24 stundir - 30.11.2007, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is
Prentun: Landsprent ehf.
24 stundir sögðu frá því í gær að samtökin Siðmennt vildu láta úthýsa
bæði kirkjunni og kristnum siðum úr grunnskólum landsins. Þau vilja
ekki leyfa að Nýja testamentinu sé útdeilt eða að gefið sé frí í skólanum til
að fara í fermingarbarnaferðalag. Þau vilja úthýsa kirkjuferðum, helgi-
leikjum og litlu jólunum. Þessar kröfur eru settar fram í nafni trúfrelsis.
Við fyrstu sýn mátti ætla að menntamálaráðuneytið hygðist láta undan
einhverjum af þessum kröfum. Bréf ráðuneytisins til skóla í landinu um
fermingarbarnaferðalög var klúðurslega orðað, sem varð til þess að ein-
hverjir héldu að banna ætti skólum að gefa börnum frí til að fara í ferm-
ingarfræðslu, þótt þeir megi gefa þeim skíða- og sólarlandafrí. Sömuleiðis
leggur ráðuneytið til að tilvísun til kristilegs siðgæðis verði tekin út úr
grunnskólalögunum, samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tekur hins vegar
af skarið í 24 stundum í dag og segir að ekki standi til að hverfa frá kristn-
um gildum. Hvorki standi til að banna fermingarferðalög né kirkjuferðir.
Krafan um að trúarbrögðin og hvers kyns tilvísun til þeirra verði nánast
þurrkuð út úr opinberu lífi byggist á einhverjum misskilningi um það
hvernig eigi að tryggja mannréttindi á borð við trúfrelsi. Það hlýtur auð-
vitað að vera skýlaus krafa að þeim, sem ekki telja sig kristna, sé ekki gert
að taka þátt í kristnum athöfnum gegn vilja sínum. En þeir, sem ekki játa
kristna trú, eru mikill minnihluti þjóðarinnar. Í þjóðkirkjunni eru 82%
landsmanna og 9% til viðbótar í öðrum kristnum trúfélögum. Sumir
þeirra, sem standa utan trúfélaga, eru kristnir.
Ef litlu jólunum, helgileikjunum og kirkjuferðunum er úthýst, er geng-
ið á rétt meirihlutans sem hefur nákvæmlega ekkert á
móti því fyrirkomulagi sem nú viðgengst í skólum
landsins. Kristnin er ekki aðeins trúarbrögð mikils
meirihluta Íslendinga. Hún hefur verið samofin
menningu okkar og tilveru í meira en þúsund ár.
Það er engin leið að skilja íslenzkt samfélag eða
menningararfleifð án þess að kunna skil á kristin-
dómnum og algjörlega óraunhæft að halda að hægt sé
að stroka hann út úr opinberu lífi. Ef tilraunir lítils
hóps til þess ná fram að ganga er það ekkert annað en
kúgun minnihlutans á meirihlutanum. Meirihlutinn
á nefnilega fullan rétt á að rækta sína þúsund ára
gömlu menningu og siði.
Meirihlutinn á
líka sinn rétt
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Slit ríkis og kirkju fara nú fram
án sérstakrar auglýsingar. Í nýju
frumvarpi til grunnskólalaga er
hugtakið kristi-
legt siðgæði tekið
út og í staðinn
sett umhyggja og
sáttfýsi og virð-
ing fyrir mann-
gildi. Í bréfi frá
mennta-
málaráðherra til
allra skólastjóra
landsins eru skýr fyrimæli um að
ekki megi gefa frí til fermingar-
fræðslu eða fermingarfræðslu-
ferðalaga. Kirkjumálaráðherra
vill leggja kirkjumálaráðuneytið
niður. Prestinum á Þingvöllum
var hent út fyrir nokkrum árum
til þess að rýma fyrir forsætisráð-
herra.
Baldur Kristjánsson
baldurkr.blog.is
BLOGGARINN
Kirkja og skóli
Þeir hljóta að hafa verið einmana
þeir hundrað sem mættu í glæsi-
kvöldverðinn hjá Glitni um dag-
inn. Það hefur þó
verið bót í máli
að ekki hafa þeir
þurft að kvarta
yfir að fá ekki
nóg af mat. Hvað
ætli þessi kvöld-
verðarmistök hafi
annars kostað
Glitni? Þarna var
á boðstólum besti matur sem
hægt er að fá og nóg af eðalborð-
vínum. Þetta varð meira og
minna allt afgangs. Ætli starfs-
fólkið í eldhúsinu hafi fengið eitt-
hvað að borða eftir vaktina? Þetta
er nú eitt stærsta fíaskó sem mað-
ur hefur séð lengi. Það er nú eitt
það pínlegasta …
Stefán Friðrik Stefánsson
stebbifr.blog.is
Pínleg veisla
Forsetaframbjóðendur demó-
krata í Bandaríkjunum keppast
nú um stuðning meðal kjósenda
sinna sem aldrei
fyrr og beita til
þess allskyns
brögðum. Enda
hefur bilið milli
frambjóðend-
anna Obama og
Clinton minnkað
töluvert upp á
síðkastið sam-
kvæmt skoðanakönnunum.
