Morgunblaðið - 24.12.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 24.12.2004, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 39 KIRKJUSTARF TANN- LÆKNAR TANNSMIÐIR TANNTÆKNAR TANNFRÆÐINGAR & AÐRIR VIÐSKIPTAMENN! ÓSKUM YKKUR GLEÐILEGRAR HÁTÍÐAR OG ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU Hafsteinn og Björgvin Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir ogaðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Fáðu flott munn- stykki Jólahald í Dómkirkjunni „JÓLIN byrja í Dómkirkjunni“ er stundum sagt og þá er við það átt að aftansöngnum þar er ávallt útvarp- að kl. 18 á aðfangadagskvöld. Að þessu sinni prédikar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkór- inn allur syngur og Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Ásgeir Steingrímsson og Sveinn Birgisson leika á trompet. Á jólanótt kl. 23.30 prédikar Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands við náttsöng. Sr. Hjálmar þjónar fyrir altari. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Organisti er Guðný Ein- arsdóttir. Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11 (altarisganga) sr. Jakob Ágúst mess- ar. Í hátíðarguðsþjónustu kl. 14 messar sr. Hjálmar og Sesselja Kristjánsdóttir syngur einsöng. Dómkórinn og Marteinn annast ann- an tónlistarflutning í báðum mess- um. Annan jóladag kl. 14 messar sr. Hjálmar og Kór eldri borgara syng- ur undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur. Marteinn er við orgelið. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Elvarsson syngja ein- söng í og fyrir messu. Dómkirkjusöfnuðurinn býður gamla tryggðavini sem nýja gesti velkomna til að halda með sér heilög jól. Dönsk jólaguðsþjón- usta í Dómkirkjunni á aðfangadag AÐ VENJU verður haldin dönsk jólaguðsþjónusta í Dómkirkjunni á aðfangadag og hefst hún kl. 15. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Marteinn H. Friðriksson dómorgan- isti leikur á orgelið en Bergþór Páls- son leiðir safnaðarsöng. Guðsþjón- ustan er haldin á vegum danska sendiráðsins á Íslandi. Allir eru hjartanlega velkomnir. Jól í Hallgrímskirkju Á AÐVENTU hefur verið óvenju fjölbreytt tónlistarhátíð í Hallgríms- kirkju. Kirkjan hefur fyllst af fólki aftur og aftur til þess að hlýða á fagra tónlist, en jafnframt tónleikahaldinu fer fram fjölbreytt helgihald, sem nær hámarki á jólum og nýári. Á aðfangadag verða tvær guðs- þjónustur í kirkjunni. Aftansöngur hefst kl. 18, en klukkutíma áður mun Hljómskálakvintettinn ásamt Herði Áselssyni leika jólalög í kirkj- unni. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari í aftan- söngnum og Mótettukór og Ung- lingakór Hallgrímskirkju syngja ásamt Drengjakór Reykjavíkur, en söngstjórar verða Friðrik S. Krist- insson og Hörður Áskelsson. Miðnæturguðsþjónusta hefst kl. 23.30. Þá mun sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson hafa hugvekju og þjóna fyrir altari ásamt Magneu Sverr- isdóttur, djákna. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngvari verður Laufey G. Geirlaugsdóttir. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari. Mót- ettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem jafnframt verður organisti. Annan jóladag verður hátíð- armessa kl. 11 árdegis. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Krist- jáni V. Ingólfssyni. Mótettukórinn syngur undir stjórn Láru B. Egg- ertsdóttur, sem jafnframt verður organisti. Ensk jólamessa í Hallgrímskirkju ANNAN í jólum, 26. desember nk., kl. 14 verður haldin ensk jólamessa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Lára Bryndís Eggertsdóttir. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Þriðja árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Christmas Service in English CHRISTMAS Service in English at the Church of Hallgrímur (Hall- grímskirkja). Sunday 26th of Nov- ember (Boxing Day) at 2 pm. The First Sunday of Christmas. Holy Communion. Celebrant and Preach- er: The Revd Bjarni Thor Bjarna- son. Organist: Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. Leading singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments af- ter the Service. Jólastund barnanna í Hjallakirkju Í HJALLAKIRKJU í Kópavogi hef- ur komist sú hefð á að bjóða upp á stund fyrir börnin á aðfangadag. Jólastund barnanna verður kl. 16 þann dag auk hefðbundins aftan- söngs kl. 18. Við innganginn verður afhent síð- asta myndin í sunnudagaskólabók- ina. Á jólastundinni verður kveikt á síðasta aðventukertinu, sungnir jólasálmar, góðvinir okkar úr sunnudagaskólanum mæta, brúð- urnar Rebbi refur