Morgunblaðið - 24.12.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 24.12.2004, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 39 KIRKJUSTARF TANN- LÆKNAR TANNSMIÐIR TANNTÆKNAR TANNFRÆÐINGAR & AÐRIR VIÐSKIPTAMENN! ÓSKUM YKKUR GLEÐILEGRAR HÁTÍÐAR OG ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU Hafsteinn og Björgvin Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir ogaðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Fáðu flott munn- stykki Jólahald í Dómkirkjunni „JÓLIN byrja í Dómkirkjunni“ er stundum sagt og þá er við það átt að aftansöngnum þar er ávallt útvarp- að kl. 18 á aðfangadagskvöld. Að þessu sinni prédikar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkór- inn allur syngur og Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Ásgeir Steingrímsson og Sveinn Birgisson leika á trompet. Á jólanótt kl. 23.30 prédikar Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands við náttsöng. Sr. Hjálmar þjónar fyrir altari. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Organisti er Guðný Ein- arsdóttir. Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11 (altarisganga) sr. Jakob Ágúst mess- ar. Í hátíðarguðsþjónustu kl. 14 messar sr. Hjálmar og Sesselja Kristjánsdóttir syngur einsöng. Dómkórinn og Marteinn annast ann- an tónlistarflutning í báðum mess- um. Annan jóladag kl. 14 messar sr. Hjálmar og Kór eldri borgara syng- ur undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur. Marteinn er við orgelið. Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Elvarsson syngja ein- söng í og fyrir messu. Dómkirkjusöfnuðurinn býður gamla tryggðavini sem nýja gesti velkomna til að halda með sér heilög jól. Dönsk jólaguðsþjón- usta í Dómkirkjunni á aðfangadag AÐ VENJU verður haldin dönsk jólaguðsþjónusta í Dómkirkjunni á aðfangadag og hefst hún kl. 15. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Marteinn H. Friðriksson dómorgan- isti leikur á orgelið en Bergþór Páls- son leiðir safnaðarsöng. Guðsþjón- ustan er haldin á vegum danska sendiráðsins á Íslandi. Allir eru hjartanlega velkomnir. Jól í Hallgrímskirkju Á AÐVENTU hefur verið óvenju fjölbreytt tónlistarhátíð í Hallgríms- kirkju. Kirkjan hefur fyllst af fólki aftur og aftur til þess að hlýða á fagra tónlist, en jafnframt tónleikahaldinu fer fram fjölbreytt helgihald, sem nær hámarki á jólum og nýári. Á aðfangadag verða tvær guðs- þjónustur í kirkjunni. Aftansöngur hefst kl. 18, en klukkutíma áður mun Hljómskálakvintettinn ásamt Herði Áselssyni leika jólalög í kirkj- unni. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari í aftan- söngnum og Mótettukór og Ung- lingakór Hallgrímskirkju syngja ásamt Drengjakór Reykjavíkur, en söngstjórar verða Friðrik S. Krist- insson og Hörður Áskelsson. Miðnæturguðsþjónusta hefst kl. 23.30. Þá mun sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson hafa hugvekju og þjóna fyrir altari ásamt Magneu Sverr- isdóttur, djákna. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngvari verður Laufey G. Geirlaugsdóttir. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari. Mót- ettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem jafnframt verður organisti. Annan jóladag verður hátíð- armessa kl. 11 árdegis. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Krist- jáni V. Ingólfssyni. Mótettukórinn syngur undir stjórn Láru B. Egg- ertsdóttur, sem jafnframt verður organisti. Ensk jólamessa í Hallgrímskirkju ANNAN í jólum, 26. desember nk., kl. 14 verður haldin ensk jólamessa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Lára Bryndís Eggertsdóttir. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Þriðja árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Christmas Service in English CHRISTMAS Service in English at the Church of Hallgrímur (Hall- grímskirkja). Sunday 26th of Nov- ember (Boxing Day) at 2 pm. The First Sunday of Christmas. Holy Communion. Celebrant and Preach- er: The Revd Bjarni Thor Bjarna- son. Organist: Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. Leading singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments af- ter the Service. Jólastund barnanna í Hjallakirkju Í HJALLAKIRKJU í Kópavogi hef- ur komist sú hefð á að bjóða upp á stund fyrir börnin á aðfangadag. Jólastund barnanna verður kl. 16 þann dag auk hefðbundins aftan- söngs kl. 18. Við innganginn verður afhent síð- asta myndin í sunnudagaskólabók- ina. Á jólastundinni verður kveikt á síðasta aðventukertinu, sungnir jólasálmar, góðvinir okkar úr sunnudagaskólanum mæta, brúð- urnar Rebbi refur