Nú rétt í þessu fékk ég bréf frá
Barböru Streisand þar sem hún
hvetur mig persónulega til að
kjósa Hillary Clinton. Sjálf væri
ég ekki í vandræðum með hvað
ég ætti að kjósa, hefði ég til þess
rétt, hvað svo sem Barböru
Streisand kann að finnast.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
bryndisisfold.blog.is
Frá Streisand
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Þjónustutilskipun ESB hefur verið mikið
hitamál frá því fyrstu drögin komu fram
2004. Deilt hefur verið um hvar markalínur milli þjón-
ustu hins opinbera og almenna markaðarins liggja og
hvort markaðsvæða eigi opinbera þjónustu. Verkalýðs-
hreyfingin í Evrópu hefur krafist þess að öll velferð-
arþjónusta standi utan markaðstorgsins og náði hún
baráttumarkmiðunum fram að hluta. Það er hins vegar
hætta á að við innleiðingu tilskipunarinnar muni verða
þrengt að rekstri almannaþjónustunnar og tilraunir eru
uppi að fella hluta opinberrar þjónustu undir tilskip-
unina. Í Noregi er umræða hvort til greina komi að
beita neitunarvaldi skv. EES-samningum. Tveir ríkis-
stjórnarflokkanna VS, Vinstri-sósíalistar, og Miðflokk-
urinn segja þetta koma til greina. Verkamannaflokk-
urinn er því andvígur. Fyrir nokkrum misserum lýsti
Gerd Liv Valla, þáverandi forseti norska Alþýðu-
sambandsins, því yfir að sér þætti beiting neitunarvalds
koma til álita. Núverandi forysta sambandsins hefur
ekki tekið afstöðu. Það hefur þó stærsta aðildarfélag þess
gert, Fagforbundet, sem og flutningaverkamenn. Félögin
telja fráleitt að fallast á tilskipanir frá ESB, sem takmarki
rétt aðildarríkja – og þeirra ríkja sem aðild eiga að EES
– til að skipuleggja eigin velferðarþjónustu. Neit-
unarvaldið hafi verið sett í EES-samninginn til að nýta
það en ekki hafa það einvörðungu til sýnis. Þetta sagði
einnig Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráð-
herra Noregs og formaður Verkamannaflokksins, áður
en samningurinn var staðfestur árið 1992. Jonas Gahr
Stør, utanríksráherra, hefur í reynd tekið undir þetta
sjónarmið í ræðu á norska Stórþinginu. Ef Norðmenn
beita neitunarvaldi þarf að taka málið
upp á samráðsvettvangi EES. Ef EES-
samningurinn þolir ekki eigin ákvæði
þarf einfaldlega að taka hann til end-
urskoðunar – en þó ekki til að
þrengja að lýðræðinu og sjálfræði
þjóðanna. Beiting neitunarvalds yrði
Evrópusambandinu áminning um að
miðstjórnunarárátta grefur undan
samstarfi sem á ætíð að grundvallast
á fúsum og frjálsum vilja en ekki
nauðung.
Höfundur er alþingismaður
EES má ekki byggja á nauðung
ÁLIT
Ögmundur
Jónasson
ogmundur
@althingi.is
Pantaðu áskrift á veffanginu
icelandreview.com
eða í síma 512 75 75
ICELAND REVIEW hefur í meira en 40 ár
verið eina tímaritið á ensku um Ísland og
Íslendinga. Blaðið er þekkt fyrir frábærar
ljósmyndir af stórbrotnu landslagi en það er
fleira íslenskt en landslagið og fornsögurnar.
Blaðið fjallar líka um strauma í viðskiptum,
menningu, vísindum og stjórnmálum.
Vinsæl jólagjöf
Gjafaáskrift að Iceland Review er vinsæl
jólagjöf til vina og viðskiptavina erlendis.
Með því að gefa áskrift að blaðinu
tryggja menn að vinirnir fylgist stöðugt
með á Íslandi, auk þess sem blaðið minnir
á gefandann fjórum sinnum á ári.
Áskrift kostar aðeins 3.400 kr
(2.982 án vsk).
Innifalinn er sendingarkostnaður til útlanda.
gjafabréf
Hverri áskrift fylgir gjafabréf sem sent er til
viðtakenda þar sem fram kemur hver gefur.
Auk þess sendum við nýjum áskrifendum
litla bók að gjöf, Memories of Reykjavík,
með ljósmyndum eftir Pál Stefánsson.
Iceland Review
icelandreview.com
g j a f a á s k r i f t
GEORGE FOREMAN
Heilsu- og sælkeragrill
Jólagjöfin í ár www.marco.is