24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
„Samkvæmt Hagkaupum eiga ör-
þreyttir eiginmenn og kærastar
skilið hvíld frá skemmtirölti eig-
inkvenna sinna og unnustna og
því eiga þeir skilið "pössun" eins
og litlu börnin. Það er vel, kon-
urnar sjá um innkaupin og ráð-
stafa tekjum heimilisins á meðan
mennirnir þeirra eru í pössun.“
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynjabh.blog.is
„Djöfull er ég sáttur við þetta hjá
Hagkaup. Að versla er ekki það
skemmtilegasta sem við karl-
menn gerum. Við getum ekki
labbað um búðir þangað til við
fáum bólgna ökkla eins og eig-
inkonurnar. Þá er nú gott að setj-
ast niður með kaffibolla og geta
slakað á yfir boltanum.“
Kristján Guðberg Sveinsson
hrsveinsson.blog.is
„Eru íslenskir karlmenn sumsé
með enga skoðun á hvað er versl-
að til heimilisins, hvernig föt eru
keypt á börnin þeirra og jafnvel
þá sjálfa? Og til hvers eru þeir þá
að fara með í verslunarferðina?
Til að bera pokana? Keyra bílinn?
Borga? Er ekki örugglega árið
2008 að renna upp bráðum?“
Ingibjörg Rósa
irb.blog.is
BLOGGARINN
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Síðdegis í dag kemur út bókin
„Konur eru aldrei hamingjusamar
því þær eru með svo litlan heila - og
karlar rosa pirrandi.“ Höfundar
eru þeir Helgi Jean Claessen og
Hjálmar Örn Jóhannsson og segir
Helgi að í bókinni gefi þeir karl-
mönnum praktísk ráð þegar kem-
ur að umgengni við hitt kynið.
Bókin er grín-ádeila á bók Þor-
gríms Þráinssonar „Hvernig gerirðu
konuna þína hamingjusama?“
Smáatriðin skipta máli
„Kveikjan að bókinni var að
svipta hulunni af litlu atriðunum í
hjónabandinu sem búa til heildina.
Til dæmis hvernig á að fást við
tengdó, hvernig á að umgangast
konu á blæðingum með geð-
sveiflur og hvernig finna skal G-
blettinn, en það er best með hjálp
hjúkrunarfræðings.“ Nafn bók-
arinnar vekur óneitanlega athygli,
ekki aðeins sökum fullyrðing-
arinnar sem í henni felst, heldur
einnig vegna málvillunnar sem þar
er að finna. „Fyrirsögnin vísar í
misskilning og fordóma sem gætt
hefur meðal karlmanna og einnig í
málvillu sem margir sömu karl-
manna nota þegar þeir beita full-
yrðingunni. Enda verða slíkir
menn afar pirrandi og það er það
sem bókin reynir að koma í veg
fyrir: að velviljaðir karlmenn verði
fordómum og fáfræði sinni að
bráð, eiginkonum sínum til
óþurftar.“ Helgi segist ekki hafa
mikla reynslu af konum, sem Þor-
grímur Þráinsson hefur aftur á
móti. „Við getum þó miðlað af
þeirri litlu reynslu sem við höfum.
Til dæmis er appelsínuhúð frekar
léttvægt orð í hugum karlmanna,
en álitið af konum sem mjög alvar-
legur sjúkdómur. Lesi konur bók-
ina þá uppgötva þær hvers ætlast
má til af mönnum sínum. Bók
Þorgríms er auðvitað frábær og
gefur betri ráð en okkar bók. Karl-
menn verða fullkomnir lesi þeir
Þorgrím. Markmið okkar eru hins
vegar ekki svo háleit. Mottó Þor-
gríms er: Betra kynlíf, fallegri sam-
skipti og meira sjálfsöryggi. Okkar
mottó er: Ekki jafn klúðurslegt
kynlíf, færri meiriháttar rifrildi og
aðeins minna óöryggi.“ Hluti
ágóðans af sölu bókarinnar rennur
til langveikra barna.
H-karlarnir Helgi og Hjálmar taka þátt í jólabókaflóðinu
Í samkeppni
við Þorgrím
Út er komin sjálfshjálp-
arbók sem stuðlar að
minni óhamingju kvenna.
Er bókin sett til höfuðs
bók Þorgríms Þráins-
sonar, þótt markmiðin
séu ekki jafn háleit.
24Stundir/Brynjar Gauti
Bókin Þörf viðbót í jólabókaflóðið.
Höfundarnir Telja sig
geta komið í veg fyrir
óhamingju kvenna.
HEYRST HEFUR …
Sprengjuhöllin kemur fram á Flateyri í kvöld á tón-
leikum sem Menntaskólinn á Ísafirði stendur fyrir.
