24 stundir - 30.11.2007, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Fallegur silkiklútur við svartan al-
klæðnað gjörbreytir útlitinu á einu
augabragði,“ segir Hlín. „Ég er
hrifin af fylgihlutum sem hafa
þann galdur að geta gjörbreytt út-
litinu og stemningunni.“ Þrátt fyr-
ir að hafa ekki lokið námi sínu í
fatahönnun við Listaháskóla Ís-
lands hefur hún getið sér góðan
orðstír fyrir fallega hönnun sína á
stílhreinum klútunum.
Hlín segist alltaf hafa haft áhuga
á hönnun. „Áhugi minn á hönnun
kviknaði snemma í æsku og ef til
vill hef ég alltaf verið hrifin af fylgi-
hlutum því einhverju sinni vildi ég
hanna hatta og öðru sinni fékk ég
gleraugu á heilann og vildi verða
gleraugnahönnuður.“
Upprennandi hönnuður
Fylgihlutir ofurfólks
Silkiklútar og slaufur
Hlínar Reykdal hafa vakið
mikla athygli. Slaufurnar
og klútarnir eru seldir í
verslun hönnuðarins Hen-
rik Vibskov í Kaupmanna-
höfn og hér heima í versl-
uninni Belleville á
Laugavegi. „Fylgihlutir
eru ómissandi, sér-
staklega fyrir þá sem hafa
lítinn tíma,“ segir Hlín.
Mynd/Jökull Jóhannsson
Hlín hannar hálstau fyrir stráka líka Hálstauið lífgar upp á jakkafötin,
gerir þau sparileg og er ekki eins formlegt og einhæft bindi.
Mynd/Jökull Jóhannsson
Með svörtu Hálsklútarnir koma vel
út með svörtum alklæðnaði
Mynd/Jökull Jóhannsson
Hvít og sparileg Mjúk og girnileg
slaufa úr beinhvítu silki
24stundir/Golli
Á vinnustofunni Ég vinn þannig að ég máta snið á
gínu sem ég notast við á vinnustofunni minni. Þannig
sé ég raunverulega hvernig sniðin virka í reynd.
Frida Kahlo var þekkt fyrir eld-
fimar stjórnmálaskoðanir sínar og
skap, algerlega ófeimin við að op-
inbera nakinn líkama sinn í mynd-
list sinni og hún fór aldrei leynt
með tvíkynhneigð sína. Hin mexí-
kóska Frida Kahlo fór sínar eigin
leiðir. Hið sama má segja um
klæðaburð hennar og útlit. Á þess-
um tíma púðruðu konur sig fölar
og klæddust kvenlegum kjólum.
Kahlo klæddist hins vegar stund-
um karlmannsfötum, víðum bux-
um með axlaböndum við fínlegar
silkiskyrtur. Þess utan ýkti hún
dökkar augabrúnir sínar og skipti
hárinu á áberandi hátt í miðju
hvort sem það var greitt upp í stíl-
hreinan hnút eða skúlptúr gerðan
listilega úr fléttum vöfðum í silki-
borða.
Tískufyrirmynd
Hin unaðslega Frida Kahlo
Skærbleikur klútur og hárskart
Frida klæddist sterkum litum.
Klassísk fegurð Frida með hárið í
hnút.
Skart Hálsfestar svipaðar þessari
sem Frida ber eru vinsælar í dag.
Fröken Pil Laugavegi 69 s. 551-0821
frokenpil@simnet.is
Fröken Pil kyn
nir
nýja kvennfata
verslun með
flottri danskri
hönnun
dGefum þeim sem fá sent í póstkröfu 5% afslátt
Fyrir konur
á breytingaskeiði
Útsölustaðir m.a: Útsölustaðir m.a. Yggdrasill, Fræið Fjarðarkaup, Maður lifandi, Lífsins lind
S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet/heilsuhorn.is
Póstsendum
um land allt
Glerártorg Akureyri
– Hagkaup, Lyfjaval, Krónan Mosfellsbæ, Nóatún Hafnarfirði, Krónan Mosfellsbæ og Akranesi
Laugavegi 54
sími 552 5201
Jakkasprengja
Ullarjakkar
áður 12.990
Nú 9.990
Stærðir 34-46