hamar rekinn undir merkjum hótela Icelandair ♦♦♦ Húsavík | Í Hestamiðstöð- inni í Saltvík við Húsavík hefur auk hefðbundinna reiðnámskeiða verið í gangi verkefni þar sem ís- lenski hesturinn er not- aður til að þjálfa og byggja upp fatlaða einstaklinga. Meðal annars hefur Ann- ette Sanches, danskur sjúkraþjálfari, sem starfað hefur við Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga unnið með sjúklinga sína á þenn- an hátt í Saltvík en hún er sérmenntuð í notkun hesta við sjúkraþjálfun. Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur hestamiðstöðina ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir hugmynda- fræðina ganga út á það í stórum dráttum að nýta hreyfingar hestsins til að liðka og efla ýmsa vöðva- hópa þessara einstaklinga, auka jafnvægi þeirra og skynjun ásamt því að auka hreyfifærnina. Morgunblaðið/ Hafþór Hreiðarsson Fatlaðir þjálfast á hestbaki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.