24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
Berglind Magnúsdóttir, Bella, hefur
nýlokið námi í bandarískum förð-
unarskóla í sjálfri Hollywood, MKC
Beauty Academy. Námið tók ein-
ungis þrjá mánuði en að sögn Bellu
var meira en nóg að gera þessa þrjá
mánuði. „Það var ekki bara förðun
sem var kennd í skólanum heldur
lærði ég líka allt um förðun í
myndatökum, í sjónvarpi, á palli og
svo framvegis. Það var líka fjallað
um markaðssetningu á sjálfum sér,
sjálfstyrkingu, hvernig maður á að
koma fram, fatnað í myndatökum
og margt fleira,“ segir Bella sem er
menntuð hárgreiðslukona. „Mig hef-
ur alltaf langað að læra förðun enda
gott að hafa með hárgreiðslunni.“
Skyndiákvörðun
Þetta var hálfgerð skyndiákvörðun
hjá Bellu að skrá sig í námið en
ákvörðun sem hún sér svo sann-
arlega ekki eftir. „Ég sá umfjöllun
um skólann á Netinu, langaði að
breyta til og tveimur mánuðum
síðar var ég farin út. Ég henti mér
algjörlega í djúpu laugina, hafði
ekki komið til Los Angeles og
þekkti ekki neitt. Samt sem áður
var ég ekki stressuð heldur fannst
mér þetta bara spennandi. Ég
hugsaði með mér að ég kæmi þá
heim aftur ef þetta gengi ekki upp.
En þetta var rosalega gaman og
mjög mikil upplifun. Ég var með
yndislegum stelpum í bekk og hef
kynnst fullt af fólki.“
Strembinn skóli
Aðspurð segir Bella að námið
hafi gefið henni mikið og opnað
huga hennar. „Það sem stendur
helst upp úr er síðasta myndatak-
an en hún var fyrir möppu sem
við nemendurnir fengum. Þá
fengum við að vinna með alvöru
módelum í heila viku sem var
mjög lærdómsríkt. Við þurftum
að vera með fullt af módelum,
farða þær, greiða þeim, setja þær
í föt og svo framvegis. Þetta gefur
manni tilfinningu fyrir því
hvernig bransinn er sem mér
fannst mjög skemmtilegt. Starfs-
fólkið í skólanum eru allt ein-
staklingar sem hafa verið lengi í
bransanum og þau gáfu okkur
raunsæja sýn á hvernig þetta allt
saman sé.
Námið í heild sinni var spenn-
andi og rosalega krefjandi. Þetta
var náttúrlega strembinn skóli en
það borgar sig. Skólinn var til
fimm á daginn en við vorum oft
eftir á daginn eða að gera verk-
efni á kvöldin. Um helgar und-
irbjuggum við okkur fyrir
myndatökur,“ segir Bella sem
hlakkar til framtíðarinnar. „Ég
ætla að hella mér út í þennan
bransa, að farða og greiða fyrir
myndatökur eða sjónvarp. Ég er
þegar komin í nokkur verkefni
hér heima og það er því skemmti-
legur tími framundan.“
Í förðunarskóla í Hollywood með litlum fyrirvara
Skyndiákvörðun
sem borgaði sig
➤ Skólann stofnaði förð-unarfræðingurinn og rithöf-
undurinn Margaret Kimura.
➤ Skólinn er í Hollywood í Kali-forníu.
➤ Skólinn er ætlaður þeim semvilja að aukið nám í förðun
verði til þess að þeir slái í
gegn í tísku, kvikmyndum,
sjónvarpi, á pallinum eða í
blöðum.
MKC BEAUTY ACADEMYBella er nýútskrifuð úr
MKC Beauty Academy
sem er förðunarskóli í
Hollywood. Námið var
strembið en vel þess virði
að mati Bellu sem ætlar
að farða fyrir myndatök-
ur og sjónvarp.
Berglind Magnúsdóttir „Námið í
heild sinni var spennandi og rosalega
krefjandi. Þetta var náttúrlega
strembinn skóli en það borgar sig. “
24stundir/Ómar
Áberandi Augnmálningin er áberandi en
varirnar ljósar.
Glæsileg Dökk augnmálning og
fjólubláar varir draga fram töffarann..
Í tísku Nautnafullar varir og áberandi
augu og útkoman er skemmtileg.
Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 564 1451
www.modurast.is
Ferrari barnabílstólarnir
fást í Móðurást
Vörurnar fást í verslunum Hagkaupa,
Fjarðarkaup og Samkaup - Úrval um allt land