24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 18

24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Sænski aðstoðarvarnarmálaráð- herrann, Håkan Jevrell, hefur ver- ið á yfirreið um Norðurlönd að ræða varnar- og öryggismál. Einu sinni var bannað að ræða þau mál á norrænum vettvangi. Ísland, Noregur og Danmörk voru í NATO og Finnland og Svíþjóð ráku stranga hlutleysisstefnu. Allt hefur þetta breytzt eftir að kalda stríðinu lauk. Þótt hvorki Finnland né Svíþjóð hafi gengið í NATO fer samráð og samvinna norrænu ríkjanna í ör- yggismálum vaxandi, ekki sízt á sviði friðargæzlu og innkaupa á hergögnum. Ísland hefur aukið verulega samstarf sitt við Dan- mörku og Noreg eftir brotthvarf varnarliðsins. Það vakti athygli fyrir stuttu er Svíar og Norðmenn lýstu yfir vilja til aukins samstarfs á sviði varnarmála og buðu Finn- um í framhaldinu aðild að því. Er til í dæminu að öll norrænu ríkin taki höndum saman í nýju, nor- rænu varnarsamstarfi? Ekkert ríki útilokað „Málið er á dagskrá í meira mæli en áður og ég er sannfærður um að við munum þróa þetta samstarf frekar,“ segir Jevrell. „Það frumkvæði, sem Noregur og Sví- þjóð og síðar Finnland höfðu að auknu samstarfi, útilokar ekkert annað norrænt ríki. Þvert á móti er mikilvægt að öll ríkin vinni saman í meira mæli.“ Hann segir að ekki sé víst að öll ríkin vinni saman á öllum sviðum, sem aukið varnarsamstarf kunni að taka til. Samsetning samstarfs- ins geti verið ólík eftir áhuga og getu ríkjanna. „Ef við tökum al- þjóðlega friðargæzlu sem dæmi, þá getum við fyrirfram komið auga á hvað hvert ríki gerir bezt og þá vit- um við hvernig við viljum vinna saman í alþjóðlegri friðargæzluað- gerð. Nú hafa Svíþjóð og Noregur til dæmis ákveðið að efna til sam- starfs um friðargæzlu í Súdan. Ef við störfum saman er líklegra en ella að norrænu ríkin geti lagt sitt af mörkum í slíkum verkefnum.“ En kemur til greina að norrænt varnarsamstarf taki ekki aðeins til alþjóðlegra aðgerða, heldur einnig eftirlits og varna á landsvæði Norðurlanda? Er til dæmis hægt að hugsa sér að Svíþjóð taki þátt í reglulegum heræfingum NATO, sem fyrirhugaðar eru á Íslandi? „Ég vil alls ekki útiloka að við tökum þátt í sameiginlegum NATO-æfingum. Það er vel mögu- legt. Ef horft er á öryggismálin í breiðu samhengi, eru margir möguleikar á samstarfi, til dæmis varðandi landhelgisgæzlu, sameig- inleg innkaup á flugvélum og svo framvegis,“ segir Jevrell. Ísland í nýrri stöðu Hann bendir á að ekki sé aðeins Svíþjóð í annarri stöðu nú en í kalda stríðinu, heldur sé Ísland komið í nýja stöðu eftir brotthvarf varnarliðsins. „Ísland ber nú ábyrgð á ratsjárkerfum og fjar- skiptakerfum. Þetta eru sömu kerfin og við notum. Það má vel hugsa sér það, sem var óhugsandi fyrir ekki svo löngu, að við vinnum saman að endurnýjun og viðhaldi þessara kerfa. Þar hafa öll norrænu ríkin sömu þarfir.“ Samstarf um varnir á dagskrá  Þátttaka Svía í æfingum NATO hér ekki útilokuð  Vaxandi norrænt varnarsamstarf Allir með Håkan Jevrell segir ekkert nor- rænt ríki útilokað frá áformuðu samstarfi Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. ➤ Tók við starfi aðstoðarvarn-armálaráðherra Svíþjóðar í haust. ➤ Er íhaldsmaður úr Hægri-flokknum. ➤ Var áður pólitískur ráðgjafiFredriks Reinfeldt forsætis- ráðherra. HÅKAN JEVRELL Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is FRÍ LEGUGREINING og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum BYLTING Í SVEFNLAUSNUM EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM Jólatilboð 10-40% afsláttur Einu sinni hefði þótt saga til næsta bæjar að hin hlutlausa Svíþjóð sæktist eftir samstarfi í öryggis- og varnarmálum við NATO-ríkið Ísland. Nú eru breyttir tímar, eins og heyra má á Håkan Jevrell, aðstoðarvarnarmálaráð- herra Svíþjóðar. 24stundir/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.