Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 33 UMRÆÐAN Í DESEMBER er tíminn aðal- umræðuefnið manna á milli. Dag- arnir fyllast af allskyns verkefnum, taka skápana, baka sortirnar, fægja silfrið, djúphreinsa teppin, borða hlaðborðin, hlusta á tónleika, velja gjafirnar o.s.frv. Það er endalaust hægt að finna sér eitthvað að gera. Í desember þarf að vera tími til alls. En gleðin yfir verkefnunum, til- hlökkunin þegar allt verður komið í stand og flibbahnappar fundnir verður lítil ef við hlúum ekki hvert að öðru og gefum ekki þeim sem okkur eru kærastir af okkar tíma. Börn og unglingar þurfa ekki síst á tíma, stuðningi og aðhaldi foreldra að halda í desember. Áreitið er mik- ið og þau e.t.v. með meiri fjárráð vegna tímabundinnar vinnu. Annir foreldra eru líka miklar og því vill henda að samvera fjölskyldunnar mæti afgangi. Á aðventunni gefast mörg tækifæri, þar sem fjölskyldan getur sett sjálfa sig í öndvegi, styrkt böndin, notið samverunnar og búið til góðar minningar saman. Umhyggja og hlýja frá fjöl- skyldum er grundvöllur velferðar barna og dregur mjög úr líkum á því að unglingar velji að fikta við að reykja, nota áfengi eða önnur vímu- efni. Ekki þarf að kosta miklu til eða að útbúa mikla dagskrá. Sam- verustundir fjölskyldunnar einar og sér eru ómetanlegt veganesti fyrir lífið. Undanfarin ár hafa skilaboð til fjölskyldna um að verja meiri tíma saman verið áberandi, einkum í kringum atburði þegar líklegt er að unglingar neyti áfengis eða annarra vímuefna. Foreldrar hafa tekið þessum skilaboðum vel og einnig unglingar sem virðast vilja verja meiri tíma með sínum nánustu. Nýj- ustu kannanir á reykingum og neyslu vímuefna meðal 10. bekkinga sýna líka að mjög hefur dregið úr slíku í þeim aldurshópi og að ólík- legra er að unglingar leiðist út í neyslu ef foreldrar fylgjast vel með þeim og taka virkan þátt í lífi þeirra. Njótum aðventunnar sem tíma fyrir fjölskylduna til að undirbúa saman komu jólanna og njóta gleði og eftirvæntingar þannig að þegar klukkurnar hringja inn jólin hafi all- ir lagt sitt af mörkum. Þá verður tími til alls og fjölskyldan í stakk búin til að njóta tímans saman. SAMAN-hópurinn óskar öllum fjölskyldum ánægjulegrar aðventu og gleðilegra jóla og áramóta. Fyrir hönd SAMAN-hópsins, HILDUR BJÖRG HAFSTEIN, verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð. Tími til alls Frá Hildi Björgu Hafstein, verkefnisstjóra í Lýðheilsustöð BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AUGLÝSING frá Hótel Keflavík sem birst hefur á aðventunni vakti athygli okkar hjónanna. Þar kom fram að hverjum þeim sem verslaði fyrir meira en 14.800 kr í Reykja- nesbæ stæði viðkomandi hótel opið meðan húsrúm leyfði; ásamt gist- ingu og morgunverði. Frúin pantaði gistingu. Lífs- reynslan sagði hinsvegar að einhver böggull hlyti að fylgja slíku skamm- rifi; ekkert væri ókeypis í þessu lífi, síst af öllu auglýst tilboð. Annað kom þó á daginn; allt stóðst fullkomlega. Við brugðum okkur sumsé til hinnar góðu gömlu Keflavíkur í Reykja- nesbæ sl. laugardag; hittum vini og kunningja, fórum í nokkrar verslanir og keyptum sitthvað til jólanna. Þar með – svo ótrúlegt sem það kann að hljóma – nægði það til að Steinþór Jónsson og hans ágæta lið á Hótel Keflavík, bauð okkur – sem aðra – velkomin að njóta næðis á þeirra fal- lega hóteli. Þar að auki beið okkar ókeypis morgunverðarhlaðborð næsta morgun. Tvennt vakti einkum athygli: Ann- ars vegar að Hótel Keflavík er eitt besta hótel sem við höfum gist hér á landi. Það státar af fjórum stjörnum. Móttakan hlýlega búin og hefur á sér alþjóðlegan blæ, herbergin sömuleiðis, búin sjónvarpi, minibar, sófa, góðum stól og ágætu rúmi. Hitt atriðið sem ég vil nefna er þessi já- kvæði þankagangur hóteleigandans Steinþórs Jónssonar. Með framtak- inu er hann að vissulega að vekja at- hygli ferðafólks og annarra á Hótel Keflavík og benda fólki á að njóta þar góðs atlætis og að það sé tilval- inn áningastaður fyrir