24 stundir - 30.11.2007, Page 50

24 stundir - 30.11.2007, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir Mikið baktjaldamakk ásér nú stað hjá aðminnsta kosti fimm af stærstu knatt- spyrnuliðum Evrópu um að tryggja sér undirskrift Diego hjá Wer- der Bremen en Diego er ásamt Cesc Fabregas bæði efnilegasti og besti leik- stjórnandi í boltanum í dag og er samt aðeins 22 ára. Juventus er lengst komið í viðræðum en Inter Milan, Real Madrid, Chelsea og Bayern München bíða á vængnum. Forráðamenn Werder vita þó upp á hár hvað þeir hafa í höndunum og heimta feitan tékka fyrir Bras- ilíumanninn. Annar Brassi, Adrianokenndur við Inter, erheima við í sólskininu en milli mála fer hvort hann er þar í áfeng- ismeðferð eða þunglynd- ismeðferð nema hvort tveggja sé. Forn- vinur hans frá Inter, Alvaro Re- coba, hefur sent honum afar ís- lensk skilaboð um að hætta aumingjaskapnum og rífa sig upp úr volæðinu og það strax. Hörð norðanátt þar enda ekki langt síðan Recoba sjálfur var í sams konar rugli hjá Inter og var ekkert á því að „rífa“ sig neitt upp þá. Ronaldinho hefur öðlastmeiri virðingu leik-félaga sinna hjá Barca eftir að hann tók því með stóískri ró að sitja á vara- mannabekkn- um í tveimur síðustu leikjum liðsins og fór á kostum með gamanmál í milli- tíðinni. Það er reyndar auðvelt að sitja sallarólegur þegar millj- ónalaunin tikka áfram inn á reikninginn en engu að síður virðist stjarnan vera farin að þroskast. Talsverða athygli vaktihversu hörmulegan leikRic- ardo Qua- resma átti fyrir hönd Porto gegn Liverpool í vikunni en ekki aðeins virkaði hann þungur og þreyttur heldur með öllu áhugalaus og nákvæmlega ekkert sem minnti á þann stór- skemmtilega leikmann sem hann var um tíma. Spurning um að tékka sig inn á sömu stofnun og Adriano sem fyrst. Real Madrid á yfir höfðisér sekt vegna þess aðliðið lék með sína hefð- bundnu aug- lýsingu frá veð- banka á peys- um sínum en lög eru gegn því í Þýska- landi að slík starfsemi sé auglýst með slíkum hætti að börn og unglingar geti orðið vitni að. Mjög til eftirbreytni hjá Þjóð- verjunum. Stórar fyrirtækjasamsteypur og stök stærri fyrirtæki erlendis eru al- varlega að taka til endurskoðunar styrki þá er þau veita til íþróttasam- taka eða félaga í kjölfarið á miklum hneykslismálum sem upp hafa kom- ið í nokkrum greinum. Sá snjóbolti gæti undið upp á sig í framtíðinni. Þýski fjarskiptarisinn Deutsche Telekom hefur dregið sig alfarið út úr hjólreiðum þar sem fyrirtækið hefur um árabil verið aðalstuðn- ingsaðili eins besta liðsins í þeirri grein. Ástæðan er sífelld hneykslis- mál keppenda og forráðamanna en lyfjamisnotkun virðist vera algeng hjá atvinnumönnum í hjólreiðum. Áður hafði sjónvarpsrisinn Disco- very Channel gerði slíkt hið sama fyrr í vetur. Ekki er heldur langt síðan bíla- framleiðandinn BMW lagði fúlgur fjár í siglingalið sem sigla átti til sig- urs í Ameríkubikarkeppninni í þeirri grein. Það ævintýri varð stutt því liðið komst ekki gegnum und- ankeppni. Fyrirtækin eru að uppgötva að það er ekki alltaf jákvætt að styrkja íþróttir eða íþróttamenn og þarf ekki einu sinni lyfjamisferli til. Í mörgum tilfellum nægir að lélegur eða miðlungsárangur hafi neikvæð áhrif á vörumerki þess sem styrkir. Það er til dæmis ástæða þess að bjórrisinn Heineken styrkir aðeins íþróttaviðburði en ekki einstakling eða félag enda sýna rannsóknir að almennt er neikvætt að tengja neyslu áfengis við ákveðna mann- eskju eða eitt félag. Styrktaraðilar að brenna sig á íþróttum Hætta stuðningi sínum Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Eric Cantona, Bryan Robson, Roy Keane, Peter Schmeichel, David Beckham, Wayne Rooney. Þeir eru aðeins fimm af tugum fyrsta flokks leikmanna sem á einhverjum tíma hafa spilað undir stjórn eins sigur- sælasta þjálfara í boltanum, Alex Ferguson hjá Manchester United. Þrátt fyrir ofgnótt hæfileika hjá þessum og mörgum fleirum gegn- um árin setur Ferguson Portúgal- ann Cristiano Ronaldo í efsta sætið þegar kemur að hreinum hæfileik- um