24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir
Ókeypis
-heim til þín
- kemur þér við
Eftir Hildu H. Cortez
hilda@24stundir.is
„Jólin verða mjög „glamúrus“
hjá okkur. Það verður mikið um
svart og fjólublátt,“ segir Arndís
Bára Ingimarsdóttir, versl-
unarstjóri Oasis. „Svo er alltaf
mikið um gull og silfur fyrir
jól.“ Að sögn Arndísar fer alltaf
mikið af fínum kjólum fyrir há-
tíðirnar. „Við erum með mikið
af fínum kjólum úr silki og sat-
íni sem eru mjög kvenlegir og
svo eru áberandi fylgihlutir sem
eru mikið teknir með til dæmis
svörtu kjólunum.“
Kvenleg tíska
Að sögn Arndísar er jólatískan
í ár töluvert í anda Audrey
Hepburn. „Kvenleikinn er alls-
ráðandi og við erum með mikið
af þröngum pilsum sem eru há í
mittið. Eins hafa fjólubláar káp-
ur verið að slá í gegn og svo er-
um við að fá loðslár yfir kjólana
og ermar í gylltu og svörtu.
Steinar eru að koma mikið inn
og eins glimmermix í peysunum.
Uppháir leðurhanskar hafa
einnig verið mjög vinsælir og lít-
il veski eru tekin í stíl við kjól-
ana.“
Klassískir litir
Lilja Björk Guðjónsdóttir, að-
stoðarverslunarstjóri í Zöru,
Smáralind, segir svarta litinn
verða mest áberandi um jólin.
„Það er mest í svörtu, svoköll-
uðum „off white“ og brúnum
litum. Rauði liturinn var vinsæll
en hann er aðeins að detta út en
svarti liturinn verður áberandi,
enda klassískur, og grár verður
líka áberandi.
Svo erum við ennþá með
blöðrukjólana sem og pallíettu-
kjóla og mikið af fallegum hné-
síðum ullarkápum með háa
kraga. Eins hafa stuttir víðir
jakkar verið vinsælir.
Við erum með mikið af fínum
kjólum sem eru þó þannig að
það er hægt að dressa sig upp og
niður, þannig að þeir nýtast bet-
ur. Þeim er bæði hægt að klæð-
ast í vinnunni og úti á lífinu ef
maður skellir á sig einhverju
skarti, flottu belti og fer í háa
hæla. Þá er dressið orðið mjög
hátíðlegt.
Annars fara árshátíðar- og
áramótakjólarnir að rjúka út
bráðum býst ég við. Fólk er
kannski ekki alveg komið í þann
gír ennþá en það gerist alltaf að
glamúrinn verður vinsælli þegar
nær dregur jólum og áramótum.
Að sögn Lilju er mikið spurt
um litlar töskur með hátíð-
arkjólunum. „Í haust höfum við
mikið selt af stórum töskum en
nú eru margar farnar að spyrja
um lítil, sæt veski undir höndina
við fínu kjólana enda passar það
betur með þeim en tuðrurnar.“
Kvenlegt og klassískt einkennir jólatískuna
Jólakjóllinn í anda
Audrey Hepburn
Klassískir litir og kvenleg
tíska í anda sjötta áratug-
arins verða áberandi um
jólin. Svart og fjólublátt
eru vinsælustu litirnir og
mikið selst af fínum ull-
arkápum, áberandi fylgi-
hlutum og litlum veskj-
um.
Arndís Bára Ingimarsdóttir Fínir
kjólar seljast vel fyrir hátíðarnar.
Lilja Björk Guðjónsdóttir
Klassískir litir vinsælir.
24Stundir/Brynjar Gauti
Hvort sem það er sanngjarnt
eður ei þá er það staðreynd að
við erum dæmd á nokkrum sek-
úndum þegar við hittum nýtt fólk
og sá dómur byggist helst á útliti
okkar. Það er því mikilvægt að
klæðast af öryggi og vera vel
snyrtur. Hluti af því að vera
sjálfsöruggur er viðhorfið og ör-
yggið þarf ekki endilega að lýsa
innri líðan. Hluti þess að líta vel
út er að vera í fötum sem passa
viðkomandi.
Annað sem skiptir máli er að
vera snyrtilegur því falleg föt
skipta litlu máli ef einstakling-
urinn er illa hirtur.
Neglur
Það er ekki nauðsynlegt að fara
í handsnyrtingu vikulega en vel
snyrtar neglur vekja athygli og
sýna að viðkomandi er annt um
útlit sitt.
Hár
Farið reglulega í klippingu því
hárið segir mikið um útlit fólks.
Ef hárið er litað reynið þá að gera
það reglulega svo rótin sé ekki
áberandi.
Augabrúnir
Það eru ekki allir sem kjósa að
plokka á sér augabrúnirnar en
samt sem áður er hægt að halda
þeim vel snyrtum. Þeir sem
plokka sig ættu að gera það
reglulega því fallega litaðar og
snyrtar augabrúnir ramma andlit-
ið inn.
Hugsaðu vel um sjálfa þig
Vel hirt og sjálfsörugg
Sjálfsörugg Að hugsa
vel um sig er hluti þess
að vera sjálfsöruggur.
Ný sending
af glæsilegum
samkvæmisfatnaði
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Henna hárvörurnar eru
unnar úr náttúrulegum
jurtum sem vinna með
hárinu þegar það er litað.
Hárið glansar af heilbrigði
Fastur háralitur hylur
100% grá hár.
18 fallegir litir og strípulitur
100% náttúrulegur litur
sem endist í 2-3 mánuði.
7 fallegir litir
Sjampó og næring sem
viðheldur og frískar
háralitinn hvort sem hann
er náttúrulegur eða litaður.
Án parabens
og lauryl sulfat.
Útsölustaðir:
Lyfja, Heilsuhúsið,
Apótekið,
Heilsuhornið Akureyri,
Fræið Fjarðarkaupum,
Lyfjaval, Maður lifandi,
Apótek Vesturlands
Akranesi,
og verslanir Nóatúns
Long Lasting Colour
Colour Powder
www.xena.is
GLÆSIBÆ S: 553 7060
MJÓDDINNI S: 557 1291
S PA R I - S PA R I
S K Ó R & V E S K I
no1
no2
no3
no4
no5
no6
Dr.Hauschka
Náttúrulegar snyrtivörur
Rósakrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber
hjálpa til við að varðveita rakann í
húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og
veitir henni sérstaka vernd.
Rósakremið inniheldur einungis hrein
náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar
lækningajurtir. Það er án allra kemiskra
rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn
er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á
einnig við um allar aðrar vörur frá
Dr.Hauschka.
Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16,
Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni,
Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi
og Heilsuhornið Akureyri.
dreifing:
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
sími 552 5744
Gíró- og kreditkortþjónusta