24 stundir - 30.11.2007, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
„Ég sé enga ástæðu til að við berj-
um okkur of fast á brjóst vegna
þessarar niðurstöðu,“ segir Rúnar
Vilhjálmsson, prófessor í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands, um
þá staðreynd að Ísland skorar hæst
allra þjóða þegar horft er til lífs-
kjaravísitölu Þróunarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt
var í síðustu viku.
Helstu þættir vísitölunnar eru
ævilíkur, landsframleiðsla á mann
og menntunarstig. „Hægt er að fá
mjög mismunandi útkomu eftir
því hvernig menn skilgreina þessa
mælikvarða,“ segir Rúnar.
Þunglynd þjóð
Hann segir vissulega jákvætt að
meðalævilengd sé hér með því
lengsta sem gerist, og það sé ákveð-
inn mælikvarði á heilsu þjóðar.
Hins vegar sé lengd og gæði lífs
ekki sami hluturinn, en bent hefur
verið á að Íslendingar standi ekki
sérstaklega vel hvað varðar ýmsa
aðra mælikvarða á heilsu. „Íslend-
ingar nota þunglyndislyf t.d. meira
en ýmsar nágrannaþjóðir. Segja má
að aukin sókn í geðlyf sé til marks
um aukna vanlíðan þjóðarinnar,
því þunglyndi er náttúrulega eitt
meginform vanlíðunar.“
Rúnar setur einnig spurningar-
merki við að nota landsframleiðslu
á mann sem mælikvarða í þessu
samhengi, frekar en landsfram-
leiðslu á klukkustund. Þegar lands-
framleiðsla á mann er skoðuð er-
um við Íslendingar í 5. sæti þjóða
OECD, en í 18. sæti miðað við
landsframleiðslu á mann. „Við
höfum einfaldlega miklu meira fyr-
ir lífskjörunum en nágrannaþjóð-
irnar,“ segir Rúnar og bætir því við
að á síðustu áratugum hafi verið
farið að meta frítíma og samveru-
stundir með fjölskyldu í auknum
mæli til lífsgæða.
„Hugsunin er væntanlega sú að
því meiri sem tekjurnar eru, því
meiri eru lífsgæðin. En rannsóknir
hafa sýnt að lífsánægja eykst ekki
línulega með tekjum. Þegar komið
er yfir miðlungstekjur er lítill
ávinningur af auknum tekjum
hvað lífsánægju varðar.“
Minni kröfur til háskólanáms
Hvað varðar þriðja þátt lífskjara-
vísitölunnar, menntun, segir Rúnar
að vissulega hafi fjöldi háskóla-
genginna Íslandinga vaxið með
auknu aðgengi að námi. Hins vegar
sé aukinn fjölda útskrifaðra ekki
endilega til marks um aukna
menntun þjóðar.
„Ég hef haft áhyggjur af örri
uppbyggingu háskólanáms, því ég
tel að við höfum ekki faglega inni-
stæðu fyrir sumu af því námi sem
við bjóðum upp á. Hlutfall stunda-
kennara innan háskólanna er of
hátt og við gerum ekki nægilegar
kröfur til háksólakennara og að-
búnaðar stúdenta. Margir kennar-
ar eru t.d. umsjónarmenn nám-
skeiða á meistarastigi, þrátt fyrir að
vera sjálfir aðeins með meistara-
próf. Svo virðist sem skólaganga
ein og sér sé farin að skipta máli, en
ekki það sem hún stendur fyrir,“
segir Rúnar.
Oftúlkuð lífs-
kjaravísitala
Prófessor setur spurningarmerki við mælikvarða vísitölunnar
Rúnar Vilhjálmsson „Svo
virðist sem skólaganga ein
og sér sé farin að skipta
máli, en ekki það sem hún
stendur fyrir.“
➤ Fjöldi þeirra sem nota þung-lyndislyf hér á landi er meiri
en í nágrannaríkjum okkar.
➤ Íslendingar er í átjánda sætiþegar horft er til landsfram-
leiðslu á klukkukstund.
EKKI BEST Í HEIMI?
24stundir/Sverrir
MARKAÐURINN Í GÆR
! ""#
!
!"#
# $%
! !"
#$$!"$
""$#
#%#
$%%"# #
$"$"#
%"#"$$"
%!!%
"$"%
!#"###
!!%%$
$#
"" "
%###
#"$####
%!$%$#%%
#%"""#
#&%!
& #
%&$#
%#&
%&
!&#
%"&"#
$%&##
"&#
!&#
!& #
$$&#
%& $
!&
#&##
&##
&#"
%##&##
&%
$&#
% &%#
#&%
&##
#&%"
&"#
%&##
%#&"#
%&"#
"&#
%"&$
$%"&##
"&#
!&%#
!& "
##&#
%&%
!&
!&##
#&##
&#
%#&##
&#
$!&#
% &"#
#&
"&##
&##
&##
'()
"
#
!!
$
%$
!$
#
!
!
%
!
!!
