Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ er kannski að bera í bakka-
fullan lækinn að vitna í þjóðskáldið
Halldór Laxness. Í sögu hans Guðs-
gjafaþulu er greint frá síld-
arspekúlantinum
Bersa Hjálmarssyni
eða Íslandsbersa. Eitt
árið fær Íslandsbersi
ekki það verð er hann
hafði sett sér fyrir af-
urðir síðustu vertíðar.
Þar munaði fimm-
tíuaur sænskum á
tunnu. Málalok urðu
þau að hagur hins
stönduga útgerð-
armanns sveiflaðist
frá ríkidæmi til ör-
birgðar það árið.
Á aðventunni verð-
ur lýðnum ljós hluti
af því mikla og óeig-
ingjarna starfi sem
unnið er af ein-
staklingum og fé-
lögum árið um kring
í þágu líknar og
menningar. Fréttir
berast af fyr-
irtækjum og ein-
staklingum sem gefa
af höfðingsskap til
ýmissa málefna, t.d.
til Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur svo að skjól-
stæðingar hennar geti haft það ör-
lítið skár, í það minnsta um jólin.
Fyrr í mánuðinum beindist kastljós
fjölmiðla að fjáröflunartónleikum
sem haldnir voru í Hallgrímskirkju
til styrktar börnum sem greinst
hafa með krabbamein.
Ólafur M. Magnússon hefur um
árabil stutt Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna með vinnu og
beinum fjárframlögum. Nú í ár og
síðasta ár hefur Ólafur staðið fyrir
jólatónleikum í Hallgrímskirkju til
styrktar félaginu. Forsvarsmenn
þess hafa kunnað honum bestu
þakkir fyrir hans óeigingjarna
starf. Fjárframlagið til styrktar
börnunum var að þessu sinni um
4,7 milljónir króna. Skærustu tón-
listarstjörnur landsins léðu máls á
því að leggja málefninu lið. Allir
sem að málinu komu gáfu, þeir sem
gáfu mest eru þó af mörgum taldir
hafa gefið minnst þó að án þeirra
hefði fjáröflunin tæplega tekist
jafnvel og raun ber vitni. Ótal út-
gjöld fylgja uppákomum sem þess-
um. En árangurinn er óumdeil-
anlegur og þakkar verður. Hundruð
vinnustunda eru inntar af hendi í
sjálfboðavinnu og er þá ótalið fram-
lag fyrirtækja sem eiga sinn þátt í
því að gera viðburði sem þennan að
veruleika.
Kastljós fjölmiðlanna að þessu
sinni gerir þessar gjafir að minna
en engu – ekki er nóg gefið, það
ætti að gefa meira. Í það minnsta
mætti gera þetta öðruvísi. En um-
fjöllun fjölmiðla varpar einnig ljósi
á það hve erfitt og hve mikið starf
það er að afla fjár til líknar- og
menningarmála.
Í desember á síðasta ári nutu
1.700 fjölskyldur að-
stoðar Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur.
Opinberir styrkir til
nefndarinnar á síðast-
liðnu ári voru 500 þús.
kr. frá Reykjavíkurborg
og tvær milljónir frá fé-
lagsmálaráðuneytinu.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur er eitt af
mörgum styrktar-
félögum sem starfa í
landinu. Því er það með
öllu óskiljanlegt hvernig
alþingismenn í Reykja-
vík og nágrenni, já og
aðrir alþingismenn,
gátu leyft sér að kasta
fyrir róða gullnu tæki-
færi til að mynda öfl-
ugasta styrktarsjóð fyr-
ir menningar- og
líknarmál sem um getur
í Íslandssögunni. Við
erum að tala um laga-
breytingu sem beindist
gegn samningi KB
banka og SPRON (laga-
breytingin var sam-
þykkt með 43:1 atkvæði Péturs
Blöndal). Sá samningur hefði getað
orðið fyrirmynd annarra samninga
sem hugsanlega hefðu myndað 15–
20 milljarða sjóði með skýr mark-
mið, markmið um að hlúa að líkn og
menningu. Reikna má með að Sem
sjóðurinn (sá sjóður sem orðið hefði
til í SPRON einum) hefði nú á að-
ventunni haft um 500 milljónir
króna til úthlutunar. Eru þá ótaldir
aðrir sparisjóðir. Í heild hefði verið
úthlutað á landsvísu til líknar- og
menningarmála um 900–1.200 millj-
ónum króna á ári hverju um alla
framtíð.