og Gulla gæs, sem og Engillinn. Þá munu börn úr kirkjustarfinu, Tíu til tólf ára starf- inu og kirkjuprökkurum, sýna helgileik. Hver veit nema Tóta trúð- ur sýni sig einnig og mæti í jóla- skapi! Í lok stundarinnar fá börnin jólaglaðning frá kirkjunni. Jólastund barnanna verður í senn hátíðleg og fjörug, tilvalinn kostur fyrir fólk með ung börn og eldri börn sem eiga erfitt með að bíða þar til klukkan slær sex. Við minnum einnig á helgihald í kirkjunni á jóladag kl. 14 og annan dag jóla kl. 11. Jóla- og áramótaguðs- þjónustur í Bústaða- kirkju í beinni útsendingu á Netinu FJÖLMARGIR Íslendingar búsettir í útlöndum sakna þess um jól og ára- mót að hafa ekki tök á því að sækja aftansöng og hátíðarguðsþjónustur í íslenskum kirkjum, svo snar þáttur sem messurnar eru í íslenskum sið- um yfir hátíðarnar. Þótt ekkert komi í staðinn fyrir þann hátíðleika sem fylgir því að sækja kirkju yfir hátíðarnar hefur tækninni fleygt svo ört fram á síðustu árum að ekki er lengur neitt því til fyrirstöðu að senda guðsþjónustur heimshorna á milli um Netið. Í því skyni að koma til móts við óskir þúsunda Íslendinga fjarri heimahögunum hefur Bústaðakirkja í samvinnu við Opin kerfi beinar út- sendingar úr kirkjunni á Netinu um komandi jól og áramót. Mikilvægt er að ættingjar og ástvinir Íslendinga í útlöndum komi þessum upplýsingum á framfæri og gefi upp slóðina þar sem hægt verður að sjá og heyra ís- lensku guðsþjónusturnar. Á síðasta ári voru heimsóknir á slóðina www.kirkja.is, í hundraða vís. Nú hefur tæknin verið endurbætt og gæði útsendingarinnar betri með nýrri tækni. Guðsþjónusturnar sem verða fluttar í beinni útsendingu eru: Aðfangadagur 24. desember kl. 18. Jóladagur 25. desember kl. 14. Annar dagur jóla 26. desember kl. 14. Gamlársdagur 31. desember kl. 18. Nýársdagur 1. janúar kl. 14. Á aðfangadagskvöld og jóladag hefjast útsendingar á Netinu með tónlistarflutningi 45 mínútum fyrir athöfn en aðra daga á auglýstum messutíma. Hátíðarmessa í Strand- arkirkju á jóladag AÐ ÞESSU sinni verður hátíð- armessan í Strandarkirkju á jóladag kl. 14.Vandað verður mjög til söngs og flutt hátíðarsvör Bjarna Þor- steinssonar. Organisti verður Julian Edward Isaacs og séra Baldur Krist- jánsson þjónar fyrir altari. Jólin í Lindasókn í Kópavogi Á AÐFANGADAG jóla verður Jóla- stund fjölskyldunnar haldin í Linda- skóla kl. 16. Jólastund fjölskyldunnar er í senn fjörug og hátíðleg og hentar ungum fjölskyldum og stálpuðum börnum sem bíða í ofvæni eftir að jólin gangi í garð. Nemendur úr Salaskóla leika jólalög á blokkflautur við upphaf at- hafnar og Kór Salaskóla syngur undir stjórn Ragnheiðar Haralds- dóttur, tónmenntakennara. Undir- leikari er Hannes Baldursson. Sýnt verður leikritið Síðasta stráið eftir sögu Fredericks H. Thury í leikgerð og flutningi Stopp-leikhópsins. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sókn- arprestur flytur stutta hugvekju. Börn fá afhentan glaðning frá Lindasókn í lok stundarinnar. Aftansöngur verður á aðfangadag í Lindaskóla kl. 18. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Kór Linda- kirkju syngur undir stjórn Hannesar Baldurssonar. Einsöng með kórnum syngur Ólafur M. Magnússon. Hátíðarmessa í Lindaskóla á jóla- dag kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son héraðsprestur prédikar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sókn- arprestur þjónar fyrir altari. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Hannesar Baldurssonar. Jól í Neskirkju Á AÐFANGADAG hefst helgihald í Neskirkju kl. 16 með jólastund barnanna. Barnakórar kirkjunnar syngja nokkur lög. Jólaguðspjallið verður leikið og brúðurnar koma í heimsókn. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Aftansöngur verður kl. 18. Kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallssonar leiðir safnaðarsöng. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Í kertaguðsþjónustu á jólanótt, kl. 23.30, leiðir einsöngvarakór Nes- kirkju, Rinascente, safnaðarsöng. Prestur dr. Sigurður Árni Þórð- arson. Á jóladag verður messað kl. 14. Altarisganga og Háskólakórinn syngur undir stjórn Steingríms Þór- hallssonar. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Annan í jólum, 26. desember, verður jólaskemmtun barnanna kl. 11 en messa kl. 14. Litli kórinn – kór eldri borgara Neskirkju – leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi og ein- söngvari Inga J. Backmann. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Gerðu þér dagamun, komdu í Nes- kirkju og nærðu sál og samfélag. Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.