24 stundir - 30.11.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
MENNINGBÆKUR
menning@24stundir.is a
Ef síðustu þrjú ár eru
skoðuð sést að einungis
þriðjungur þýddra skáldsagna
er eftir konur.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
„Kiljur njóta sívaxandi vinsælda á
Íslandi og við erum því vongóð um
að bækur Handtöskuseríunnar
muni falla í kramið. Við erum
bjartsýn,“ segir forleggjarinn Sif
Sigmarsdóttir. Stílbrot er fjöl-
skyldufyrirtæki sem starfrækt hef-
ur verið í tvö ár í þeim tilgangi að
gefa út þýddar skáldsögur. Hingað
til hefur áherslan verið lögð á harð-
spjaldaútgáfur um jól en nú hefur
fyrirtækið snúið sér að kiljunum
Leynd yfir listanum
„Við stefnum að því að gera nýj-
ar og nýlegar erlendar skáldsögur
eftir konur aðgengilegar lesendum
á íslensku og verða bækurnar gefn-
ar út í kiljuformi fjórum sinnum á
ári,“ segir Sif. „Nálgast má bæk-
urnar í verslunum auk þess sem
hægt er að gerast áskrifandi að rit-
röðinni á slóðinni www.handtosku-
serian.is,“ segir Sif og bætir við að
til að skapa eftirvæntingu verði
leynd yfir útgáfulistanum, nema
hvað fjölbreytnin mun ráða ríkj-
um.
„Á næstunni er von á sænskum
krimma, frönskum smásögum og
hver veit nema einstaka skvísubók
slæðist með. En núna byrjum við á
Jane Austen leshringnum sem Ölv-
ir Gíslason og Eva Hrönn Stefáns-
dóttir þýða.“
Efst í Eymundsson
Sif segir að þegar verið var að
skipuleggja útgáfu Handtöskuserí-
unnar hafi komið í ljós að af þeim
þýddu skáldsögum sem gefnar eru
út á íslensku eru töluvert fleiri titlar
eftir karlmenn en konur.
„Ef síðustu þrjú ár eru skoðuð
sést að einungis þriðjungur þýddra
skáldsagna er eftir konur. Það
koma því að jafnaði út helmingi
fleiri þýddar skáldsögur eftir karl-
menn á hverju ári en eftir konur.
Þessu viljum við breyta og bæta úr.
Ég tel vanta fleiri bækur eftir kon-
ur. Af viðtökunum sem Hand-
töskuserían hefur fengið tel ég það
heldur ekki ólíklegt,“ segir Sif og
bendir á að bókin Jane Austen les-
hringurinn sé nú komin á lista yfir
mest seldu kiljurnar skv. lista Ey-
mundsson.
Dramadrottning í afneitun
En þótt ærinn starfi sé að gefa út
bækur kemur Sif Sigmarsdóttir
víðar við fyrir þessi jól. Á vegum
Máls og menningar kemur út eftir
hana unglingabókin Einu sinni var
dramadrottning í ríki sínu sem er
sjálfstætt framhald bókarinnar Ég
er ekki dramadrottning sem kom
út um jólin í fyrra. Sú hlaut mjög
góðar viðtökur lesenda jafnt sem
gagnrýnenda og reyndist ein mest
selda unglingabók ársins 2006.
Einu sinni var dramadrottning í
ríki sínu segir frá raunum ung-
lingsstúlkunnar Emblu Þorvarðar-
dóttur sem lendir í ýmsum drama-
tískum ævintýrum. „Ég hef gjarnan
verið spurð að því af lesendum
hvort Embla þessi sé byggð á sjálfri
mér,“ segir Sif sem kveður svo ekki
vera. „Ég er nefnilega ekki drama-
drottning,“ fullyrðir hún.
Sif bætir þó við, að þeir sem
þekki hana mótmæli gjarnan þeirri
yfirlýsingu og noti það hvar sagan
um dramadrottninguna varð til
gegn henni. „Dramadrottningin
varð til þar sem ég stóð öskrandi og
æpandi uppi á eldhúskolli en þang-
að hafði ég stokkið vegna þess að
lítil könguló hljóp um eldhúsgólf-
ið. Það er því kannski eðli drama-
drottninga að lifa í afneitun.“
Ekki lengur harðspjöld „Kiljur
njóta sívaxandi vinsælda á Íslandi,“
segir Sif Sigmarsdóttir.
