Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 22
„ÞETTA hefur bara verið mjög
gott, alveg meiriháttar,“ sagði Svav-
ar Hjaltalín sem í gær, Þorláks-
messu, vann sinn síðasta vinnudag
hjá Brimi, áður Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa. Svavar byrjaði að vinna
hjá ÚA árið 1948, þá 14 ára gamall
og hefur starfað hjá félaginu óslitið
síðan. „Ég man eftir því þegar ég
átti að fá útborgað fyrst, að þá kom í
ljós að ekki var til kauptaxti fyrir
svona unglinga, 14 ára, en Guð-
mundur Guðmundsson sem þá var
framkvæmdastjóri sagði þá: Við
borgum honum bara fullorð-
inskaup.“ Svavar hefur starfað með
öllum framkvæmdastjórum ÚA og
Brims og ber þeim vel söguna.
Ágætismenn allir saman, sagði hann
og einnig hefði starfsfólk félagsins
verið gott. „Ég hef starfað með
mörgu fólki um tíðina og það hefur
verið alveg hreint ágætt,“ sagði
Svavar, en hann var m.a. verkstjóri í
salfiskvinnslu og aðstoðarverkstjóri
í frystingu, „en ætli ég hafi ekki
prófað þetta allt saman. Ég geri
ekki upp á milli starfanna, þau voru
öll jafnskemmtileg. Það er gott að
vera í vinnu sem manni líkar vel við,
þá eru menn ánægðir. Þeir sem allt-
af eru á faraldsfæti hafa engan
áhuga fyrir vinnunni.“
Svavar varð sjötugur í október
síðastliðnum og kveðst líta sáttur
um öxl. „Mér hefur líkað vel og það
virðist gagnkvæmt, félagið hefur
alltaf reynst mér mjög vel.“
Svavar sagðist vel geta hugsað
sér að sækja handverksmiðstöðina
Punktinn, nú þegar hann væri hætt-
ur störfum. Sagðist hafa skoðað
húsakynni og kynnt sér starfsemina
og litist vel á. „Það er örugglega
gott að vera þarna, dunda við eitt-
hvert handverk, spjalla, horfa á
hina og fá sér kaffisopa,“ sagði
hann. „Svo kemur vorið brátt og þá
kallar garðurinn og alls kyns við-
hald kringum húsið.“
Svavar fékk að gjöf listaverk og
körfu fulla af alls kyns góðgæti í til-
efni þess að hann hefur látið af
störfum. Verkið er eftir Hallgrím
Ingólfsson og heitir Traustir hlekk-
ir, samanstendur af nokkrum
hlekkjum úr fótreipiskeðju af Kald-
baki og fjörugrjóti af lóð Brims. Á
plötu var svo kveðja til Svavars þar
sem þakkað var gæfuríkt samstarf í
56 ár.
Langur starfsferill Svavar Hjaltalín hefur starfað hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa og Brimi samfellt í 56 ár, eða frá 14 ára aldri.
Gott að
vera í vinnu
sem manni
líkar vel við
Svavar Hjaltalín hefur starfað hjá ÚA og Brimi í 56 ár samfellt
22 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Fjarðabyggð | Bæjarstjórn Fjarða-
byggðar hefur samþykkt fjárhags-
áætlun fyrir næsta ár. Helstu nið-
urstöðutölur áætlunarinnar gera ráð
fyrir að rekstur A- og B-hluta skili
rúmlega 89 milljóna króna tekjuaf-
gangi, fjárfestingar ársins nemi alls
um 915,6 milljónum króna, 167 millj-
ónum verði varið í afborganir lána,
eignir að andvirði 40 milljónir króna
verði seldar og rúmar 725 milljónir
króna teknar að láni.
Kallar á róttækar aðgerðir
Í greinargerð með fjárhagsáætl-
uninni segir m.a. að sú uppbygging
sem nú á sér stað í samfélaginu í
Fjarðabyggð í tengslum við bygg-
ingu álvers Fjarðaáls kalli á róttæk-
ar aðgerðir af hálfu sveitarfélagins
til að uppfylla væntingar þær sem
gerðar séu til þess. Í greinargerðinni
er m.a. gert ráð fyrir að tekjur sveit-
arfélagsins eigi eftir að aukast stór-
lega á næstu árum og bent á þau
áhrif sem starfsmannaþorp Bechtel
á Haga muni færa í formi útsvars-
tekna í samfélagið. Reiknað er með
að í þorpinu verði komnir undir árs-
lok 2005 um 1.200 manns, sem verði
hluti samfélagsins ásamt þeim sem
setjast að til lengri tíma. Skatttekjur
sveitarfélagsins muni samkvæmt því
aukast um 264 milljónir króna.
Bæjarstjórn hefur ákveðið að
beitt verði sérstöku aðhaldi með því
að setja stofnunum og málaflokkum
sparnaðarmarkmið að fjárhæð 40
milljónir króna. Með því móti sé sýnt
fram á nauðsyn þess að rekstri sé
haldið innan marka, þannig að aukn-
ar tekjur renni til greiðslu fram-
kvæmda en ekki rekstrarkostnaðar.
Rekstur aðalsjóðs er áætlaður 93,8%
af skatttekjum, sem eru algjör um-
skipti frá síðasta ári, en þá var hann
upphaflega áætlaður 104,15%.
