24 stundir - 30.11.2007, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
Breska hljómsveitin Radiohead
mun spila á Hróarskelduhátíð-
inni í Danmörku sem fer fram,
3.-6. júlí á næsta ári. Ellefu ár eru
síðan Radiohead spilaði þar síð-
ast, en þá var plata þeirra OK
Computer nýkomin út. Þeirra
nýjasta plata, In Rainbows, er ný-
komin út og athygli vakti á dög-
unum þegar Radiohead gaf aðdá-
endum hana á heimasíðu sinni.
Allar upplýsingar er hægt að
nálgast á roskilde-festival.is.
Miðasala hefst 1. desember 2007
og fer miðasala fram á
www.midi.is re
Radiohead á Hróarskeldu
Breska brjóstabomban Jordan
hefur fengið afsökunarbeiðni frá
slúðurblaðinu Heat, sem gerði
grín að fötluðum syni hennar.
Undir myndatexta af syni hennar,
Harvey, stóð: „Harvey vill borða
mig.“ Sögnin „to eat“ er tvíræð,
því hún hefur einnig kynferð-
islega merkingu.
Jordan fær af-
sökunarbeiðni
Eftir Ragnheiði Eiríksdóttir
heida@24stundir.is
Siggi pönk er hann kallaður í dag-
legu tali og er í forsvari fyrir an-
arkistasamtökin Andspyrnu og
hluti af Saving Iceland.
Siggi er iðinn við að skipuleggja
tónleika til að vekja máls á nátt-
úruvernd og öðrum hugðarefnum
sínum og í kvöld er blásið til tón-
listarveislu undir nafninu And-
spyrnuhátíð! í TÞM á Granda. Sjö
hljómsveitir úr rokkaðri deildum
íslensks tónlistarlífs koma þar
fram. Hljómsveitirnar eru fjöl-
breyttar: We made god verið líkt
við eins ólíkar hljómsveitir og Sig-
ur Rós og Deftones. Reykjavík! er
nýkomin frá spileríi um Evrópu
og sjálfur er Siggi söngvari pönk-
hljómsveitarinnar Dys. En hverju
vill Andspyrna spyrna gegn? „Ég
byrjaði með Andspyrnu fyrir tæp-
um áratug og setti þá saman þrjá
dreifimiða. Sá fyrsti var gegn
þjóðernishyggju, annar fjallaði um
að frelsa huga sinn frá trúar-
brögðum og þriðji útskýrði
grunnatriði anarkisma. Svo vatt
þetta bara upp á sig og nú er ég
farinn að skrifa bækur í stað bækl-
inga. Andspyrna fór líka að halda
þessar hátíðir til að fjármagna
ýmsa útgáfu og safna fyrir bókum
á bókasafnið. Næsta bók sem
kemur út er „Borgaraleg óhlýðni
og beinar aðgerðir“, sem er í
framleiðslu. Í fyrra kom út hin
stolna og staðfærða „Dansað á
ösku daganna“. Þar áður kom út
þýðing mín á bók eftir Nicolas
Walter, „Um anarkisma“, sem er
nær uppseld og smáritið „Hvernig
snúa má heiminum á réttan
kjöl“.“ Hvað var það sem rak þig
til að fara að skipuleggja and-
spyrnuhátíðir og aðra slíka við-
burði? „Maður er náttúrlega
pönkari og það er ekki eitthvað
sem ég ákvað að verða heldur eitt-
hvað sem ég er. Pönkari reynir að
hafa áhrif á samfélagið og búa sér
til samfélag eftir öðrum formerkj-
um. Það er hlutverk pönkarans.“
Á Andspyrnuhátíð verður með-
al annars hægt að kaupa diska og
vínylplötur, nálgast margvíslegt
lesefni og fá gefins kassettur frá
hollensku pönkkvendi. Inngangs-
eyrir er 500 krónur og borgar
prentun á bæklingi sem Saving
Iceland er að gefa út á ensku og
þýsku um árásir orkufyrirtækj-
anna á náttúru Íslands.
Siggi Pönk heldur andspyrnuhátíð í kvöld
Andspyrna í
hartnær áratug
Sigurður Harðarson er
frægastur fyrir að vera
virkasti anarkisti á Ís-
landi, en einnig er hann
plötusafnari, hjúkka,
söngvari og rekur safn
með róttækum bókum.
➤ Í ár spila Reykjavík!, Dys, Wemade god, Sleeps like an
angry bear, Bratpack og Ten-
tacles of doom.