og hugmyndaflugi. Það eru engin smá meðmæli fyr- ir hinn 22 ára gamla Cristiano Ro- naldo dos Santos Aveiro sem hefur á fjórum árum hjá United vaxið frá því að vera einn sá efnilegasti í boltanum til þess að vera einn sá besti, ef ekki sá besti, eins og hans helsti keppinautur um hyllina, Brasilíumaðurinn Kaka, lýsir hon- um. Reyndar segir Ferguson sjálfur við enska miðilinn Independent að nafn Eric Cantona standi hjarta sínu nærri eftir 21 árs starf með Manchester United og taka eflaust flestir aðdáendur liðsins undir það með honum. Athyglisvert er að bera saman Cantona annars vegar og Ronaldo hins vegar því ólíkari leikmenn er vart hægt að finna. Cantona ofsafenginn og skapbráð- ur utan vallar sem innan og lenti oftar en ekki í basli við hina ólík- legustu aðila. Og svo Ronaldo hins vegar sem þrátt fyrir hraðleið til stjörnuhimins hagar sér enn nokk- uð strákslega, drekkur ekki né reykir og stundar næturlífið af minna kappi en margir félagar hans. Hann er semsagt í stuttu máli ekki í uppáhaldi hjá slúðurblöðum en því meira hjá aðdáendum Unit- ed, Portúgal og efalítið einnig hjá öllum öðrum sem finnst gaman að skemmtilegum fótbolta. Ronaldo betri en Cantona  Alex Ferguson segir Cristiano Ronaldo mest spennandi leik- mann sem fyrir sig hafi spilað og þeir eru allnokkrir frábærir ➤ Gerard Houllier, fyrrum þjálf-ari Liverpool, kom fyrst auga á hæfileika Ronaldo en þótti hann of ungur. ➤ Honum var talsvert strítt hjáunglingaliðum Sporting Lissabon en það herti strák- inn. ➤ Hjá United vildi Ronaldo fáskyrtu númer 28 en Ferguson sagði það af og frá og lét hann hafa númer 7. ALDUR OG FYRRI STÖRF Félagarnir tveir Reynsluboltinn Ferguson setur Ro- naldo framar en Eric Cantona þegar talið berst að besta leikmanni sem undir hans stjórn hefur leikið. Í dag hefst síðasti leggur heimsmeistarakeppninnar í rallakstri, Wales-rallið, en tveir aðilar geta hampað titli ársins á sunnudaginn. Sebas- tien Loeb sem leiðir stiga- keppni ökumanna á Citroën- bíl sínum með 110 stig og Marcus Grönholm á Ford með 104 stig. Loeb nægir fimmta sætið jafnvel þó Grönholm sigri og það var loforð Loeb til síns fyrsta nýfædda sonar að koma heim með gripinn. Einn fyrir lilla Smá pomp og prakt og fjórar hátíðarglímur eru á dagskrá Júdódeildar Ármanns um helgina en þá verður 50 ára af- mæli deildarinnar fagnað í sal félagsins í Ármannshúsinu í Laugardal. Vinir koma fagn- andi og öllum boðið til léttra veitinga sem áhuga hafa á að kíkja við en þar verður jafn- framt sögusýning þar sem stiklað verður á stóru í starf- inu gegnum árin. Fimm tugir Litlu virðist skipta hvort Ragna Ingólfsdóttir er í hvíld eða vinnur hvert mótið á fæt- ur öðru, áfram fellur hún á heimslistanum og er nú í 55. sæti. Reyndar hefur hún ekki spilað síðan síðasti listi birtist en þá hafði henni gengið vel á tveimur mótum en féll samt sökum reglna Alþjóða bad- mintonsambandsins. Sætaskipti Líkurnar aukast dag frá degi að lið Seattle Supersonics verði flutt frá Seattle. Okla- homa er fyrirheitna borgin og kannski ekki seinna vænna að skipta um umhverfi því liðið hefur ekki unnið einn einasta heimaleik í vetur og er með lé- legastan árangur allra liða í NBA-deildinni hingað til. Heima er ekki best SKEYTIN INN ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Það eru engin smá meðmæli fyrir hinn 22 ára gamla Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro sem hefur á fjórum árum undir stjórn Ferguson vaxið frá því að vera einn sá efnilegasti í bransanum í einn þann allra besta. Dregið var í 16 liða úrslitum Lýs- ingar-bikarkeppni Körfuknatt- leikssambandsins í gær en leikið verður 6. - 7. desember. Meðal helstu viðureigna má nefna: Dregið í Bikar- keppni KKÍ BIKARDRÁTTUR ➤ Í kvennaflokkiKeflavík - Njarðvík Haukar b - Grindavík KR - Þróttur/Ármann Haukar - Keflavík b Skallagrímur - Snæfell ➤ Í karlaflokkiKR - Grindavík Tindastóll - Keflavík Hamar - ÍR Þór - Höttur Stjarnan -Njarðvík LEIKIRNIR

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.