Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
H
eimsókn vitringanna
þriggja til Betle-
hem, sem er að
finna í 2. kafla
Matteusarguð-
spjalls, er í hópi allra þekktustu
sagna Biblíunnar. Um þessa aust-
rænu, dularfullu og greinilega
auðugu ferðalanga hefur töluvert
verið ritað síðan og ýmsar spurn-
ingar vaknað. Þær helstu voru eft-
irfarandi: Hvaðan komu þessir
tignu gestir (ef þeir á annað borð
voru til og allt gerðist eins og höf-
undur guðspjallsins lýsir)? Hvað
voru þeir? Hversu margir? Og var
einhver sérstök merking fólgin í
gjöfum þeirra?
Þessari grein er ætlað að svara
þeim – og öðrum – að einhverju
leyti.
Magoi
Nýja testamentið er upphaflega
ritað á grísku og þar er orðið
magoi notað um þessa ferðalanga.
Í eintölu er það magos. Allt varð-
andi þessa menn er dálítið þoku-
kennt, en orðið sem um ræðir mun
vera tökuorð úr forn-persnesku,
annaðhvort dregið af magush, að
því er sumir vilja meina, eða þá
magupati. Var þetta titill presta-
stéttar – og e.t.v. sérstakrar ætt-
kvíslar, einnar af sex – í Medíu,
landi þar sem í dag er norðvest-
urhluti Írans. Halda sumir því
fram, að þeir hafi gegnt svipuðu
hlutverki og andalæknar eða sjam-
anar margra gamalla þjóða. Á nú-
tíma persnesku er orðið ritað
mobed. Á íslensku hafa umræddir
prestar stundum verið nefndir
mágusar. Þeir aðhylltust í fyrstu
náttúrutrúarbrögð, en við tilkomu
Zaraþústra spámanns (einhvers
staðar á bilinu 1400–600 f. Kr.;
Grikkir nefndu hann Zóróaster,
Indverjar og Persar Zarthosht),
sem tók yfir hið gamla, virðast
þeir hafa gengið inn á hinar nýju
brautir eins og ekkert væri, með
svipuð hlutverk og áður, eflaust
vegna fæðingarréttar síns, ef svo
má að orði komast, eða einhvers
slíks, ekki ósvipað levítum í gyð-
ingdómi, eða þá andlegs atgervis.
Einhver orðaði það svo, að mágus-
arnir hafi einfaldlega gert sig
ómissandi. Einnig hafa fræðimenn
getið sér þess til, að Zaraþústra
hafi sjálfur verið mágus, og það
skýrir ýmislegt, ef rétt er. En á 5.
öld kannast gríski sagnfræðing-
urinn Heródótus (484?–425) við, að
þeir sjái ekki bara um fórnir, held-
ur séu einnig í draumaráðningum
og spámennsku, og lesi að auki í
fyrirbæri í himinhvelfingunni.
Jafnframt munu þeir hafa gegnt
annarri stjórnsýslu, verið ráð-
gjafar um eitt og annað veraldlegt,
séð um bókhald o.s.frv.
Eftir að Alexander mikli ræðst
inn í Persíu veturinn 331–330 f.
Kr. og hefur sigur er vitað um
slíka presta í þjónustu hans, sem
undirstrikar það sem áður er vikið
að, að a.m.k. einhverjir í þeirra
röðum hafi alltaf gengið til liðs við
nýja herra. Landvinningar Mak-
edóníukonungsins virðast þó ekki
hafa breytt neinu um þekkingu
vestursins á austrænum trúar-
brögðum, því í grískum og lat-
neskum heimildum urðu títt-
nefndir prestar einungis fulltrúar
alls sem hafði með guðsdýrkun og
aðra andlega hluti þar að gera. Og
þegar nær dregur fæðingu Krists
eru magoi iðulega starfandi fyrir
utan Persíu líka, því Strabó (63? f.
Kr.–21? e. Kr.), Plútarchos (46?–
120? e. Kr.) og Jósefus (37?–101?
e. Kr.) kannast allir við þá á Mið-
jarðarhafssvæðinu, og – vel að
merkja – þeir eru gyðingar, sem
þýðir, að á þessum tíma er orðið
ekki lengur einskorðað við hina
gömlu persnesku stétt, heldur nær
yfir alla fjölkunnuga menn. Enska
orðið magic (galdur, töfrar) og
önnur slík eru komin úr þessum
jarðvegi.
