24 stundir - 30.11.2007, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
Í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ
stendur yfir sýning á úrvali skart-
gripa eftir Ásdísi Thoroddsen gull-
smið.
„Hún hafði gott formskyn og í
verkum hennar má greina mjög
ríka efniskennd þar sem hún teflir
saman grófu og fínu,“ segja dætur
Ásdísar, Guðbjörg, Halldóra og Ás-
dís. „Hún notaði efni í smíðisgrip-
ina sem höfðu ekki verið notuð áð-
ur, eins og bláskel, hvalbein, roð,
fuglsklær. Það er mikil sköpun í
verkum hennar enda var hún
frumkvöðull á sínu sviði.“
Þegar dæturnar eru spurðar
hvað hafi heillað móður þeirra við
gullsmíði svara þær: „Hún ætlaði í
keramík en það sem henni fannst
heillandi við gullsmíði var hin
mikla silfurhefð á Íslandi. Hún var
dóttir járnsmiðs og þegar við
spurðum hana af hverju hún, kona,
hefði ákveðið að fara í gullsmíði þá
sagði hún að hún hefði fengið
eldskírnina átta ára þegar hún
greip tvo fallega rauða bolta á
steðjanum hjá pabba. Þeir voru vit-
anlega glóandi.“
„Bara húsmóðir“
„Árum saman hefur fólk spurt: Af
hverju fáum við ekki að sjá neitt eftir
mömmu ykkar? Þess vegna fögnum
við mjög þessari sýningu Hönnun-
arsafnsins,“ segja dætur Ásdísar. Á
sýningunni eru um 50 skartgripir frá
öllum tímabilum á starfsævi Ásdísar.
Á sínum tíma sýndi hún verk sín er-
lendis, þar á meðal í París og Münc-
hen. Hún var þó aldrei sérlega af-
kastamikill listamaður sem skýrist af
því að hún var húsmóðir með stórt
heimili, á tíma þegar ábyrgð á heim-
ilishaldi var hjá konunum. Heilsu-
leysi dró einnig mjög úr afköstum
hennar. Dætur hennar segja að hún
hafi eitt sinn sagt við þær: Menn
halda að ég framleiði mikið en ég er
bara húsmóðir.“
Fylgdi sjónrænni köllun
Í bók sem Hönnunarsafnið hef-
ur gefið út um móður þeirra skrifa
þær um hana og segja á einum
stað:
„Maður furðar sig á því hvaðan
mömmu kom smekkurinn;
óbrigðult lita- og formskynið og
vissan sem einkenndi ekki bara
smíðisgripi heldur alla umhverfis-
sköpun hennar. Hún var á undan
sinni tíð, það var eins og hún hefði
þreifianga inn í kviku tímans…
Stundum lenti hún í útistöðum
vegna framúrstefnu sinnar eins og
þegar húsmæður í Barmahlíð mót-
mæltu eitursmörtum strigagardín-
um í stórum glugga og hugðu þær
lækka hverfið í verði. En hún lét
slíkt aldrei á sig fá, bræddi kerlur,
en fylgdi sjónrænni köllun sinni.“
Ásdís, Halldóra og Guðbjörg „Árum saman hefur fólk
spurt: Af hverju fáum við ekki að sjá neitt eftir mömmu
ykkar? Þess vegna fögnum við mjög þessari sýningu
Hönnunarsafnsins.“
Sýning á skartgripum Ásdísar Thoroddsen
Á undan sinni tíð
➤ Ásdís Thoroddsen fæddist ár-ið 1920 og lést árið 1992.
➤ Í tilefni af sýningunni hefurverið gefið út kynningarrit
með fjölda ljósmynda, ýmiss
konar heimildum og úttekt á
skartgripahönnun Ásdísar
eftir Aðalstein Ingólfsson.
➤ Sýningin stendur til 16. des-ember.
KONANSkartgripir Ásdísar Thor-
oddsen eru á sýningu í
Hönnunarsafni Íslands.
Ásdís var gullsmiður sem
var á undan sinni samtíð.
Á þessum degi árið 1667 fæddist í Dublin Jonathan
Swift, höfundur Ferða Gúllivers. Bókin kom út árið
1726 og naut strax mikilla vinsælda. Talið er að það
hafi tekið Swift sex ár að skrifa bókina. Hann ætlaði
henni að vera háðsádeila enda hafði Swift takmarkaða
trú á mannkyninu. Bókin er hins vegar svo frumleg og
skemmtileg að börn hafa ekki haft síður ánægju af
henni en fullorðnir.
Swift varð í lifanda lífi þekktur fyrir háðsádeiluskrif
sín, þar sem hann hæddist bæði að ríki, kirkju og
menningarástandi.
Margt er á huldu um einkalíf Swifts en kona sem
hann kallaði Stellu virtist eiga hug hans allan og vel
má vera að þau hafi gengið leynilega í hjónaband.
Síðustu ár Swifts einkenndust af einmanaleika og
hann óttaðist mjög að verða geðveikur. Hann lést árið
1745.
Fæðing
Swifts
MENNINGARMOLINN
Tríó Reykjavíkur heldur tón-
leika í Hafnarborg, menning-
ar og listastofnun Hafn-
arfjarðar, sunnudaginn 2. des.
kl.20 og bera þeir yfirskriftina
Klassík við kertaljós.
Þessir tónleikar eru helgaðir
minningu sellósnillingsins og
hljómsveitarstjórans Mstislav
Rostropovits en hann lést í
apríl sl. áttræður að aldri.
Flytjendur á þessum tón-
leikum eru Gunnar Kvaran
sellóleikari og Peter Máté pí-
anóleikari. Á efnisskránni
verða sónata op. 38 eftir
Brahms, Vocalise eftir Rach-
maninoff og sónata op. 40 eft-
ir Shostakovits.
Klassík við
kertaljós
Gunnar Kvaran
Ragnar Th.
Sigurðsson
opnar sýn-
ingu í ljós-
myndagall-
eríinu
Fótógrafí,
Skólavörðu-
stíg 4, laugardaginn 1. desem-
ber frá klukkan 12 til 18. Sýn-
ingin stendur til 4. janúar.
Sýningin nefnist Litir jarðar.
Myndirnar eru allar teknar
síðastliðið haust og sýna blæ-
brigði íslenskra villijurta í
nærmynd. Ragnar Th. er með
reyndari ljósmyndurum á Ís-
landi. Hann hefur gefið út
fjölda bóka, meðal annars í
samstarfi við Ara Trausta
Guðmundsson jarðeðlisfræð-
ing.
Litir jarðar
AFMÆLI Í DAG
Winston Churchill
forsætisráðherra, 1874
Mark Twain
rithöfundur, 1835
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Fólk segir að allt snúist um
lífið en ég vil frekar lesa.
Logan Pearsall Smith
24stundir/Sverrir
Hálsmen 1978, silfur og agat.
eymundsson.is
Mikið úrval af
erlendum bókum