Sif Sigmarsdóttir er forleggjari Handtöskuseríunnar
Kiljur eftir konur
Fagurbókmenntir, glæpa-
sögur, smásögur og
skáldverk eru meðal þess
sem er á útgáfulista
Handtöskuseríunnar.
Jane Austen leshring-
urinn eftir metsöluhöf-
undinn Karen Joy Fowler
er fyrsta bókin.
➤ Von er á sænskum krimma,frönskum smásögum og hver
veit nema einstaka skvísubók
slæðist með.
HANDTÖSKUSERÍAN
Út er komin ljóðabókin „Þjónn,
það er Fönix í öskubakkanum mín-
um!“ eftir skáldið unga Eirík Örn
Norðdahl.
Af því tilefni hefur verið opnuð
síðan fonix.spekingar.com. Þar er
hægt að sjá upplestra úr ljóðum úr
einræðisherraseríunni, skoða þrjú
myndljóð - þar af tvö sem hafa ver-
ið endurútsett fyrir vefinn, auk
þess sem lesa má nokkur ljóð úr
hinum ólíku hlutum bókarinnar,
meðal annars eftirfarandi ljóð:
2X2. vers
Bára, er molnarofaná koparfarf-
aðri eyðimörk.
Andvari, er geysistinnanum haf-
djúpslitað hey.Blómstur, er sálaðist.
Mín sjálfsvera kastaði grjóti að
mjallarljósu steinþili,ok grjótið
skríkti
„Þjónn, það er Fönix í ösku-
bakkanum mínum“ fæst í öllum
helstu bókaverslunum landsins en
þeir sem keyptu eintök í forsölu
geta nálgast þau í verslun Smekk-
leysu við Laugaveg.
Ný ljóðabók Eiríks Arnar Norðdahl
Fönix í öskubakka
Bókaútgáfan Dimma hefur gefið
út Ljóð eftir Óskar Árna Óskarsson
með völdum ljóðum úr fyrri bók-
um höfundar. Bókinni fylgir tón-
skreytt geislaplata með lestri
skáldsins við undirleik Sunnu
Gunnlaugsdóttur, sem leikur sína
eigin tónlist á píanó.
Einnig er komin út bókin Ljóð
eftir Sigurð Pálsson með tónlist eft-
ir Jóel Pálsson. Um er að ræða tvo
ljóðaflokka, Árstíðarsólir og Sumir
dagar Sumardagar, en ljóðin komu
fyrst út í bókunum Ljóð vega salt
og Ljóð vega menn. Þeirri bók
fylgir einnig geislaplata með lestri
skáldsins þar sem Jóel Pálsson leik-
ur eigin tónlist á saxófón, klarínett,
kontrabassaklarínett og raftól.
Áður hefur Dimma gefið út í
sömu ritröð ljóð Gyrðis Elíassonar
með tónskreytingum Kristins
Árnasonar, ljóð Ingibjargar Har-
aldsdóttur með tónskreytingum
Tómasar R. Einarssonar, ljóð Að-
alsteins Ásbergs Sigurðssonar með
tónskreytingum Sigurðar Flosa-
sonar og fleiri.
Tvær ljóðabækur frá Dimmu
Tónskreytt ljóð
FRÍTT Í BÍÓ
P
IP
A
R
S
ÍA
7
2
4
0
4
Gáfaðar græjur
Nýju HP Photosmarttækin tala saman, milliliðalaust. Engin tölva!
Þú einfaldlega tengir myndavélina beint í prentarann eða stingur
minniskortinu í hann og prentar út myndirnar þínar.
SÖLU- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: TV Samhæfni - Reykjanesbæ, Akranesi, Borgarnesi • TRS - Selfossi
Eyjatölvur - Vestmannaeyjum • Verslun Opinna kerfa - Reykjavík
SÖLUAÐILAR: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar - Húsavík • Hátíðni - Höfn • Kaupfélag Skagfirðinga - Sauðárkróki • Netheimar -
Ísafirði • A4 • Start tölvuverslun - Kópavogi • Tölvutækni - Kópavogi • Office 1 • Munus - Hafnarfirði • Snerta Ísland - Vogum