24 stundir


24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 24

24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir „Þeir sem greinast HIV-jákvæðir eru oftast haldnir sömu fordómum og fólkið í landinu almennt gagn- vart sjúkdómnum, sem gerir oft að verkum að fólk á erfiðara með að segja sínum nánustu frá sjúk- dómnum. Þannig eiga þeir á hættu að einangrast félagslega,“ segir Sig- urlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi Alnæmissamtaka Íslands. Jákvæð þróun Einar Þór Jónsson er formaður Alnæmissamtakanna og hefur ver- ið félagsmaður frá því að þau voru stofnuð fyrir nærri 20 árum. Á þeim tíma hefur hann séð viðhorf til HIV og aðstæður HIV-jákvæðra breytast gífurlega. „Ég vil skipta þróuninni hér á landi í þrjú tíma- bil. Þegar Alnæmissamtökin byrj- uðu var það hræðilegur dómur að fá HIV. Þá var greiningin mikið leyndarmál og fyrir ungt fólk gekk þetta meira út á að sætta sig við ör- lög sín og það sem koma skyldi. Fyrir um tíu árum koma svo lyfin. Fyrst fylltust HIV-jákvæðir ákveð- inni vantrú á það kraftaverk sem var að gerast. Það tók fólk dálítinn tíma að átta sig á þessu nýja tækifæri. Staðan síðustu ár hefur svo verið þannig að fólk er almennt á vinnu- markaði og lifir sínu venjulega lífi.“ Lyf gefa nýtt líf Þeim sem greinast HIV-jákvæðir á Landspítalanum er vísað í viðtal til Sigurlaugar. Undanfarin ár hef- ur hún hjálpað fjölda fólks að vinna úr áfallinu sem fylgir því að greinast með smit. „Eftir að nýju lyfin komu á markað heldur fólk bara áfram að lifa sínu eðlilega lífi hvað varðar nám, skóla og að eiga sér framtíð,“ segir Sigurlaug. Gagnkynhneigðir smitast mest Undanfarin ár hafa nýsmit verið algengust meðal gagnkynhneigðra. Fjórar konur báðu Sigurlaugu að koma á fót hópi sérstaklega fyrir gagnkynhneigða HIV-jákvæða inn- an Alnæmissamtakanna. Sigurlaug segir yfirleitt um tiltölulega ungt fólk að ræða, sem langar til að eiga líf og framtíð eins og annað fólk. „Þegar fólk vill eiga sér framtíð, þá fylgir því gjarnan löngunin til að eignast börn og fjölskyldu. Þótt það sé oft erfitt, þá er ekkert óal- gengt að slíkt geti gengið upp.“ Barnalán HIV-jákvæðra Þegar HIV-jákvæðir eignast maka tekur parið gjarnan þá ákvörðun að eignast börn. Með því að gefa móður lyf á meðgöngu og barni í sex vikur eftir fæðingu er hægt að draga stórlega úr hættunni á smiti á milli móður og barns. „Á undanförnum árum hafa verið að fæðast svona um 15 börn hjá HIV-jákvæðum konum í kring- um mig. Það hefur í öllum tilvik- um gengið mjög vel og ekkert barn hefur smitast,“ segir Sigurlaug. Enn þrífast fordómar Lengi vel voru samkynhneigðir í meirihluta þeirra sem smituðust af HIV, sem Einar telur lita viðhorf fólks til sjúkdómsins. „Því að vera HIV-jákvæður fylgir ákveðið tabú, sem kemur sennilega út af því að þetta tengist veikindum, dauða, kynlífi og minnihlutahópum hér áður fyrr. Þetta tabú afléttist ekki fyrr en fólk er tilbúið til að opna um- ræðuna. Þögnin viðheldur dulúð- inni yfir HIV, sem er í raun og veru bara skilgreint sem langvinnur og erfiður sjúkdómur, eins og sykur- sýki, í dag.