og eftir brott- för úr landinu. Um það gilda annars sérstök tilboð. Steinþór sýnir einnig með þessu framtaki mikla gestrisni sem var aðalsmerki íslenskra heim- ila og kallaði alla vegfarendur í hlað. Hafið kærar þakkir frá okkur hjónum og gangi ykkur vel. NÍELS ÁRNI LUND OG KRISTJANA BENEDIKTSDÓTTIR, Gvendargeisla 34, Reykjavík. Ótrúleg gestrisni Frá Níelsi Árna Lund og Kristjönu Benediktsdóttur Jólin eru tíminn þegar marglituð ljósadýrðin lýsir upp skammdegið. Stressið læðist yfir, umferðin mjakast áfram, verslanir fyllast af fólki þar sem allir eru að leita að réttu gjöfinni því það náttúrulega gengur ekki að kaupa „bara eitthvað“ nei, það verður að vera „rétta gjöfin“ eitthvað sem vantar. Þegar sumum færist kapp í kinn og láta sem allt þurfi að klárast fyrir „daginn þann“ og fyllast einhverri ótrúlegri atorkusemi, sem er kraftaverki líkast. Þetta er líka tíminn þegar kraftaverkin eiga að gerast. Jólin eru tíminn þegar blessuð börnin horfa hugfangin á alla ljósadýrðina og allar skreytingarnar sem eru nánast hvert sem litið er. Þau skoppa glöð með skóinn út í glugga og vona að Sveinki kíki við og verðlauni þau fyrir góða hegðun. Þegar foreldrarnir sitja sveittir og hugsa stíft, þótt allstaðar sé opið út til að losna við skötufýluna nú eða ilminn segja sumir „var ekki örugglega búið að kaupa allt, pakka öllu og senda öllum kort“ Jólin eru tíminn þegar ættingjar, ástvinir, vinir eða félagar, eru saman … … auglitis til auglitis, í huganum … … í minningunni og halda hátíð, hátíð ljóss og friðar. Þetta er tíminn þegar ég segi við sjálfan mig og ykkur gleðileg jól, megi farsæld og friður fylgja þér … og þínum um ókomna tíð, alltaf. Gleðileg jól og kærleiksríkt komandi ár. BERGÞÓR GRÉTAR BÖÐVARSSON, Álfaborgum 9, Reykjavík. Jólin eru tíminn Frá Bergþóri Grétari Böðvarssyni Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þol- andinn í „Prófessorsmálinu“.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimild- ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hrepps.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar ÞAÐ er athyglisvert að umræð- urnar undanfarið um auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í New York Times snúast öðrum þræði um eðli auglýsinga. Fólk er ekki sammála í þessu máli um það hverjir séu í raun að auglýsa og til hvaða hóps fólks þurfi að ná með þau skilaboð sem verða í auglýsingunni. Það er sem sé spurt í blaðagreinum hver verði markhópurinn og hvar eðli- legast og áhrifaríkast sé að koma upplýsingum á fram- færi um viðkvæm málefni. Skyndilega er almenningur far- inn að ræða sín á milli og í blaðagrein- um um nokkur af helstu grundvall- aratriðum í auglýs- ingafaginu. Rökrætt í auglýsingum Þetta skiptir máli ef þú vilt ná árangri með þín skilaboð; þú notar þann miðil og þau tæki sem henta hverju sinni til að koma skilaboðum áleiðis. Þú þarft að ná sambandi við stóran hóp fólks hratt og örugglega í samfélagi þar sem hart er sótt í að ná athygli almenn- ings. Hér hlýtur þú að velja birt- ingu auglýsingar. Við sjáum á hverjum degi mjög ólíka aðila sækja í auglýsinga- formið til að koma skilaboðum á framfæri, og þeir eru ekki endi- lega að auglýsa vöru eða þjónustu heldur skoðun eða hugsjón. Ný- lega höfum við t.d. séð kenn- arasamtök, samtök öryrkja, verka- lýðsfélög og fleiri velja að koma skilaboðum á framfæri í auglýs- ingum, samhliða greinaskrifum. Þetta gera þessir aðilar til að leggja aukna áherslu á ákveðin at- riði í sínum röksemdaflutningi og kynna hann enn frekar fyrir þeim sem hafa líkast til misst af greina- skrifum eða annarri tegund miðl- unar. Það skiptir ekki máli þó að rök- semdafærslan birtist í auglýsingu. Hér er það hugmyndin sem komið er til skila sem skiptir máli, og framsetningin á þessari hugmynd. Þetta er auðvitað einn helsti kost- ur miðlunar skilaboða með auglýs- ingu. Ef þú kannt þitt fag geturðu miðlað skilaboðunum til margfalt stærri hóps með skýrum og ein- földum hætti í