Íslandsbersi birtist okkur í skáld-
sögu þjóðskáldsins sem eins og
kunnugt er sækir oft persónur sín-
ar í þjóðarsálina. Hann tekur út
rangar ákvarðanir á eigin skinni og
gistir ei hallir né situr veislur með
höfðingjum um sinn. Hvað þing-
menn Reykjavíkur varðar, munum
við kjósendur nokkru sinni kalla þá
til ábyrgðar? Er nokkur von til
þess að þeir finni sinn vitjunartíma
eða færi fram einhver rök fyrir
þeirri ákvörðun sinni að svipta fé-
lög er vinna að líkn og menningu
þessum fjármunum? Lifið heil og
gleðileg jól.
Íslandsbersi,
styrktartón-
leikar & 43:1
Úlfar Hróarsson fjallar um
fjáröflun til líknar- og
menningarmála
’En umfjöllunfjölmiðla varpar
einnig ljósi á það
hve erfitt og hve
mikið starf það
er að afla fjár til
líknar- og menn-
ingarmála.‘
Úlfur Hróarsson
Höfundur rekur verslunar- og
verktakafyrirtæki.
ÞRÁTT fyrir að stærsti hluti ís-
lensku þjóðarinnar búi við bærileg
efni, býr alltof stór hluti
þjóðarinnar við sára fá-
tækt. Það endurspegla
nú fyrir þessi jól langar
biðraðir af fátæku fólki
við dyr hjálparsamtaka.
Þetta fólk er í sárri
neyð. Því er skammtað
úr hnefa. Laun þess, líf-
eyrir eða atvinnuleys-
isbætur eru svo smátt
skömmtuð að þau duga
ekki fyrir allra brýnustu
nauðþurftum. Sama hve
mikið er sparað. Sama
þó að unnin sé fullur
vinnudagur. Þetta fólk biður ekki
um mikið. Aðeins að geta staðið upp-
rétt og átt sjálft fyrir nauðþurftum.
Það vill geta glatt börn sín á jól-
unum. Gefið þeim smágjöf. Átt fyrir
jólamatnum. Betri mat en hina daga
ársins. Það spyr áleitinna spurninga;
Af hverju getur ein af ríkustu þjóð-
um heims ekki fært okkur ögn
meira? Til að við getum líka átt jól.
Án aðstoðar hjálparsamtaka. Veru-
leikinn er annar.
18–20 þúsund manns
undir fátæktarmörkum
Íslenski veruleikinn er sá að fátæku
fólki er svo naumt skammtað, að það
eru hjálparsamtökin sem bjarga jól-
unum á fjölda heimila í landinu.
Mörgu fólki eru það þung spor að
þurfa að leita á náðir hjálp-
arsamtaka. Ríkisvaldið hefur sýnt að
það telur sig litlar
skyldur hafa við þessa
hópa. Skýrsla rík-
isstjórnarinnar um fá-
tækt staðfesti að bilið
milli ríkra og fátækra
fari sívaxandi í þjóð-
félaginu. Talið er að
18–20 þúsund manns
hafi tekjur sem eru
undir skilgreindri lág-
marksframfærslu sem
félagsmálaráðuneytið
hefur sett fram.
Skýrslan um fátækt
sýnir að á árunum
1995–2002 hafi heildartekjur hjóna
eða sambýlisfólks með lægstu tekj-
urnar aðeins vaxið um 17% á sama
tíma og tekjur þeirra efnameiri juk-
ust um rúm 45%. Skattgreiðslur
efnaminni sem hlutfall af tekjum
hafa líka vaxið mikið. Miklu meira en
ríka fólksins. Fólk með 110 þúsund
krónur í tekjur greiðir nú tæp 14%
af sínum tekjum í skatt en greiddi
2–3% af sambærilegum tekjum árið
1995.
