24 stundir - 30.11.2007, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
www.salka.is
Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri
grænna, segir fáheyrt að frumvarp um breytingar á
þingsköpum séu lagðar fram án þess að samstaða sé
um það meðal allra flokka. Hann telur að með frum-
varpinu sé málfrelsið gert að verslunarvöru.
VG telur að þingflokkum stjórnarandstöðu standi
nú til boða að afsala sér einu vörninni sem þeir hafi í
stórum málum sem er ótakmarkaður ræðutími. Í stað-
inn eigi þeir að fá aðstoðarmenn. Verið sé að rugla
saman gjörólíkum hlutum. VG er eini flokkurinn sem
ekki telur breytingarnar á þingskaparlögum sem lagð-
ar voru fram á Alþingi framfarir.
„Við höfum verið talsmenn þess að gera þinghaldið
markvissara, lagt fram tillögur um lengra þing á ári
hverju, samhliða því að færa næturfundi fram í dags-
ljósið. Það þarf að stilla saman styttingu ræðutíma og
aðrar breytingar svo stjórnarandstaðan veikist ekki.
Ögmundur er forviða á félögum sínum í stjórnarand-
stöðu, bæði af þessari ástæðu en einnig af því að hinir
flokkarnir sýni ekki samstöðu með öðrum þingflokk-
um. Þingflokksformaðurinn segir að VG muni aldrei
versla með málfrelsið. beva@24stundir.is
Verður málþóf eina vörnin gegn styttri ræðutíma á Alþingi?
Breytingar án samráðs
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Lítil barnastígvél fyrir utan her-
bergisdyr í iðnaðarhúsnæði. Þetta
var meðal þess sem blasti við
slökkviliðsmönnum sem gengu
um götur í iðnaðarhverfum höf-
uðborgarsvæðisins í febrúar síðast-
liðnum til að kortleggja fjölda og
dreifingu óleyfilegra íbúða í at-
vinnuhúsnæði. Það eru ekki bara
útlendir farandverkamenn sem
búa í iðnaðarhverfunum, heldur
einnig fátækir Íslendingar.
,,Það er nöturlegt að sjá lítil
barnastígvél fyrir framan dyr í iðn-
aðarhúsnæði. Í þessu herbergi bjó
íslensk, einstæð móðir með tvö
börn. Þarna eru engin leiksvæði í
hverfinu eða vinir í næsta húsi,“
segir Bjarni Kjartansson, sviðs-
stjóri forvarnasviðs slökkviliðsins.
Heimilislegar gardínur
Kíkt var eftir heimilislegum
gardínum og blómapottum í
gluggum auk þess sem lesið var á
dyrabjöllur þegar slökkviliðið
kannaði hvar búið væri, að sögn
Bjarna. ,,Og ef menn hittu bréf-
bera í hverfunum voru þeir spurð-
ir og þeir kunnu skil á öllu. Ef
okkur fannst líklegt að búið væri í
einhverju húsi var líka bankað upp
á hjá verkstæði í næsta húsi. Við
fengum ótrúlega miklar upplýsing-
ar á þennan hátt.“
Bjarni segir Íslendinga vera í
minnihluta þeirra sem búa í iðn-
aðarhverfunum. ,,Flestir íbúanna
eru útlendingar. Ástand húsnæð-
isins sem búið er í er mjög mis-
jafnt. Sumt er verulega slæmt,
annað þokkalegt og svo eru dæmi
um húsnæði sem er í fínu ástandi.
Við sáum eitt sem var nánast eins
og hótel með brunaviðvörunar-
kerfi og flóttaleiðum. Það eru ekki
allir óvandir að virðingu sinni sem
standa í þessu.“
Rússnesk rúlletta
Skúrkana ber að kæra sam-
kvæmt lögum um brunavarnir og
Bjarni og Jón Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri eru þeirrar skoð-
unar að eðlilegt sé að fylgja þeim
fyrirmælum laganna þegar um al-
varleg tilvik er að ræða. Bjarni seg-
ir það jafnframt eðlilegt að skoða
hvort alvarleg brot sem geta varð-
að líf og heilsu fólks ættu ekki að
varða við hegningarlög. ,,Íkveikja
varðar við hegningarlög. Hvort
sem bráð hætta vegna lélegra eða
engra brunavarna skapast af ásetn-
ingi eða gáleysi er þetta eins og
rússnesk rúlletta. Líkurnar á að af-
leiðingarnar verði skelfilegar eru
miklar. Fólkið sem býr þarna á
ekki annarra kosta völ. Það er ekki
með vilja sem fólk býr í óviðun-
andi húsnæði.“
Umhyggjusamar hendur
Samstarf hefur verið haft við
Rauða krossinn þegar húsnæði
hefur verið lokað, að því er Bjarni
greinir frá. ,,Þegar við höfum lok-
að til að forða fólki frá ástandi sem
er hættulegt hafa starfsmenn
Rauða krossins komið með túlka
og aðstoðað okkur. Þeir hafa að-
stoðað fólk við flutningana og
komið því fyrir í neyðarhúsnæði.
Þetta eru ekki skemmtilegar að-
gerðir en það er ómetanlegt að vita
að fólkið hafi komist í umhyggju-
samar hendur.“
Miðar í gluggana
Bjarni óttast að útlendingarnir
frá til dæmis Austur-Evrópu séu
ekki jafnmeðvitaðir um nauðsyn
brunavarna og Íslendingar. Til að
fá þá til að huga að öryggi sínu og
til að tryggja að slökkviliðsmenn
sjái hvar búið er komi upp eldur
hyggst slökkviliðið, með samþykki
húsnæðiseigenda, setja miða með
áletrun báðum megin í íbúðar-
glugga í iðnaðarhverfum.
Með börn í
brunagildrum
Móðir með tvö börn í herbergi í ólöglegu húsnæði Eiga ekki
annarra kosta völ Skúrkana ber að kæra samkvæmt lögum
Íbúðir í iðnaðarhúsnæði
Ástandið er víða verra.
Álftanes 3
Garðabær 54
Hafnarfjörður 175
Kópavogur 331
Mosfellsbær 60
Reykjavík 628
Seltjarnarnes 3
LÍKLEGUR FJÖLDI ÍBÚA
24stundir/Frikki
Íbúar í ólöglegu húsnæði samkvæmt könnun SHS.