“ Óttinn við fordóma kemur í veg fyrir að fólk tjái sig opinskátt um sjúkdóminn. „Það vill ekki eiga á hættu að mögulegir fordómar skapi viðbótarálag í lífi þess. Það gæti til dæmis haft áhrif á möguleika fólks í starfi ef það spyrst út að það sé HIV- jákvætt,“ segir Sigurlaug. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Lifa sínu venjulega lífi  HIV-jákvæðir Íslendingar eignast oft börn og fjölskyldu  Óttinn við fordóma kemur í veg fyrir að fólk tjái sig opinskátt um sjúkdóminn  Mikil viðhorfsbreyting á tuttugu árum, segir formaður Alnæmissamtakanna Sigurlaug og Einar Fé- lagsráðgjafi og formaður Alnæmissamtakanna ➤ Á Íslandi hafa 195 greinstmeð HIV-smit. 37 hafa látist af völdum þess. ➤ Dagur rauða borðans, al-þjóðlegi alnæmisdagurinn, er haldinn 1. desember ár hvert. ➤ Opið hús verður hjá Alnæm-issamtökunum, Hverfisgötu 69, milli 15 og 18 á morgun. ALNÆMI Á ÍSLANDI Andrés I. Jónsson andresingi@ 24stundir.is FRÉTTASKÝRING 24stundir/Ómar Langflestir þeirra sem lifa með HIV-smit í heiminum búa í sunn- anverðri Afríku. Þar er talið að yfir 22 milljónir manna séu smitaðar og að hlutfall smitaðra sé allt að 20- 30% á sumum svæðum. „Svona hátt hlutfall bitnar á þeim sem eftir lifa. Börnum sem foreldrar deyja frá, þeim sem þurfa að taka við börnunum og efna- hagsþróun allri,“ segir Nína Helga- dóttir, sem starfar á vegum Rauða krossins í Mósambík. Heil kynslóð hverfur Nína líkir ástandinu þar sem al- næmisfaraldurinn er hvað verstur við hverjar aðrar náttúruhamfarir. „Ólíkt hefðbundnum náttúruham- förum, sem ráðast á þá sem eru veikastir fyrir, þá ræðst alnæmi á þá sem eru sterkastir í samfélaginu: fólk á barneignaraldri, hina vinn- andi kynslóð. Þegar þessi kynslóð fellur frá eru afleiðingarnar gífurleg- ar og snerta öll svið þjóðfélagsins.“ Fordómar og kynferðisofbeldi Opnari umræðu þarf til að eyða landlægum fordómum gegn al- næmi í Afríku. Þeir geta orðið þess valdandi að fólk leitar sér ekki læknisaðstoðar. „Þungamiðjan í umræðunni verður líka að vera staða kvenna. Þær eru oft efnahagslega háðar eig- inmönnum sínum og eiga erfitt með að krefjast þess að þeir noti smokka. Þá viðgengst líka mikið kynferðisofbeldi gegn konum.“ Rauði kross Íslands starfar náið með heimamönnum í Mósambík, enda þekkja þeir mun betur til að- stæðna á svæðinu en utanaðkom- andi. Auk þess skipta sjálfboðaliðar miklu máli þar sem aðeins helm- ingur þjóðarinnar hefur aðgang að heilsugæslu. Þeir sinna þannig jafn aðhlynningu sjúkra og forvörnum. andresingi@24stundir.is Alnæmisfaraldur í Afríku Hamfarasvæði sunnan Sahara FJÖLDI MEÐ HIV-SMIT OG ALNÆMI ÁRIÐ 2007 Afríka, sunnan Sahara 22.500.000 Mið-Austurl. & N-Afríka 380.000 S- og SA-Asía 4.000.000 Eyjaálfa 75.000 Rómanska-Ameríka 1.600.000 Karíbasvæðið 230.000 A-Evrópa og Mið-Asía 1.600.000 V- og Mið-Evrópa 760.000 N-Ameríka 1.300.000 1.700.000 100.000 17.000 46.000 35.000 31.000 150.000 92.000 340.000 14.000 Austur-Asía 800.000 Fjöldi HIV-smitaðra Þar af nýsmitaðir Grafík: 24 stundir/Einar Elí Heimild: UNAIDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.