Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 68

Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Gleðileg jól Opið til 13 í dag MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðja í jólum, mánu- daginn 27. desember. Um jólin verður fréttaþjónusta á Frétta- vef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett- @mbl.is. Fréttavakt á mbl.is yfir jólin JÓLAFAGNAÐUR Hjálpræðis- hersins og Verndar verður hald- inn í dag, aðfangadag, í Herkast- alanum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Hefst hann að venju með borðhaldi klukkan 18. Þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadagskvöld eru hjartanlega velkomnir á jólafagn- aðinn. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðis- hersins „ÞETTA hefur bara gengið vel og kaupmenn eru almennt nokkuð sáttir og telja að það verði meiri verslun í ár en í fyrra,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, aðspurður hvernig verslunin hafi gengið fyrir sig nú í desember. Samkvæmt upplýsing- um frá kortafyrirtækjunum er 12– 20% meiri velta hjá þeim í desember í ár en í fyrra. Mikið verslað á Þorláksmessu Að sögn Sigurðar er Þorláksmess- an afar stór söludagur í ákveðnum tegundum verslana, t.d. skartgripa- verslunum og búðum með dýrari gjafavöru. Sigurður segir Þorláks- messuna mikilvægan dag fyrir marg- ar búðir og nefnir í því samhengi dæmi um fatabúð þar sem veltan á Þorláksmessu jafngildir allri sölu jan- úarmánaðar. „Þannig að það skiptir því verulega miklu máli að vel takist til á þessum degi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Önnu Ingu Grímsdóttur, fjármálastjóra VISA Ísland, má búast við að korta- velta fyrirtækisins í desembermánuði sé nokkru meiri en í sama mánuði í fyrra. „Þannig er veltan á kortatíma- bilinu 18. nóvember til 17. desember í ár 10,7 milljarðar sem er 12% aukning frá því á sama tíma í fyrra.“ Sé það sem af er liðið desembermánuði borið saman við desembermánuð í heild sinni í fyrra stefnir, að sögn Önnu Ingu, í 11–12% aukningu, en þess má geta að veltan frá 1.–31. desember árið 2003 var samtals 11 milljarðar, en milli jóla og nýárs gera margir stórinnkaup á flugeldum og mat. Aðspurð segir Anna Inga Þorláks- messu nokkru stærri dag hvað veltu varðar en aðra daga desembermán- aðar. „Ætli það muni ekki eitthvað í kringum 100 milljónum, en í heild sinni var veltan á Þorláksmessu í fyrra hjá okkur 536 milljónir. Ég á von á því að veltan verði alla vega um 10% meiri á Þorláksmessu í ár en í fyrra.“ Hjá Ragnari Önundarsyni, fram- kvæmdastjóra Kreditkorta, fengust þær upplýsingar að heildarvelta fyr- irtækisins tímabilið 15. nóvember til 14. desember í ár hefði verið tæpir 3,3 milljarðar og er það tæplega 20% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Verslun fyrir jólin verið með allra mesta móti í ár 12–20% meiri velta í desember en í fyrra VALDEMAR Danaprins (f. 1858) heillaðist af Elínu Þorleifsdóttur (f. 1866), frá Stóru-Háeyri á Eyrar- bakka og bað hennar. Elín var þá við nám við hinn konunglega Kunstflids Foreningsskole á 9. áratug 19. aldar og var heitbundin séra Jóhanni Þor- steinssyni í Stafholti í Borgarfirði. Elín hafnaði bónorði prinsins, en þáði heimboð í konungshöllina og drakk þar síðdegiste. Þetta kemur fram í sögu Elínar Þorleifsdóttur, sem Sigrún Gísla- dóttir skráði eftir Sigríði Þorleifs- dóttur ömmu sinni og systur Elínar. Pétur Pétursson þulur, sem skrifað hefur um náin tengsl Íslendinga við nafnkunna Dani, birtir frásögnina þar sem þetta gamla leyndarmál er opinberað. Valdemar prins var sonur Krist- jáns IX og bróðir Friðriks VIII. Hann bar góðan hug til Íslendinga. Hafnaði bónorði Valdemars Danaprins  Kynni Elínar/30 FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur undirritað samn- ing við fjármálafyrirtækið Morgan Stanley um ráðgjöf og aðra þjónustu vegna sölu á hlutabréfum ríkisins í Landssíma Íslands hf. Að sögn Stefáns Jóns Friðriksson- ar, ritara nefndarinnar, er ekki ljóst hvenær einkavæðingarferlið getur hafist en þó eru forsendur fyrir því að það geti hafist eftir tvo til þrjá mán- uði. Samkvæmt tilkynningu frá nefndinni var ákveðið að ganga til samninga við Morgan Stanley eftir mat nefndarinnar þar sem meðal ann- ars var tekið tillit til verðþáttar, þjón- ustu og gæða tilboða. Jafnframt segir í tilkynningunni að Morgan Stanley búi yfir mikilli reynslu af ráðgjöf og einkavæðingu, þar með talið í fjar- skiptageiranum. Alls buðu 14 aðilar í verkefnið en þeir voru auk Morgan Stanley: Carnegie og Verðbréfastofan, Credit Suisse First Boston og Alfa, Deloitte, Deutsche Bank og MP Fjárfesting- arbanki, Ernst & Young, Handels- banken Capital Markets, HSH Gudme, JP Morgan og Íslandsbanki, KPMG, Landsbankinn, Lazard, Lehman Brothers og Allied Partners og Pricewaterhouse Coopers. Samið við Morgan Stanley UNG kona brenndist á höndum þeg- ar kviknaði í heima hjá henni í Skipa- sundi í gærmorgun. Hún fékk að- hlynningu á staðnum og voru meiðslin ekki alvarleg. Elda- mennska stóð yfir þegar kviknaði í og var hvorki slökkvitæki né eld- varnarteppi tiltækt. Notaði húsráð- andi því yfirhöfn til að kæfa eldinn en brenndist við það á höndum. Slökkviliðið slökkti eldinn. Brenndist á höndum FJÖLDI fólks á öllum aldri var í miðbæ Reykja- víkur í gærkvöldi, ýmist í gönguferðum eða þá að klára jólainnkaupin. Sumir áttu eftir að kaupa nokkrar jólagjafir, en fyrir marga er það hluti af hátíðarundirbúningnum að fara í miðbæ- inn til þess að upplifa jólastemmningu á Þorláks- messukvöld. Þótt það hafi verið býsna kalt í gær- kvöldi þá lét fólk kuldann ekki hafa mikil áhrif á sig heldur klæddi sig vel í frostinu. Morgunblaðið/Jim Smart Hátíðarstemning í miðbænum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.