Ríkisstjórnin gjörsneydd
skilningi á stöðu fátækra
Það er hreinlega svívirðilegt að með-
an ríkustu fjármagnseigendurnir
greiða í ár 12% af sínum 60 milljóna
heildar árstekjum í skatt skuli fá-
tækt fólk lífeyrisþegar og aðrir sem
rétt skríða yfir 100 þúsund krónur á
mánuði greiða um 14% af sínum
heildartekjum í skatt. Þeir efna-
minni eru skattpíndir en þeir efna-
mestu lifa í skattaparadís. M.a. þess
vegna á fátækt fólk ekki fyrir jóla-
matnum eða lítilli gjöf til barna
sinna. Hjálparsamtökin bjarga þar
því sem bjargað verður. Ekki rík-
isstjórnin. Jólagjöfin í ár er vænn
skattapakki frá ríkisstjórninni til
þeirra efnamestu. Á sama tíma nú í
desember felldi hún tillögu okkar í
Samfylkingunni um að veita atvinnu-
lausum jólauppbót – jólauppbót eins
og aðrir hafa í þjóðfélaginu. Líka
þeir efnamestu – sem sitja við borðin
sem svigna undan öllum jólakræs-
ingunum.
Það er einlæg ósk mín og von að
við berum gæfu til þess á nýju ári að
stuðla að meiri jöfnuði í samfélaginu
um leið og ég óska öllum lands-
mönnum gleðilegrar jólahátíðar og
farsældar á komandi ári.
Jóhanna Sigurðardóttir
fjallar um fátækt
’Íslenski veruleikinner sá að fátæku fólki
er svo naumt skammtað,
að það eru hjálparsam-
tökin sem bjarga jól-
unum á fjölda heimila
í landinu.‘
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er alþingismaður.
Fólk í sárri neyð
ÉG STARI upp í himininn, á
stjörnurnar, allt svo kyrrt og hljótt,
svo ólýsanlega heilagt. Það er jóla-
nótt.
Kyrrð og helgi fylla loftið með
kærleiksríkri nærveru
þinni, Jesús Kristur.
Ég finn fyrir þér, þótt
ég sjái þig ekki og geti
ekki snert þig. Hjálp-
aðu mér að bjóða þig
velkominn á mitt heim-
ili og í mitt hjarta, sem
stundum slær með erf-
iðismunum af því að
áhyggjur hversdagsins
vilja taka völdin og
ráða för. Gefðu mér
friðinn þinn. Þann frið
sem enginn getur gefið
nema þú. Þann frið
sem veitir sálu minni ró og enginn og
ekkert megnar frá mér að taka.
Ég þakka þér fyrir fólkið mitt.
Alla þá sem ég elska og alla þá sem
elska mig. Það er ómetanlegt að eiga
góða að. Þakka þér fyrir allar góðu
gjafirnar sem ég fékk í kvöld, sem
mér voru gefnar í svo miklum kær-
leika af ástvinum. Hjálpaðu mér að
vera þakklátur og glaður og kunna
að meta það sem ég hef fengið og
þann kærleiksríka hug sem þar býr
að baki. Hjálpaðu mér að læra að
meta fólkið mitt, elska það og virða.
Hjálpaðu okkur að njóta þess að
vera saman.
Blessaðu mér og okkur öllum
minningarnar um ástvinina sem
settu svip sinn á jólahaldið okkar hér
áður fyrr en eru nú horfin sjónum og
komin inn í hina eilífu
jóladýrð. Blessaðu okk-
ur allar þær minningar
sem jólahaldinu tengj-
ast. Jafnt þær ljúfu,
sem vonandi standa
upp úr, en eins hinar
sáru, sem skilið hafa
eftir ör vegna einhvers
konar vonbrigða.
Hjálpaðu okkur að lifa
með þeim og vinna úr
tilfinningunum sem
þeim kunna að tengj-
ast.
Viltu gefa að sú stað-
reynd, að þú ert, mætti fylla hjarta
mitt og móta göngu mína í gegnum
lífið. Hjálpaðu mér að nema staðar,
njóta kyrrðar og hlusta á þig. Hjálp-
aðu mér að meta stefnu mína í lífinu
og afstöðu mína til þess, til þín og
samferðamanna minna.
Vitjaðu þeirra sem eru einmana á
þessari helgu nótt. Allra þeirra sem
líður illa og þeirra sem upplifa sig yf-
irgefna á einhvern hátt. Já, vitjaðu
allra þeirra sem lífið leikur ekki við.
Þú átt einmitt erindi við slíka. Erindi
sem sýnir og veitir samstöðu og
skilning. Erindi sem glæðir von og
gefur lífinu tilgang, fagnaðarerindi,
þrátt fyrir allt. Gefðu fólki að upplifa
þig og finna að það sé elskað raun-
verulegri og falslausri elsku þinni.