og Gulla gæs, sem og Engillinn. Þá munu börn úr kirkjustarfinu, Tíu til tólf ára starf- inu og kirkjuprökkurum, sýna helgileik. Hver veit nema Tóta trúð- ur sýni sig einnig og mæti í jóla- skapi! Í lok stundarinnar fá börnin jólaglaðning frá kirkjunni. Jólastund barnanna verður í senn hátíðleg og fjörug, tilvalinn kostur fyrir fólk með ung börn og eldri börn sem eiga erfitt með að bíða þar til klukkan slær sex. Við minnum einnig á helgihald í kirkjunni á jóladag kl. 14 og annan dag jóla kl. 11. Jóla- og áramótaguðs- þjónustur í Bústaða- kirkju í beinni útsendingu á Netinu FJÖLMARGIR Íslendingar búsettir í útlöndum sakna þess um jól og ára- mót að hafa ekki tök á því að sækja aftansöng og hátíðarguðsþjónustur í íslenskum kirkjum, svo snar þáttur sem messurnar eru í íslenskum sið- um yfir hátíðarnar. Þótt ekkert komi í staðinn fyrir þann hátíðleika sem fylgir því að sækja kirkju yfir hátíðarnar hefur tækninni fleygt svo ört fram á síðustu árum að ekki er lengur neitt því til fyrirstöðu að senda guðsþjónustur heimshorna á milli um Netið. Í því skyni að koma til móts við óskir þúsunda Íslendinga fjarri heimahögunum hefur Bústaðakirkja í samvinnu við Opin kerfi beinar út- sendingar úr kirkjunni á Netinu um komandi jól og áramót. Mikilvægt er að ættingjar og ástvinir Íslendinga í útlöndum komi þessum upplýsingum á framfæri og gefi upp slóðina þar sem hægt verður að sjá og heyra ís- lensku guðsþjónusturnar. Á síðasta ári voru heimsóknir á slóðina www.kirkja.is, í hundraða vís. Nú hefur tæknin verið endurbætt og gæði útsendingarinnar betri með nýrri tækni. Guðsþjónusturnar sem verða fluttar í beinni útsendingu eru: Aðfangadagur 24. desember kl. 18. Jóladagur 25. desember kl. 14. Annar dagur jóla 26. desember kl. 14. Gamlársdagur 31. desember kl. 18. Nýársdagur 1. janúar kl. 14. Á aðfangadagskvöld og jóladag hefjast útsendingar á Netinu með tónlistarflutningi 45 mínútum fyrir athöfn en aðra daga á auglýstum messutíma. Hátíðarmessa í Strand- arkirkju á jóladag AÐ ÞESSU sinni verður hátíð- armessan í Strandarkirkju á jóladag kl. 14.Vandað verður mjög til söngs og flutt hátíðarsvör Bjarna Þor- steinssonar. Organisti verður Julian Edward Isaacs og séra Baldur Krist- jánsson þjónar fyrir altari. Jólin í Lindasókn í Kópavogi Á AÐFANGADAG jóla verður Jóla- stund fjölskyldunnar haldin í Linda- skóla kl. 16. Jólastund fjölskyldunnar er í senn fjörug og hátíðleg og hentar ungum fjölskyldum og stálpuðum börnum sem bíða í ofvæni eftir að jólin gangi í garð. Nemendur úr Salaskóla leika jólalög á blokkflautur við upphaf at- hafnar og Kór Salaskóla syngur undir stjórn Ragnheiðar Haralds- dóttur, tónmenntakennara. Undir- leikari er Hannes Baldursson. Sýnt verður leikritið Síðasta stráið eftir sögu Fredericks H. Thury í leikgerð og flutningi Stopp-leikhópsins. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sókn- arprestur flytur stutta hugvekju. Börn fá afhentan glaðning frá Lindasókn í lok stundarinnar. Aftansöngur verður á aðfangadag í Lindaskóla kl. 18. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Kór Linda- kirkju syngur undir stjórn Hannesar Baldurssonar. Einsöng með kórnum syngur Ólafur M. Magnússon. Hátíðarmessa í Lindaskóla á jóla- dag kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son héraðsprestur prédikar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sókn- arprestur þjónar fyrir altari. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Hannesar Baldurssonar. Jól í Neskirkju Á AÐFANGADAG hefst helgihald í Neskirkju kl. 16 með jólastund barnanna. Barnakórar kirkjunnar syngja nokkur lög. Jólaguðspjallið verður leikið og brúðurnar koma í heimsókn. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Aftansöngur verður kl. 18. Kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallssonar leiðir safnaðarsöng. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Í kertaguðsþjónustu á jólanótt, kl. 23.30, leiðir einsöngvarakór Nes- kirkju, Rinascente, safnaðarsöng. Prestur dr. Sigurður Árni Þórð- arson. Á jóladag verður messað kl. 14. Altarisganga og Háskólakórinn syngur undir stjórn Steingríms Þór- hallssonar. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Annan í jólum, 26. desember, verður jólaskemmtun barnanna kl. 11 en messa kl. 14. Litli kórinn – kór eldri borgara Neskirkju – leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi og ein- söngvari Inga J. Backmann. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Gerðu þér dagamun, komdu í Nes- kirkju og nærðu sál og samfélag. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.