En höfundi Matteusarguðspjalls
finnst greinilega mikið til um
heimsóknina úr austri, og viðbrögð
Heródesar gefa eitthvað áþekkt til
kynna, svo að á bak við notkunina
magoi þar er eitthvað stórfenglegt
og göfugt, þ.e.a.s. hin upprunalega
merking, því í zaraþústratrú var
svartigaldur bannaður. Nema ef
vera kynni, eins og sumir hafa vilj-
að túlka málið, að þarna hafi
fulltrúar myrkraaflanna komið,
lagt vopn sín og krafta við fótskör
meistarans og hreinlega gefist
upp. En í guðspjallinu eru þeir
fyrst og síðast tákn fyrir heið-
ingjana, sem fagna komu Guðsson-
arins og lúta honum í auðmýkt;
Jesús er ekki bara Messías gyð-
inga, heldur allra manna. Og hér
koma gull, reykelsi og myrra okk-
ur til aðstoðar; þetta voru nefni-
lega eðlilegar og venjubundnar
gjafir undirokaðra þjóða til herra-
þjóðarinnar á þeim tíma, lúxus-
vara, í flokki með demöntum,
kryddjurtum og öðru af þeim toga.
Pundið af gulli og reykelsi kostaði
mjög svipað á 1. öld e. Kr., jafn-
virði um 45.000 íslenskra króna, en
myrra var 6–7 sinnum dýrari.
Konungar
Vitringarnir breytast snemma í
eitthvað enn meira, að talið er að-
allega fyrir áhrif Tertúllianusar
kirkjuföður (160?–230?), sem full-
yrti að í austri væri nánast litið á
umrædda menn sem konunga.
E.t.v. hafa nokkrir ritningarstaðir
í Gamla testamentinu einnig hjálp-
að þarna til. Í Davíðssálmum 68:30
segir t.d.: „Konungar skulu færa
þér gjafir.“ Og í sömu bók, 72:10,
segir: „Konungarnir frá Tarsis og
eylöndunum skulu koma með gjaf-
ir, konungarnir frá Saba og Seba
skulu færa skatt.“ Og í Jesaja 49:7
er ritað: „Konungar munu sjá …
og standa upp, þjóðhöfðingjar
munu sjá … og falla fram, vegna
Drottins, sem reynist trúr, vegna
Hins heilaga í Ísrael, sem þig hefir
útvalið.“ Í Jesaja 60:3 er líka
þetta: „Þjóðirnar stefna á ljós þitt
og konungar á ljómann, sem upp
rennur yfir þér.“ Og í Jesaja 60:10:
„Útlendir menn munu hlaða upp
múra þína og konungar þeirra
þjóna þér …“
Það er samt ekki fyrr en á 10.–
12. öld að myndverk eru almennt
farin að sýna hina tignu gesti í
konungsgervum.
Í latnesku kirkjubiblíunni
Vulgata, sem Híerónýmus kirkju-
faðir (340?–420) þýddi undir lok 4.
aldar, er tökuorðið „magi“ notað
yfir austanfarana. Þetta hafði ber-
sýnilega sín áhrif á aðrar þýðing-
ar, einkum í löndum kaþólskra,
sem flestar eru á sömu línu. En
áhrif Marteins Lúthers ná til ann-
arra flestra; hann notar „die Weis-
en“ (vitringar) í þýðingu sinni,
1534. Enskar biblíuútgáfur eru að-
allega með „wise men“, sem og
danskar („vise“), norskar
menn“) og sænskar („vise
en þýskar eru reyndar á
veg nú á tímum („Magier
forscher“, „die Weisen“, „
Bara ein – Wycliffe-útgáf
fyrsta þýðing Biblíunnar
ensku, 1382 – nefnir konu
þessu sambandi, og reynd
líka, eða segir „astrologer
[… kings, or wise men,]“
spekingar [… konungar,
ingar]).
Í öllum íslensku biblíuú
unum, allt frá Guðbrands
1584 til útgáfunnar 1981,
orðið magoi þýtt sem „vit
Og eins verður í Biblíu 21
sem kemur á markað árið
En í íslenskum heimildum
eru þeir gjarnan nefndir
urvegskonungarnir.