auglýsingu en þú gerir með greinaskrifum. Það er mikill misskilningur á eðli málsins að raða leiðum í miðlun skilaboða í einhvern virðingarstiga. Hver leið þjónar sínum tilgangi, svo einfalt er það. Veikara lýðræði án auglýsinga Í þessu samhengi er athyglisvert að velta því fyrir sér í hvernig samfélagi við byggjum ef við hefð- um ekki yfir að ráða þeirri leið sem auglýsingar bjóða. Ein hliðin á verðmæti auglýsinga er hversu mikilvægt tæki fyrir almenning þær eru til að bera saman vörur og þjónustu, bera saman verð milli söluaðila í samkeppni. Að þessu leyti eru auglýsingar mikilvægur þáttur í neytendavernd. Það er engin ástæða til að gera greinarmun á því hvort um er að ræða upplýsingar um úrval í verslunarmiðstöð, aug- lýsingu um fund í mið- stjórn Sjálfstæð- isflokksins eða hvatningu um að fara varlega með lifandi jólaljós. Auglýsingar eru nauðsynlegur þáttur í upplýs- ingagjöf og fjölbreytni samfélagsins. Ef ekki væri fyrir auglýsingar væri fjöl- miðlaflóra landsmanna einnig fátækleg og lýðræði stæði veikari fótum en ella þar sem fjölmiðlar sækja mik- inn hluta rekstrarfjár- magns síns í auglýsingafé. Auglýs- ingar eru í þessu ljósi einn af grunnþáttum þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist hér á landi. Misgóðir stjórnmálamenn og auglýsingar Margir hafa hátt um að það felist jafnvel í eðli auglýsinga að ljúga að neytendum og gabba þá um kosti vöru eða þjónustu. Þegar gengið er á þá aðila sem halda þessu fram fer lítið fyrir haldgóð- um rökum. Auglýsingar eru að sjálfsögðu misgóðar, mishug- myndaríkar og þar af leiðandi misjafnlega árangursríkar. En minnumst þess þá að stjórn- málamenn eru misgóðir, misvand- aðir. Það sama má segja um lækna, presta og pípulagn- ingamenn. Samt dæmum við varla heila stétt fagfólks út frá nokkrum skemmdum eplum, og skiptir þá ekki máli hvort manneskjan starf- ar á sjúkrahúsi eða auglýs- ingastofu. Lítum heldur undir yf- irborðið og skoðum síðan hlutina í samhengi. Og hættum þar með að líta á almenning sem saklaus fórn- arlömb með lítinn sem engan sjálfstæðan vilja eða skoðanir. Fólk er fullfært um að meta kosti skilaboðanna og ef auglýsandi fer með rangt mál, hefur rangt við með einhverjum hætti, kemur það verst niður á því vörumerki eða hugmyndum sem auglýsandi er að kynna. Skynsamur og heiðarlegur auglýsandi forðast það eins og heitan eldinn að flytja röng eða misvísandi skilaboð vegna þess að hann veit að þá tapar hann trún- aði. Hvort sem þú ert fylgjandi eða mótfallin/n stöðu Íslands meðal hinna svonefndu staðföstu þjóða, hlýtur sú hugmynd að teljast góð, að birta auglýsingu í New York Times um þetta mál. Ef þú vilt láta fólk hér á landi og úti um heim vita af þinni afstöðu! Hvort sem þú ert sammála skilaboðum auglýsingar eða ekki hlýtur það að segja sitt um áhrifa- mátt auglýsinga almennt þegar farið er að ræða af kappi eðli og tilgang auglýsingar sem hefur ekki enn birst. Auglýstu skoðun þína Ingólfur Hjörleifsson fjallar um áhrifamátt auglýsinga ’Auglýsingareru nauðsyn- legur þáttur í upplýsingagjöf og fjölbreytni samfélagsins.‘ Ingólfur Hjörleifsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa. lega myndu ekki gera. Hlutverk foreldra í að þroska félagshæfni er því mikilvægt og mun hafa áhrif þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Uppalendur þurfa einnig að vera meðvituð um hvað börnin þeirra eru að gera. Rannsóknir hafa sýnt að séu foreldrar vel upp- lýstir um hvað börn þeirra eru að gera dags daglega minnkar lík- urnar á því að þau lendi í fíkniefn- um eða afbrotum. Nálgast má fróðlegt efni og upp- lýsingar um uppeldi, samskipti og vímuefnaneyslu á heimasíðum Lýð- heilsustöðvar (www.lydheilsu- stod.is), Barnaverndarstofu (www.bvs.is), Vímulausrar æsku (www.vimulausaeska.is), Heimili og skóla (www.heimiliogskoli.is) og Doktor.is (www.doktor.is) svo fá dæmi séu tekin. Höfundur er fjölskylduráðgjafi hjá Nýrri leið – ráðgjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.