*
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%$%##"
%%##"
%$%##"
%"%##"
%$%##"
$%##"
%$%##"
%!#%##"
%%%##"
%$%##"
%##"
%%##"
+
, -.
/
), -.
01-.
'2, -.
,
-.
.03
.45 67 , -.
8
-.
2
5 -.
3 /9'(9. -.
:3-.
;-.
!-.
+.7-.
+ 7< 3<='
0
/
', -.
'> :/
67 7, -.
?-.
@A-(-.
<BC@
: 3) -.
D ) -.
!
E :+3 3E
/, -.
3( -.
● Mestu viðskiptin í Kauphöll
OMX í gær voru með bréf Glitnis
banka, fyrir 871 milljón.
● Mesta hækkunin var á bréfum
Century Aluminium, eða um
5,94%. Bréf FL Group hækkuðu
um 3,76% og bréf Sparisjóðs
Reykjavíkur um 3,62%.
● Mesta lækkunin var á bréfum
365 hf., eða um 3,21%. Bréf í
Föroya Banka lækkuðu um 2,91%.
● Úrvalsvísitalan hækkaði um
1,24% í gær og stóð í 6.895,56
stigum í lok dags.
● Íslenska krónan styrktist um
0,39% í gær
● Samnorræna OMX-vísitalan
lækkaði um 0,62% í gær. Breska
FTSE-vísitalan styrktist um 0,7%
og þýska DAX-vísitalan um 0,5%.
Marel tilkynnti í gær samkomulag
við Stork N.V. um kaup á þróun-
arfyrirtækinu Stork Food Systems
(SFS) fyrir 415 milljónir evra.
Samkvæmt tilkynningu frá Marel
mun velta og umfang fyrirtækisins
tvöfaldast með kaupunum „auk
þess sem grundvöllur fyrir áfram-
haldandi innri vöxt og arðsemi
hefur verið styrktur“.
Höfuðstöðvar SFS eru í Hollandi, en félagið er auk þess með fram-
leiðslu í Frakklandi, Bandaríkjunum, Spáni og í Brasilíu. Alls starfa
um 1.875 starfsmenn hjá félaginu. Í tilkynningu vegna kaupa Marels
segir að áætluð heildarvelta SFS árið 2007 sé 380 milljónir evra. SFS
hefur einbeitt sér að þróun hátæknibúnaðar fyrir vinnslu á kjöti, sér í
lagi fuglakjöti, og annarri vinnslu matvæla. Þá framleiðir félagið ýms-
ar vörur til að vinna mjólkurafurðir, safa og lyf. hos
Marel tvöfaldar umfangið
Íslenski fjárfestingarbankinn
Askar Capital hefur opnað skrif-
stofu á Indlandi. Jafnframt hefur
fyrirtækið sett á fót fjárfesting-
arsjóð ásamt indverska fjárfest-
ingarfyrirtækinu Skil Group.
Sjóðnum er einkum ætlað að fjár-
festa í litlum og meðalstórum fyr-
irtækjum á Indlandi og annars
staðar í Suðaustur-Asíu. Fyrir-
tækin munu leggja fram talsvert
fjármagn í sjóðinn nú í upphafi.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stjóri Askar Capital, segir ánægju
ríkja með samstarfið. „Skil Gro-
up hafa verið og eru frumkvöðlar
á þessu svæði og mikil þekking
þeirra og reynsla mun styrkja
starfsemi okkar.“ Forsvarsmenn
Askar segja að fjárfestingar í
framtaksfjármagni séu meginstoð
starfsemi Askar um heim allan og
stofnun sjóðsins mikilvægt skref
til að styðja við starfsemi fyr-
irtækisins á þessu svæði. fr
Askar hefja út-
rás til Indlands
Seltjarnarnesbær lækkar útsvars-
prósentu sína um tvö prósent um
næstu áramót. Fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir árið 2008 var af-
greidd í gær og kemur þetta fram
í henni. Jafnframt lækka ýmsir
aðrir gjaldstuðlar fasteignagjalda.
Eftir breytinguna munu allir
gjaldstuðlar fasteignagjalda auk
útsvars verða þeir lægstu á höf-
uðborgarsvæðinu. fr
Útsvar lækkar
um tvö prósent
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórn-
arformaður FL Group, sagði í
samtali við Viðskiptablaðið í gær
að hlutafjáraukning til að styrkja
eiginfjárstöðu fyrirtækisins væri
möguleg. Baugur sem er þriðji
stærsti hluthafinn sé tilbúinn til
þess. FL hefur lækkað mikið á
mörkuðum aðundanförnu. mbl.is
Hlutafé aukið?
FÉOGFRAMI
vidskipti@24stundir.is a
Segja má að aukin sókn í geðlyf sé til
marks um aukna vanlíðan þjóðarinnar,
því þunglyndi er náttúrulega eitt megin-
form vanlíðunar.
Erum byrjuð að taka niður pantanir
fyrir okkar sívinsæla laufabrauð.
Sendum hvert á land sem er.
Pantanir í síma 461 4010.
Swopper
vinnustóllinn
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Ánægja við leik og störf
• Fæst í ýmsum litum
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25