Heimkynnin
En hvaðan komu þessi
Um það eru deildar me
eins og um flest annað í þ
sögu. En ljóst er, að þeir
Hebrear, eins og spurnin
upplýsir: „Hvar er hinn n
konungur gyðinga?“ Höfu
Matteusarguðspjalls veit
að þeir komu úr austri, þe
himintunglin og gátu ráði
skap þeirra. Af þeim söku
margar austrænar þjóðir
greina, enda átti stjörnus
djúpar rætur þar æði víð
Ein tilgátan er Arabía,
var að finna allar gjafirna
í ríkum mæli. Í vesturhlu
unnu menn gull, og í suðr
trén sem reykelsi og myr
af. Klemens í Róm (30?–1
Kr.) ritar í bréfi til Korin
árið 96, að hann tengi aus
gestina við „landsvæðin n
abíu“. Og Jústínus píslarv
(u.þ.b. 100/114 – u.þ.b. 16
undir þetta í skrifi árið 16
yrti reyndar, að þeir hefð
frá Arabíu sjálfri. E.t.v. e
bara skírskotun í Jesaja 6
þar segir: „Mergð úlfalda
þig, ungir úlfaldar frá Mi
Efa. Þeir koma allir frá S
og reykelsi færa þeir, og
kunngjöra lof Drottins.“
íðssálm 72:15, er segir: „H
mun lifa og menn munu g
um Saba-gull, menn mun
biðja fyrir honum, blessa
langan daginn.“ En Saba
þessum tíma land í Suðve
Arabíu, og töluvert af gyð
þar. Og þar rýndu menn
himininn. Vert er líka að
þess, að úlfaldalestir, sem
frá Arabíu til Palestínu, v
ar koma „úr austri“. Aðri
stuðningsmenn fyrir Ara
unni voru áðurnefndur Te
us kirkjufaðir (160?–230?
agur Epifaníus (310–403)
Aðrir benda á, að vitrin
gætu allt eins hafa komið
hverjum þeirra ríkja sem
austar, þ.e.a.s. í gömlu M
amíu. Eða jafnvel frá Ind
Einnig hafa Egyptaland,
Vitringarni
Eftir Sigurð Ægisson
$ /
JÓLIN OG TRÚIN
Jólin lýsa upp skammdegis-myrkrið og mannlífið fær á sigannan blæ þegar líður að jólum.
Ljósaskreytingar setja svip sinn á
umhverfið og jólalögin forn og ný
fara að hljóma. Börnin hlakka til
jólanna og hugir hinna eldri leita til
bernskujólanna. Fjölskyldu- og vina-
bönd eru treyst með jólakveðjum,
jólaboðum og á annan hátt. Jólin eiga
sterkan sess í tilveru flestra lands-
manna.
Hátíð ljóssins, friðarhátíð og hátíð
barnanna eru heiti sem gjarnan eru
notuð um jólahátíðina, sem er ein af
þremur helstu trúarhátíðum krist-
inna manna. Vitað er að í heiðni fögn-
uðu norrænir menn vetrarsólhvörf-
um um þetta leyti árs með hátíða-
höldum. Hjá kristnum snýst hátíð
ljóssins ekki um sólarljósið heldur
Ljós heimsins sem fæddist austur í
Betlehem og var lagt í jötu lága.
Þrátt fyrir allt ytra umstang, sem
svo mjög setur svip sinn á jólahald
nútímans, eru jól kristinna fyrst og
síðast trúarhátíð.
Fyrir trúuðum er boðskapur
jólanna ekki árviss hávaði á mark-
aðstorgum; eitthvert skvaldur sem
lýtur duttlungum tískunnar á hverj-
um tíma. Hann er tímalaus, angi af
óumbreytanlegri eilífð, og snertir
djúpa strengi í mannssálinni. Sagan
af almáttugum Guði sem gerðist
maður. Þeim sem fæddist í mynd lít-
ils barns í gripahúsi og var boðinn
velkominn í þennan heim af hjarð-
mönnum, sem fréttu um fæðingu
hans af vörum engla. Mannssyninum
sem þurfti að reiða sig á mjúkar
móðurhendur Maríu og sigggrónar
hendur Jósefs smiðs til að koma sér
til manns.
Sagan af Jesú frá Nasaret hefur
verið sögð í nær tvö þúsund ár og
boðskapur hans hefur sett sitt mark
á menningu okkar og umheimsins á
margan hátt. Boðskapur hans um
kærleika til náungans og fyrirgefn-
ingu er sígildur og bætandi fyrir ein-
staklinga og samfélag manna.
Það hefur ekki alltaf þótt mikill
vegsauki að því að viðurkenna trúar-
þörf. Meira að segja hefur því verið
haldið fram að það að játa trú sé
órökrétt og beri vott um skynsem-
isskort. Trú sé eitthvað fyrir börn og
gamalmenni svo gömul tugga sé rifj-
uð upp. Fólk á miðjum aldri komist
því vel af án trúar. Önnur var að trú
væri „ópíum fyrir fólkið“ – nokkuð
sem óprúttnir valdhafar notuðu til að
kúga almúgann og lofa betri vist í
öðrum heimi í stað eymdarinnar sem
þeir bjuggu lýðnum hérna megin
grafar. Trúin hefur á tíðum í besta
falli verið viðurkennd sem einkamál
manna, eitthvað sem ekki skal flíkað.
