24 stundir - 30.11.2007, Side 10

24 stundir - 30.11.2007, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir Áformað er að heimsins stærsti dýragarður verði opnaður árið 2020 í Randers á Jótlandi. Talið er að kostn- aður við verk- efnið, sem hlotið hefur nafnið „Planet Rand- ers“, verði um 15 milljarðar ís- lenskra króna. Dýragarðinum verður skipt í ólík loftslagssvæði, þar sem gestum gefst færi á að skoða dýra- og plöntulíf víðs vegar að úr heim- inum. aij Danmörk Plánetan Randers Anatoly Karpov var meinað að heimsækja Kasparov, fyrrum andstæðing sinn við skákborðið, í fangelsi. „Ég er ekki hérna til að styðja stjórnmálaskoðanir Kasparovs,“ sagði Karpov í viðtali við Radio Free Europe. „Í Rússlandi eru núna fjórir heimsmeistarar í skák. Auðvitað látum við okkur afdrif hver annars varða.“ aij Karpov og Kasparov Mega ekki sjást Ef Ísraelsríki á ekki að liðast í sundur verða deiluaðilar fyrir botni Miðjarðarhafs að ná sam- komulagi. Þetta sagði Ehud Ol- mert, forsætis- ráðherra Ísraels, í samtali við dag- blaðið Haaretz við lok frið- arviðræðna í Annapolis. „Ef tveggja ríkja lausnin gengur ekki upp munum við standa frammi fyrir svip- uðum deilum um jafnan kosn- ingarétt og Suður-Afríka,“ sagði Olmert og bætti við að ef svo færi myndu jafnvel bandarískir gyð- ingar snúa við Ísrael baki. aij Deilur Ísraels og Palestínu Verður að leysa Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Skoskir fangar þurfa ekki að af- plána nema tæpan hálfan dóm sinn, verði frumvarp stjórnarþing- manna samþykkt. Kenny Mac- Askill dómsmálaráðherra segir þessa ráðstöfun nauðsynlega til að bregðast við plássleysi í fang- elsum landsins. „Núverandi stjórnvöld tóku við yfirfullum fangelsum. Til að koma í veg fyrir að kerfið hrynji verðum við að taka á vandanum af festu og ákveðni,“ segir MacAskill. Í stað dvalar innan fangelsismúra verður stofufang- elsi beitt stórauknum mæli. Víða gagnrýnt David Sinclair, talsmaður samtaka fórnarlamba, hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega. Hann segir að með þessu mynd- ist gjá á milli þeirra dóma sem falla fyrir rétti og raunverulegrar afplánunar. „Fólki þarf að finnast refsing hæfa glæpnum. Almenningur, og þá sérstaklega fórnarlömb glæpa, munu missa trú á kerfinu ef dóm- stólar og stjórnvöld eru ekki sam- stiga,“ segir Sinclair. Viðbúið er að breytingarnar veki litla lukku hjá dómurum, að sögn Ian Simpson, fyrrverandi dómara. „Kollegar mínir hugsa rækilega um dómana áður en þeir kveða þá upp. Eðlilega búast þeir við því að þeim sé framfylgt,“ seg- ir hann. „Það er algjörlega óá- sættanlegt að fólk sé sloppið út eftir sama og engan tíma.“ Fleiri fangelsi vantar Bill Aitken, þingmaður Íhalds- flokksins á skoska þinginu, telur áform ríkisstjórnarinnar til marks um að hún ráði ekki við mála- flokkinn. Hann sagði lausnina á plássleysi ekki felast í því að sleppa fleiri glæpamönnum laus- um, heldur í því að byggja fleiri fangelsi. „Þessu áttuðu íhaldsmenn sig á þegar þeir gerðu ráð fyrir fjárveit- ingum til byggingar að minnsta kosti eins nýs fangelsis fyrir síð- ustu kosningar. Við lítum á verndun almennings sem grunn- skyldu stjórnvalda.“ Rýmt til í skosk- um fangelsum  Fangar eru þúsund fleiri en fangelsin voru hönnuð til að rúma  Fangelsisvist undir fjórum árum sjálfkrafa helminguð ➤ Ofbeldisglæpamenn gætufengið hálfs árs afslátt af af- plánun. ➤ Ekki er gert ráð fyrir að morð-ingjar eða kynferðisafbrota- menn eigi kost á styttingu dóma sinna. YFIRFULL FANGELSI Fangelsi Pláss skortir í skosk- um hegningarhúsum. Breskur kennari á sextugsaldri hefur dregist inn í átök trúarhópa í Súdan vegna leikfangabangsa. Var Gillian Gibbons ákærð fyrir guð- last, en hún leyfði nemendum sín- um í Khartúm að nefna bangsa bekkjarins Múhameð. Börnin skiptust á að taka bangs- ann heim með sér um helgar og héldu fyrir hann dagbók. Dagbók- arfærslunum var síðan safnað sam- an í bók. Harðlínuklerkar hafa ítök innan stjórnar Súdans og er mikill þrýst- ingur á að dæmt verði eftir sharía- lögum. Verði Gibbons fundin sek má hún eiga von á 40 vandarhögg- um, hálfs árs fangelsi eða háum sektum. Múhameð er algengt nafn á ísl- ömskum karlmönnum, en margir múslímar líta á það sem móðgun að nefna dýr eftir spámanninum. andresingi@24stundir.is Múhameðsdeila vegna bangsa í Súdan Barnakennari kærður fyrir guðlast STUTTAR ● Kosningar Vladimír Pútín hef- ur heitið því að kosningarnar sem fram fara í Rússlandi á sunnudaginn kemur verði lýð- ræðislegar og gegnsæjar. Hann varar við erlendum afskiptum. ● Offita Tíðni offitu banda- rískra kvenna virðist hætt að aukast, en hún hefur haldist um 35% síðan 1999. Vekur þetta vonir um að hægt sé að stemma stigu við offitufaraldri þar í landi. ● Úran Þrennt hefur verið handtekið, grunað um að ætla að koma hálfu kílói af auðguðu úrani í verð í Slóvakíu. Talið er að úraninu hafi verið smyglað úr fyrrum lýðveldum Sovétríkj- anna. Úranið hefði ekki nýst í kjarnorkusprengju, en hefði mátt nota í „óhreina sprengju“. www.nora.is Dalvegi 16a Kóp. S: 517 7727 opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Frönsk rómantísk heimilisvara frá Comptoir de Famille Skólavörðustíg 21 - Sími - 551 4050 - Reykjavík Gullfalleg sængurverasett aldrei meira úrval – hlaðin hollustu Fjölbreyttur og freistandi hollustubiti Þú færð ferska ávaxta- og grænmetisbakka, brauðlokur og heilsudrykki frá Ávaxtabílnum – á stærstu Olís-stöðvunum. Gómsæthollustusamloka T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.