24 stundir - 30.11.2007, Síða 38

24 stundir - 30.11.2007, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir Sýningin Undrabörn eftir bandaríska ljósmyndarann Mary Ellen Mark stendur yfir í Mynda- sal Þjóðminjasafns Íslands. Þar getur að líta myndir af fötluðum nemendum í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási sem teknar voru á síðasta ári. Næst- komandi sunnudag, þann 2. des- ember klukkan 15, verður Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður á staðnum og segir gestum frá verkefninu. Einnig verður sýnd heimild- arkvikmyndin Alexander eftir Martin Bell, en hún er 40 mín- útna löng og fjallar um líf eins nemanda í Öskjuhlíðarskóla, en myndin hefur verið sýnd daglega í fyrirlestrarsal safnsins á milli klukkan 13 og 17 á meðan sýn- ingin Undrabörn hefur staðið yf- ir. Mary Ellen er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann og hefur myndað heimilislaus ungmenni í Seattle, starf líknarstofnunar móður Teresu í Kalkútta og vændishús í Mumbai svo fátt eitt sé nefnt. Þegar hún kom til Ís- lands árið 2006 heillaðist hún mjög af því starfi sem unnið er með fötluðum börnum á Íslandi. Í kjölfarið leitaði Þjóðminjasafn Íslands eftir samstarfi við Mary Ellen Mark um að ljósmynda líf fatlaðra barna á Íslandi. Þjóðminjavörður Mar- grét Hallgrímsdóttir verð- ur með leiðsögn um sýn- inguna Undrabörn á sunnudaginn. Þjóðminjavörður fræðir gesti um Undrabörn Myndir af undrabörnum Eitt merkasta verk Kjarvals í kúbískum stíl, Hvíta- sunnudagur, er komið til landsins og verður nú sýnt í fyrsta skipti á sýningu á Kjarvalsstöðum. Sýningin verður opnuð á sunnudaginn, 2. desember, og stendur út mánuðinn. Málverkið kom í leitirnar í Danmörku í febrúar síð- astliðnum en þess hafði verið leitað lengi. Kjarval málaði Hvítasunnudag þegar hann hafði nýlokið námi við Konunglegu dönsku listaakademíuna árið 1917. Það vakti mikla athygli í íslenskum fjöl- miðlum þegar verkið fannst og mikil eftirvænting ríkti þegar ljóst var að það ætti að bjóða það upp á uppboði. Mikil leynd hvíldi yfir kaupanda verksins og margir bundu vonir við það að þessi mikilvægi hlekkur í listasögu Kjarvals rataði til Íslands. Nú er komið í ljós að þar var Landsbankinn að verki og hefur hann boðið Listasafni Reykjavíkur að taka það til sýningar fyrir almenning. Hvítasunnudagur verður í öndvegi í austursal Kjar- valsstaða auk fleiri verka sem Landsbankinn keypti á síðasta ári þegar hann fagnaði 120 ára afmæli sínu. Um er að ræða meðal annars kolateikningar frá 1924-25 eftir Kjarval, sem fundust uppi á háalofti gamla Stýrimannaskólans í Reykjavík sumarið 1994. Auk Kjarvalsverkanna verða til sýnis verk eftir fleiri listamenn á borð við Finn Jónsson, Gunnlaug Scheving, Ásgrím Jónsson, Nínu Tryggvadóttur, Guðrúnu Einarsdóttur, Eggert Pétursson, Jón B. Ransú og fleiri. Hvítasunnudagur kominn Hvítasunnudagur Eitt merkasta verk Kjarvals í kúbískum stíl kemur fyrir sjónir almennings. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Sýningin „Flickr, flakk og heljar- stökk“ verður opnuð í Ljósmynda- safni Reykjavíkur á morgun en eins og nafnið gefur til kynna er á henni safn ljósmynda af ljósmynda-net- samfélaginu flickr.com. Á sýning- unni verða um 220 myndir eftir 95 manns, bæði atvinnu- og áhuga- ljósmyndara. „Við bjuggum til okkar eigin flickr-síðu síðastliðið sumar þar sem við buðum fólki að senda okkur myndir fyrir þessa sýningu. Við höfðum opið fyrir sendingar í tvo mánuði og fengum ótrúlega mikil viðbrögð og það var mjög erfitt að velja úr þeim fjöl- mörgu góðu myndum sem við fengum,“ segir Jóhanna Guðrún Árnadóttir, sýningarstjóri. Áhugaverður vettvangur Flickr.com er afar áhugavert netsamfélag að sögn Jóhönnu og því full ástæða til að halda sýn- ingu á ljósmyndum þaðan. „Flickr er dálítið eins og myspace, svona staður þar sem fólk með svipuð áhugamál kemur saman, skoðar myndir hvað hjá öðru og ber saman bækur sínar. Notend- urnir koma víða að. Sumir eru þaulvanir atvinnuljósmyndarar og aðrir eru kannski að þreifa sig áfram í áhugaljósmyndun,“ bend- ir hún á. „Það er líka ekki langt síðan fáir áttu stafrænar mynda- vélar en nú eru þær mjög algeng eign. Það hefur orðið ótrúlega mikil gróska í áhuga- og atvinnu- ljósmyndun á þessum tíma og flickr á sinn þátt í því.“ Sex flokkar Myndunum á sýningunni er skipt niður í sex flokka, en það eru Daglegt líf, Portrett, Svart/hvítt, Tíska, Tónlist og Umhverfi. Að sögn Jóhönnu var leitast við að hafa sem fjölbreyttastar myndir í öllum flokkum. „Þannig eru ekki bara fossa- eða sólarlagsmyndir í umhverfisflokknum,“ segir hún. „Annars var hluti af myndunum í svarthvíta flokknum sýndur á ís- lenskri menningarhátíð í Prag síð- astliðinn október.“ Nánar má lesa um þá hátíð á islandskypruvan.cz. Sýningin verður opnuð á morg- un, laugardaginn 1. desember klukkan 16. Fjölbreytileg sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Myndir eftir 95 ljósmyndara Á flickr.com koma saman ljósmyndarar úr öllum áttum, setja inn myndir og ræða sín á milli. Á morgun verður opnuð sýningin „Flickr flakk og heljarstökk“ í Ljós- myndasafni Reykjavíkur með völdum myndum frá íslenskum ljósmyndurum á flickr. Myndin Harry Potter helgi eftir Gunnar Sal- varsson Ein af mynd- unum á sýningunni. ➤ Myndunum er raðað upp eftirflokkum og í sumum tilfellum eru valdar athugasemdir af flickr prentaðar út og hengd- ar upp með þeim. ➤ Hún stendur yfir fram í miðj-an febrúar. SÝNINGIN MENNING menning@24stundir.is a Það hefur orðið ótrúlega mikil gróska í áhuga- og atvinnuljósmyndun á þessum tíma og flickr á sinn þátt í því. Leiðarvísir User Manual Um þig, manninn, konuna eða börnin. Loksins! Stjörnuspekistöðin Síðumúli 29 553 70 75 www.stjornuspeki.is            ! " #$%&%'(     ) * +, -. , -. +    +    ) * #/  !)* )-- 0 *0  . 1 - - /- /  -.  2* */ 2  */  //  3 4 5 / / 6! /

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.