Forvitnileg grein, Á trúarþörfin
rætur í aukinni próteinframleiðslu?,
eftir Steindór J. Erlingsson, vísinda-
sagnfræðing, birtist í Lesbók Morg-
unblaðsins hinn 11. desember síðast-
liðinn. Þar rekur Steindór niður-
stöður rannsókna vísindamanna sem
sýna að eitthvað í líffræði mannsins
geri hann móttækilegan fyrir frum-
spekilegum skýringum og vangavelt-
um. Því virðist trúarþörfin vera
manninum að einhverju leyti í blóð
borin. „Ef sú er raunin virðast hug-
myndir gagnrýnenda trúarbragða
um að þau byggist á órökréttri hugs-
un ekki eiga við skýr rök að styðj-
ast,“ skrifar Steindór.
Hann fjallar einnig um þróun
trúarhugmynda og sjálfs- og trúar-
vitundar hins viti borna manns. Þá
skrifar Steindór um muninn á mann-
inum og þeim sem honum þykja
erfðafræðilega skyldastir, það er
prímötum. „Erfðafræðilega er mað-
urinn náskyldur simpönsum, en nýj-
ustu rannsóknir sýna að 95% sam-
jöfnuður er milli erfðamengja þeirra,
meðan 99,4% samjöfnuður er á gen-
um þessara tegunda,“ skrifar Stein-
dór. Þrátt fyrir þessi miklu erfða-
fræðilegu samsvörun er mikill munur
á genatjáningu í heilum manna og
simpansa. Er hún talin geta skýrt
stækkun nýbarkarins í heilum manna
og þar með vitsmunaþróunina innan
Homo-ættkvíslarinnar. Talið er að
sjálfs- og trúarvitundin hafi kviknað
á sama tíma í manninum. Rannsóknir
sem gerðar voru með hjálp heila-
myndatöku sýndu önnur viðbrögð í
heilum trúaðra en vantrúaðra þegar
lesinn var þekktur ritningartexti.
„Þetta gefur til kynna að „trúarleg
reynsla gæti verið vitsmunaferli
[cognitive process], sem á upptök sín
í taugamynstri sem við fæðumst
með,“ skrifar Steindór. Þá segir:
„Það er eitthvað í líffræði mannsins
sem gerir hann móttækilegan fyrir
frumspekilegum skýringum og
vangaveltum og virðist trúarþörfin
því að einhverju leyti vera manninum
í blóð borin. Ef sú er raunin virðast
hugmyndir gagnrýnenda trúar-
bragða um að þau byggist á órök-
réttri hugsun ekki eiga við eins skýr
rök að styðjast, eins og mannfræð-
ingurinn Pascal Boyer benti nýverið
á í bókinni Religion Explained
(2001). Það er manninum eðlilegt að
trúa!“
Eðli málsins samkvæmt hefur trú-
in verið viðfangsefni guðfræðinga og
kennimanna um aldir. Karl Sigur-
björnsson, biskup Íslands, nálgast
trúarþörfina og svölun hennar frá
allt öðrum sjónarhóli en raunvísinda-
mennirnir sem Steindór gerir að um-
fjöllunarefni í grein sinni. Í bókinni
Lítið kver um kristna trú, sem kom
út árið 2000, ritar Karl biskup:
„Veruleika trúarinnar verður
trauðla lýst með orðum. Hann er orð-
um æðri.“ Og aftar í sömu bók segir:
„Trúhneigð er manninum eðlislæg,
en að vera kristin manneskja er vilja-
ákvörðun, að fylgja Kristi og leyfa
honum að móta líf sitt. Trú lærir
maður einungis með því að trúa, með
því að biðja, með því að rækja, iðka
trúna. Þú lærir að synda með því að
synda, hjóla með því að hjóla. Eins er
með trúna. Trúrækni er lífsmáti þar
sem við leitumst við að móta líf okkar
svo að það verði ummyndað af trúnni,
voninni og kærleikanum, því sem
aldrei verður frá okkur tekið, að ei-
lífu. Kristin trú er að fylgja Jesú
Kristi, að elska Guð og biðja, lesa
Biblíuna og íhuga orð hennar, biðja í
Jesú nafni, rækja guðsþjónustu
kirkjunnar og leitast við að lifa í sam-
ræmi við orð Guðs og vilja, elska Guð
af hjarta og náungann eins og sjálfan
sig.“
Morgunblaðið óskar lesendum sín-
um gleðilegra jóla.