Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 26

Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING JÓLAVERKEFNI Þjóðleikhússins er að þessu sinni leikgerð Hilmars Jónssonar á skáldsögu Ólafs Gunn- arssonar, Öxinni og jörðinni. Hilm- ar er jafnframt leikstjóri en með hlutverk Jóns biskups Arasonar fer Arnar Jónsson og þá Björn og Ara, syni hans, leika Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðna- son. Eitt mesta átakatímabil í sögu íslensku þjóðarinnar, siðaskiptin, er vettvangur ógnvænlegra at- burða. Stórbrotnar persónur stíga fram á sjónarsviðið; hinn vígreifi trúmaður Jón Arason Hólabiskup, Björn og Ari synir hans sem háls- höggnir voru með honum í Skál- holti 1550, fjölskyldur þeirra, ver- aldlegir sem andlegir höfðingjar, kvenskörungar og almúgafólk. Þetta er mikið verk um trú og efa, sjálfstæði og kúgun, þar sem saga þjóðar er samofin grimmum örlög- um. Arnar Jónsson segir að hug- myndir hans um Jón Arason hafi líklega verið svipaðar hugmyndum annarra um hann; að hann hafi verið einhvers konar frelsishetja, þótt að honum hafi vissulega læðst sá grunur að þær hafi verið sprottnar úr hugmyndaheimi 19. aldarinnar þegar þjóðina vantaði sárlega slíkar hetjur. „Það kom mér því ekkert á óvart það sem kom á daginn þeg- ar ég fór að skoða heimildir um hann. Jón var að vísu konungs- sinni, en fyrst og síðast var hann þjóðernissinni. En hann var líka skáld. Þegar upp var staðið var honum ef til vill ekki svo í nöp við hinn nýja sið. Það eru til bréf milli þeirra feðga þess efnis. Manni sem flytur prentsmiðju til landsins fyrstur manna hefur sjálfsagt ekki verið mjög á móti skapi að tala ís- lensku í sinni kirkju. En það sem maður áttar sig á og vissi ekki nógu vel er það hvað almanna- tryggingakerfið: klaustrin, bisk- upsstólarnir, fátækrahjálpin og allt það, skipti gífurlega miklu máli fyrir þjóðina. Það var verið að riðla algjörlega þeirri stjórn- skipan sem var með því að kon- ungur tók yfir þessar eignir og flutti allan auð úr landi. Það var verið að rústa þetta kerfi.“ Arnar segir að Jón Arason hafi í raun sem Hólabiskup verið að reka stærsta fyrirtæki landsins. Hann hafi verið pólitíkus, sem uppálagt var að skila helst betra búi en hann tók við og það hafi hann reynt að gera við erfiðar að- stæður. „Hann var svo sem dug- legur að skjóta undir sig og sína og efla Hólastað. Það kom mér samt á óvart að fá að vita þetta svona vel.“ Arnar telur að þjóðin hafi æv- inlega litið upp til Jóns Arasonar og að hann hafi jafnvel verið of- metinn þótt ekki sé gott að segja til um það vegna þess hve tímarn- ir voru allt aðrir þá. „Jón var trú- maður, fjölskyldumaður, gagnrýn- andi góður og hafði húmor, og var maður sem átti auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hann var greinilega mikill höfðingi í lund, og því margt í hugmyndum okkar um hann áreiðanlega rétt.“ Arnar samsinnir því að ef til vill eigi ör- lög Jóns Arasonar og saga ein- hvern þátt í því að sagt er að þjóð- in hafi jafnvel ekki enn hrist af sér kaþólskuna. „Við þykjumst öll vera af honum komin, og rennur því auðvitað blóðið til skyldunnar að halda nafni hans á lofti. Ég býst alveg við því að þegar fólk finnur hjá sér trúarþörf á dögum mikillar veraldarhyggju þyki því ekkert verra að vita af Jóni.“ Leikgerð Hilmars Jónssonar er alfarið byggð á verðlaunabók Ólafs Gunnarssonar og samtöl eru tekin beint úr henni. Arnar segir að Hilmar raði þó efninu til að þjóna leikgerðinni, sleppi ýmsu og færi til. „Höfuðáherslan er á fjöl- skyldu Jóns og örlög feðganna þriggja, en þau tengjast auðvitað öll konum þeirra og öðrum börn- um. Ég vona að við náum inn í kviku þess samtíma og þessarar fjölskyldu um leið og aðrar fjöl- skyldur vega þungt í sögunni.“ Hreppti íslensku bókmenntaverðlaunin Ólafur Gunnarsson hefur starf- að sem rithöfundur frá 1974. Hann hefur ritað skáldsögur, smásögur og barnabækur. Skáldsaga hans Tröllakirkja var tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna 1992 og ensk þýðing hennar var einnig tilnefnd til IMPAC- bókmenntaverðlaunanna 1997. Leikgerð hefur verið unnin upp úr sögunni sem frumsýnd var á stóra sviði Þjóðleikhússins 1996 og kvik- myndaréttur hennar hefur jafn- framt verið seldur. Öxin og jörðin eftir Ólaf vann til Íslensku bók- menntaverðlaunanna 2003. Verk eftir Ólaf hafa verið þýdd á erlend mál, meðal annars barnabókin Fal- legi flughvalurinn sem gefin var út í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum en hún var tilnefnd til Norrænu barna- bókaverðlaunanna 1990. Ólafur hefur einnig þýtt skáldsögur og leikrit á íslensku. Hilmar Jónsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990. Hann starfaði sem leikari við Þjóðleikhúsið en árið 1995 stofn- aði Hilmar ásamt öðrum Hafn- arfjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvöru. Síðan þá hefur hann einkum sinnt leikstjórn og stjórn- að Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hann hefur nú leikstýrt hátt í þrjátíu leiksýningum, einkum hjá Hafn- arfjarðarleikhúsinu, en einnig hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Nemendaleikhúsinu og á Norður- löndum. Leikhús | Arnar Jónsson fer með hlutverk Jóns Arasonar Hólabiskups í Öxinni og jörðinni Morgunblaðið/Jim Smart Kristján Franklín Magnússon í hlutverki sínu. Elfa Ósk Ólafsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sínum, en Ingvar og Hilmir leika þá syni Jóns biskups sem hálshöggnir voru með honum í Skálholti, þá Björn og Ara. Arnar Jónsson: „Ef til vill var honum ekki svo í nöp við hinn nýja sið.“ Pólitíkus sem reyndi sitt besta við erf- iðar aðstæður eftir Ólaf Gunnarsson, í leik- gerð Hilmars Jónssonar. Leikendur: Arnar Jónsson, Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurð- arson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Erlingur Gíslason, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvalds- son, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Franklín Magnús, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Sólveig Arn- arsdóttir, Þórhallur Sigurðs- son, Þórunn Lárusdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson auk sjö barna. Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Öxin og jörðin Morgunblaðið/Jim Smart Hólabiskup í fullum skrúða. Arnar Jónsson í hlutverki Jóns Arasonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.