➤ Fyrsti pönkarinn hét Díóge-nes, bjó í tunnu og leitaði að
manneskjunni.
ANDSPYRNUHÁTÍÐIN
24stundir/Ásdís
uðu þeir að gera fyndin og skrýtin
lög og fá einhverja fræga eins og
Jónsa í Sigur Rós til að syngja. „En
fræga fólkið var ekkert æst í að
syngja svo við prufuðum að syngja
bara sjálfir í gríni. En það grín er
eiginlega bara búið að vera í þrjú
ár.“ Ertu góður söngvari, Frosti?
„Ég er meira rappari, raddari og
öskrari en söngvari. Stundum
reyni ég að syngja en er ekkert frá-
bær, sérstaklega ekki ef ég fer upp.
Ég syng eiginlega fyrir 3 karaktera í
lögunum. Einn er reiði diskódans-
arinn, einn er rapparinn og einn
emóindíelektrógæinn. En að lok-
um langar okkur að auglýsa eftir
giggum á Íslandi. Við nennum ekki
bara að vera að spila í útlöndum.“
heida@24stundir.is
Hljómsveitin Jezebel er á leið til
New York að spila á nokkrum tón-
leikum í desember. Hljómsveitina
skipa Frosti Gnarr söngvari, Hilm-
ir Berg Ragnarsson bassa- og
hljómborðsleikari, Ármann Ár-
mannsson söngvari og Friðjón
Jónsson sem nuddar takka.
Hilmir Berg er í progrokkband-
inu Perlu, Ármann er í Who knew?
og Frosti var áður í hljómsveitinni
Rennireið með Ragnari Sólberg.
„Jezebel og Sign eru einmitt báðar
að fara að spila úti í New York í
desember, svo við erum í hörku-
samkeppni við Sign,“ segir Frosti.
Hann þakkar Icelandair og Reykja-
víkurborg fyrir styrk til Jezebel en
þeir fengu Loftbrú og fara til New
York þann 10. desember. Sjálfir sáu
þeir um bókanirnar á sonicbids-
.com . „Já, sonicbids er algjör
snilld,“ segir Frosti. „Þetta er svona
háþróaðra myspace fyrir tónlist-
arfólk og umboðsmenn. Annars
erum við líka með myspace-síðu ef
fólk vill kíkja. Það er mys-
pace.com/jezebelialand.“
En hvað þýðir eiginlega Jezebel?
„Þetta er nafn á klámstjörnu sem
við fundum í gömlu dönsku klám-
blaði og fannst fyndið. Bein þýðing
er illkvendi og nafnið tengist bæði
búddatrú og gömlum egypskum
goðum.“
Frosti segir Jezebel spila blöndu
af hipphoppi, öskurdiskói og melló
indíelektróemói. Hljómsveitina
stofnuðu Frosti og Hilmir fyrir
þremur árum og upphaflega ætl-
Hljómsveitin Jezebel á leið til New York
Jezebel Hilmir, Frosti og Ármann á tónleikum á Organ.
Við nennum ekki bara að spila í útlöndum
MTV-sjónvarpsstöðin hefur brátt
sýningar á stefnmótaþætti þar
sem kynskiptingurinn Calpernia
Addams velur á milli átta álit-
legra piparsveina. Kynskipti pip-
armeyjarinnar koma keppendum
ekki á óvart, þar sem þeir vita all-
ir að Calpernia var áður fílefldur
karlmaður.
Fyrirmynd þáttanna eru hinir sí-
vinsælu Bachelor-þættir, en í
þetta skiptið verður farið skref-
inu lengra. Kynskiptingurinn
Andrea James verður Calperniu
Addams til halds og trausts í
þáttunum.
Piparmær var piparsveinn
Það eru miklar
vonir bundnar
við stórleikinn
Metal Gear Solid
4 sem er vænt-
anlegur á næsta
ári fyrir Playsta-
tion 3. Fram-
leiðslukostnaður
leiksins er þó það hár að til þess
að leikurinn nái að skila hagnaði
þarf hann að seljast í milljón ein-
tökum á fyrsta degi. Það er ansi
strembið verkefni. vij
Milljón eintök á
fyrsta degi
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Maður er náttúrlega pönkari
og það er ekki eitthvað sem
ég ákvað að verða heldur eitt-
hvað sem ég er.
Krókhálsi 3 569-1900
hvítlist
LEÐURVÖRUVERSLUN
Leður
Það er leikur einn
að sauma úr leðri í
venjulegri heimilis-
saumavél.