Leyfðu okkur að upplifa fyrirgefn-
ingu þína, huggun, frið og hvatningu.
Hjálpa þú mér að vera farvegur
kærleika þíns, þótt í veikum mætti
sé. Láttu mátt þinn fullkomnast í
veikleika mínum.
Ég þakka þér, kæri Jesús, að ég
má opna mig fyrir þér og biðja
svona, á þessari helgu nótt, jafnt og
allar aðrar stundir. Ég þakka þér að
ég skuli fá að eiga þig að sem vin og
bróður, sem frelsara og eilífan líf-
gjafa. Raunverulegan vin sem yf-
irgefur mig ekki, heldur stendur
með mér og er með mér allar stund-
ir.
Helgaðu þessa nótt og líf mitt allt
með eilífri nærveru þinni.
Amen.
Bæn á jólanótt
Sigurbjörn Þorkelsson
skrifar bæn
’Vitjaðu þeirra sem erueinmana á þessari helgu
nótt. Allra þeirra sem
líður illa og þeirra sem
upplifa sig yfirgefna á
einhvern hátt.‘
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.
ÞVERT á algenga
trú þess efnis að börn,
sem virðast vera vel
aðlöguð að umhverfi
sínu, séu í raun tifandi
tímasprengjur þegar
að unglingsárum kem-
ur hafa rannsóknir
sýnt að flestir ungling-
ar aðlagast og hagnast
af lífsreynslu sinni. Án
mikils óstöðuleika finna þeir jafn-
vægi snemma á lífsleiðinni milli
langanna og þarfa sinna og vænt-
inga fjölskyldu og samfélagsins.
Þessu jafnvægi virðist flestir ná án
mikilla erfiðleika eða baráttu.
Rannsóknir hafa einn-
ig sýnt að flestir þeir
sem lenda í erfið-
leikum á unglings-
árum ná sama stöðu-
leika og aðrir í lífi
sínu þegar á fullorð-
insárin kemur.
Rannsóknir af þess-
um toga, þrátt fyrir
mjög jákvæðar nið-
urstöður, mæla sjald-
an með hvaða hætti
ungt fólk er aðstoðað
í gegnum þá erf-
iðleika sem upp kunna að koma á
unglingsárum. Það er væntanlega
vegna þess að sú aðstoð getur ver-
ið svo margbreytileg að erfitt er að
gera skilmerkilega grein fyrir
henni. En það er ýmislegt sem
uppalendur geta haft í huga þegar
kemur að því að stuðla að góðri
andlegri heilsu barna sinna og
minnka líkur á vímuefnaneyslu.
Mikilvægt er að tala við börnin
og að geta átt regluleg og einlæg
samskipti þau. Með því eiga uppal-
endur auðveldara með að þekkja
þau málefni og tilfinningar sem
börnin glíma við hverju sinni. Þá er
mikilvægt að uppalendur séu þátt-
takendur í lífi barna sinna. Börn
sem eiga foreldra sem taka þátt í
starfi þeirra og leik eru ólíklegri til
þess að leiðast út í fíkniefni eða af-
brot. Mikilvægt er að setja börnum
einnig reglur. Þær þurfa að vera
skýrar og stuðla að stöðugleika í
lífi þeirra. Uppalendur eru einnig
fyrirmynd og mega því ekki sýna
af sér óábyrga hegðun. Börn líkja
eftir fullorðnum og óhófleg notkun
áfengis uppalenda, fíkniefnaneysla
eða fordómar gagnvart einhverjum
þjóðfélagshóp gæti fengið barn til
að draga þá ályktun að slík hegðun
og viðhorf séu í góðu lagi. Þá geta
uppalendur aðstoðað börn sín við
að velja sér vini. Allir hafa heyrt
orðið „hópþrýstingur“. Börn vilja
auðvita, eins og aðrir, að þeim sé
vel tekið af jafningjum og stundum
getur það orðið til þess að þau
framkvæma hluti sem þau venju-
Jón K. Guðbergsson
fjallar um fíkniefna-
vandann ’Mikilvægt er að talavið börnin og geta átt
regluleg og einlæg sam-
skipti þau.‘
Jón K. Guðbergsson
Unglingar eru ekki tímasprengjur