24 stundir


24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 42

24 stundir - 30.11.2007, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is Tekjur ríkissjóðs af ökutækjum á síðasta ári, beinar og óbeinar, námu rúmlega 50 milljörðum króna. Það eru 4,4% af landsfram- leiðslu. „OECD hefur gefið út hver kostnaður samfélaga innan stofn- unarinnar sé vegna bíla og úthalds þeirra. Sem viðmiðun eru tilmæli til stjórnvalda aðildarríkja að skatt- tekjur af bílum og umferð séu á bilinu 3-3,5 prósent. Það á að duga til að mæta samfélagslegum kostn- aði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdagstjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Ef miðað er við skattheimtu á Ís- landi og lægri mörk tilskipunar OECD má því segja að íslenskir bíl- eigendur séu að borga tæplega 16 milljörðum of mikið í skatta á hverju ári. „Þessi viðmiðun gengur út á reiknimódel sem hefur að sjálf- sögðu einhverja fyrirvara,“ segir Runólfur. „Það gengur út á ýmsar breytur, eins og kostnað við slys, uppbyggingu samgöngumann- virkja, mengun og margt fleira. Úr þessu líkani fæst þessi nið- urstaða en við búum í þannig sam- félagi að sumar af breytunum eru í miklu betri farvegi hjá okkur en öðrum þjóðum. Eftir sem áður má segja að stjórnvöld hafi þarna farið í efstu lög, því við erum auðvitað líka með einhverjar hæstu þjóðar- tekjur á mann sem þekkjast.“ Runólfur leggur áherslu á að þegar tekjur og gjöld ríkisins af bíl- um og umferð séu skoðuð verði að horfa heildstætt á málið. Mála- flokkurinn hafi svo víðtæk áhrif í samfélaginu. „Ríkið hefur ein- hverja tekjuþörf og það verður að horfa á málið í heild sinni. Það er til dæmis mikilvægt að ná þeim samfélagslega árangri að draga úr eldsneytisnotkun ökutækjaflotans og það getur þýtt á móti að við verðum að færa einhverjar fórnir.“ Fyrir nokkrum misserum var Ís- land efst á lista IRF (International Road Federation) yfir kostnað í mismunandi löndum við að reka bíl með 1,5 lítra bensínvél. Þrátt fyrir lægri skatta en til dæmis í Noregi er kostnaður neytenda hærri hér á landi, miðað við heild- arlíftíma bílsins. DÆMI UM TEKJUR OG GJÖLD VEGNA BÍLA OG UMFERÐAR ÁRIÐ 2007 Heimild: Fjárlög og aukafjárlög fyrir 2007 Dæmi um tekjur Tölur í milljónum króna Dæmi um gjöld Tölur í milljónum króna VSK af bensíni1 VSK af dísilolíu2 Vörugjald ökutækja Almennt vörugjald af bensíni3 Sérstakt vörugjald af bensíni4 Olíugjald Bifreiða- gjald Þungask./ kílómetragj.5 VSK af kaupum einkabíla6 Viðhald vegakerfis Fjárfesting í vegakerfi Rekstur Vegagerðar7 Rekstur Umferðar- stofu8 Rekstur Ranns.n. umferðarslysa9 1 M.v. áætlun yfirvalda um 200 milljón selda lítra og 124 kr. pr. lítra. 2 M.v. áætlun yfirvalda um 100 milljón selda lítra og 128 kr. pr. lítra. 3 Rennur til óskildra mála. 4 Eyrnamerkt vegamálum. 5 Þungaskattur af bílum yfir 10 tonnum að þyngd. 6 Tölur frá 2006 - heimild: FÍB. 7 Gjöld v/reksturs umfram tekjur. 8 Gjöld v/reksturs umfram tekjur. 9 Gjöld v/reksturs umfram tekjur. 4.880 2.519 9.140 2.080 7.349 5.940 4.410 1.260 8.817 3.159 10.441 4.655 423 16,6 Meira innheimt af íslenskum bíleigendum en OECD mælir með Sextán milljarða of- sköttun á bíleigendur Skattheimta af bílum og umferð er rúmlega 30% meiri hér á landi en mælt er með innan OECD. Fyrir íslenska bíleigendur þýð- ir það tæplega 16 millj- arða aukalega á ári. ➤ Árið 1994 voru tekjur af öku-tækjum 15,8 milljarðar, eða 3,4% af landsframleiðslu. ➤ Af 50 milljörðum sem voruinnheimtir í fyrra voru 80% þeirra bein gjöld af bílum og umferð. INNHEIMTA Á ÍSLANDI TEKJUR AF ÖKUTÆKJUM Sem hlutfall af landsframleiðslu 3,4% 4,1% 4,4% 4,4% 3,4% 4,1% 4,4% ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 Frá því að Christian Von Koe- nigsegg var 17 ára hefur líf hans snúist um að hanna og framleiða bíl sem hann vildi að væri besti sportbíll í heimi. Eftir að hafa tapað hraðameti fjöldaframleiðslubíla til Bugatti Veyron, sem var reyndar slegið aft- ur af SSC Ultimate Aero TT fyrr í haust, hefur Koenigsegg setið við teikniborðið. Nýjasta afurð þessa sænska of- urbílaframleiðanda er Koenigsegg CCXR Special Edition og tölurnar tala sínu máli: 1018 hestöfl, 4,7 lítra V8, 0-100 á 2,9 sekúndum, yfir 400 km hámarkshraði, 136,5 millj- ónir króna og E85. Já, þú last rétt, bíllinn getur gengið á lífeldsneyti. Að auki er bíllinn gefinn upp fyrir 22 lítra eyðslu á hundraðið, sem er nokkuð gott miðað við allt þetta afl. Koenigsegg fullyrðir því að bíllinn sé skref í áttina að grænum ofursport- bílum, tvö hugtök sem sjást ekki oft hlið við hlið, en sé auk þess fullfær um að fara hraðar en Bugatti Vey- ron. Orð hans hafa yfirleitt staðist og því bíðum við spennt eftir mæling- unni. Að lokum má geta þess að eig- inkona Christians, Halldóra, er ís- lensk. 1018 hestafla lífdísilknúinn ofursportbíll Ofurgræn Veyronæta frá Svíþjóð Grænn og gríðarlega öflugur Koenigsegg CCXR Special Edition á að stinga Bugatti Veyron af, á lífeldsneyti. Láttu okkur sandblása og pólýhúða felgurnar í hvaða lit sem er með Epoxy grunn, Polyester lit og Acryl glæru. Þær verða eins og nýjar! Smiðjuvegi 1 • s. 544-5700 • www.polyhudun.is Eru felgurnar orðnar ljótar? Heilsársdekk vetrardekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Gúmmívinnustofan SP dekk - Skipholti 35 -105 R Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is RAFGEYMAR : . . SÍMAR: AX: Alhliða bi réttingar GRÆNUMÝRI 3 - SÍMI 587 7659 - WWW.BILAPARTAR.IS BÍLAPARTAR VIÐ HÖFUM ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@24stundir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.