Óvíst er hvort flogið verður til Ísafjarðar vegna veð-
urs og gætu Bergur Ebbi, Atli Bolla og félagar í
Sprengjuhöllinni því þurft að leigja bíla og keyra til
Flateyrar. Það á vel við þar sem Sprengjuhöllin á
vinsælasta lagið á útvarpsstöðvum landsins í dag, en
það heitir einmitt Keyrum yfir Ísland. afb
Vilhelm Jónsson, framkvæmdastjóri Sagtækni, sit-
ur í efsta sæti á lista vefsíðunnar frambjodandi.is.
Þar geta netverjar valið draumaforsetaframbjóð-
anda, en kosningar verða á næsta ári. Vilhelm á
greinilega góða að þar sem hann hefur hlotið tæp
13% atkvæða. Í þriðja sæti situr Jón Gnarr, með
töluvert fleiri atkvæði en Geiri á Goldfinger, sem
situr í því fjórða. afb
Perluvinirnir Davíð Oddsson og Jón Steinar
Gunnlaugsson skelltu sér til Englands á leik Liver-
pool og Porto í Meistaradeildinni á miðvikudag.
Leikurinn var spennandi fram á lokamínútur þegar
rauði herinn hrökk í gang og skoraði þrjú mörk
sem gerðu út um leikinn. Félagarnir Davíð og Jón
hafa örugglega skemmt sér konunglega og dansað,
sungið og trallað með innfæddum. afb
„Okkur finnst eitthvað vera að
Eurovision, það vantar meira stuð
og meira rokk,“ segir Óttarr
Proppé, annar söngvara rokk-
skrímslisins Dr. Spock.
Hljómsveitin flytur lag Dr.
Gunnar Hvar ertu nú í Laug-
ardagslögunum á morgun. Þar
mætir þeim hörð samkeppni þar
sem Birgitta Haukdal og Magni
Ásgeirsson flytja lag Hafdísar
Huldar í sama þætti.
Frábær samkeppni
Óttarr segir það frábært að Dr.
Spock fái alvöru samkeppni frá
góðum flytjendum. „Það er gott að
vita að það er fólk þarna sem kann
að skemmta,“ segir hann. „Svo
verðum við að vona að þau flytji
ekki líka lag um sjómenn.“
Lagið sem Dr. Spock flytur
fjallar einmitt um íslenska sjó-
menn og Óttarr játar að lagið sé
sjómannaslagari 21. aldarinnar.
„Það vantaði lag um íslenska
sjómanninn. Ef lagið hefði
undirtitill væri
hann Leitin að
týndu áhöfn-
inni.“
Magni Ás-
geirsson
var upptekinn við að flísaleggja í
eldhúsi sínu í Hveragerði þegar 24
stundir náðu í hann. „Ég og Birg-
itta erum miklir aðdáendur Dr.
Spock. Þannig að ég hlakka mikið
til að deila með þeim sviðinu,“
sagði hann. „Við erum afskaplega
afslöppuð með keppnina, við
erum ekki að farast úr
stressi. Við tókum
móralska ákvörðun
um að ráða enga
finnska sprengju-
sérfræðinga.“
atli@24stundir.is
Háspenna í Laugardagslögunum
Magni og Birgitta
mæta Dr. Spock
Rokkskrímslin Dr. Spock er
rosaleg hljómsveit.
Syngur með Magna
Birgitta og Magni flytja
lag Hafísar Huldar.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
3 2 9 4 5 6 1 8 7
4 1 5 7 3 8 9 2 6
6 7 8 9 1 2 5 4 3
5 9 2 6 4 3 7 1 8
7 8 4 2 9 1 6 3 5
1 3 6 5 8 7 2 9 4
8 4 7 1 2 5 3 6 9
9 5 1 3 6 4 8 7 2
2 6 3 8 7 9 4 5 1
Sterkur sem steinn og léttur sem fjöður!
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Það hefur ekki komið til tals, en
þetta er góð hugmynd. Í ákveðnum
deildum væri ekki vitlaust að bjóða upp
á nagla- og hársnyrtingu til dæmis!
Ætlar Byko að passa upp á konurnar meðan karlarnir versla?
Ásgeir Bachman er verslunarstjóri Byko í Breiddinni. Mik-
il umræða hefur skapast um sérstakt pláss í Hagkaupum
í Holtagörðum, sem ætlað er körlum með verslunarleiða.
– hlaðin hollustu
Fjölbreyttur og freistandi hollustubiti
Þú færð ferska ávaxta- og grænmetisbakka, brauðlokur og
heilsudrykki frá Ávaxtabílnum – á stærstu Olís-stöðvunum.
Frísklegtávaxtaglas
T
B
W
A
\R
E
Y
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA