Morgunblaðið - 24.12.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.12.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 55 FLESTIR íslenskir tónlistarunnendur kannast við nafn Þóris Baldurssonar. Hann hefur verið umsvifamikill í hérlendu tónlistarlífi áratugum saman; með Savanna- tríóinu, Geimsteini, Gömmum og Dátum, svo einhverjar sveitir séu nefndar. Nú er kominn út tvöfaldur diskur í tilefni af sextugs- afmæli Þóris. Á fyrri diskinum er upptaka frá afmæl- istónleikunum 29. mars sl., þar sem Stórsveit Reykjavík- ur léði Þóri hljóðfæraleik sinn auk Hljóma, Andreu Gylfadóttur, Savannatríósins og Björgvins Halldórs- sonar. Þórir segir að mjög gaman hafi verið að vinna af- mælisplötuna, í ljósi tilefnisins. Hvernig valdirðu lögin á seinni diskinn? „Auðvitað var úr mörgu að velja og svona val er alltaf huglægt. Maður bara veðjar á einhver lög og ýtir þeim svo úr vör.“ Hafðirðu mið af því sem var vinsælast? „Já, og einnig hversu vel mér fannst lögin hljóma. Maður reyndi að velja lögin sem ollu manni minnsta kinnroðanum.“ Voru lögin endurhljóðblönduð? „Ekki á þeim diski, en ég gat unnið svolítið með tón- leikaupptökuna á hinum diskinum. Hún var gerð með forritinu Pro Tools og ég gat því hljóðblandað hana.“ Eru frumupptökurnar af eldri lögunum til? „Það er misjafnt. Við fórum ekki út í að endur- hljóðblanda þau, enda hefði það verið töluvert verk.“ Hvernig er annars að renna plötunni í gegn og líta yfir farinn veg? „Það er alltaf mjög persónulegt. Það er eins og geng- ur, maður er ekki alltaf 100% ánægður með sjálfan sig. Það kemur svo margt upp í þessu ferli öllu saman sem hefur áhrif á mann þegar maður hlustar á lögin. En ég er mjög stoltur af þessum hljómleikum og afar þakklátur Stórsveit Reykjavíkur fyrir að gefa mér tækifæri til að halda upp á afmælið með þessum hætti.“ Af hverju ertu stoltastur á ferlinum? „Ég er nú gjörsamlega óundirbúinn fyrir svona stóra spurningu, en get þó sagt að mér finnst ferillinn hafa far- ið stanslaust upp á við. Ég hef til að mynda sjaldan haft eins mikið að gera við útsetningar og um þessar mundir. Á sínum tíma var maður að skrifa með blýanti og strok- leðri, en núna er það orðið auðveldara, með hjálp tölv- unnar. Það verður bara meira og meira gaman að vinna í músík og mun fjölbreyttara en áður. Það má segja að ferillinn hafi verið eins og crescendo-merki, „meira og meira og meira“.“ Sú þróun heldur áfram núna, ekki satt? „Ég ætla bara rétt að vona það. Ég er ennþá með „fulde fem“ og svo lengi sem ég hef rænu ætla ég að halda áfram í tónlist. Ég hef reyndar aldrei verið í neinu öðru og þekki ekkert annað.“ Þú ert nú bara á svipuðum aldri og meðlimir Rolling Stones. „Þeir hafa kannski eitthvað aðeins fram yfir mig.“ Þú berð aldurinn betur. „Þeir hafa einbeitt sér að öðrum meðulum en ég.“ Tónlist | Tveggja diska útgáfa í tilefni af sextugsafmæli Þóris Baldurssonar Aldrei verið skemmtilegra að starfa við tónlist Þórir er einhver reyndasti tónlistarmaður landsins. Morgunblaðið/Kristinn ivarpall@mbl.is SAMKVÆMT Tónlista gærdagsins á Ellen Kristjánsdóttir aðra mest seldu plötu landsins, Sálma og Ragnheiður Gröndal þá þriðju mest seldu, Vetr- arljóð. Báðar þessar plötur hafa nú selst í yfir 10.000 eintökum auk þess sem báðar eru gefnar út af nýju útgáfufyrirtæki Steinars Berg, Steinsnar. Söngkonurnar fengu afhentar sérstakar platínuplötur vegna þessa árang- urs í vikunni. Steinsnar í platínu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.