24 stundir - 30.11.2007, Side 8
Miðlungsstaða íslenskra nem-
enda meðal þjóða Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu
(OECD) í svokallaðri Písakönnun,
kemur menntamálaráðherra ekki á
óvart. Ísland er næst á eftir Króatíu
samkvæmt nýjustu niðurstöðum
PÍSA um frammistöðu fimm-
tán ára unglinga í skólum
OECD-landa.
Finnland skorar hæst,
er í efsta sæti í könn-
uninni sem í þetta
sinn snýr að nátt-
úrufræði, stærð-
fræði og lestri. Ís-
land er næst á eftir
Króatíu, í hópi
þeirra landa sem
teljast undir með-
allagi. Svíþjóð og
Danmörk koma
betur út, en Nor-
egur er neðan við
Ísland á listanum.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra
segir að vissulega sé Ísland
ekki að hækka sig, en ekki að
lækka heldur nema þá óveru-
lega. Íslendingar hafi dýrustu skóla
í heimi og góðar aðstæður að öllu
leyti. En niðurstöðurnar segir ráð-
herra vera staðfestingu á því að
einmitt nú sé gott að leggja fram ný
frumvörp til breytinga á öllu skóla-
kerfinu.
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Óraunhæft er að hægt sé að koma
algerlega í veg fyrir fíkniefnasmygl
til landsins. Þetta er mat flestra sem
fjalla um málefnið og kemur það
fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisend-
urskoðunar um ráðstafanir gegn
innflutningi ólöglegra fíkniefna til
Íslands.
Að meðaltali stöðvuðu tollayfir-
völd eina smygltilraun þriðja
hvern dag á árunum 2003 til
2006. Alls voru 493 til-
raunir til smygls á fíkni-
efnum stöðvaðar á
tímabilinu. Lagt var
hald á nálega 180
kíló af kannabis-
efnum, amfeta-
míni og kókaíni
auk umtalsverðs
magns annarra
efna í þessum til-
raunum. Ríkis-
endurskoðun hef-
ur reiknað út að
einungis árið 2006
hafi götuvirði hald-
lagðra fíkniefni num-
ið tæpum fimm millj-
örðum króna. Það
jafngildir um 16 þúsund
krónum á hvern Íslending.
Vilja heildstæða stefnu
Karen Bragadóttir, forstöðu-
maður tollasviðs hjá tollstjóranum
í Reykjavík, segir tollayfirvöld mjög
ánægð með skýrsluna. „Að ein-
hverju leyti lúta þessar ábendingar
að verkefnum sem við höfum verið
að vinna að og erum að vinna að.
Að öðru leyti er um hluti að ræða
sem ýta við okkur og fá okkur til að
vinna að þeim málum á næstunni.
Sumt af þessu eru hlutir sem hafa
verið lengi á dagskrá hjá okkur en
við höfum því miður ekki komið í
framkvæmd enn þá af ýmsum
ástæðum.“
Karen segir að eitt af því sem
kemur fram í skýrslunni sé vöntun
á heildstæðri stefnu. „Ég hef fulla
trú á því að slík stefnumótun verði
unnin í framhaldi af þessari úttekt
því það hlýtur að vera okkar hlut-
verk sem stjórnvalds að fara eftir
ábendingum Ríkisendurskoðunar,
ekki síst í ljósi þess að við erum
þeim sammála.“
Karen segir að embættið leiti
auðvitað alltaf nýrra leiða til að
gera betur og nýta fjármuni og
mannafla eins vel og hægt er. „Við
erum að skoða það núna að efla
skoðunar- og leitaraðstöðuna okk-
ar á hafnarsvæðunum. Við erum
því sífellt að finna leiðir til að bæta
starfið. Þessi úttekt sýnir að við er-
um á réttri leið en við getum gert
betur og ég er sannfærð um að það
gerist.“
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Stöðva smygl
þriðja hvern dag
Tollayfirvöld leggja hald á meira af fíkniefnum hér en víðast hvar
annars staðar Ríkisendurskoðun telur að enn megi gera betur
Tollskoðun Tollayfirvöld
hafa náð umtalsverðum
árangri í baráttunni gegn
fíkniefnasmygli.
➤ Lagt er til að öryggisgæslaverði hert á tollvörusvæðum
auk þess sem bakgrunnur
þeirra sem þar vinna verði
hugsanlega kannaður.
➤ Einnig er því velt upp hvortmiðlægt embætti væri betur
til þess fallið að framkvæma
stefnu í tollamálum.
STJÓRNSÝSLUÚTTEKT
8 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
beva@24stundir.is
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga efast um ávinninginn af því að
færa forræði hjúkrunarheimila frá
heilbrigðisráðuneyti til félagsmála-
ráðuneytis. Í greinargerð með
frumvarpi um flutninginn er bent
á að öldrun sé ekki sjúkdómur, en
hún kalli hins vegar á almenna
öldrunar- og umönnunarþjónustu.