Miklar framkvæmdir
Gert er ráð fyrir að framkvæmd-
um verði fram haldið af fullum krafti
í sveitarfélaginu. Nú eru í byggingu
grunnskóli og leikskóli á Reyðarfirði
og framkvæmdum er nánast að fullu
lokið við grunnskólana á Eskifirði og
á Norðfirði. Í öllum grunnskólahús-
unum þremur verða skóla- og al-
menningsbókasöfn, auk tónlistar-
skóla. Stefnt er að því að fram-
kvæmdir við sundlaugarnar á
Eskifirði og Norðfirði fari á fullan
skrið á árinu. Auk þess verður hafn-
ar-, hitaveitu- og vatnsveitufram-
kvæmdum haldið áfram. Þá verður
fjármunum varið til gatnagerðar í
takt við þá eftirspurn sem fyrirsjá-
anleg er. Nettó fjárfesting alls er
áætluð 876 milljónir kr.
Sveitarfélagið ætlar að leggja
aukalega 10 milljónir króna til um-
hverfismála en í heildina verður var-
ið 46,3 milljónum króna til þeirra á
árinu. Skv. greinargerðinni verða
málaflokknum gerð sérstök skil og
mikils vænst af því að sýnilegur ár-
angur náist. Hinum miklu fram-
kvæmdum í sveitarfélaginu fylgi
óhjákvæmilega mikið rask, en kapp-
kostað verði að halda því í lágmarki
og vinna í mótvægisaðgerðum.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Norðfjörður á aðventu Fjarðabyggð blómstrar sem aldrei fyrr og menn
þar hyggja á mikla uppbyggingu samhliða framkvæmdum Fjarðaáls.
Skatttekjurnar
aukast um 264
milljónir milli ára
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar gerir
ráð fyrir mikilli aukningu tekna
Kárahnjúkavirkjun | Magnolia og
Katleen eru báðar frá Filippseyjum
og hafa starfað sem hjúkrunar-
fræðingar í heilsugæslustöðinni við
Kárahnjúkavirkjun frá því að henni
var komið á legg. Þær eru býsna
stoltar af aðstöðunni og segja heilsu-
gæsluna vel búna tækjum og góðum
lækni til að takast á við fyrstu hjálp
og alla minniháttar kvilla.
Þegar Morgunblaðið bar að garði
mátti sjá rafmagnsgítar á einum
skoðunarbekknum. Ekki af því að
gítarinn væri beinlínis illa haldinn,
heldur vegna þess að starfsmaður
hafði fengið að æfa sig á gítarinn í
heilsugæsluhúsnæðinu eftir lokun
og gleymt honum á bekknum. Mús-
íkina á að flytja á sameiginlegum há-
tíðartónleikum starfsmanna
Impregilo í kvöld. Max Caminzuli
sem skipuleggur dagskrá fyrir
starfsfólkið yfir hátíðina er með
þeim Magnoliu og Katleen á mynd-
inni.
Halda starfsmönnum
við hestaheilsu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
MIKIÐ tjón varð á þaki yfir bens-
ínstöð Esso við Veganesti á Akureyri
í fyrrinótt þegar flutningabíl var ek-
ið undir það. Bíllinn er þónokkuð
hærri en þakið, en það er 3,9 metrar.
Axel Grettisson, stöðvarstjóri
Esso á Akureyri, sagði að bílnum
hefði verið ekið inn á planið við bens-
ínstöðina um kl. hálfþrjú aðfaranótt
fimmtudags í þeim tilgangi að hleypa
út farþegum, en bílstjórinn áttað sig
of seint á mistökunum. Járnbitar
sem halda skyggninu uppi rifnuðu af
þegar bílnum var ekið undir þakið og
féllu niður á bílinn. Tjónið nemur að
sögn Axels milljónum en að auki
urðu skemmdir á bílnum sjálfum.
Menn voru þegar kallaðir út en um
tvo klukkutíma tók að ná flutninga-
bílnum undan þakinu. Viðgerð hófst
svo strax í gærmorgun og var bráða-
birgðaviðgerð að ljúka síðdegis. Axel
sagði að í kjölfarið gæti starfsemin
farið í fullan gang á ný, en meðan
viðgerð stóð yfir þurfti að loka dæl-
um tímabundið, einkum þegar verið
var að logsjóða uppi á þakinu.
Milljónatjón á Essostöð
Ljósmynd/Axel Grettisson
AKUREYRI AUSTURLAND
177 Íslandsmeist-
arar heiðraðir
HIN árlega úthlutun úr Afreks- og
styrktarsjóði Akureyrar fer fram í
hófi sem haldið verður í Íþrótta-
höllinni á þriðjudag, 28. desember,
kl. 16. Samofið hefðbundinni dag-
skrá verður 60 ára afmæli ÍBA sem
var 20. desember sl.
Auk úthlutunar úr sjóðnum verð-
ur nokkrum einstaklingum veitt
sérstök viðurkenning ásamt því að
öllum þeim Akureyringum sem
unnið hafa til Íslandsmeistaratitils
á árinu 2004 verður afhentur minn-
ispeningur Íþrótta- og tóm-
stundaráðs. Þá verður einnig til-
kynnt val Íþróttabandalags
Akureyrar á íþróttamanni ársins.
Árangur akureyskra íþrótta-
manna var góður á árinu. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem bor-
ist hafa til stjórnar sjóðsins hafa
201Íslandsmeistaratitlar unnist á
árinu ásamt því að margir Akur-
eyringar voru valdir til að leika
með landsliðum í hinum ýmsu
íþróttagreinum.
á Grenivík.
Verður að hafa
bíl til umráða
Upplýsingar gefur
Ólöf Engilberts-
dóttir í síma
569 1376.
í Miðbæ
Akureyrar
Einnig í
Hlíðargötu/Þór-
unnarstræti
Upplýsingar
í síma 461 1600
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn