Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 50
Myndlist
Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig-
urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk.
Gallerí 101 | Daníel Magnússon – Mat-
prjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald
heimilisins.
Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu. Sam-
sýning níu myndlistarnema úr FB.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk.
Hrafnista, Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist-
insson myndlistamaður sýnir málverk og
tússmyndir í Menningarsal.
Klink og Bank | Myndlistarmaðurinn Carl
Boutard – Inner Station – the heart of
darkness.
Listasafn Íslands | Ný Íslensk myndlist:
um veruleikann, manninn og ímyndina. 20
listamenn sýna.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum
Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning.
Stendur til 16. jan. Myndir úr Kjarvalssafni.
Listmunahúsið | Sýning á verkum Valtýs
Péturssonar í Listmunahúsinu, Síðumúla
34.
Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán
listamanna og -kvenna.
Söfn
www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og
héraðsskjalasöfn um land allt hafa samein-
ast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem
að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í
skjölum. Tilviljað að rifja upp með fjölskyld-
unni minningar frá árinu 1974.
Þjóðminjasafn Íslands | Kertasníkir kemur
í heimsókn kl. 11. Þá eru íslensku jólasvein-
arnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst
í safninu. Jólasveinakvæði Jóhannesar úr
Kötlum er einnig í dagatalinu. Veit-
ingastofa safnsins býður fjölþjóðlegar jóla-
kræsingar. Kynntir japanskir og pólskir
jóla- og nýárssiðir auk íslenskra.
Fréttir
Bókatíðindi 2004 | Númer 24. föstudags-
ins desember er 90457.
Mýrdalshreppur | Skrifstofa Mýrdals-
hrepps er lokuð í dag.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | 30. desember. Ára-
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
50 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 fress, 4 skaut, 7
jurt, 8 innflytjandi, 9 tíu,
11 þvættingur, 13 skjóla,
14 svardagi, 15 görn, 17
held, 20 snák, 22 á jakka,
23 samþykkir, 24 fiskur,
25 drykkjurútar.
Lóðrétt | 1 lyftir, 2 tigin, 3
slæmt, 4 pyngju, 5 ganga,
6 byggja, 10 grefur, 12
ber, 13 skjót, 15 krafts, 16
beiska, 18 áfanginn, 19 lif-
ir, 20 grenja, 21 þröngur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 gunnfánar, 8 ofboð, 9 angur, 10 ugg, 11 arður, 13
auðum, 15 balls,18 satan, 21 tóm, 22 tunnu, 23 ískra, 24
handsamar.
Lóðrétt | 2 umboð, 3 niður, 4 álaga, 5 augað, 6 lofa, 7 gröm,
12 ull, 14 una, 15 bæta, 16 lunga, 17 stuld, 18 smíða, 19
takka, 20 nóar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Foreldrar, yfirmenn og aðrir yfirboð-
arar koma þér á óvart í dag. Ekki
taka neinu sem gefnu. Þú gætir átt
það til að koma einhverjum á óvart.
Búðu þig í það minnsta undir hið
óvænta.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú tekur stökk fram á við í dag.
Kannski verður óvenjulegur læri-
meistari á vegi þínum, eða að þú verð-
ur einhvers áskynja um framandi
menningarheim.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Óvæntar gjafir og greiðasemi gæti
staðið þér til boða í dag. Einhver ná-
kominn þér fær kaupauka eða hlunn-
indi sem koma þér jafnframt til góða.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú finnur til sjálfstæðis og hugrekkis
út á við, ekki síst í samskiptum við
ókunnuga. Öll tjáskipti þín eru með
óvenjulegum og spennandi blæ í dag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Eitthvað truflar fyrir þér rútínuna í
vinnunni í dag og dagurinn verður
öðruvísi en ætla mætti á einhvern
hátt. Það er spennandi því sjóndeild-
arhringur þinn stækkar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Óvænt og spennandi ástarævintýri er
möguleiki í lífi margra í meyjarmerk-
inu um þessar mundir. Boðum í partí
og alls kyns gleðskap rignir bók-
staflega yfir meyjuna.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Einhver á heimilinu kemur þér á óvart
í dag. Það gæti verið fjölskyldu-
meðlimur eða manneskja sem kemur
óvænt í heimsókn. Fjölskyldufundir
einkennast af glaðværð og spennu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þig skortir ekki nýjar, snjallar og
óvenjulegar hugmyndir í dag. Búðu
þig undir að sjá ný andlit og kynnast
glænýju fólki. Eitthvað gerir þennan
dag frábrugðinn öðrum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Peningar renna milli fingranna á þér
um þessar mundir vegna óvæntra út-
gjalda og óhaminnar eyðslu. Einnig er
hugsanlegt að þú vinnir þér inn pen-
inga með óvenjulegum hætti.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú finnur fyrir hugrekki, sjálfstæði og
ævintýraþrá í dag. Kannski klæðir þú
þig upp á óvenjulegan hátt. Þú kemur
öðruvísi fram en venjulega, steingeit.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Samskipti við stofnanir eða hið op-
inbera koma flatt upp á þig á einhvern
hátt. Einnig kemur til greina að þú
komist á snoðir um leyndarmál og
verði illa brugðið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Líklegt er að vinur þinn komi þér á
óvart í dag. Annaðhvort gerir hann
eitthvað óvænt eða kynnir þig fyrir
furðulegri manneskju. Vertu viðbúinn!
Stjörnuspá
Frances Drake
Steingeit
Afmælisbarn dagsins:
Hugmyndir þínar eru djarfar og
óvenjulegar, en þér tekst iðulega að koma
þeim í framkvæmd vegna góðrar skipu-
lagsgáfu. Þú ert jafnframt úrræðagóð
manneskja og margir í hópi afmælis-
barna dagsins hafa skyggnigáfu. Þú laðar
að þér fólk því það skynjar ævintýra-
girnina sem býr í þér.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Listamaðurinn Birgir Örn Thoroddsenstendur þessa dagana fyrir raunveru-leikagjörningi á sýningu Listasafns Ís-lands (LÍ), Ný íslensk myndlist. Í
gjörningnum, sem ber heitið ÍBÚÐIN, er hægt að
fylgjast með listamanninum taka í gegn og koma
sér fyrir í íbúðinni sinni sem hann keypti fyrir
stuttu síðan. Fólk getur fylgst með framkvæmd
verksins í fjölmiðlum, á myndabloggsíðu og í
beinni útsendingu á heimasíðu LÍ, www.listasafn-
.is. Í dag verður svo bein útsending frá fyrstu jól-
um í íbúð Birgis, þar sem hægt verður að fylgjast
með undirbúningi jólanna og jólahaldinu sjálfu en
Birgir og Tinna, unnusta hans, hafa hingað til
haldið jólin sitt í hvoru lagi. Hægt er að fylgjast
með jómfrújólahaldi parsins frá hádegi í dag.
Hvert er hið listræna gildi hversdagsleikans?
„Allt hefur gildi og því ekki listrænt gildi? Ég
hef mjög gaman af popp-list og dægurmenningu
líka en það er sá raunveruleiki sem er okkur
næstur, sama hvort okkur líkar það betur eða
verr. Mér finnst það að skilgreina að eitthvað sé
lágmenning eða hámenning ekki eiga við í nútím-
anum. Í rauninni er það að lifa í afneitun á sam-
tímanum að halda því fram að ein menning sé göf-
ugri en önnur því við vitum í dag að allt hefur
þetta áhrif hvað á annað. Þessir múrar eru bara í
hausnum á okkur og í myndlistinni voru þeir
brotnir niður fyrir meira en fimmtíu árum síðan
þegar fyrstu popp-listamennirnir byrjuðu að
myndgera neyslumenninguna. Listrænt gildi
hverdagsleikans er í rauninni algjört því fegurðin
liggur frekar í því auðmjúka og sanna en í því
uppstillta og upphafna. Af hverju voru gömlu
meistararnir að mála fjöllin sem þeir gátu séð á
hverjum degi? Kjarval kenndi okkur að skoða ís-
lenska náttúru, að meta hana eins og hún er.
Þetta venjulega, bera landslag og leiðinlega
hraundrasl sem var alltaf fyrir framan okkur og
við tókum ekki eftir. Svo sáum við málverk af
hrauninu og þá föttuðum við hvað þetta hvers-
dagslega getur verið fallegt.“
Hvert er markmiðið? Hvað viltu skilja eftir hjá
listnjótendum?
„Að allt getur verið list og hún þurfi ekki að
vera upphafin og óskiljanleg. Tenging við almenn-
ing skiptir mig miklu máli. List er tjáning og því
skiptir máli að ná samtali við áhorfandann, sama
hvað kemur svo út úr því samtali. Mér finnst leið-
inleg list sem er hrokafull og lokar sig af. Oftast
eru fáar lagskiptingar í þannig list og varnarkerfi
veikrar listar er því miður oft hroki. Ég vil auðvit-
að, eins og allir listamenn, kanna einhver ný
svæði. Bæði inni í sjálfum mér sem einstaklingi og
mér sem hluta af menningunni. Ég er hvorki betri
né verri en einhver önnur manneskja, bara venju-
legur ungur maður að gera sér heimili. Vonandi
getur áhorfandinn speglað sig og samtíma sinn í
verkinu og haft gagn og gaman af. Maður er jú
manns gaman.“
List | Ungur listamaður sýnir beint frá fyrstu jólunum í nýrri íbúð
Birgir Örn Thorodd-
sen fæddist í Reykjavík
árið 1976. Hann út-
skrifaðist sem stúdent
af myndlistarbraut FB
árið 1997. Þá útskrif-
aðist Birgir með BA-
gráðu í listum frá LHÍ.
Birgir hefur lengi starf-
að á sviði tónlistar og
myndlistar. Í dag kennir
hann hljóðhönnun og
tónlistasögu í Borgarholtskóla og starfar sem
listtæknir hjá Listasafni Reykjavíkur. Einnig
hefur hann starfað sem upptökustjóri.
Birgir er í föstu sambandi með Tinnu Ævars-
dóttur heimspekingi.
Fegurðin í hversdagsleikanum
Brúðkaup | Gefin voru saman 7. ágúst
sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af séra
Gunnari Björnssyni þau Inga Elínborg
Bergþórsdóttir og Árni Einarsson.
Þau stunda nú nám í Danmörku.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Motiv-mynd/Jón Svavarsson
MYNDLISTARMAÐURINN Úlfur Chaka
Karlsson opnaði á dögunum sýninguna
Geimdúkka og fönix reglan í Gallerí Ban-
ananas á Laugavegi.
Á sýningunni má sjá innsetningu eftir
Úlf, þar sem sjá má hönnun fyrir hlið-
arheim.
Opið er í Banananas eftir samkomulagi
en Úlfur mun sitja yfir í galleríinu milli kl.
14 og 17 alla virka daga milli jóla og nýárs
og einnig fram til 5. janúar en þá lýkur
sýningunni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Úlfur sýnir í Banananas
mótaferð Útivistar í Bása er 30 desember.
Fararstjórar Bergþóra Bergsdóttir og
Reynir Þór Sigurðsson.
Börn
www.menntagatt.is | Fram að áramótum
verður opinn jólakortavefur á mennta-
gatt.is. Allir nemendur í leik–, grunn- og
framhaldsskólum geta sent inn myndir og
verða þær sjálfkrafa að jólakortum. Inn-
sendar myndir verða sýnilegar á vefnum
og getur hver sem er skoðað myndirnar og
sent þær sem jólakort til vina og ættingja.
DILBERT
mbl.is