24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 1
24stundirföstudagur30. nóvember 2007230. tölublað 3. árgangur
Berglind Magnúsdóttir tók sig
til og dreif sig til Hollywood til
að læra förðun. Hana langar
að farða fyrir sjónvarp og
kvikmyndir en áður hafði hún
lært hárgreiðslu.
Förðun í Hollywood
TÍSKA»30
Örn Árnason ætlar að rifja upp
gamla revíutíma ásamt söngkonunni
Soffíu Karlsdóttur í Iðnó um helgina.
Saman munu þau blása lífi í rev-
íulögin sem mörgum eru gleymd.
Revíulög aftur í Iðnó
HELGIN»48
5
2
1 2
3
GENGI GJALDMIÐLA
GENGISVÍSITALA 119,89
ÚRVALSVÍSITALA 6.895,56
SALA %
USD 61,55 -0,39
GBP 126,95 -0,82
DKK 12,20 -0,29
JPY 0,56 0,04
EUR 90,98 -0,28
-0,49
1,2
NÁNAR 4
VEÐRIÐ Í DAG
14
45% munur á
jólakortunum
NEYTENDAVAKTIN
Menntamálaráðherra segir Sið-
mennt misskilja ef félagið heldur
að kristin gildi eigi að víkja úr
grunnskólum. Það sé fásinna,
kristin gildi séu hluti af íslensku
samfélagi. „Við eigum ekki
að vera feimin við þau.“
Fásinna að kristnin
víki úr skólunum
»2
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Um 1.200 manns að minnsta
kosti búa í óleyfilegum herbergjum
og íbúðum í atvinnuhúsnæði á höf-
uðborgarsvæðinu samkvæmt kort-
lagningu slökkviliðs svæðisins í
febrúar. Varlega áætlað hefur íbúum
og búsetueiningum fjölgað um 115
prósent frá síðustu úttekt sem gerð
var 2003.
,,Þetta er eins og á kreppuárun-
um. Það má segja að það hafi tekið
áratugi að koma fólki upp úr sagga-
fullum kjöllurum og ofan af köld-
um háaloftum og skapa breiðum
fjölda viðeigandi húsnæði. Nú býr
fjöldi fólks við algjörlega óviðun-
andi aðstæður þótt húsnæðið sé
öðruvísi nú en kaldur kjallari á
Grettisgötu. Það er eins og við höf-
um spólað 50 ár aftur í tímann,“
segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri
forvarnasviðs slökkviliðsins.
Brunavörnum er víða ábótavant
en hendur slökkviliðsins hafa verið
bundnar og eru í raun enn, að mati
stofnunarinnar.
Hendur slökkviliðs bundnar
,,Árið 2003 stóðum við frammi
fyrir því að geta ekki gert kröfu um
úrbætur þar sem um var að ræða
ólöglega notkun á húsnæði. Ef við
hefðum gert það sem ein af stofn-
unum sveitarfélaganna þá hefðum
við í raun verið að fallast á ólöglega
notkun. Við kröfðum hins vegar
eigendur um að láta af ólöglegri
notkun húsnæðisins,“ segir Jón
Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri.
Embættið sat þó uppi með fjölda
mála sem ekki var hægt að fylgja eft-
ir.
Síðastliðið vor var ákveðið að
heimila skráningu lögheimilis í
starfsmannabústað. Jafnframt var
gerð breyting á lögum um bruna-
varnir og sett inn bráðabirgða-
ákvæði sem heimilaði slökkviliðs-
stjóra að gera kröfu um úrbætur
þótt notkun húsnæðisins stangaðist
á við skipulag. Viðkomandi áttu þó
að fá að vera óáreittir í húsnæðinu
út árið 2008.
Bjarni Kjartansson segir Skipu-
lagsstofnun ríkisins, sem heyrir
undir umhverfisráðuneytið, hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
bráðabirgðaákvæðið stangaðist á
við ákvæði í lögum um skipulags-
og byggingamál.
,,Við treystum okkur ekki til að
beita þessum úrræðum að svo
stöddu. Þetta bítur í halann á sér.“
En slökkviliðið telur sig ekki geta
horft upp á ástandið lengur. Í næstu
viku ætlar það að hefja skoðun á
húsnæðinu sem var kortlagt í febr-
úar og fer skoðunin fram í góðu
samstarfi við bæjaryfirvöld. ,,Þeim
húsum sem eru með það slæmar
eldvarnir að við teljum ekki forsvar-
anlegt að búa í verðum við einfald-
lega að loka. Síðan verða sveitar-
félög að gera upp við sig hvað gera
skuli þegar húsnæði kallar á aðgerð-
ir,“ segir Bjarni og tekur um leið
fram að sveitarfélögin séu sammála
um að taka verði á málinu.
Aftur til kreppuáranna
Minnst 1.200 manns í ólöglegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið getur
ekki horft upp á ástandið lengur og hyggst loka brunagildrum Lagaákvæði stangast á
MEÐ BÖRN Í BRUNAGILDRUM»6
➤ Á sumum stöðum gáfu for-ráðamenn húsnæðis slökkvi-
liðinu upp fjölda íbúa. Upp-
lýsingar fengust einnig frá
öðrum staðkunnugum.
➤ Ef ekki fengust upplýsingarvar áætlað að 2 íbúar væru í
hverri íbúð en 1 í hverju sjálf-
stæðu íbúðarherbergi.
ÓLEYFILEGAR ÍBÚÐIR
Ólöglegt húsnæði Samkvæmt
könnun slökkviliðsins bjuggu tveir
útlendingar í þessu húsnæði í febr-
úar. Svona var umhorfs þar í gær,
innan dyra og utan. 24stundir/Frikki
Ávítuð fyrir
laufhreinsun
Borgarstjórn Cardiff í Wales
hefur beðið konu afsökunar á
hegðun borgarstarfsmanns.
Betty Davies, 88 ára, ákvað á
dögunum að sópa laufblöðum
af veröndinni út á götuna fyrir
framan húsið sitt. „Þegar ég
kom aftur inn barði götusóp-
ari að dyrum hjá mér og til-
kynnti mér að ég kynni að fá
sekt fyrir að sópa.“ Í yfirlýs-
ingu borgarstjórnar segir að
ekki tíðkist að sekta fólk fyrir
að sópa laufum á götur. aij
Tvöföldun Suðurlandsvegar verður
boðin út næsta haust og fram-
kvæmdir munu hefjast í kjölfarið.
Vegagerðin reiknar með að lág-
marki níu mánuðum í skipulags-
vinnu og umhverfismat
fyrir útboðið.
Suðurlandsvegur
í útboð á næsta ári
»4