Veikara fólk á stofnunum
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
ingar segir á móti að öldrun fylgi
oft margvíslsegur heilsubrestur og
gamalt fólk hafi oft fjölbreytta
sjúkdóma. Þetta fólk þurfi ekki að-
eins umönnun og öldrunarþjónstu
heldur faglega hjúkrun. Félagið
bendir á að stjórnvöld stefni að því
að gera gömlu fólki mögulegt að
búa heima hjá sér eins lengi og
kostur er. Gangi það eftir verði fólk
sem vistast á hjúkrunarheimilum
framtíðarinnar ennþá veikara en
þeir sem þar eru nú. Þörf fyrir
hjúkrun muni aukast.
Flóknari stjórnsýsla
Félagið varar við áætlunum um
að skipta daggjöldum aldraðra í
tvennt, annar svegar fyrir heil-
brigðisþáttinn og hins vegar allt
annað. Elsa B. Friðfinnsdóttir, for-
maður Félags hjúkrunarfræðinga,
telur ekki líkur á að frumvarpið
einfaldi stjórnsýslu. Sú staða hjúkr-
unarheimila að heyra undir tvö
ráðuneyti verði frekar flóknari fyrir
starfsfólk og vistmenn.
Fagleg afturför
Hjúkrunarfræðingar segja einn-
ig í umsögn um frumvarpið að þeir
telji hættu á að slegið verði af fag-
legum kröfum sem þýði afturför og
þjónustuskerðingu. Félagið minnir
á að öldrunarhjúkrun er sérstakt
fagsvið innan hjúkrunarfræðinnar.
Fjöldi hjúkrunarfræðinga hafi úr-
slitaáhrif á rekstrarkostnað heim-
ilanna og afdrif sjúklinga.
Ellin er ekki sjúkdómur en vistmenn hjúkrunarheimila verða ennþá veikari í framtíðinni en þeir sem dvelja þar nú
Varað við flutningi öldrunarmála milli ráðuneyta
SKRÁÐU
ÞIG NÚNA
Þú færð nánari upplýsingar um
Vildarpunkta Glitnis á www.glitnir.is
WWW.GLITNIR.IS
MORÐIÐ Á LAUGALÆK
DULARFYLLSTA MORÐGÁTA 20. ALDAR
Hver var morðingi
Gunnars Tryggvasonar
leigubílstjóra?
Hvers vegna var
hann myrtur?
Hvað fór úrskeiðis við
rannsóknina?
ÆSISPENNANDI FRÁSÖGN
AF EINU EINKENNILEGASTA
MORÐMÁLI 20. ALDAR.
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Ráðherra sér tækifæri í könnun
Erum slakir
meðalnámsmenn
Jóhann R. Benediktsson, lög-
reglu- og tollstjóri á Suðurnesjum,
segir margt í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um fíkniefnainnflutning
vera gagnlegt.
„Það er vissulega ekki fram-
kvæmanlegt að koma algerlega í
veg fyrir fíkniefnasmygl hingað til
lands. Ég tel þó að þessi skýrsla sýni
með afgerandi hætti að yfirvöld
vinna mjög gott starf. Tollgæslan
og lögreglan á Íslandi virðast mér
samkvæmt skýrslunni standa sig
mjög vel. Allar tillögur sem hjálpa
okkur í baráttunni við þá sem
reyna að smygla hingað til lands
eru hins vegar vel þegnar.“
Jóhann segir hins vegar að alltaf
sé hægt að gera betur. „Ástandið
eins og það er í dag er engan veginn
viðunandi. Aðgengi ungmenna að
fíkniefnum er allt of mikið þrátt
fyrir góðan árangur tollayfirvalda.
Árangurinn hér er hlutfallslega
betri en hjá öðrum ríkjum, það má
ljóslega sjá af þessari skýrslu.“
Mikið haft fyrir
Jóhann segir að hátt verð fíkni-
efna hér á landi bendi til þess að
menn þurfi að hafa mikið fyrir því
að koma efnum hingað til lands.
„Við höfum hins vegar þungar
áhyggjur af því að lítið virðist
ganga að slá á eftirspurnina. Þess
vegna finnst mér sú vitundarvakn-
ing sem mér finnst ég greina í sam-
félaginu vera afar gleðileg. Þetta er
flókið samfélagslegt vandamál og
ég fagna því hversu augu margra
eru að opnast fyrir því að það verða
allir að leggjast á árarnar í þessari
baráttu.“
freyr@24stundir.is
Vonlaust að stoppa allt smygl
Gleðilegt Jóhann Benediktsson
fagnar vitundarvakningu.