24 stundir - 30.11.2007, Side 42

24 stundir - 30.11.2007, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is Tekjur ríkissjóðs af ökutækjum á síðasta ári, beinar og óbeinar, námu rúmlega 50 milljörðum króna. Það eru 4,4% af landsfram- leiðslu. „OECD hefur gefið út hver kostnaður samfélaga innan stofn- unarinnar sé vegna bíla og úthalds þeirra. Sem viðmiðun eru tilmæli til stjórnvalda aðildarríkja að skatt- tekjur af bílum og umferð séu á bilinu 3-3,5 prósent. Það á að duga til að mæta samfélagslegum kostn- aði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdagstjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Ef miðað er við skattheimtu á Ís- landi og lægri mörk tilskipunar OECD má því segja að íslenskir bíl- eigendur séu að borga tæplega 16 milljörðum of mikið í skatta á hverju ári. „Þessi viðmiðun gengur út á reiknimódel sem hefur að sjálf- sögðu einhverja fyrirvara,“ segir Runólfur. „Það gengur út á ýmsar breytur, eins og kostnað við slys, uppbyggingu samgöngumann- virkja, mengun og margt fleira. Úr þessu líkani fæst þessi nið- urstaða en við búum í þannig sam- félagi að sumar af breytunum eru í miklu betri farvegi hjá okkur en öðrum þjóðum. Eftir sem áður má segja að stjórnvöld hafi þarna farið í efstu lög, því við erum auðvitað líka með einhverjar hæstu þjóðar- tekjur á mann sem þekkjast.“ Runólfur leggur áherslu á að þegar tekjur og gjöld ríkisins af bíl- um og umferð séu skoðuð verði að horfa heildstætt á málið. Mála- flokkurinn hafi svo víðtæk áhrif í samfélaginu. „Ríkið hefur ein- hverja tekjuþörf og það verður að horfa á málið í heild sinni. Það er til dæmis mikilvægt að ná þeim samfélagslega árangri að draga úr eldsneytisnotkun ökutækjaflotans og það getur þýtt á móti að við verðum að færa einhverjar fórnir.“ Fyrir nokkrum misserum var Ís- land efst á lista IRF (International Road Federation) yfir kostnað í mismunandi löndum við að reka bíl með 1,5 lítra bensínvél. Þrátt fyrir lægri skatta en til dæmis í Noregi er kostnaður neytenda hærri hér á landi, miðað við heild- arlíftíma bílsins. DÆMI UM TEKJUR OG GJÖLD VEGNA BÍLA OG UMFERÐAR ÁRIÐ 2007 Heimild: Fjárlög og aukafjárlög fyrir 2007 Dæmi um tekjur Tölur í milljónum króna Dæmi um gjöld Tölur í milljónum króna VSK af bensíni1 VSK af dísilolíu2 Vörugjald ökutækja Almennt vörugjald af bensíni3 Sérstakt vörugjald af bensíni4 Olíugjald Bifreiða- gjald Þungask./ kílómetragj.5 VSK af kaupum einkabíla6 Viðhald vegakerfis Fjárfesting í vegakerfi Rekstur Vegagerðar7 Rekstur Umferðar- stofu8 Rekstur Ranns.n. umferðarslysa9 1 M.v. áætlun yfirvalda um 200 milljón selda lítra og 124 kr. pr. lítra. 2 M.v. áætlun yfirvalda um 100 milljón selda lítra og 128 kr. pr. lítra. 3 Rennur til óskildra mála. 4 Eyrnamerkt vegamálum. 5 Þungaskattur af bílum yfir 10 tonnum að þyngd. 6 Tölur frá 2006 - heimild: FÍB. 7 Gjöld v/reksturs umfram tekjur. 8 Gjöld v/reksturs umfram tekjur. 9 Gjöld v/reksturs umfram tekjur. 4.880 2.519 9.140 2.080 7.349 5.940 4.410 1.260 8.817 3.159 10.441 4.655 423 16,6 Meira innheimt af íslenskum bíleigendum en OECD mælir með Sextán milljarða of- sköttun á bíleigendur Skattheimta af bílum og umferð er rúmlega 30% meiri hér á landi en mælt er með innan OECD. Fyrir íslenska bíleigendur þýð- ir það tæplega 16 millj- arða aukalega á ári. ➤ Árið 1994 voru tekjur af öku-tækjum 15,8 milljarðar, eða 3,4% af landsframleiðslu. ➤ Af 50 milljörðum sem voruinnheimtir í fyrra voru 80% þeirra bein gjöld af bílum og umferð. INNHEIMTA Á ÍSLANDI TEKJUR AF ÖKUTÆKJUM Sem hlutfall af landsframleiðslu 3,4% 4,1% 4,4% 4,4% 3,4% 4,1% 4,4% ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 Frá því að Christian Von Koe- nigsegg var 17 ára hefur líf hans snúist um að hanna og framleiða bíl sem hann vildi að væri besti sportbíll í heimi. Eftir að hafa tapað hraðameti fjöldaframleiðslubíla til Bugatti Veyron, sem var reyndar slegið aft- ur af SSC Ultimate Aero TT fyrr í haust, hefur Koenigsegg setið við teikniborðið. Nýjasta afurð þessa sænska of- urbílaframleiðanda er Koenigsegg CCXR Special Edition og tölurnar tala sínu máli: 1018 hestöfl, 4,7 lítra V8, 0-100 á 2,9 sekúndum, yfir 400 km hámarkshraði, 136,5 millj- ónir króna og E85. Já, þú last rétt, bíllinn getur gengið á lífeldsneyti. Að auki er bíllinn gefinn upp fyrir 22 lítra eyðslu á hundraðið, sem er nokkuð gott miðað við allt þetta afl. Koenigsegg fullyrðir því að bíllinn sé skref í áttina að grænum ofursport- bílum, tvö hugtök sem sjást ekki oft hlið við hlið, en sé auk þess fullfær um að fara hraðar en Bugatti Vey- ron. Orð hans hafa yfirleitt staðist og því bíðum við spennt eftir mæling- unni. Að lokum má geta þess að eig- inkona Christians, Halldóra, er ís- lensk. 1018 hestafla lífdísilknúinn ofursportbíll Ofurgræn Veyronæta frá Svíþjóð Grænn og gríðarlega öflugur Koenigsegg CCXR Special Edition á að stinga Bugatti Veyron af, á lífeldsneyti. Láttu okkur sandblása og pólýhúða felgurnar í hvaða lit sem er með Epoxy grunn, Polyester lit og Acryl glæru. Þær verða eins og nýjar! Smiðjuvegi 1 • s. 544-5700 • www.polyhudun.is Eru felgurnar orðnar ljótar? Heilsársdekk vetrardekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Gúmmívinnustofan SP dekk - Skipholti 35 -105 R Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is RAFGEYMAR : . . SÍMAR: AX: Alhliða bi réttingar GRÆNUMÝRI 3 - SÍMI 587 7659 - WWW.BILAPARTAR.IS BÍLAPARTAR VIÐ HÖFUM ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@24stundir.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.